Morgunblaðið - 28.01.2000, Page 18

Morgunblaðið - 28.01.2000, Page 18
íá FÖSTtÍDAGUR 28. JAN ÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Deildartunguhver í Borgarfírði er vatnsmesti hver Evrópu og vinsæll ferðamannastaður Leiða leitað til að bæta aðstöðuna Reykholti - Deildartunguhver í Borgarfjarðarsveit er vinsæll áningarstaður ferðalanga, enda koma þeir árlega svo þúsundum skiptir til að skoða þennan vatnsmesta hver Evrópu. Engin aðstaða er hins vegar á staðnum fyrir þessa ferðamenn og hefur skapast af því töluvert óhag- ræði. Kostulegt bárujárnsmannvirki, með ámáluðum gluggum, hefur staðið um árabil við aðkeyrsluna að hverasvæðinu og stungið verulega í stúf við umhverfið. Skúrinn virðist þó helst hafa vakið athygli ferðamanna með þeim hætti að þar fundu menn skjól til að sinna erindum sínum, við lítinn fögnuð staðarfólks. Að frumkvæði heimamanna hefur Atvinnuþróunarnefnd Borgarfjarðarsveitar unnið drög að hugmyndum um atvinnu- skapandi uppbyggingu í tengsl- um við hverinn sem jafnframt miði að því að bæta aðstöðu fyr- ir ferðamenn og fá snyrtilegan frágang á aðkeyrslu og um- hverfí. Sverrir Heiðar Júlíusson, for- maður nefndarinnar, segir að ýmsar hugmyndir séu í deigl- unni eins og t.d. uppsetning sýn- ingar á staðnum og grænmetis- ala, en ylrækt er helsta búgreinin í nágrenninu. Þessar hugmyndir eru þó ennþá á vinnslustigi og verða unnar áfram í samvinnu við heima- menn. Hverinn virkjaður 1981 Samkvæmt upplýsingum Sverris eiga sjö aðilar land að hverasvæðinu, en ekki liggja fyrir nein áform eigenda um að nýta þessa aðstöðu. Hverinn var virkjaður 1981 af Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og er vatn leitt úr honum rúmlega 60 km vegalengd. Veitubygging hitaveitunnar er á svæðinu og næsta umhverfi hennar upp að hvernum snyrt og afgirt. Umhverfisátak er í gangi í sveitarfélaginu og hefur báru- járnsskúrinn nú verið fjarlægður af svæðinu og þar með helsti skjólveggur ferðamanna og ligg- ur fyrir að leysa úr þessum mál- um. Morgunblaðið/Sigríður Kristínsdóttir Deildartunguhver laðar að sér þúsundir ferðamanna á ári hverju en aðstaða fyrir gesti hefur engin verið. V-". Skúrinn, bárujárnsmannvirkið með máluðu gluggunum, sem stóð lengi við aðkeyrsluna en hvernum. jrjrD tilboð! 12 KJUKLINGABITAR STÓR SKAMMTUR AF FRÖNSKUM KARTÖFLUM PEPSI 2L KJUKLINGAR I SERFLOKKI FRA KFC REYKJAVIK HAFNARFIRÐI Fj ár hagsáætlun samþykkt Stykkishólmi - Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2000 var samþykkt á fundi bæjarstjórn- ar 24. janúar sl. Sérstök áætlun er gerð fyrir bæjarsjóð, en jafnframt eru gerðar sérstakar áætlanir fyrir hafnar- sjóð, dvalarheimili, þjónustuíbúðir, félagsheimili og félagslegar íbúðir. Áætlun fyrir Hitaveitu Stykkis- hólms verður unnin síðar og einnig áætlun fyrir nýstofnaðan Fram- kvæmdasjóð Stykkishólms. Tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 239 milljónir króna, sem eru 20 milljónum króna hærri en í fyrra. Útsvarstekjur eru áætlaðar 180 milljónir, fasteignaskattar 28 millj- ónir króna og Jöfnunarsjóður 31 milljón króna. Rekstur bæjarsjóðs með fjármagnskostnaði nemur 213 milljónum króna sem er 89% af tekjum. Stærsti gjaldaliður eru fræðslumálin, sem taka 45% af út- gjöldum. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir framkvæmdum upp á um 30 millj- ónir króna. Helstu framkvæmdir verða við dvalarheimilið þar sem ætlað er að stækka matsal og gera endurbæt- ur á eldhúsi. Þá verður lokið við bryggjuframkvæmdir og eru 10 milljónir áætlaðar í hvort verkið. Þá verða nokkrar lóðir við Búðan- es gerðar byggingarhæfar. Stefnt er á að ráða félagsmála- fulltrúa, sem er nýtt starf. Teknir eru frá peningar til starfsins, en eftir er að móta það. Þegar bæjarstjóri, Óli Jón Gunnarsson, er spurður hvað ein- kenni fjárhagsáætlun Stykkis- hólmsbæjar segir hann að áætlun- in sýni aðhaldssemi í rekstri og framkvæmdum. Eftir geysimiklar framkvæmdir á síðustu árum er planið að rétta sig af og byrja að vinda ofan af lánunum. Símenntun í atvinnulífinu Borgarnesi - Ole Imsland, fram- kvæmdastjóri símenntunarstöðvar í Rogalandfylki (Rogaland Kurs og Kompetansesenter- RKK) í Nor- egi, heldur tvo fyrirlestra í boði Sí- menntunarmiðstöðvar Vestur- lands. Var annar fundurinn haldinn í gær en hinn verður í kvöld, föstudagskvöld. Ole Imsland fékk nýlega æðstu verðlaun norsku Vinnuveitenda- samtakanna fyrir fræðslustörf. En RKK hefur einbeitt sér að því að efla símenntun í atvinnulífinu. Ein- staklega góð samvinna hefur tekist milli atvinnulífs- og menntastofn- ana í Rogalandfylki og er RKK- módelið þekkt í Noregi. Ole Imsland er hér í boði Sí- menntunarstöðvar Vesturlands með styrk frá norska sendiráðinu. Hann heldur tvo opna fundi er hann nefnir: „Símenntun í atvinnu- lífinu og samstarf atvinnulífs og menntastofnana.“ Seinni fundurinn er í fjar- kennslustofu HÍ (í kjallara Odda) föstudaginn 28. janúar kl. 10. Fólki utan höfuðborgarsvæðis- ins gefst kostur á að fylgjast með seinna erindinu um fjarfundabún- að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.