Morgunblaðið - 28.01.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.01.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 29 Skýringa er enn leitað á tilurð ísklumparegnsins á Spáni og Italíu Haglél, hrekkur eða halastjarna? ÍSKLUMPAR sem falla af himnum ofan hafa vakið bæði undrun og at- hygli á Spáni og Ítalíu sl. tvær vikur. Engin einhlít skýring hefur fundist á tilvist ísklumpanna og eru ítölsk dagblöð nú farin að velta því fyrir sér hvort um hrekk sé að ræða. Hinn ítalski Massimo Giunchi slapp naumlega við alvarleg meiðsl þegar ísklumpur sem vó rúmt kíló lenti á höfðinu á honum þar sem hann var á leið til vinnu í Ancona sl. þriðjudag. Meiðsl Giunchi voru væg af því að hann hafði klætt sig vel vegna mikils kulda á Ítalíu þessa dagana. „Sem betur fer var hann með tvær húfur,“ sagði læknir á sjúkrahúsinu í Ancona um Giunchi. Þá fann umsjónarmaður golfvallar suður af Róm, rúmlega 5 kg ísklump á könnunarferð sinni um golfvöllinn á miðvikudagsmorgun og rétt fyrir hádegi sama dag féll hnullungur á stærð við grasker á götu í Mílano, en annar lenti á bíl nærri Bolgna. himnum ofan og slapp maður nokkur naumlega þegar 4,5 kg ísklumpur féll af heiðskírum himni og lenti á bíl hans. Maðurinn sjálfur hafði rétt numið staðar til að kasta kveðju á vin sinn og hafði því ekki sest inn í bíl- inn. Tilkynnt hefur verið um 9 önnur tilvik á Spáni og var í fyrstu haldið að um úrgang flugvéla væri að ræða. Að sögn jarðfræðingsins Jesus Martin- ez Frias, sem fer fyrir hópi sérfræð- inga sem rannsaka fyrirbærið, styð- ur þó hvorki litur klumpanna né áferð þeirra þá tilgátu. „Sá sem er hvað mest hissa á þessu fyrirbæri er ég,“ sagði Frias, sem ferðast nú um Spán og safnar og rannsakar ísklumpana. Vísindamennirnir vonast til að efnarannsókn leysi gátuna, en Frias sagði við dagblaði E1 Pais að svo virt- ist sem hnullungarnir væru nær ein- göngu gerðir úr frosnu vatni, þó að efnarannsókn ætti eftir að staðfesta þá skoðun. Aðrar tilgátur sem heyrst hafa eru að ísklumparnir séu leifar af hala halastjörnu. Frias telur þá skýringu þó ekki líklega þar sem ísklumparnir finnist á of stóru svæði til að svo geti verið. Þeir hafa einnig verið taldir vera risahaglél, en veðurfræðingar útiloka að ástæðan fyrir tilvist klumpanna eigi sér veðurfarslegar skýringar. Hver sem skýringin er, þá eru ís- klumparnir nógu stórir til að eiga að hafa komið fram á radarskjám og því e.t.v. ekki að ástæðulausu að ítölsk dagblöð telja að um hrekk sé að ræða. Kona sýnir brot af ísklumpi sem féll á götu í Mflanó. Fjölmiðlar eru uppfullir af efasemdum. Hnullungar á stærð við körfubolta ítalskir sérfræðingar hafa brotið heilan um tilvist ísklumpanna frá því í lok síðustu viku, þegar þeirra varð fyrst vart í borginni Padua á Norð- ur-ítaliu. Vitað er um fjölda annarra tilvika á Spáni vikuna á undan og standa þarlendir sérfræðingar ekki síður á gati. En þar hafa hnullungar á stærð við körfubolta steypst af Mugabe í lukku- pottinn Harare. AFP. ROBERT Mugabe, forseti Zimb- abwe, þar sem efnahagslífið er gjör- samlega komið að fótum fram, datt sjálfur í lukku- pottinn á dögun- um er hann vann í bankalottói. Ziana, ríkis- fréttastofan í Zimbabwe, skýrði frá því í gær, að Mugabe hefði unnið 100.000 Zimb- abwe-dollara, um 190.000 ísl. kr., í lottói Zimb- ankans, sem er að hluta í ríkiseigu. Var aðeins dregið úr nöfnum þeirra, sem áttu 5.000 Zimbabwe-dollara eða meira á reikningum sínum. 190.000 ísl. kr. eru mikið fé í Zimbabwe þar sem algeng mánaðar- laun eru um 2.000 kr. Stálvaskar Intra stálvaskarnir fást f mörgum stærðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið margvfslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. T€I1GI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást i byggmgavöniversluiium um lanri alll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.