Morgunblaðið - 28.01.2000, Page 35

Morgunblaðið - 28.01.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 35 LISTIR Elías B. Halldórsson sýnir í Hafnarborg Bjólfur lagði Harry Potter London. Morgnnblaðid. OPNUÐ verður á laugardag kl. 14, í Sverrissal Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýning á málverkum og teikningum listmálarans Elíasar B. Halldórs- sonar. Elías hlaut menntun sína við Myndlista- og handíðaskóla íslands, Listaakademíuna í Suttgart og Kon- unglegu listaakademíuna í Kaup- í TILEFNI opnunardags Reykja- víkur - menningarborgar Evrópu ár- ið 2000 efnir Möguleikhúsið tH sér- stakrar sýningar á bamaleikritinu Snuðra og Tuðra laugardaginn 29. janúar kl. 14. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyf- ir. Leikritið er byggt á sögum Iðunn- ar Steinsdóttur um systumar Snuðm og Tuðm. Snuðra og Tuðra era leiknar af þeim Aino Freyju Jár- velá og Hrefnu Hallgrímsdóttur, mannahöfn. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlend- is. Nú býr Elías í Kópavogi og starf- ar þar að list sinni en flest verkin á sýningunni í Hafnarborg era unnin á síðastliðnum tveimur áram. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18 og henni lýkur 14. febrúar. leikstjóri og höfundur leikmyndar er Bjami Ingvarsson, leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, tónlist eftir Vilhjálm Guðjónsson og Katrín Þorvaldsdóttir sá um búninga og brúðugerð. Möguleikhúsið mun síðan með formlegum hætti taka þátt í dagskrá menningarborgarinnar í maí með framsýningu á leikverkinu Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í leikstjóm Pet- er Holst, en sú sýning er einnig unnin í samvinnu við Listahátíð í Reykja- vík. ÍRSKA Nóbelsskáldið Seamus Hean- ey hefur hlotið brezku Whitbread- verðlaunin fyrir þýðingu sína á Bjólfskviðu, en úrslitalotan stóð á milh hennar og þriðju bókar JK Rowling um Harry Potter. Þetta er fjórða árið í röð, sem ljóðabók vinnur tíl Whitbread-verðlaunanna sem bók ársins; Seamus Heaney fékk verð- launinin 1966, Ted Hughes 97 og 98 og Heaney nú fýrir beztu bók ársins 99, sem hann tileinkar Hughes. Miklar vangaveltur vora fyrir verð- launaafhendinguna um það, hvort Bjólfskviða eða Harry Potter yrði of- an á. Fimm bækur keppa um titilinn bók ársins; ljóðabók, ævisaga, skálds- aga og fyrsta bók höfundar og nú var reglunum breytt á þann veg að hafa bamabækur með líka. Töldu sumir, að það væri gert til þess að ryðja brautina fyrir Harry Potter, en bæk- urnar um hann hafa náð gífurlegum vinsældum; ekki aðeins meðal barna heldur fullorðinna líka. Aður en dómnefndin settist á rökstólana virt- ust bækumar standa nokkuð jafnt að vígi samkvæmt frásögnum fjölmiðla og var því m.a. haldið fram á móti Bjólfskviðu, að þar væra ekki framort ljóð á ferðinni heldur þýðing eða end- urgerð. Það tók dómnefndina 90 mín- útur að gera út um málið og þótt for- maður dómnefndarinnar, Eric And- erson, segði úrslitin vera afdráttarlaus hafa íregnir borizt af því að atkvæðagreiðsla innan dómn- efndarinnar hafi farið 5-4 fyrir Bjólfskviðu. Meðal þeirra sem sátu í dómnefndinni að þessu sinni vora fyr- irsætan Jerry Hall, leikkonan Imog- en Stubbs og Ann Widdecombe, sem fer með innanríkismál í skuggaráðu- neyti íhaldsflokksins. Eric Anderson sagði, að dómnefndinni hefði þótt sem Heaney hefði með glæsilegum hættí fært almenningi upp í hendumar foma kveðskaparperlu og blásið nýju lífi í ljóð, sem aðeins hefði skrimt í þröngum hópi háskólamanna. Og enda þótt um þýðingu eða endurgerð væri að ræða hefðu dómnefndarmenn verið á einu máli um að hún væri full- gild af sjálfri sér. Hann sagði dóm- nefndarmenn engar efasemdir hafa haft um að verðlauna ljóðabók fjórða skiptið í röð. Titíinum bók ársins fylg- ir verðlaunafé upp á rösk 20.000 pund. Heaney vitnaði í Bjólfskviðu, þegar hann tók við verðlaununum, þar sem segir eitthvað á þá leið, að forlögunum farist eins og verða vill. Hann kvaðst vera hissa, glaður og þakklátur að hljóta verðlaunin, ekki bara sjálfs sín vegna heldur og fyrir hönd þess nafn- lausa snillings, sem Bjólfskviðu hefði ort á sinum tíma. Sagðist Heaney hafa gert sitt bezta til að skila efni og anda kviðunnar, en hans verk væri aðeins þýðing á frumtextanum. Það væri verkið sem væri verðlaunavert en ekki verkamaðurinn. Það tók Heaney 15 ár að koma Bjólfskviðu í það horf, sem hún er í bókinni. Bjólfskviða er fomenskt sagnaljóð, sem er talið vera frá fyrri hluta átt- undu aldar, en er varðveitt í handriti frá því um 1000. Þótt bragðvísin brygðist Harry Potter í viðureigninni við Bjólf færði hann engu að síður höfundi sínum 10 þúsund pund, verðlaunin fyrir beztu bamabókina. Þrjár fyrstu bækumar um Harry Potter hafa selzt í 27,5 millj- ónum eintaka, þar á meðal á íslandi, og fjórða bókin, sem JK Rowling er enn að skrifa, er þegar komin í hóp metsölubóka vegna pantana á Netinu. JK Rowling var ekki viðstödd Whit- breadverðlaunaafhendinguna og tók leikarinn Stephen Fry við bamabóka- verðlaununum fyrir hennar hönd. Hinar bækumar, sem kepptu við Bjólfskviðu og Harry Potter, vora; skáldsaga Rose Tremain; „Music and Silence“, söguleg skáldsaga sem ger- ist í Danmörku á sautjándu öld, „Ser- vitude and Greatness", annað bindi ævisögu Berlioz eftir David Caim, og fyrsta bók Tims Lott, skáldsagan „White City Blue“. Kammersveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heldur tónleika laugardaginn 29. janúar. Barnaleikritið Snuðra og Tuðra Tónleikar Kammersveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar KAMMERSVEIT Tónlistarskóla HafnarQarðar heldur miðsvetrar- tónleika sfna laugardaginn 29. jan- úar kl. 17 í Tónlistarskólanum - Hásölum. Á efnisskránni verða tvær af „Árstíðum“ Vivaldis - Vor og Vet- ur. Einleikar með hljómsveitinni verða Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Baldur Páll Magnússon fiðlun- emcndur við skólann. Auk konsertanna tveggja flytur hljómsveitin Rondo eftir Haydn, Valse Triste eftir Sibelius og tvo flætti úr Pétri Gaut eftir Grieg. Að lokum flytur hljómsveitin Diverti- mento í D-dúr K. 136 eftir W.A. Mozart. Stjórnandi kammersveitar- innar er Oliver Kentish. Opið hús í Hinu húsinu OPIÐ hús verður í Hinu húsinu á morgun vegna formlegrar opnunar á „Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000“ Dagskráin stendur frá kl. 14 til 18. Krafm'kill kaupauki í Kolaporlinu Alla föstudaga Ótrúlegt úrval Ódýrt, af vörum einstakt og á góðu verði ævintýri líkast Í PIÐ rÖSTUMGA 12-18 OPIÐ LAUGARDAGA SUNNUDAGA 1 I ■ 1 # Kaupauki á föstudögum - þú fœrð 25 til 40% kaupauka Kaupir fyrir kr. 2000 og fœrð kaupauka kr. 500 Kaupir fyrir kr. 4000 oa fœrð kaupauka kr. 1200 Kaupir fyrir kr. 6000 og fœrð kaupauka kr. 2000 Kaupir fyrir kr. 8000 oa fœrð kaupauka kr. 2500 Kaupir fyrir kr. 10000 og yfir og fœrð kaupauka kr. 4000 Markaðstorg KOLAPORTIÐ Antik Frimerki Austuriensk teppi Asíuvara Kompudót Heimilistaeki Geisladiskar Fataefni Snyrfivörur ■ Skartgripir Verkfœri Leikföng Skófatnaður Myndir Fatnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.