Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 V------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN .> STEINGRÍMSSON + Björn Stein- grímsson fæddist 31. maí 1953. Hann lést 8. janúar síðast- liðinn. Björn ólst upp á Akureyri og á 01- afsfirði hjá foreldr- um sinum. Einnig dvaldist Björn oft hjá fósturforeldrum móður sinnar í Hóls- seli, þeim Birni Jóns- syni frá Geirastöðum í Mývatnssveit og Karen Sigurðardótt- ur frá Hólsseli, sem voru hin mætustu hjón. Faðir Bjöms er Steingrímur Sigvaldason frá Langhúsum í Skagafirði, vélsljóri að mennt, og móðir Guðný Karólína Ingólfs- „Bjössi frændi er dáinn,“ var hvíslað í símann hjá mér nýlega. Eins og svo oft við frétt af þessu tagi var því líkast sem kaldur gust- ur færi sem snöggvast um herberg- ið. Þó kom andlátsfregnin ekki al- veg á óvart, því að Björn hafði frá barnsaldri barist við illvíga sjúk- dóma og fötlun. Fyrstu æviár sín r var Björn fjörmikill drengur og lieilsugóður, en svo gerðist það að fætur hans uxu misjafnlega svo að hann varð að fá göngugrind sem hann notaði í mörg ár. Björn náði furðugóðum tökum á henni og lét hana ekki aftra sér frá að taka þátt í leikjum með öðrum börnum og stóð þeim fyllilega á sporði. Þannig liðu barna- og gagnfræðaskólaárin og vorið 1967 voru þrjú systkinabörn fermd saman í Hallgrímskirkju, auk Björns þau Bergljót Guðjóns- dóttir og Baldur J. Baldursson. Bergljót andaðist 1999. Haustið 1973 innritaðist Bjöm í Mennta- skólann í Reykjavík og tók stúdent- spróf 1977 með góðum árangri. Hann var jafnvígur á flestar grein- ar og átti því ýmissa kosta völ um framhaldsnám, en kaus að sigla til Kaupmannahafnar til að leggja þar stund á verkfræði í háskólanum. Eftir tvö ár í borginni við sundið varð hann fyrir því áfalli að sýkjast af berklum sem tókst að vísu að vinna á með lyfjum, en þau eyði- lögðu nýru Björns svo hann varð háður því að blóðið væri hreinsað a.m.k. tvisvar í viku í blóðhreinsun- arvél. Það leiddi til þess að Björn settist að í Kaupmannahöfn. Af ^ieilsufarsástæðum varð hann að leggja verkfræðina á hilluna en í staðinn innritaðist hann í mann- fræði og greinar tengdar henni. Auk þess lagði Björn stund á myndlist og hélt eitt sinn sýningu á verkum sínum í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn. Björn var jafnlyndur maður og fastur fyrir þegar þess var þörf. í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík dóttir frá Víðirhóli á Fjöllum, ein af 15 börnum Ingólfs Kri- stjánssonar frá Grímsstöðum á Fjöll- um og Katrínar Maríu Magnúsdóttur frá Böðvarsdal í Vopnafirði, tvíbura- systir Hönnu Sæfríð- ar, sem lengi bjó ásamt manni sínum, Braga Axelssyni, og 12 börnum í Ási í Kelduhverfi. Þær mæðgpir hafa sem sé komið samtals 27 bönium til manns. Utfor Bjöms fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hlaut Björn verðlaun fyrir góða frammistöðu í þýsku: þriggja vikna ferð til Þýskalands og dvöl þar til að sækja námskeið. I Þýskalandi urðu þau mistök að Björn var settur í hóp með jafnöldrum frá Irlandi sem ekki var treyst til að fylgjast með fræðslu og leiðbeiningum á þýsku og fengu þær á ensku. Birni fannst hann vera illa svikinn og tók það ráð að fara sínar eigin götur til að fá tækifæri til að nýta þýskukunnáttu sína og bæta við hana. Umsjónar- manni hópsins leist illa á það og skrifaði mér að drengurinn væri á villigötum. Mér tókst að eyða áhyggjum hans og útskýra fyrir honum að íslendingar væru ófúsir að láta teyma sig og vildu vera hafð- ir með í ráðum. Við það sefaðist maðurinn og málið fékk góðan endi og Björn góða einkunn í þýsku á stúdentsprófinu. Eftir að Björn settist að í Kaup- mannahöfn nutum við hér heima samvista við hann sjaldnar en áður og söknuðum þess. Það sem ein- kenndi hann var þrautseigja hans og viljafesta auk hinna góðu gáfna. Hann hafði alltaf að leiðarljósi að fá sem mest út úr lífinu þó að á móti blési. Kvöldið fyrir andlát sitt hafði Björn gestaboð 1 íbúð sinni og varð bráðkvaddur um nóttina. Baldur Ingólfsson. Náinn og afar kær vinur okkar, Björn Steingrímsson, Bjössi eins og hann var kallaður, iést á heimili sínu hér í Kaupmannahöfn sunnu- daginn 9. janúar sl. I mörg ár vissum við að hverju stefndi, en ekki óraði okkur fyrir því þegar hann kvaddi okkur hér á Hattemagerstien aðfaranótt sunnu- dags eftir frábæra kvöldstund í vinahópi að hann yrði allur nokkr- um tímum seinna. Svo hress og kát- ur var hann, fékk lánað lesefni með sér heim og lofaði að hringja næsta kvöld að lokinni díalýsu til að skipu- GUÐRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR + Guðrún Guð- björnsdóttir fæddist á Bjamar- nesi í Kaldrananes- hreppi í Strandasýslu hinn 11. október 1922. Hún lést á Landspitalanum 17. janúar si'ðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Drottínn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum læt- urhannmighvilast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hannhressirsálmína, leiðir mig um rétta vegu fyrirsakirnafnssms. t Jafnvelþóttégfariumdimmandal, óttast ég ekkert illt, þvíþúerthjámér, sprotiþinnogstafur huggamig. Þúbýrmérborð frammi fyrir íjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafull- ur. Já,gæfaognáðfyla'a mér allaævidagamína, og í húsi drottins bý ég langaævi. (23.Daviðssálmur.) Sofðu vært, elsku amma. Borghildur, Katrín Perla og Hulda Bcrglind. leggja næstu samverustund með okkur. í meira en tvo áratugi átti Bjössi við heilsuleysi að stríða sem þýddi að þrjá daga vikunnar þurfti hann að fara í díalýsu/nýrnavél. Hina fjóra daga vikunnar nýtti hann með eindæmum vel; í bíóferðir, tónleika, myndlistarsýningar, kaffihúsa- heimsóknir og bæjarrölt með okkur eða öðrum góðum vinum. Bjössi var mikill tónlistaráhuga- maður, elskaði djass og klassíska músík. Þess má geta að áður en heilsan brast spilaði hann sjálfur á ýmis hljóðfæri. I myndlistinni var hann mjög vel að sér eins og svo mörgu öðru, þekkti bókstaflega hverja stefnu þar að lútandi og listamenn. Bjössi stundaði sjálfur myndlist, hélt einkasýningar og tók þátt í samsýningum hér í borg. I myndum hans endurspeglast m.a. húmorinn sem var einn af hans stóru pers- ónueiginleikum. í því sambandi má nefna að eftir minningarathöfnina í St. Pálskirkju hinn 14. janúar var stofnað félag til minningar um Bjössa með því markmiði að varðveita málverk hans. En Bjössi málaði ekki bara myndir. Hann var mikill áhugamað- ur um stjörnuspeki og gerði ófá stjörnukort fyrir vini og kunningja. Fram á síðasta dag var fólk að biðja hann um að gera stjörnukort fyrir sig. Þær eru og verða ógleymanlegar stundirnar hér í stofunni okkar þar sem málin voru rædd og skipst á skoðunum. Allt á milli himins og jarðar bar á góma; bókmenntir, aðrar listgreinar, trúmál, stjórn- mál, alheimspeki svo eitthvað sé nefnt. Frásagnarhæfileikar Bjössa voru miklir og góðir. Yndislegt var að hlusta á hann segja frá sveitinni sem honum var svo kær, þar sem hann dvaldi á sumrin á uppvaxtar- árum sínum. Síðri voru ekki sögur hans af ferðum um heiminn, t.d. frá Frakk- landi, þar sem hann vann á víngarði og upplifði margt spaugilegt, Italíu þar sem hann kannaði rómverska menningu og Córdoba á Spáni þangað sem forvitnin rak hann til að kynna sér arabísk menningar- áhrif. Sl. tvo vetur sótti Bjössi nám- skeið á Folkeuniversitetet, um þjóðhætti Súmera og babýlonska menningu. Ætlunin var að halda áfram námi sl. haust og taka þá fyr- ir Egypta til forna en hrakandi heilsufar kom í veg fyrir að sú ósk rættist. Síðla sumars og fram á haust lá Bjössi á Ríkisspítalanum og var um tíma ekki hugað líf. En lífsviljinn var sterkur og hafði Bjössi kíminn eftir yfirlækninum að hann hefði „sprottið upp eins og tappi úr kampavínsflösku“. Aldrei heyrðum við Bjössa kvarta yfir sjúkdómi sínum og þeim kvill- um sem honum fylgdu. Við gleym- um heldur aldrei orðum hans á fert- ugsafmæli sínu fyrir sjö árum: „Ég lifi á lánuðum tíma“. Hann lét ekki bugast, allt fram á hinstu stund var hann með áform um framtíðina. Félagslyndi, kímnigáfa, fróðleiksfýsn, gjafmildi, greiða- semi, hógværð og þakklæti fyrir það sem fyrir hann var gert og síð- an en ekki síst æðruleysið eink- enndi Bjössa mjög. Þetta og svo margt annað í fari vinar okkar er okkur auðæfi um ókomna tíð. Öldruðum föður hans, ættingjum og vinum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minning um yndislegan og góðan dreng lifir. Svein-Arve, Bergljót og Laufar. Elsku Bjössi. Nú ertu fallinn frá, en alltaf mun hugur okkar fylgja minningu þinni. Ég man, þegar við ung fórum saman til náms í Kaupmannahöfn. Allt var svo nýtt og spennandi og líka undarlegt og erfitt. Við vorum kærustupar og bestu vinir. Upp úr slitnaði sambandið, en seinna sýndi það sig að vináttan hélst og breyttist í systkinasam- band. Flesta vinina áttum við líka sam- eiginlega, einnig á seinni árum. Það var ákveðinn sérstakur „kúltúr" meðal íslendinga í Kaupmanna- höfn, á þessum tíma, sem við vorum tengd. Listir, músik, ritsmíðar, heim- speki, farandfólk milli heimsálfa og margt annað. Þrátt fyrir veikindi þín hittirðu og kynntist fjölmörgu allavega fólki, sem gaf lífi þínu lit og ástæðu til hugleiðslu og visindalegrar rann- sóknar: t.d. í málaralist þinni og astrólógíupælingum tengdum heim- speki, guðspeki og sálarfræði. Og þín ótrúlega ró og kímnigáfa hefur ekki bara lækkað rostann í okkur fullorðna fólkinu, heldur eru hérna íslenskir unglingar sem áv- allt munu minnast þess: „Ó, það var svo gott að koma til Bjössa," maður slappaði bara svo vel af, og svo var pensill lánaður og mynd gerð, hlust- að á sérstaka framúrstefnujass- músik, kíkt í stjörnukort eða í bók, eða bara talað. Megi þinn lífsstíll og fílosófía ráða ríkjum á þessari nýju öld. Kærar þakkir fyrir vináttuna góðu. Pía og Hrdi. Bjössi, vinur minn, er látinn. Fyrsta minning mín um Bjössa er frá því að við vorum um það bil 11 ára gamlir, það var á sundlaugar- túninu við Sundlaug Vesturbæjar. Ég var í fótbolta ásamt nokkrum öðrum er þar bættist strákur í hóp- inn sem var með spelkur á öðrum fæti, þetta var Bjössi. Hann var að vísu ekki eins lipur og við flestir en það reyndist æði erfitt að sóla hann því oftar en ekki tókst Bjössa að ná til knattarins með þeim fætinum sem í spelkunni var. Við urðum strax vinir og vorum samferða í gegnum Melaskólann, Hagaskólann og Menntaskólann í Reykjavík. Samt vorum við aldrei í sama bekk. í menntaskóla vorum við bestu vin- ir og sáumst nær daglega. Oft var farið niður á Tröð og hitað upp fyrir ævintýri helgarinnar. Margt var brallað og á þessum árum breytt- umst við úr unglingum í fullorðna menn. í menntaskólanum kynntist hann Bjössi henni Píu Rakel og eftir stúdentspróf um haustið 1973 sigldu Bjössi og Pía til Kaupmanna- hafnar til áframhaldandi náms. Bjössi ætlaði að fara í verkfræði og var byrjaður í námi en þá veiktist hann af berklum og þurfti að fara til Islands aftur. Hann var að læknis- ráði í marga mánuði í hálfgerðri einangrun á Kaplaskjólsveginum. Bjössi mátti lítið fara út og hugsuðu foreldrar hans þau Steini og Lína þá ákaflega vel um hann Bjössa sinn. Bjössi mátti fá heimsóknir og var ég þá tíður gestur hjá honum og ræddum við þá margt. Mikið var teflt og spilað á plötuspilarann. Plata með Doors eða hvíta albúm Bítlanna og fleiri plötur. Við gátum setið tímunum saman og teflt eða talað saman, oft hlustaði hann Steingrímur á okkur og lagði gott til málanna. Lína kallaði síðan á hópinn í kaffi og með því. Bjössi fór síðan aftur út, hann ætlaði að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og halda áfram í verkfræðinni eftir að hann hafði náð sér af berklunum. Aftur tóku örlaganornirnar í taum- ana, Bjössi veiktist aftur, annað nýrað varð ónýtt og síðar gaf hitt sig líka. Bjössi var nú orðinn öryrki og þurfti að hætta námi. Ekki lagði Bjössi árar í bát þrátt fyrir þetta mótlæti og hann fór að kynna sér stjörnuspeki og sökkti sér miður í þau fræði. Einnig pældi hann mikið í tónlist og myndlist. Hann málaði myndir hin síðari árin og hélt nokkrar sýningar í Kaupmanna- höfn. Bjössi var alltaf mjög rólegur og yfirvegaður og var lítt fyrir að koma sér á framfæri. Hann var þeim mun betri kennari og miðlaði óspart af þekkingu sinni og þá eink- um í stjörnuspekinni. Á Sjæll- andsgade 20 var alltaf opið hús hjá honum Bjössa fyrir íslendinga og þar dvöldu margir um lengri eða skemmri tíma. Bjössi og Pía Rakel héldu ávallt vináttu sinni og marga góða vini eignaðist Bjössi í Dana- veldi. Núna um jólin fékk ég ákaflega fallegt bréf og kort frá honum Bjössa með sjálfsmynd af „Filosof ‘ og hafði hann töfrað fram myndina á kort með aðstoð tölvutækninnar. Síðustu orðin hans Bjössa til mín og fjölskyldu minnar voru: „komist þú og þínir vel inn í nýja öld“. Með þessum orðum vil ég kveðja hann Bjössa minn og óska honum alls hins besta á ferð hans til stjarn- anna. Öllum ástvinum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Björn Jónsson. í huga mér koma upp minningar um góðan dreng og félaga', þegar ég frétti lát gamals skóla- og bekkjar- bróður míns, Björns Steingríms- sonar. Þótt við Bjössi höfum fylgst að í skóla allt frá barnsaldri kynnt- umst við fyrst að ráði úti í Kaup- mannahöfn á árunum eftir stúdent- spróf frá MR 1973. Þá tókst með okkur góð og áralöng vinátta, sem aldrei hefur fyrnst yfir, þótt að- stæður hafí valdið því að vi<3 höfum ekki hist í fjöldamörg ár. Ég eign- aðist fjölskyldu og fluttist til Is- lands aftur, eftir margra ára búsetu í Danmörku. Dvöl Bjössa ytra varð enn lengri og nú þegar hann loks flytur alfarið heim, er ævi hans öll hér á jörð og samræður okkar um hverfulleika lífsins og réttlæti og ranglæti í mannlegu eðli verða ekki fleiri í þessari jarðvist. Ég var tíður gestur á heimili hans og þáverandi sambýliskonu, Píu Rakelar, á Thorsgade á Norðurbrú. Og ekki má gleyma hundinum þeiira, honum Núma, sem fylgdi þeim hvert fótspor og var stundum í pössun hjá mér. Mér er minnisstætt þegar við Bjössi, rúmlega tvítugir hugsjónamenn, ræddum lífið og til- veruna, að ég hafði oft á takteinum hina gullnu reglu Jesú Krists úr Fjallræðunni; „allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ og taldi það mín helstu einkunnarorð í lífinu. Eflaust hef ég ekki verið nógu stór maður til að eiga svo stórt mottó. Allavega var Bjössi stundum fljótur til að grípa þessa tilvitnun mína á lofti og minna mig á hana, þegar ég gerði honum eða öðrum rangt til. Stund- um hef ég hugsað að kannski hafi hann verið meiri maður- en ég, til að hafa þessi orð Jesú eftir. Bjössi var mikill heiðursmaður og ljúfmenni og traustur vinur. Það er með miklum söknuði að ég kveð minn gamla vin og félaga, um leið og ég sendi eftirlifandi föður hans dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður Einarsson. „Eins og andlit horfir við andliti í vatni svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum.“ Orðskviðirnir 27. 19. vers. Mig langar að minnast systurson- ar míns, Björns Steingrímssonar- ,nokkrum orðum. Bjössi, eins og hann var alltaf kallaður af fjölskyld- unni, fæddist á Akureyri 31. maí 1953. Foreldrar hans eru Karólína Guðný Ingólfsdóttir saumakona og Steingrímur Sigvaldason vélstjóri. Bjössi var einkabarn og auga- steinn foreldra sinna enda einstak- lega ljúflyndur, greindur og list- rænn. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur upp úr 1960. Bjössi lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1973. Skömmu síðar fluttist hann til Kaupmanna- hafnar og hóf nám í verkfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Bjössa sóttist námið vel en eftir um það bil tvö ár dró ský fyrir sólu þegar heilsa hans tók að gefa sig og í ljós kom alvarleg nýrnabilun, sem leiddi til þrotlausrar baráttu við að njóta lífsins við breyttar aðstæður. Hann gafst ekki upp, var ætíð frekar gef- andi en þiggjandi, vinmargur og vinfastur og beitti kímnigáfunni til hinstu stundar. Bjössi andaðist á heimili sínu í Kaupmannahöfn 9. janúar sl. Það var dæmigert fyrir líf hans að eiga glaða stund í vinahópi á heimili sínu í Kaupmannahöfn dag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.