Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 51 HOSKULDUR AGNARSSON + Höskuldur Agn- arsson fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 27. sept- ember 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðumesja 18. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans vom Sturla Agnar Guð- mundsson, skipstjóri, f. 14. október 1897, d. 2. október 1981, og kona hans Kristjana Margrét Sigmunds- dóttir, f. 2. mars 1897, d. 6. janúar 1983. Systkini hans Hulda, f. 2. aprfl 1921. vom: 1) 2) Guðrún Sigþrúður, f. 19. júní 1922. 3) Kristján Jónatan, f. 11. maí 1924, d. 21. nóvember 1978. 4) Kristín Svava, f. 27. júlí 1927, dó ung. 5) Kristfn Svava, f. 14. október 1928. 6) Agnes Sturlína, f. 18. júní 1930. 7) Hjalt- lína Sigríður, f. 17. júlí 1931. 8) Guð- mundur, f. 14. mars 1933. 9) Guðbjörg Erna, f. 11. nóvem- ber 1934. 10) Mar- grét Sigmunda, f. 28. febrúar 1937. 11) Agnar f. 22. júlí 1938, d. 19. desem- ber 1977. 12) Sig- mundur, f. 30. október 1941. 13) Eyjólfur, f. 22. júlí 1944. Útför Höskuldar fer fram frá Keflavfkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri bróðir. Mig langaði að minn- ast þín með nokkrum orðum. Fyrst man ég eftir þér sem ungum, létt- lyndum manni vestur á Isafirði. Var ég þá aðeins barn og þá varst þú nýbúinn að taka vélstjórapróf og far- inn að róa með föður mínum sem vél- stjóri á bátnum hans. Ég man þegar ég fékk að fara með ykkur minn fyrsta róður og þú hjálpaðir mér að gera slóða á færið mitt. Það var ekki stór snáði sem fór í sína fyrstu sjó- ferð aðeins 11 ára. Ég man hvað þú varst mikið snyrtimenni. Þú kenndir mér að hugsa vel um kojuna mína og ganga vel um öll veiðarfæri og manstu þegar ég fékk stóran gol- þorsk og höndin festist í vaðbaujunni þá komst þú og reddaðir litlum snáða og dróst hann fyrir mig, þú hélst fyrst að þetta væri lúða en þetta reyndist vera sá stærsti golþorskur sem ég hef séð á minni lífstíð. Fáa menn hef ég hitt sem hafa haft eins létta lund, þú gast komið manni til að hlæja af minnsta tilefni. Hvað mér þótti það yndislegt þegar þú lést móður okkar veltast um af hlátri með grínsögunum þínum og hvað þú hugsaðir vel um hana þegar hún var orðin öldruð kona, fórst á hverjum degi og hjálpaðir henni. Eins var það með Éjólu sambýlis- konu þína sem þú hjúkraðir þar til hún lést. Síðan áttir þú því láni að fagna að hitta Bíbí, voruð þið eins og ein sál máttuð ekki hvort af öðru sjá og bjugguð ykkur yndislegt heimili sem ég kom oft á þar sem þú söngst. Suðurumhöfm að sólgylltri strönd sigliég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd. Nú hefur þú siglt til landsins sem við eftirlifendur þínir eigum eftir að kanna. Eitt er víst að ég á eftir að minnast allra símtalanna sem við höfum átt saman. Elsku Bíbí mín, ég bið góðan Guð um að styrkja þig í sorg þinni. Eyjólfur Agnarsson. Höskuldur var 3 ára þegar for- eldrar hans fluttu frá Suðureyri til ísafjarðar árið 1928 og þar ólst hann upp í stórum og glaðværum systk- inahópi. Hann var um fermingarald- ur þegar hann fór að stunda sjóinn með föður sínum og varð sjómenn- skan hans ævistarf. Hann tók próf úr Vélskólanum á ísafirði, og varð vél- stjóri á bátum föður síns um árabil, eða þangað til að hann fór á vertíð suður með sjó árið 1949. Um margra ára skeið var hann í skipsrúmi hjá hinum kunna aflamanni Angantý Guðmundssyni, föðurbróður sínum. Síðustu ár starfsævi sinnar vann hann við fiskverkun hjá Oddi Sæ- mundssyni og Hilmari Magnússyni. Höskuldur var alla tíð glaðsinna og sá alltaf spaugilegu hliðarnar á h'finu. Ég sem þessar línur rita fékk sér- staklega að kynnast spaugsemi hans þegar við, Svava konan mín, Erna (systur hans) og Höskuldur tókum á leigu íbúð að Sóltúni 11 hér í Kefla- vík, var oft glatt á hjalla. Oft þegar ég kom heim úr vinnunni kom ég að þeim systkinunum skellihlæjandi og hafði Hössi, eins og hann vai’ venju- lega kallaður, verið að segja þeim einhverjar sjóara- eða grínsögur. Þegar við hjónin byggðum okkar raðhús á Faxabraut 39b, fluttu þau Erna og Hössi með okkur og leigðu hvort sitt herbergið, Erna þar til hún giftist sínum manni, en Hössi leigði hjá okkur í um átta ára skeið. Hössi var sérstakt snyrtimenni, og sagði konan mín að hún þyrfti aldrei að hreinsa herbergið hans Hössa. Árið 1977 keypti Hössi sér íbúð að Kirkjuvegi 41 í Keflavík. Um það leyti hafði hann kynnst Áslaugu Sig- urðardóttur (kölluð Bíbí) sem síðar varð eiginkona hans. Þar hófu þau sinn búskap og áttu þau saman yndislegar stundir um 23 ára skeið, enda voim þau sérstaklega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau fóru m.a. tvisvar til Banda- erktar IÆKUR afgreiðsla ríkjanna að heimsækja börnin henn- ar Bíbíar sem þar búa og litlu ömmu- börnin, sem hann var svo hrifinn af. Við, sem eftir lifum viljum þakka Bíbí fyrir allt sem hún var honum og sérstaklega þrautseigju hennar í hans erfiðu veikindum. Einnig vilj- um við þakka þeim báðum fyrir hvað þau voru natin og umhyggjusöm við aldraða foreldra hans, sem bjuggu að Kirkjuvegi 34. Að lokum bið ég góðan Guð að styrkja og hugga Bíbí og okkur öll í okkar miklu sorg. Far þú í friði, minn góði mágur. Garðar Pétursson. Kæri frændi. Við viljum minnast þín með nokkrum ljóðlínum eftir Tómas Guðmundsson. Eg veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. Mér dylst að vísu þín veröld á bak við hel, en vænti þess samt, og fer þar að prestsins orðum, að þú megir yfirleitt una hlut þínum vel, því okkar megin gengur nú flest úr skorðum. Og hér eru margir horfnir frá þeirri trú, að heimurinn megi framar skaplegur gerast, og sé honum stjómað þaðan, sem þú ertnú, mér þætti rétt að þú létir þau tíðindi berast. Kæra Bíbí. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fjölskyldan Hafnargötu 42, Keflavík. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ t Útför mannsins míns, föður okkar, tengda- föður og afa, JÓNS SNÆBJÖRNSSONAR, Veghúsum 31, áður bónda í Mýrartungu II, Reykhólasveit, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 15.00. Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Snæbjörn Jónsson, Júlíana Sveinsdóttir, Inga Hrefna Jónsdóttir, Árni Garðar Svavarsson, Ólína Kristín Jónsdóttir, Unnur Helga Jónsdóttir, Guðrún Eria Baldursdóttir, Svavar Jón Árnason. t Elskulegur frændi okkar og vinur, BJARNI JÓN STEFÁNSSON, Snæfelli, Reyðarfirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 22. janúar. Jarðarförin fer fram frá safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður St. Óiafsdóttir, Sigurbjörn Marinósson, Gunnar Bjarni Ólafsson, Guðrún Kjerúlf. t Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KOLBEINN GUÐMUNDSSON frá Kílhrauni, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 23. janúar, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, föstu- daginn 28. janúar, kl. 15.00. Kristleifur Kolbeinsson, Stefanía Erla Gunnarsdóttir, Kjartan Kolbeinsson, Helga Haraldsdóttir, Guðmundur Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir, Marteinn Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR J. BREIÐFJÖRÐ, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópa- vogi, föstudaginn 21. janúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju, í dag, föstudaginn 28. janú- ar kl. 10.30. Sturla Snorrason, María Ingibergsdóttir, Guðmundur Breiðfjörð, Kolbrún Kristinsdóttir, Sigríður J. Breiðfjörð, Stig Lauridsen, Anna E. Breiðfjörð, Ámundi Friðriksson, Gunnar B. Breiðfjörð, Hulda Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir mín, amma og langamma, UNNURJÖNSSON, Meðalholti 15, andaðist á elliheimilinu Grund þriðjudaginn 25. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Inge Lydía Jensen. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÓSKAR HELGASON, Hólmakoti, Mýrasýslu, verður jarðsunginn frá Akrakirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Akrakirkju. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý hug við andlát og útför föður okkar, tengda föður og afa, PORSTEINS DAVÍÐSSONAR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- heimilinu Hlíð fyrir hlýhug og frábæra umönnun Ingólfur H. Þorsteinsson, Hrefna Helgadóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Birna F. Björnsdóttir, Héðinn Þorsteinsson, Stefanía Einarsdóttir, afabörn og langafabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BJÖRGVINS BJÖRNSSONAR, áður til heimilis á Digranesheiði 45. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild L-3 á Landakoti. Björn B. Björgvinsson, Agnes Sigurðardóttir, Einar Magni Sigmundsson, Vilborg Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.