Morgunblaðið - 28.01.2000, Page 72

Morgunblaðið - 28.01.2000, Page 72
 IJf|l ATLANTSSKIP Hömniisi JF - ÁREIBANLEIKI 1 FLUTNINGUM - GoTT BÁÐUM MEGIiO/ mí' 1 Leitið upplýsinga i síma 520 2040 J|1P éqJæ www.atiantsskip.is ^ >r V V V v V >^ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Róttækra breytinga ♦ þörf segir Þorbjörn ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik tapaði í gær fímmta leikn- um í röð í Evrópukeppninni í hand- knattleik í Króatíu. Að þessu sinni voru það Slóvenar sem lögðu Is- lendinga með einu marki, 27:26. Þar lauk islenska liðið keppni í sín- um riðli án stiga og var eina lið mótsins sem ekki hlaut stig. Síðasta viðureign Islands er gegn Ukraínu á laugardaginn kl. 14 i leik um 11. sætið. Eftir leikinn í gær sagði Þorbjörn ^^Jensson landsliðsþjálfari að rót- tækra breytinga væri þörf á liðinu. Ef menn teldu annan þjálfara betur til þess fallinn til að gera þessar breytingar væri hann tilbúinn að segja starfi sínu lausu. Ennfremur sagðist hann sjá eftir að hafa ekki valið Ragnar Oskarsson, leikstjórn- anda IR, til fararinnar. Myndin lýsir vonbrigðum og undrun Islendinganna með úrslitin í Zagreb í gær. Fremst standa Þor- björn Jensson landsliðsþjálfari, Einar Þorvarðarson, aðstoðar- Hnaður Þorbjörns, og leikmennirnir Ólafur Stefánsson og Gústaf Bjamason. ■ Þorbjörn tilbúinn .../ C1 Morgunblaðið/Ásdís Tillögur um lausn á bflastæðavanda í miðborg Reykjavíkur Bilastæðahús reist - fyrir tvo milljarða BILASTÆÐAHÚS verða reist í Kvos og við Hlemm á næstu árum, verði tillögur framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs og borgarverkfræð- ings samþykktar í borgarráði nk. þriðjudag. Gert er ráð fyrir að kostn- aður við byggingu húsanna nemi tveimur milljörðum króna og hafa tveir staðir helst verið nefndir sem ákjósanlegir fyrir slík hús, annars vegar austan við Tollhúsið í Kvosinni og hins vegar við Hlemm, ofarlega við Laugaveg. Tillögur embættismannanna fela í sér breytingar á skipulagi og gjald- _skrá gjaldskyldra bflastæða í mið- *Dorginni og í þeim er m.a. gert ráð fyrir umtalsverðri hækkun gjalds fyrir bflastæði við Laugaveg og í Kvosinni. Gjald fyrir stöðu bfls í klukkustund á þessu svæði kostar nú 50 kr., en 150 kr. verði tillögurnar samþykktar. Meira greitt fyrir eftirsóttustu stæðin Stefán Haraldsson, framkvæmda- stjóri Bflastæðasjóðs, segir að vilji sé til þess að notkun bflastæða í mið- borginni verði stýrt í auknum mæli, svo greitt sé hærra gjald fyrir eftir- sóttustu stæðin og lægra fyrir stæði í hliðargötum. Þar verður tímagjald lægst á svæðinu, eða 80 kr. Auk þess sé verið að auka þjónustu við bfleig- endur, því eftir breytingarnar verði hægt að greiða með 10, 50 og 100 kr. mynt og lágmarksgjald verði 10 kr. Bolli Kristinsson, kaupmaður í versluninni Sautján, var einn þriggja kaupmanna við Laugaveg sem sæti átti í samráðshópi miðborgarstjórn- ar, en hugmyndir þess hóps liggja til grundvallar tillögu bflastæðasjóðs og borgarverkfræðings. Hann segist telja fyrirhugaðar breytingar mikið framfaraspor og í raun byltingu í bílastæðamálum miðborgarinnar þar sem ríkt hafi stöðnun um árabil. „Við viljum breytingar og gerum okkur grein fyrir því að þær nást ekki fram án aukinna þjónustu- gjalda. Borgaryfirvöld munu ekki taka fé úr öðrum málaflokkum, t.d. dagvistunarmálum, til að fjölga bfla- stæðum og þess vegna viljum við finna aðrar leiðir. Fyrir kaupmenn í miðborginni eru þessar breytingar afar aðkallandi," segir Bolli. ■ Ódýrara /14 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Menningarborgin Reykjavík Dagskráin hefst á morgun STARFSMENN Reykjavíkurborgar unnu að því í gær að setja upp fána á Ijósastaura víða um borg með merki menningarborgarinnar. Til- efnið er að dagskrá menningar- borgarinnar hefst með pomp og prakt á morgun, laugardag. Tónninn er gefínn strax að morgni í Landsbókasafni - Há- skólabókasafni en þá verður brot- inn upp kassi Erlendar í Unuhúsi sem hann lét eftir sig árið 1947. Skilyrðið var að kassinn yrði ekki opnaður fyrr en árið 2000. Síðar um daginn mun hver list- viðburðurinn reka annan fram á kvöld og út árið 2000. Hægt er að nálgast dagskrá menningarborgar- innar á heimasfðunni Reykja- vik2000.is. Málaferli fresta ekki fram- kvæmd gagnagrunnslaganna HÓPUR lækna og samtökin Mann- vernd hafa samið við lögíræðistofu um hugsanlega málsókn til að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort læknum sé stætt á því að afhenda upplýsingar um sjúklinga sína í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Lög- fræðingur í heilbrigðisráðuneytinu telur málsókn ekki þurfa að fresta framkvæmd gagnagrunnslaganna. Tómas Zoéga, yfirlæknir á geð- deild Landspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að málsókn virtist eina ráðið í stöðunni og væri verið að kanna lagalegan grundvöll og kostn- að. Tómas segir hópinn telja að breyta þurfi lögunum um gagna- grunn á þann veg að fólk gefi skrif- legt samþykki sitt fyrir því að upp- lýsingar um það verði settar í gagnagrunninn og að menn gætu hvenær sem er fengið gögnum um sig eytt. Tómas sagði að ekki þyrfti að koma til málaferla væri lögunum breytt og þar gæti rekstrarleyfishaf- inn, Islensk erfðagreining, haft mikil áhrif. Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræð- ingur í heilbrigðisráðuneytinu, segir að hugsanleg málaferli muni ekki fresta sjálfkrafa framkvæmd laganna um gagnagrunn nema ef lögbann yrði sett á hana. Taldi hún þann mögu- leika hins vegar vart raunhæfan. ■ Kanna grundvöll/12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.