Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hrafnshreiður í Glerárgili Hrafnar verpa í nánd við Háskólann Morgunblaðið/Rúnar Þór Það er eins gott að samkoniulagið er gott hjá ungunum fimm því ef óvarlega er fai'ið bíður straumþung Gleráin undir. HRAFNINN hefur stundum verið nefndur djúpvitur fugl og þekkt- ar eru sögur um hrafna sem launuðu fólki matargjöf með því að vara það við snjóflóðum, enda kannast margir við máltækið „Guð launar fyrir hrafninn". Hvort sem það er vegna þekking- arþorsta eða af öðrum hvötum þá hefur hrafn verpt í Glerárgili, skammt frá Háskólanum á Akur- eyri, og eru fimm ungar í hreiðr- inu. Að sögn Jóns Magnússonar, fuglaáhugamanns á Akureyri, hefur hrafninn verpt þarna GÓÐUR árangur hefur orðið af átaksverkefni Iðnaðarráðuneytisins, Byggðastofnunar og Orkusjóðs um jarðhitaleit á köldum svæðum og hefur verkefnið því verið framlengt um tvö ár. Varið verður 60 milljón- um króna til þessa verkefnis á tíma- bilinu Stefnt er að því að ljúka rann- sóknum á sem flestum stöðum á landinu á þessum tíma. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og Helgi Torfason hjá Orkustofnun kynntu verkefnið og árangur þess á fundi á Akureyri í gær. Átaksverkefninu var hrundið af stað að frumkvæði fyrrverandi iðn- aðarráðherra snemma sumars árið 1998 og var markmið þess að finna nýtanlegan jarðhita til húshitunar á svonefndum köldum svæðum, þar sem jarðhiti er ekki eða illa þekktur. Einnig voru nýjar aðferðir við nýt- ingu jarðhita styrktar. Valgerður sagði að miðað hefði verið við að styrkja jarðhitaleit í sveitarfélögum þar sem notendur væntanlegrar hitaveitu væru yfir 100 talsins, en nú hefði verið fallið frá slíku skilyrði og jarðhitaleitin yrði miðuð við að hita- veitan yrði arðbær. Það er talið hag- kvæmt m.a. með tilliti til niður- greiðslna á rafmagni, en í ár mun ríkið verja 760 milljónum króna vegna þess. Reynt að dreifa styrkjum á landssvæðin Alls var 30 milljónum króna varið til verkefnisins hvort árið, eða 60 nokkrum sinnum á síðastliðnum árum og einnig stundum litlu of- ar í gilinu. Hvort meira væri um hrafna á Akureyri en áður kvaðst Jón ekki geta merkt, en erfitt væri að meta stofnstærð krumma, því hann færði sig á milli staða eftir fæðuframboði. „Síðan Háskólinn kom hefur hann frekar verpt á neðra svæð- inu, hver sem tengslin eru þarna á milli,“ sagði Jón. Hann kvað hrafnana hafa komið upp ungum þarna en einnig hefði komið fyrir að steypt hefði verið undan þeim. milljónum alls og lagði iðnaðarráðu- neytið til 25 milljónir, Orkusjóður sömu upphæð og Byggðastofnun tíu milljónir. Þess var krafist að þeir sem fengju styrki legðu fram jafnháa upphæð og sýndu fram á arðsemi verkefnisins fyrir sveitarfélagið. Orkustofnun sá um framkvæmd verkefnisins sem fékk góðar viðtök- ur, en aðeins var hægt að sinna hluta þeirra umsókna sem bárust. Reynt var að dreifa styrkjum þannig að ekkert landssvæði gæti talið sig af- skipt en einkum réðst úthlutun af dreifingu jarðhita á landinu. Flestir styrkjanna runnu til Austurlands en fæstir til Suðurlands. Jarðhitaleit er þegar lokið á Hjalt- eyri, Borðeyri, Drangsnesi og Eyja- og Miklaholtshreppi með góðum árangri. Þá hefur jarðhitavottur fundist á mörgum stöðum og er enn unnið að borunum og öðrum rann- sóknum til að sannreyna tilvist hans og finna vænlega virkjunarstaði, s.s. á Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði, Reyðar- firði og víðar. í Skarðshlíð á Suður- landi tókust tilraunir með nýjar að- ferðir í vinnslu og nýtingu jarð- varma en lakari árangur varð af svipuðu verkefni í Vík í Mýrdal. Nokkuð hamlaði framgangi verks- ins að erfitt var að fá bortæki á stað- ina vegna grósku í þjóðfélaginu en það varð til þess að rannsóknum seinkaði. Verkefninu lýkur ekki al- veg fyrr en á síðari hluta þessa árs, en niðurstöðurnar þykja það góðar að ástæða er talin til að framlengja verkefnið í að minnsta kosti tvö ár. Um fjölda hrafna sagði Jón að fólk hefði komið að máli við hann og fundist hrafnarnir óvenju margir á Akureyri. Hins vegar sagði Jón að í ár- legum fuglatalningum hefðu Hitaveita þegar komin á tvo staði Helgi Torfason hjá Orkustofnun sagði að í kjölfar þessa verkefnis væri hitaveita komin á tvo staði og góðar vonir eru um að hún verði sett upp á þremur til viðbótar auk þess sem endanlegar niðurstöður eru ekki komnar á nokkrum stöðum. Þá hrafnar verið um 50-70 á Akur- eyri síðastliðin ár. „Miðað við eldri tölur um stofnstærð hrafna og fjölda veiddra fugla í dag, þá virðist, ganga á stofninn," sagði Jón. benti hann einnig á að mikilvæg vitneskja fengist um það hvar jarð- hita væri ekki að finna á landinu, en hægt væri að haga skipulagningu orkumála í landinu í samræmi við það. Fljótlega verður auglýst eftir um- sóknum um styrki vegna nýrrar jarðhitaleitar, en að sögn Helga hafa þegar borist nokkrar fyrirspurnir. Sýning á leikskólan- um Klöppum Eg, um- hverfí mitt og menning „ÉG, umhverfi mitt og menning“ er heiti á sýningu sem verður opnuð á vegum Gilfélagsins á leikskólanum Klöppum við Brekkugötu á Akureyri og má segja að um sé að ræða for- smekk að Listasumri. Þetta er Evrópuverkefni sem unnið var í samstarfi við leikskóla í Hollandi, Ungverjalandi, Bretlandi og Italíu. Sýningin verður opin daglega frá kl. 10 til 12 og 13 til 16, en um hvíta- sunnuhelgina verður opið frá kl. 13 til 17. Sýningin verður opnuð í dag, föstudag, kl. 15. F ormleg opnun Listasumars verð- ur síðan 17.júní kl. 15 í Deiglunni með myndlistarsýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar, Guðmundar Odds Magnússonar og Haraldar Inga Haraldssonar, en auk þess verða ræðuhöld og stuttur ljóðalest- ur. Kl. 20 verða klassískir tónleikar í Deiglunni og kl. 24 miðnætur- skemmtun í Deiglunni þar sem Norðanpiltar ásamt Helga og hljóð- færaleikurunum skemmta. ------f-4-*---- Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Armann Jó- hannesson ráðinn FIMM umsóknir bárust um stöðu sviðsstjóra á tækni- og umhverfis- sviði Akureyrarbæjar. Þeir sem sóttu um voru Ármann Jóhannesson verkfræðingur, Árni Jósteinsson tæknifræðingur, Árni Laugdal rekstrarfræðingur, Friðleifur Ingi Brynjarsson tæknifræðingur og Heimir Gunnarsson tæknifræðing- ur. Bæjarráð samþykkti á fundi sín- um í gær að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Áimann Jó- hannesson verkfræðing um að gegna stöðunni. ------f-4-*---- Ferðafélag Akureyrár Hjólreiðaferð FERÐAFÉLAG Akureyi-ar efnir til hjólreiðaferðar á laugardag, 10. júní. Hjólað verður frá Svartárkoti í Bárð- ai'dal að Botna, skála Ferðafélagsins í Suðurárbotnum. Skráning er á skrifstofu félagsins að Strandgötu, en hún er opin alla virka daga frá kl. 16-19. Næsta ferð félagsins verður gönguferð að Vindheimaborgum á Þelamörk, en um er að ræða mjög auðvelda göngu fyrir alla aldurshópa. Farið verður sunnudaginn 18. júní. Atak um jarðhitaleit á köldum svæðum framlengt um tvö ár Góður árangur náðist á nokkrum stöðum Morgunblaðið/Rúnar Þór Helgi Torfason hjá Orkustofnun, Jakob Björnsson, hjá Orkusjóði og Pálmi Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, ræða málin á fundi þar sem áframhaldandi jarðhitaleit á köldum svæðum var kynnt. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmir í máli tvítugs Norðlendings Sýknaður af ákæru um líkamsárás TVÍTUGUR maður hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið sýknaður af kröfu ákænivaldsins um líkamsárás og verður máls- kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Mál var höfðað á hendur mann- inum í október á síðasta ári fyrir að hafa að morgni sunnudagsins 20. júní í fyrra með gáleysi orðið þess valdandi að hnífur stakkst í nára rúmlega tvítugs manns er reyndi við annan mann að afvopna ákærða er hann ógnaði viðstöddum með hnífi. í þeim átökum hafi þeir þrír fallið í gólfíð og einn þeirra hlotið 1,5 sentímetra langan skurð þannig að tók í sundur slagæð í náranum með þeim afleiðingum að hann missti mikið blóð. Þess var krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Verj- andi ákærða krafðist sýknu. Kvað atvikið hafa orðið fyrir slysni Atvik munu hafa verið þau að gleðskapur var í húsi einu á Þórs- höfn umrætt sinn og voru flestir viðstaddir ölvaðir. Til óláta kom sem endaði með því að hnífur sem ákærði hélt á stakkst í einn við- staddra. Þegar var farið að gera að sárum hans en ákærði hljóp út og hringdi á neyðarlínuna í nálægu húsi. Lögregla og læknir komu á vettvang og var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Kannaðist ákærði við að hafa haldið á hnífi er maðurinn hlaut áverkann en sagði að um slysni hefði verið að ræða. Við þingsetn- ingu málsins kannaðist hann einnig við að hafa ógnað nærstöddum með hnífnum, en tók fram að hann hefði verið undir miklum áfengisáhrifum í greint sinn. Sá er fyrir hnífstung- unni varð aftók með öllu að maður- inn hefði ógnað sér með hnífnum og kvað um algert óhapp að ræða. Við aðalmeðferð bar ákærði aftur á móti að hann hefði haldið á hnífn- um til að halda fólki frá sér, til að hræða. I niðurstöðu dómsins kemur fram að meta verði athæfi ákærða til gáleysis, það hefði leitt til upp- lausnarástands sem endaði með því að hnífurinn stakkst í einn við- staddra. Þar sem ekki voru lögð fram ítarleg læknisfræðileg gögn af hálfu ákæruvaldsins um meiðsl af völdum hnífsstungunnar, en bati hefði verið skjótur, þótti dómnum ekki hafa tekist að sanna nægjan- lega að áverki mannsins væri slík- ur að hann félli undir skilgreiningu almennra hegningarlaga um lík- amsmeiðingar. Því var maðurinn sýknaður. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.