Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Clevenger kem-
ur til hjálpar
ERLEJVDAR
BÆKUR
Spennusaga
„PROJECTION"
Eftir Keith Ablow. Piatkus 2000.
247 síður.
KEITH Ablow er nýtt nafn í
spennusagnageiranum. Hann hefur
aðeins skrifað tvo sálfræðilega
spennutrylla, sem báðir fjalla um
geðlækninn Frank Clevenger og
hvernig hann aðstoðar lögregluna í
einstaklega erfiðum og blóði drifnum
málum, og segja má að höfundurinn
lofi góðu. Fyrri bók hans hét Afneitun
eða „Denial" og bar ýmis merki byrj-
endaverks en þessi síðari bók, „Proj-
ection", sem nýlega kom út í vasa-
broti hjá Piatkus - útgáfunni, er
nokkru betur samin. Sérstaklega er
Clevenger að verða athyglisverð
söguhetja og gallagripur. Eitt af því
sem hann á í stöðugri baráttu við er
áfengis- og eiturlyfjafíkn. Hann á æ
erfiðara með að losna undan henni og
þarf í raun á henni að halda í þessari
sögu
Ablow virðist vera sæmilega vel að
sér í læknisfræði, geðlæknisfræði og
sálfræði og ekld síst lyfjafræði og
nýtir sér þá þekkingu til fulls þótt
ekki takist honum að komast hjá því
að vera tilgerðarlegur og fremur ein-
faldur þegar kemur að lausn mála.
Sagan gerir kröfur um miklar sál-
fræðilegar pælingar og Ablow virðist
hvergi banginn þegar hann ryður upp
úr sér vísidómnum með tilvísunum í
allt frá Woody Allen til Nietzsches.
Sagan hans snýst um sektarkenndina
sem hleðst á böm og getur leitt til
óhæfuverka á fullorðinsárum og hún
virkar nokkuð sannfærandi, er hæfi-
lega spennandi og grimmdarieg en
kannski blóðbaðið sé óþaiflega mikið.
Ablow er að reyna að skrifa eitthvað
annað og meira en bara reyfara en
tekst það stundum.
Hann skapar hæfilegt andrúmsloft
kvíða og örvæntingar með aðalpers-
ónu sinni, Frank Clevenger, sem er
sögumaðurinn. Clevenger þessi hefur
eins og áður sagði átt við fíkniefna-
vanda að stríða í fagi sínu en þegar
mikið liggur við kallar lögreglan hann
til að fást við morðóða geðsjúklinga.
Hann er einnig einskonar kynlífsfíkill
ef rétt er skilið; eftir erfiðan dag
hringir hann gjaman í mellu til þess
að losa um spennuna. Og fjárhættu-
spilari er hann líka, maður sem er
gjarn á að taka áhættu. Svo fráleitt er
hann gallalaus þessi frelsandi engill
geðsjúkra morðingja og maður með
óendanlegan skilning á hinum verstu
ódæðismönnum.
Uppreisn á geðsjúkrahúsi
Og hann er heldur ekki með alveg
hreina samvisku. Sagan hefst á rétt-
arhaldi yfir fjöldamorðingjanum og
lýtalækninum Trevor Lucas sem sak-
aður er um agaleg morð á fjómm ein-
staklingum þ.á m. sjúklingum sínum
og ástkonu sjálfs Franks Clevengers
(hann er ekki svo lítið flæktur í mál-
ið). Lucas er sendur á geðsjúkrahús
þar sem eru fyrir sumir af verstu
morðingjum héraðsins og áður en
langt um líður hefur Lucas gert upp-
reisn, fengið aðra morðingja á hælinu
í lið með sér og tekið starfsfólk og
sjúklinga í gíslingu.
Frank gerist milligöngumaður á
milli hans og lögreglunnar og finnur
að það sem hrjáir Lucas á sér rætur í
æsku hans og gerist staðráðinn í að
komast að því hvers vegna Lucas er
orðinn það sem hann er.
Hér er á ferðinni myrkur og
grimmilegur tryllir sem gengur
kannski of langt í lýsingu á óhæfu-
verkum geðsjúks morðingja, er held-
ur að Satan bruggi sér launráð. En
hún hefur ákveðinn hráleika og at-
hyglisverða söguhetju sem á í sífelldri
bai-áttu við sjálfa sig og virkar á end-
anum ágætlega sem spennulesning.
Arnaldur Indriðason
Ljósmynd/Odd Stefán Pórisson
Egill Ólafsson og Jóhanna Yigdís Arnardóttir í Kysstu mig Kata.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Fjölmargir mættu á listaverkauppboðið.
Blakdeild Þróttar og norðfírskir listamenn vinna saman
Listaverkauppboð á
landsbyggðinni
Neskaupstað. Morgunblaðið.
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem
íbúum landsbyggðarinnar býðst að
taka þátt í listaverkauppboði. Ný-
lega fór fram uppboð á verkum
norðfirskra listamanna í Egilsbúð
en uppboðið markaði endalok lista-
verkasýningar sem hefur staðið yfir
í eina viku. Sýningin sem kallaðist
Norðlist 2000 var samstarfsverkefni
blakdeildar Þróttar og norðfirskra
listamanna.
Uppboðið var fjáröflunarverkefni
á vegum blakdeildarinnar og til þess
ætlað að hjálpa til við að halda úti
því mikla starfi sem deildin stendur
fyrir. Skemmst er að minnast glæsi-
legs árangurs kvennaliðs Þróttar
sem vann þrefalt í ár. Yngriflokka-
starf blakdeildarinnar skilaði ekki
síðri árangri þetta árið en þar var
unnið til gullverðlauna í öllum flokk-
um nema 2. flokki pilta og stúlkna en
þeir flokkar unnu til silfurverðlauna.
Elma Guðmundsdóttir, sem er
gjaldkeri Blakdeildar Þróttar, hafðj
veg og vanda af þessari sýningu. „í
fjáröflunarstarfi er nauðsynlegt að
leita stöðugt nýn-a leiða. Þessi hug-
mynd kviknaði fyrir ári og eftir að
ég hafði ráðfært við mig nokkra
listamenn hér heima var henni
hleypt af stað. Flestir þeir lista-
menn, sem leitað var til, tóku hug-
myndinni vel og gáfu deildinni frá
einu og upp í sex listaverk,“ sagði
Elma.
Á sýningunni voru alls 24 lista-
verk: ljósmyndir, málverk og skúlp-
túrar. Meðal þekktari listamanna er
gáfu verk sín á sýninguna voru
Tryggvi Ólafsson og Alda Armanns.
Aðrir listamenn sem gáfu verk á
sýninguna voru: Anna Bjarnadóttir,
Berglind Þorbergsdóttir, Elsa
Elma Guðmundsddttir, gjaldkeri Þrdttar, við eitt listaverkaiina.
Reynisdóttir, Hildur Halldórsdóttir,
Helga Axelsdóttir, Karl Hjelm,
Kristín Harpa Jónsdóttir, Margrét
Björgvinsdóttir, Robyn Vilhjálms-
son, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Sig-
urborg Ragnarsdóttir og Theodóra
Alfreðsdóttir.
Elma var ánægð að uppboðinu
loknu en var þó óánægð með að sjá
ekki fleiri bæjarfulltrúa og fulltrúa
fyrirtækja á staðnum. „Við skoruð-
um þrjú núll núna eins og svo oft áð-
ur í vetur. Að baki þessu uppboði
liggur gífurleg vinna, bæði undir-
búningsvinna svo ekki sé talað um
alla þá vinnu sem listpmennirnir
hafa lagt í verkin sem hér voru boðin
upp. Þeim þakka ég frábærar við-
tökur. Þessi uppákoma hefur vakið
athygli og er framlag blakdeildar-
innar til hátíðarhalda sjómanna-
dagsins í Neskaupstað." Aðspurð
hvort von væri á fleiri viðburðum af
þessu tagi svaraði Elma: „Ég hef
það á tilfinningunni að þetta hafi
ekki verið síðasta listaverkauppboð-
ið á vegum blakdeildarinnar. Margir
listamenn, sem ekki gátu lagt okkur
lið að þessu sinni, hafa sagst ætla að
gera það næst.“
Heiman og heim
Síðustu
sýningar
Borgarleikhúsið
Kysstu mig Kata
Sýningum á söngleiknum Kysstu
mig Kata eftir Col Porter í Borgar-
leikhúsinu fer nú fækkandi. Síðustu
sýningar verða á morgun, laugar-
dag 10. júní, 15., 25. og 26. júní.
Aðalleikarar eru Egill Ólafsson
og Jdhanna Vigdís Arnarddttir
BÆKUR
Ljóð
ORÐ OG MÁL
eftir Björn Sigurbjörnsson, Vaka-
Helgafell, Reykjavík, 2000,105 bls.
EKKI þarf að koma á óvart þótt
því sé haldið fram að í íslenskri ljóðl-
ist fyrr og síðar geti að líta sterka til-
finningu fyrir því sem er hér og hinu
sem er þar, fyrir heiman og heim,
fyrir útlöndum og heimahögum - og
á þetta auðvitað ekki síst við um róm-
antíkina, söknuð og heimþrá í ljóðum
þess tímabils. En tvítyngd reynsla,
tveggja heima reynsla, er ekki eins
algengt yrkisefni, reynsla þeirra sem
búa á mörkum tveggja menningar-
heima, búa fjarri heimaslóðum alla
ævi þar til tungan sem þeir ólust upp
við verður þeim framandi. Og áhugi á
könnun þeirrar reynslu er talsverður
um þessar mundir.
Tv'ítyngd reynsla er eitt helsta
yrkisefni Orða og máls einsog titill-
inn ber reyndar með sér. Þetta er
fyrsta ljóðabók höfundar sem búið
hefur í Danmörku um áratuga skeið.
Titilljóð bókarinnar er jafnframt það
fyrsta í röðinni og hefst svo: „Ég á
ekki orð/segja Islendingar/jeg er
mállps/segja Danir/og eiga við hið
sama//En það er ekki hið sama“. Og
síðar í sama ljóði: „Þegar ég hugsa
og tala á íslensku/er ég að vísu kom-
inn heim//en það er búið að flytja til
og færa skúffur/ég finn ekki fötin/og
kannast ekki við myndirnar á veggj-
unum/rata ekki út í eldhús/og man
ekki hvað maturinn heitir."
Fleiri beinar vangaveltur eru um
íslensku og dönsku, svo sem í ljóðinu
„Lestur":
Það errangt aðsegja
égsitogles
þaðerdanska
og íslenskunni er alveg sama um
í hvaða stellingum maður les.
Enþaðskiptirnú miklu.
Mér er illa við að standa og lesa
og hef aldrei komist upp á lagið
meðaðliggjaoglesa.
Svoég sitogles
þó að það sé bannað.
Þetta eru einföld ljóð, gjarnan
húmorísk, glettin og laus við mynd-
skrúð. Tungutakið er daglegt mál og
ljóðin eru prósakennd, oft einskonar
hversdagsleg frásögn eða hugleiðing
þar sem þess er ekki freistað að slípa
orðin niður eða ljá þeim annarleika.
„Reykur“ er gott dæmi um þetta,
ljóð um reykingar þar sem ljóðmæl-
andi sem hefur hætt við að hætta
snýr vörn í sókn og vísar í rannsókn á
lágri tíðni krabbameins meðal
danskra bænda, því það er „Auðveld-
ara að breyta/ógnvænlegu ástandi
veraldarinnar/í einkamál//auðveld-
ara að skipa fólki að sigrast á reyk-
ingum/en að breyta heiminum" (60).
En í verkinu er jafnt vísað í þjóðar-
gersemarnar sem hversdagslegustu
texta: „Nei, ég bið ekki að heilsa/
enda þekki ég hvorki fiskimann né
engil með húfu//Því landið sem ég
sakna er sokkið/í mistur minninga/og
þangað liggja ekki einu sinni vega-
leysur“ („Nú andar suðrið“, 26). Og í
ljóðinu „Húsráðandi" ör leikið með að
lesandi beri kennsl á ljóðmælanda,
sem ekki er ljóst af hvaða tagi er fyrr
en við síðasta orðið:
Ég þarf að athuga nánar með eldhúsið
því þetta fólk sem býr hjá mér
gefur mér oft aukabita
sérstaklega ef ég smjaðra dyggilega.
En þau vilja bara vesenast með bolta
og ég nenni ekki að hafa ofan af fyrir þeim.
Þau era með sæmilegan stól hér í horninu
best að hreiðra um sig þar
og mala.
Það er vel þess virði að kynna sér
Orðogmál.
Hermann Stefánsson