Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dæmdir fyrir brunann í Gauta- borg FJÓRIR piltar voru í gær dæmdir fyrir að hafa valdið bruna á skemmtistað í Gauta- borg sem varð 63 ungmennum að bana árið 1998. Þrír þeirra fengu langa fangelsisdóma en einn þeirra, sá yngsti, verður vistaður á lokaðri meðferðar- stofnun í þrjú ár. Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa ekki birt nöfn pilt- anna. Piltamir kveiktu eld í félags- heimili Makedóníumanna bú- settra í Gautaborg að kvöldi 29. október 1998 en þá stóð yfir dansleikur ungmenna í húsinu. Ástæðan var sú að einn þeirra hafði átt í útistöðum við gesti á dansleiknum og hefur borið að hann hafí viljað hefna sín með því að leggja eld að munum í einum stigagangi hússins og binda þar með enda á dansleik- inn. Pilturinn sagði við réttar- höld vegna málsins að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að eldurinn myndi breiðast út. Hann hlaut átta ára fangels- isdóm og tveir aðrir piltar voru dæmdir í sex ára fangelsi. Barak reynir að mynda nýja samsteypustiórn Meirihluti Israela vill þingkosningar Jerúsalem. Reuters, AFP. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, bjó sig í gær undir erfiðai- samningaviðræður til að reyna að mynda nýja samsteypustjóm fyrir mikilvægar friðarviðræður við Pal- estínumenn í Bandaríkjunum í næstu viku. Meirihluti Israela vill að kosn- ingum verði flýtt samkvæmt skoð- anakönnunum, sem bentu einnig til þess að nánast engar breytingar yrðu á þinginu ef kosið yrði strax. Palestínumenn létu í Ijósi áhyggjur af því að Barak kynni að reyna að tryggja sér stuðning „öfgamanna“ með pólitískum hrossakaupum og stofna þar með friðarviðræðunum í hættu. Ellefu mánaða gömul samsteypu- stjórn Baraks beið auðmýkjandi ósig- ur á þinginu í fyrradag þegar sex ráð- herrar úr flokkum hægrimanna og heittrúaðra gyðinga snerust á sveif með stjómarandstöðunni og greiddu atkvæði með frumvarpi um að þing yrði rofið og boðað til kosninga. Frumvarpið var samþykkt með 61 at- kvæði gegn 48 og stjómmálaskýrend- ur telja nánast öraggt að þessi ósigur AP Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels og Yossi Sarid menntamálaráðherra á þingfundi í fyrradag þegar sam- þykkt var frumvarp um að ijúfa þing og boða til kosninga. verði stjóminni að falli þótt þingið þurfi að samþykkja frumvarpið þrisvar sinnum til viðbótar. Næsta atkvæðagreiðsla verður fyrir lok júlí. Reynir að sættast við Shas Israelsk dagblöð sögðu að Barak berðist nú fyrir pólitísku lífi sínu og lýstu ósigri hans sem mikOli niður- lægingu. Barak lýsti því þó yfir að kosningunum yrði ekki flýtt og sagði að ráðherrarnir sex hefðu í reynd sagt af sér með því að styðja fram- varpið. Haft var eftir ráðgjöf- um forsætis- ráðherrans að hann hygðist hefja viðræð- ur um mynd- im nýrrar stjómar um helgina og stefnt væri að því að hún yrði svipuð og núverandi stjóm. Stjómmálaskýrendur telja líklegt að Barak reyni að sættast við flokk heittrúaðra gyðinga, Shas, stærsta stjómarflokkinn sem snerist á sveif með stjómarandstöðunni í atkvæða- greiðslunni. Forsætisráðherrann yrði þá að fallast á þá kröfu Shas að stjóm- ÁSTRALI hleypur með ólympíu- kyndilinn nálægt fjallinu Uluru, eða Ayerskletti, sem sést í baksýn. Olympíueldurinn kominn til Astralíu Reuters Kyndillinn kom til Ástralíu í gær frá Nýja-Sjálandi eftir að hlaupið hafði verið með hann um Suður- Kyrrahafseyjar í sautján daga. Hlaupið verður með hann um Ástrahu í 100 daga og ráðgert er að hann komi til Sydney, þar sem næstu ólympíuleikar verða haldnir, 15. september. Eftirskjálftar valda skelf- ingu meðal íbúa Súmötru Bengkuiu, Bangkok, Tókýó. AFP. STERKIR eftirskjálftar skóku indónesísku eyjuna Súmötra í gær. Mældist öflugasti skjálftinn 6,7 á Richter og olli mikilli skelfmgu með- al íbúa sem margir hveijir misstu allt sitt í skjálftanum mikla á sunnu- dag þar sem um hundrað manns fór- ust og 1.300 slösuðust. Flestir íbúar Súmötra hafa dvalið utan dyra alla vikuna og sögðu fréttamenn á staðnum að eftir- skjálftinn í gær hefði vakið mikla skelfingu, þeir sem hefðu verið í hús- um og tjöldum er skjálftinn reið yfir hefðu þust út á götur. Jarðskjálftafræðingar telja að Sterkir skjálftar mælast í Myanmar og Japan upptök eftirskjálftans hafi verið á mun meira dýpi en skjálftans á sunnudag. Hafi hann aðeins valdið skelfingu en ekki tjóni á fólki eða mannvirkjum. Þá reið jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter yftr stijálbýl svæði Myanmars í gærmorgun og telja taí- lenskir jarðskjálftafræðingar að hann hafi valdið litlu tjóni. Jarð- skjálftafræðingar í Yangon, höfuð- borg Myanmars, sögðust ekki telja að tjón hefði hlotist af enda væra mannvirki á svæðinu flest úr timbri. Upptök skjálftans vora um 900 km norður af Chiang Mai-borg í norður- hluta Taílands. Vægir skjálftar era venjubundnir á þessu svæði en ekki hefur mælst svo sterkur skjálfti þar síðan 1992. Japanar urðu einnig varir við jarð- skorpuhreyfingar í gær er skjálfti in veitti meira fé í skóla sem flokkur- inn rekur. Shas er þriðji stærsti flokkur landsins, með 17 þingmenn, og er mjög mikilvægur íyrir stjómina, enda er hún aðeins með 16 sæta meirihluta á þinginu. Náist ekki samkomulag við Shas þarf Barak að mynda minnihluta- stjóm með stuðningi arabískra flokka. Stjórnmálaskýrendur telja að slik stjóm yrði skammlíf og líklega yrði boðað til kosninga fyrir árslok. Búist er við að Barak boði til ríkis- stjómarfundar á sunnudag til að ræðavandann. V erkamannaflokkurinn fengi mest fylgi Skoðanakönnun, sem birt var í dagblaðinu Yediot Aharonot í gær, bendir til þess að 52% ísraela séu hlynnt því að kosningunum verði flýtt og 40% andvíg því. Verkamanna- flokkur Baraks myndi þó halda velli í kosningunum, fengi 43% fylgi en Lik- ud-flokkurinn aðeins 33%. 24% sögð- ust ekki hafa gert upp hug sinn eða ekki ætla að kjósa. Könnunin bendir til þess að nánast engar breytingar verði á samsetningu þingsins ef kosningunum verður flýtt. Saeb Erakat, einn af helstu samn- ingamönnum Palestínumanna, kvaðst vonast til þess að Barak reyndi ekki að leysa vandann með pólitískum hrossakaupum og tilslökunum til að tryggja sér stuðning „öfgamanna". „Eg vona að þetta verði ekki til þess að Israelar taki fleiri landsvæði eign- amámi, að gyðingar á hemumdu svæðunum sæki í sig veðrið, fleiri heimili verði rifin niður og gerðir samningar brotnir.“ sem mældist 4,9 reið yfir Kyushu- eyju. Ekkert tjón hlaust af skjálftan- um. Enn er verið að koma hjálpar- gögnum til þeirra íbúa Súmötra er misstu allt sitt í skjálftanum á sunnu- dag og í gær gætti mikillar reiði í þeirra hópi vegna ítrekaðra tafa á dreifingu hjálpargagna. AFP greindi frá því að hundruð íbúa bæjarins Bengkulu, vopnuð kylfum og grjóti, hefðu komið fyrir vegatálmum á leið- inni að flugvelli sem er þar í grennd. Sagðist fólkið vera hungrað og þurfa tafarlausa aðhlynningu og bað um- heiminn um að gleyma sér ekki. Isklumpa- regn vegna hækkandi hitastigs SPÁNSKIR umhverfisfræð- ingar sem rannsakað hafa til- urð ísklumpanna sem rigndi á Spáni í janúar sl., telja að þá megi rekja til hækkandi hita- stigsjarðar. Jesus Martinez-Frias, yfir- maður rannsóknarnefndarinn- ar, segir að ef hiti hækkar í veðrahvolfinu - neðsta lagi gufuhvolfsins sem nær í um 15 km hæð - þá geti það framkall- að kólnun á heiðhvolfinu, þ.e. þeim hluta lofthjúpsins sem liggur milli veðrahvolfs og mið- hvolfs. Þetta geti aftur leitt af sér þau skilyrði að risastórir ísklumpar falli til jarðar. Kem- ur þetta fram í nýjasta hefti American Geological Institute. í skýrslu rannsóknarmanna kemur fram að samkvæmt gervihnattamyndum frá Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hafi komið fram þrýstilækkun á ósonlaginu yfir Spáni dagana 8.-17. janúar sl., þegar atvikið átti sér stað. I rannsókninni var einnig kannað hvort eitthvað væri hæft í þeim fullyrðingum að ís- inn hefði komið utan úr geimn- um og tilgátunni um að íslagt vatn úr flugvélum hefði orsak- að stórélið. Era vísindamenn- irnir fullvissir um að hvorug tilgátan eigi við rök að styðjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.