Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 39
LISTIR
Sellósónötur
Brahms
Erling Blöndal Bengtsson á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands.
TOIVLIST
Geislaplötur
ERLING BLÖNDAL
BENGTSSON
Johannes Brahms: Sellósónata nr.
1, op. 38, Sellósónata nr. 2, op 99,
Sonatensatz - scherzo (útsett fyrir
selló og píanó af Valter Despalj).
Hljóðfæraleikur: Erling Blöndai
Bengtsson (selló) og Nina Kavtar-
adze (píanó). Útgáfa: Danacord
DACOCD 516. Heildartími: 61:28.
Verð: Kr. 999. Dreifing: Japis.
í PEIRRI æskudýrkun sem nú
tröllríður markaðnum á öllum
sviðum, jafnt í auglýsingum um
morgunkorn sem plötuumslögum á
klassískri tónlist, á maður því að
venjast að framhlið geisladiska
prýði myndir af fallegum ung-
mennum og það jafnvel í eggjandi
stellingum. Ef ungmennin falla
ekki alveg undir viðtekna staðla
hvað varðar útlit (við erum víst
ekki öll alfullkomin í útliti, heldur
ekki tónsnillingarnir) bjarga menn
málunum með fögrum landslags-
myndum eða einhverju þess háttar
sem líklegt er til þess að selja vör-
una. Markaðsmönnum Danacord
verður að segja það til hróss að
þeir virðast litlar áhyggjur hafa af
útliti vörunnar (og flytjendanna)
sem á að freista kaupenda. En fyrr
má nú vera. Framhlið þessa nýja
disks og umslagsins „prýðir“ mál-
verk af flytjendunum, Erling
Blöndal Bengtssyni sellóleikara og
meðleikara hans á píanó, Ninu
Kavtaradze, og er myndin svo Ijót
að sjaldan hefur annað eins sést.
Aftan á bæklingnum er svo álíka
smekklaus teikning af Brahms
innan í glerkúpli ásamt einhverju
sem líkist silfurskjöldum þeim sem
áður fyrr voru settir ofan á líkkist-
ur við útfarir.
t>ví er þetta nefnt hér að inni-
haldið er engan veginn í samræmi
við umbúðirnar og það væri synd
og skömm að það fældi væntan-
lega kaupendur frá. Og ekki
skemmir afar lágt verð fyrir. Þau
Erling Blöndal Bengtsson og Nina
Kavtaradze leika Brahmssónöt-
urnar af miklu öryggi og talsverðri
andagift. Helst finnst mér upp-
hafskafla hinnar innhverfu fyrri
sónötu (1862-1865) vanta meiri
dramatík en það er rækilega unnið
upp í fallega spiluðum millikafla og
glæsilegum flutningi á lokakaflan-
um og er niðurlag hans bókstaf-
lega eldglóandi. Seinni sónatan op.
99 (ekki op. 39 eins og stendur í
tvígang á umslagi og í bæklingi) er
miklu síðara verk, samið árið 1886.
Yfirbragð sónötunnar er talsvert
bjartara en hinnar fyrri og leikur
þeirra Erlings Blöndals og Ninu
Kavtaradze er í góðu samræmi við
það. I flutningi þeirra hefur upp-
hafskaflinn mikla snerpu og hrað-
inn er mjög smekklega valinn.
Annar kaflinn (Adagio affetuoso)
er nokkuð frísklegur og alveg laus
við þá viðkvæmni sem stundum
heyrist í þessu fallega stykki. í
þriðja og fjórða kafla er einnig allt
eins og best verður á kosið. Loka-
verkið á diskinum er útsetning
fyrir selló og píanó á stormasöm-
um skersó-kafla svokallaðrar
F.A.E.-sónötu sem þeir Robert
Schumann, Albert Dietrich og
Johannes Brahms sömdu hver sinn
kaflann í. Skersóið hans Brahms
mun vera sá hluti verksins sem
helst heyrist nú á dögum og út-
setning þess er áhugaverð viðbót
við frekar fábreytt úi-val róman-
tískrar tónlistar fyrir selló og
píanó.
„Hann verður svei mér betri og
betri með aldrinum,“ sagði eitt
fremsta tónskáld okkar við mig í
hléi á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar fyrir skömmu eftir
magnaðan flutning Erlings Blön-
dals Bengtssonar á verkum eftir
Tchaikovsky, Saint Saéns og Bach.
Undir það skal tekið heils hugar.
Valdemar Pálsson
f
FERBAFELAGIFJOLSKYLDUNNAR
7 SÆTA HYUNDAI STAREX 4x4
VERÐ KR.
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1280
2500 cc DIESEL BEINSKIPTUR 4x4
Hyundai Starex býður upp á fleiri notkunarmöguleika en nokkur annar bíll. Pú getur boðið
allri fjölskyldunni í ferðalag, komið farangrinum fyrir og það fer vel um alla. Hyundai Starex
státar af einstaklega vel hönnuðu innanrými; snúanlegum miðsætum og aftursætum sem
má fjarlægja en þannig má aðlaga Starex að hverri ferð fyrir sig.
HYunoni
meina
aföllu