Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 37 LISTIR LANDIÐ SEM EKKIER TIL TÓJVLIST S a I u r i n n KAMMERTÓNLIST Sænskt-finnskt tri'ó flutti norræna kammertónlist og frumflutti verk eftir Svein L. Björnsson og Sven Ahlin. Þriðjudagurinn 6. júní 2000. SÖNGKONAN Susanna Levon- en frá Finnlandi, ' píanóleikarinn Bernt Wilhelmsson og flautuleikar- inn Magnus Irving, báðir frá Sví- þjóð, héldu tónleika í Salnum sl. þriðjudagskvöld og tengist ferð þeirra til íslands styrk frá NOM- US, er styrkti gerð tveggja tón- verka; „Landið sem ekki er til“, eft- ir Svein Lúðvík Björnsson, við kvæði eftir Edith Södergran og „För nára“, eftir Sven Ahlin, við sænska þýðingu á ljóði eftir Wisl- awa Szynborska. Tónleikarnir hófust á samleik Svíanna, er fluttu „Sónötu í F-dúr“, eftir Grieg, sem mun vera umritun á fiðlusónötu, án þess þó að til- greint væri í efnisskrá, en Grieg samdi ekki flautusónötu. Verkið hljómaði ekki sannfærandi, því bæði var píanóleikarinn of harð- hentur og flautan náði ekki að syngja fallegar tónlínur verksins. Annað viðfangsefni tónleikanna voru þrjú „babl“-lög, eins konar barnababl um skröksögu frá Babel, um fuglinn Fönix og drottninguna af Saba, eftir Pavol Simai (1930), sem að engu er getið í efnisskrá. Þessi lög sem eru gamansöm voru vel flutt af söngkonunni Levonen, sem sýndi einnig töluverð tilþrif í fimm lögum undir heitinu „Söngvar við hafið“, eftir Gösta Nystroem (1890-1966), sem bæði fékkst við myndlist og tónsmíðar. Þetta eru ágætar tónsmíðar, er voru sérlega vel fluttar af söngkonunni, en ein- hvern veginn var píanóundirleikur- inn kaldur og blæbrigðalaus. Frum- flutt var Nomus-verk eftir Svein Lúðvík Bjömsson og átti það að vera við kvæði eftir Edith Söder- gran en samkvæmt efnisskrá hefur Sveinn ekki treyst sér til að semja við allt kvæðið, svo samkvæmt hans ráði var kvæðið lesið upp og síðan tók Sveinn nokkrar hendingar úr kvæðinu, t.d. síðustu setninguna; „Jag ár den du álskar och alltid skall álska“ og tónklæddi þær með mjög sparsömum hætti, er á köfl- um bjó yfir þokkafullri stemmningu og fallegri áferð. Þetta stutta verk var mjög vel flutt af flautuleikaran- um og söngkonunni, þar sem lögð var áhersla á fínleik tónmálsins, sem átti að túlka fjarveru óska og drauma manneskjunnar. Píanóleikarinn flutti síðan fanta- síu í h-moll, eftir Wilhelm Sten- hammar (1871-1927) er var á sín- um tíma talinn vera eitt mesta tónskáld Norðurlanda en hefur lengi verið afskiptur mjög, þótt Svíar hafi á síðari árum reynt að endurvekja verk hans. Það er ekki verktækni hans sem truflar, heldur sú staðreynd, að tónmál verka hans ber ekki í sér nein sterk sérkenni, eins og t.d. tónverk eftir Grieg og Sibelius og verða þau ekki munuð svo vel sé. Wilhelmsson lék þessa fantasíu af öryggi en án þess að snerta við manni, sem að nokkru má kenna Stenhammar um. Seinna Nomus-verkið var „För nára“, eftir Sven Ahlin og þar var allt kvæðið tónklætt, stundum með nokkuð yfirdrifnum hætti hjá hljóð- færunum og það sem verra var, oft án tengsla við kvæðið og sönglín- una. Þetta er eitt af þeim verkum sem er þannig skrifað að þrátt fyrir að vera vel flutt,var það ekki áhugavert. Tvö lög eftir tónskáldið og hljóm- sveitarstjórann Toivo Kuula (1883- 1918), „Aamulaulu" (Morgunsöng- ur) og „Epilog", voru sérlega vel flutt af söngkonunni og lokalagið var svo „Vármlandsvisan", þjóðlag- ið fallega sem því miður var ofklætt „improviseruðu" tónskrúði í dægur- lagastíl, alls óriðkomandi þessu fal- lega þjóðlagi. Athyglisverðasti þátttakandinn í þessum tónleikum var söngkonan, Susanna Levonen, sem vel hefði mátt vera ein með tónleikana og syngja verkefni sem gæfu rödd hennar meira tækifæri en hér gafst. Flautuleikarinn Magnus Irv- ing og píanóleikarinn Bengt Wil- helmsson eru góðir tónlistarmenn en leikur þeirra í heild, nema í frumfluttu verkunum, var ekki sér- lega áhugaverður. Jón Ásgeirsson Ein af myndum Elfnar G. í Listasalnum Man. Innblásnar vorleysingar ELÍN G. Jóhannsdúttir opnar málverkasýningu í Listasalnum Man, Skólavörðustíg 14, á morg- un, laugardag. Elín hefur lengi unnið með gjótur í landslagi og að þessu sinni eru það vorleysingarnar sem gefa henni tilefni til mynd- sköpunar. Yfírskrift sýningar- innar er Sprænur sem mynd- gera lífshlaupið. Fimmta einkasýningin Elín G. er fædd í Reykjavík 1954. Hún lauk námi í málara- deild við Myndlista- og hand- íðaskóla Islands, B.Ed prófl og siðan framhaldsnámi bæði í Nor- egi og Islandi. Þetta er fímmta einkasýning Elfnar G.,en hún hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingum. Elín er með opna netsýn- ingu sem á slóðinni http:// www.ismennt.is/not/eling. Sýningin stendur til 25. júní og er opin alla daga frá kl. 10- 18, nema sunnudaga frá kl. 14- 18. H£LNDA HR-V 5 DYRA Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bllver sf„ slml 431 1985. AKUREYRI: Höldur hf„ slmi 4813000. KEFLAVÍK: Bllasalan Bllavlk, sími 421 7800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðid Bragginn, simi 481 1535 [HONDA HR-V 1.61 4x4 S DYRA 105 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, rafdrifnar rúður og speglar, hiti í sætum og speglum, fjarstýröar samlæsingar, samlitaður. I varðfrél .890.000 líf. "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.