Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 66
Æ66 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
^Verslun og viðskipti við þriðja heiminn
- skaðleg launum á Vesturlöndum?
NÝLEGA samþykkti fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings að koma á
eðlilegum viðskiptatengslum við
Kína. Þetta mál hefur vakið mikla
athygli ytra; annars vegar hafa
mannréttindasamtök í Bandaríkjun-
um ekki talið eðlilegt að þingið sam-
þykki samninginn, nema Kínverjar
verði krafnir um endurbætur í
mannréttindamálum og hins vegar
afa forystumenn bandarisku verka-
lýðshreyfingarinnar ekki talið rétt,
að greiða frekar fyrir viðskiptum við
Kínverja, sökum þess að kjör verka-
fólks í Bandaríkjunum muni versna
við það. Jafnframt er verkalýðs-
hreyfingin í Bandaríkjunum mótfall-
in inngöngu Kínverja í Alheimsvið-
skiptastofnunina (WTO).
I þessari grein leitast ég við að
svara annars vegar því hvers vegna
laun verkafólks hafa lækkað hlut-
fallslega miðað við aðrar stétth- og
hins vegar hvort verslun við fátæk-
ari ríki heims hafi lækkað laun
verkafólks í Bandaríkjunum.
Launaþróun verkafólks
í Bandaríkjunurn
Eftir seinni heimsstyrjöldina
sögðu Bandaríkjamenn skilið við
einangrunarstefnu sína i utanríkis-
málum. I kjölfarið jukust verslun og
viðskipti í Bandaríkjunum og upp-
bygging atvinnulífs breyttist. Frá
lokum seinni heimsstyrjaldarinnar
og fram til 1973 tvöfölduðust laun
verkafólks í Bandaríkjunum.
Eftir 1973 hefur bandarískt
verkafólk þurft að horfast í augu við
tvær óþægilegar staðreyndir. Ann-
ars vegar hafa laun
þess hækkað um aðeins
6% frá árinu 1973 til
dagsins í dag og hins
vegar hefur verksmið-
juframleiðsla orðið að
veigaminni þætti í hag-
kerfinu.
Ýmsir, og þá sér-
staklega verkalýðsfé-
lög, hafa skellt skuld-
inni á þáaukningu í
verslun óg viðskiptum,
sem orðið hefur við fá-
tækari ríki heims.
Verkalýðsfélögin berj-
ast því mörg hver hart
gegn aukinni verslun
við fátækari ríki heims.
Kringum 1970 var innflutningur
til Bandaríkjanna um 1%, en er í dag
um 10%, svo það er skiljanlegt, að
margir Bandaríkjamenn kenni
auknum innflutningi um versnandi
kjör verkafólks. Margir álykta sem
svo, að sökum aukins innflutnings
hafi margar framleiðslugreinar, t.d.
textíliðnaður í Bandaríkjunum, ekki
getað staðist samkeppnina við ódýrt
vinnuafl frá þriðjaheimsríkjum.
Ástæðnanna fyrir þessari þróun er
ekki að leita í auknum viðskiptum
við umheiminn, heldur er þær að
mestu að finna í Bandaríkjunum
sjálfum og hér er einkum tvennt sem
kemur til:
Hvers vegna hafa laun verkafólks
lækkað?
í fyrsta lagi hefúr samsetning
neyslumynsturs Bandaríkjamanna
breyst, þ.e. fyrir árið 1973 voru um
46% útgjalda tengd
neysluvörum, en 54%
ýmisskonar þjónustu.
Árið 1991 eru 40,7% út-
gjalda neysluvörur
meðan 59,3% fara í
þjónustu. Núna eyðir
fólk t.d. meira í heilsu-
tryggingar, ferðalög og
dægradvöl. Því kaupir
það hlutfallslega minna
af ýmisskonar varningi
en áður. Þessi þróun
hefur haft það í för með
sér, að verslunar- og
þjónustustörfum hefur
fjölgað, á kostnað
verksmiðjustarfa.
í öðru lagi hefur
verksmiðjustörfum fækkað sökum
þess, að fyrirtæki hafa fjárfest í
tækjabúnaði, sem hefur í auknum
mæli leyst hinn almenna verkamann
af hólmi.
Hefur verslun við
„þriðjaheimsriki" valdið
launaskriði niður á við?
Eins og getið var hér að íraman
hafa laun verkafólks hlutfallslega
lækkað síðustu þrjá áratugi. Margir
hafa dregið þá ályktun, að þar sem
verkafólk í þriðja heiminum fær
lægri laun en bandarískt verkafólk,
hljóti bandarískt verkafólk að
standa höllum fæti í samkeppni við
vinnuafl þriðja heimsins.
Þetta hljómar allt rökrétt, en
þrátt fyrir það er hæpið að skella
skuldinni alfarið á lág laun verka-
fólks þriðja heimsins. Það sem gerst
Alþjóðaviðskipti
Aukin verslun og við-
skipti, segir Lilja D.
Alfreðsdóttir, er helsta
tæki þróunarlanda til að
berjast við fátækt og
vanþróun.
hefur, samhliða breyttu neyslu-
mynstri og tækniframförum, er að
laun verkafólks í Bandaríkjunum
hafa staðið í stað, af því að fram-
leiðsluvöxtur í hagkerfinu í heild hef-
ur minnkað, sem hefur svo valdið því
að vöxtur landsframleiðslu er minni
á hvern verkamann. Framleiðslu-
vöxtur var meiri frá lokum seinni
heimsstyrjaldar fram til ársins 1973.
Þessi staðreynd skýrir sjálfsagt
einna helst hvers vegna laun verka-
fólks hafa átt undir högg að sækja á
síðastliðnum árum. Jafnframt ber að
hafa í huga, að árið 1990 voru 88% af
viðskiptaaðilum Bandaríkjanna með
jafnhá meðallaun og þau sem banda-
rískt verkafólk hefur. Innflutningur
frá löndum sem hafa lægri meðal-
laun en tíðkast í Bandaríkjunum
myndar aðeins 2,8% af bandarískri
landsframleiðslu. Því er af og frá, að
lág laun verkafólks í þriðja heimin-
um sé aðalskýringin á versnandi
kjörum verkafólks í Bandaríkjunum.
Hér gætu sumir sagt, að þótt inn-
Lilja D.
Alfreðsdóttir
ílutningur til Bandaríkjanna sé til-
tölulega lítill í dag, bendi allt til þess,
að hann muni aukast. Aftur á móti
bendir fátt til þess, að það muni hafa
einhver áhrif á laun Vesturlandabúa,
þar sem laun hækka með aukinni
framleiðslu og hagvexti. Staðreynd-
in er sú að þróunarlönd munu ekki
alltaf greiða vinnuafli sínu lág laun.
Sem dæmi má nefna að laun í Suður-
Kóreu hafa hækkað mikið á síðast-
liðnum tuttugu árum. Þegar Suðm--
Kórea var að þróast og framleiðslu-
geta var fremur lág voru laun eðli-
lega einnig lág. Hinsvegar hækkuðu
launin, eftir því sem framleiðslugeta
jókst, og urðu síðan samstiga auk-
inni þróun landsins.
Að lokum
Aukin verslun og viðskipti eru
helsta tæki þróunarlanda til að berj-
ast við fátækt og vanþróun. Jafn-
framt græða bæði Vesturlönd og
þróunarlönd mikið á samvinnu
beggja aðila, þar sem þeir geta nýtt
sér hlutfallslega yfirburð: hvor ann-
ars á sínu sérsviði. Því er brýnt að
ryðja úr vegi öllum hindrunum sem
verða á vegi verslunar og viðskipta. í
kjölfar samnings Kínverja og
Bandaríkjamanna munu Kínverjar
opna sinn gríðarlega stóra markað
fyrir bandarískri framleiðslu. Jafn-
framt munu Kínverjar lækka háa
innflutningstolla og afnema tak-
markanir á fjárfestingum Banda-
ríkjamanna í Kína. Þessi samningur
mun því sjálfsagt örva efnahagskerfi
beggja ríkja og auka velmegun í al-
þjóðahagkerfinu.
Greinin er byggð á skrifum ým-
issa hagfræðinga, m.a. Jagdish
Bhagwati, Dani Rodrik og Paul
Krugman.
Höfundur stundar framhaldsnám f
alþjóðahagfræði við Coiumbia-
háskóla íNew York-borg.
VICHY. HEILSULIND HUÐARINNAR.
I dag, föstud. 9. júní
frá kl.14-18
VICHY ráðgjafi verður
á staðnum með
iiningartæki.
Taska með
ferðapakkningum
iverju kremi!
iott sófgleraugu
fylgja kaupum 'á 2 eða
fleirum sólarkremum
Komið og kynniö ykkur
söluhæstu húðvörur
Evrópu sem eingöngu
eru seidar í apótekum.
,ACO
V APQTEKENS COMPOStTA
20% kynnlngarafsláttur af
handáburöl og fótakreml I:
Lyf & heilsu Mjódd & Lyf 6 heilsu Austurveri frá 14-17 í dag.
Mjúk hönd er áhrifaríkt handkrem sem fer hratt inni húðina
og þornar fljótt. Fóta deo er svitahamlandi krem sem vinnur
gegn raka og vondri tykt á fótum.
Illugi Jökulsson
og peningaþvættið
ÉG HEF verið að bíða eftir því að
einhver léti til sín heyra um pistil
Illuga Jökulssonar, þann er hann
flutti í morgunþætti Rásar 2
fimmtudaginn 18. maí
síðastliðinn, og birtur
var í blaðinu Degi dag-
inn eftir. Þar segir svo
m.a.:
„Ég hef aldrei heyrt
orðið „þvætti" í merk-
ingunni „þvottur" og
reyndar aldrei heyrt
orðið „þvætti“ yfirleitt
- ég efast stórlega um
að það sé til í íslenskri
tungu“ (Dagur, 19. maí
2000, bls. 7).
Skýzt, þó að skýr sé.
Þarna hefur hinum
skelegga ástungu-
manni orðið dálítið á í
messunni, og hefði
hann vel getað firrt sig
þessu óhappi með því einu að fletta
upp í Orðabók Menningarsjóðs og
Árna Böðvarssonar. Þar má lesa eft-
irfarandi á bls. 836 (eldri útgáfa
Orðabókarinnar): „þvætti, -is, h eða
kv ób. 1. þvæli, vatn, sem fatnaður
er þveginn úr. 2. þveginn þvottur. 3.
síðari liður samsetn.: úrþvætti."
Þetta er nú svo sem gott og bless-
að, svo langt sem það nær, en hitt
má gjarna koma fram, að ég heyrði
„þvætti“ aðallega notað um ullar-
reyfið, eftir að það var komið upp úr
þvottapottinum. Og það hét reyndar
ýmsum nöfnum. Það hét þvæli, (eins
og lögurinn sem það var þvegið úr),
þvætti og þvaga, enda
er ein af merkingum
orðsins þvaga, sem
gefin er í orðabókum,
„kös; ruglingsleg
hrúga eða blanda."
Oftast mun þetta þó
hafa verið aðgreint
þannig, að lögurinn
hafi verið kallaður
þvæli, en ullin þvætti.
Ég er gersamlega
ósammála Illuga Jök-
ulssyni, þegar hann vill
kalla peningaþvætti
„þvott“. Orðið „þvott-
ur“ minnir mig á hrein-
læti, hreinan þvott á
snúru, hreinleg híbýli,
jafnvel mann, sem er
nýkominn úr baði. Fyrii’bærið „pen-
ingaþvætti" skilst mér aftur á móti
sé heldur svona óþrifaleg iðja, bæði
frá sjónarmiði fjármálasiðferðis og
almenns velsæmis. Það er því vel við
hæfi að þetta hugtak minni okkur á
ullarreyfi, þegar það er dregið upp
úr sjóðheitri keytunni og rennur úr
því óþverrinn. Svo varð straumurinn
í bæjaránni (hlóðirnar voru auðvitað
grafnar inn í árbakkann) - hann
varð kolmórauður marga faðma nið-
Þvætti
Það má þó Illugi eiga, að
pistlar hans, segir Val-
geir Sigurðsson, eru
oftast skemmtilegir af-
lestrar og því nær alltaf
ljómandi vel skrifaðir.
ur frá manninum, sem húkti á steini
og skolaði úr þvögunni.
En svo aftur sé vikið að blessuðu
„þvættinu“ má geta þess, að ég hef
um það heimildir, að a.m.k. sums
staðar á landinu hafi voð eða prjón-
les sem var í þófi, verið kallað
„þvætti", á meðan það var blautt -
og meðan á þófinu stóð - en auðvitað
ekki eftir það. Ég tek fram, að þetta
er ekki mitt mál, - ég þekki þetta
ekki úr minu málumhverfi - en mér
dettur auðvitað ekki í hug að rengja
það sem gáfað og stálminnugt fólk
hefur sagt mér. Hér er sjálfsagt,
eins og með ullarþvottinn og ótal-
margt fleira, um að ræða orðafar
sem tengist gömlum eða hálf-
gleymdum vinnubrögðum.
Áð svo mæltu langar mig að
þakka Illuga Jökulssyni þætti hans.
Ég hlusta reyndar næstum aldrei á
Rás 2, en aftur á móti kaupi ég Dag,
og þar les ég þætti Illuga alltaf, og
engu síður þótt ég sé oft ósammála
því sem hann er að segja. Stundum
finnst mér hann taka helzti á fullan
munninn, en sá er einmitt háttur
flestra ástungumanna, - það er blátt
áfram hluti af vinnulagi þeiiTa. Því
það má Illugi þó eiga, að pistlar hans
eru oftast skemmtilegir aflestrar og
því nær alltaf ljómandi vel skrifaðir.
Og það er meira en hægt er að segja
um margt annað efni sem birtist í
blöðunum okkar.
Höfundur er rithöfundur.
Valgeir
Sigurðsson