Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Árþúsundaverkefni Hafnarfj ar ðarbæj ar
Morgunblaðið/Golli
Krýsuvík er háhitasvæði og má þar finna fjölmarga litfagra og bullandi hveri.
Sumardagskrá í Krýsuvík
Morgunblaðið/Gíolli
Jón Halldór Jónasson ferðmálafulltrúi og Marín Hrafnsdóttir menning-
arfulltrúi bera hitann og þungann af verkefninu.
ÞRJÁ sunnudaga í sumar, 11. júní,
16. júlí og 20. ágúst, verður boðið upp
á sérstaka dagskrá í Krýsuvík á
Reykjanesfólkvangi. Gestir geta sótt
messu í hinni örsmáu og sérstæðu
Krýsuvíkurkirkju, kynnst náttúru
og sögu svæðisins undir leiðsögn
sérfróðra, auk þess sem sýning á
verkum Sveins Bjömssonar listmál-
ara verður opnuð í Sveinshúsi, en þar
vann Sveinn að list sinni um árabil.
Dagskrá þessi er liður í árþúsunda-
verkefni Hafnarfjarðarbæjar sem
ber yfirskriftina Krýsuvík - samspil
manns og náttúru og er verkefnið
unnið í samstarfi við Reykjavík -
menningarborg Evrópu árið 2000.
Fjölbreytt náttúra og
merkileg byggðasaga
Jón Halldór Jónasson, ferðamála-
fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir í
samtali við Morgunblaðið að verk-
efninu sé ætlað að auka þekkingu og
almennan áhuga á Krýsuvíkursvæð-
inu, en svæðið sé áhugavert fyrir
margra hluta sakir. Þar sé að finna
stórbrotna og fjölbreytta náttúru og
tiltölulega óspillt umhverfi í nánasta
umhverfi byggðar. Auk þess eigi
svæðið sér merkilega byggðasögu,
en mikið höfuðból var forðum í
Krýsuvík auk margra hjáleiga þar til
byggðin lagðist í eyði í harðindum á
19. öld.
Fornar og nýjar gönguleiðir
Skipuleggjendur verkefnisins
hafa útbúið kort af gönguleiðum á
svæðinu og í framhaldinu verður
unnið að því að merkja helstu göngu-
leiðir með stikum. Á kortinu er að
finna fornar gönguleiðir auk nýrra
tengileiða, sem eru auðveldari yfir-
ferðar. Fornleifar eru merktar inn á
kortið, auk þess sem þar er að finna
fróðlegar sögur og ábendingar um
áningarstaði fyrir ferðamenn. Næst-
komandi sunnudag verður í fyrsta
skipti skipulögð dagskrá í Krýsuvík
og hefst hún á messu í Krýsuvíkur-
kirkju klukkan 11. Dagskráin stend-
ur fram til klukkan 17 og verður
gestum meðal annars boðið upp á
fræðsludagskrá um Krýsuvílnir-
berg, fuglalíf þess og bergnytjar auk
þess sem leiðsögumenn kynna
gönguleiðir í nágrenni bergsins.
Ferðafélag íslands mun einnig
standa fyrir gönguferð um svæðið í
kringum Selöldu.
Samtök um betri byggð gera athuga-
semd við lengingu flugbrautar
Framkvæmd
sæti mati á um-
hverfísáhrifum
STJÓRN Samtaka um betri byggð
hefur sent borgar- og skipulags-
yfirvöldum bréf, þar sem hún gerir
athugasemd við framkvæmdir við
byggingu nýrra flugbrauta á
Reykjavíkurflugvelli. Telur stjórn-
in að framkvæmdirnar skuli sæta
heildstæðu mati á umhverfisáhrif-
um, en með tímabundinni lengingu
norðaustur-suðvestur flugbrautar
um 240 metra sé vikið verulega frá
frummati á umhverfisáhrifum, sem
staðfest var af umhverfisráðherra
áriðl999.
Samtökin hafa leitað til umboðs-
manns Alþingis þar sem ítrekuðum
athugasemdum þeirra og stjórn-
sýslukærum hefur verið vísað frá
af yfirvöldum, að því er segir í
fréttatilkynningu frá samtökunum.
Framkvæmdir breyta ekki
forsendum frummats
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, að-
stoðarskipulagsstjóri, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að fram-
kvæmdir við lengingu flugbraut-
arinnar breyti ekki niðurstöðum
eða forsendum frummats á um-
hverfisáhrifum, þar sem umfjöllun-
arefni matsins hafi á sínum tíma
fyrst og fremst snúist um efnis-
töku, efnistilfærslu og þungaflutn-
inga á efni í flugvöllinn. Ásdís
Hlökk segir hins vegar, að sam-
kvæmt því sem komi fram í bréfi
Samtaka um betri byggð, fari flug-
brautin út fyrir það svæði sem
henni sé ætlað samkvæmt gildandi
deiliskipulagi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, hefur falið borgar-
verkfræðingi að leita skýringa á
því hvernig staðið verður að tíma-
bundinni lengingu brautarinnar, en
ekki hefur verið sótt um formlegt
leyfi fyrir framkvæmdinni.
Samtök um betri byggð lýsa í
bréfi sínu áhyggjum vegna aukinn-
ar hættu sem þau segja skapast í
nærliggjandi byggð vegna lenging-
ar brautarinnar og benda á að
norðurendi brautarinnar muni
verða í rétt um 160 metra fjarlægð
frá leikskólanum Sólbakka við
Vatnsmýrarveg, þar sem 36 börn |
dvelji að jafnaði.
Flugumferð yfir byggð með
sama hætti og áður
Samtökin spyrja í bréfi sínu
hvort Flugmálastjórn hafi gert ná-
grönnum flugvallarins grein fyrir
aukinni áhættu og óþægindum sem
vænta megi af lágflugi yfir byggð.
í fréttatilkynningu frá Flugmála-
stjórn er bent á að lengingin sé að-
eins til bráðabirgða og til þess fall- |
in að lengja flugtaksvegalengd í átt
til sjávar, eða í suðvestur en hún
muni ekki hafa áhrif á aðflug að f
brautinni og því verði flug yfir
byggðinni með sama hætti og und-
anfarna áratugi, þar með talin flug-
hæð flugvéla. Flugmálastjórn hef-
ur skipulagt kynningarfundi á
endurbótum flugvallarins fyrir
íbúa í næsta nágrenni hans og í
fréttatilkynningunni segir að á fjöl-
mennum fundi með íbúum í Skerja-
firði í síðustu viku hafi komið fram
almenn ánægja fundarmanna
vegna sambúðar við flugvöllinn.
Verkfræðistofnun Háskóla Islands
hefur annast hávaðamælingar fyrir
Flugmálastjórn og munu áfanga-
skýrslur og niðurstöður þeirra
fljótlega verða kynntar.
Samtök um betri byggð leggja til
í bréfi sínu að innanlandsflug verði
flutt til Keflavíkur á meðan á
stækkun Reykjavíkurflugvallar L
stendur og fram fari vettvangs-
rannsóknir í Vatnsmýri vegna |
æskilegra breytinga á landnotkun
og viðhorfskönnun meðal borgar-
búa og flugfarþega vegna breyting-
anna.
Garöverkfæri og garöáhöld á góðu verði
- EINNIG EITT MESTA ÚRVALIÐ AF GASGRILLUM
I
FISHARS
mrr
i Char-Broll
Gaskútar fylgja ekki
Fáðu grill
samsett og
fría heim-
sendingu
Mosatætari (fyrir sláttuvélar) aðeins 930-
Slönguvagnar frá aðeins 2.987-
Fíflajárn kosta aðeins frá 159-
Hekk-klippurnar vinsælu, frá 2.332-
Járnkarlar frá aðeins 3.089-
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
HAKAR - SLEGGJUR - SLÖNGUVAGNAR - SLÖNGUHENGI - SLÖNGUTENGI - ORF ÚR ÁLI
PLASTFÖTUR - PLÖNTUGAFFLAR - ARFAKLÓRUR - PLÖNTUSKEIÐAR - HANSKAR O.FL.
Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500.
Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-16