Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR V orleiðangur Hafrannsóknastofnunar Magn átu í flestum til- fellum yfír meðaltali Lenti vegna eldsvið- vörunar ÞOTA af gerðinni C-5 í eigu Banda- ríkjahers, lenti á Keflavfkurflug- velli á hádegi í gær vegna eldsvið- vörunar um borð í vélinni. Mikill viðbúnaður var á flugvellinum en lendingin tókst vel og fannst enginn eldur um borð. Vélin var á leiðinni frá Mildenhall-herflugstöðinni í Bretlandi til Dover í Bandaríkj- unum þegar flugstjórinn kallaði upp og bað um að fá að breyta út af flugáætlun vegna eldsviðvörunar- innar. Talsmaður Varnarliðsins í Keflavík sagði að 78 manns hefðu verið um borð f vélinni og engan sakað. Almannavarnir- og björgun- arsveitir á Suðurnesjum voru settar í viðbragðsstöðu. NIÐURSTOÐUR árlegs vorleiðang- urs Hafrannsóknastofnunar í ár sýna tiltölulega mikil áhrif selturíks hlý- sjávar fyi-ir Suður- og Vesturlandi. Ahrif hans voru einnig með mesta móti á norðurmiðum eins og árið 1999 miðað við árin þar á undan en þetta er vísbending um að ástandið á uppeldis- slóð fiskungviðis sé tiltölulega gott, að sögn Astþórs Gíslasonar, sjávarlíf- fræðings og leiðangursstjóra í vor- leiðangrinum. Hiti og einkum selta í kaldri tungu Austur-íslandsstraums norðaustur og austur af landinu voru einnig tiltölulega há, og útbreiðsla tungunnar til suðurs einkenndist af 1-2° heitum sjó með hærri seltu en mælst hefur um árabil. Átumagn við landið var yfir langtímameðaltali á flestum rannsóknastöðvum. Vorleiðangri Hafrannsóknastofn- unarinnar á rannsóknaskipinu Bjama Sæmundssyni til langtímavöktunar á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðunum við Is- land lauk 1. júní. Athugað var á alls 110 stöðvum, bæði á landgrunninu og utan þess. Einnig var á völdum stöðv- um safnað sýnum vegna rannsókna á erfðafræði og hrygningu rauðátu og til mælinga á geislavirkum efnum og koltvísýringi í sjó. Þá var hugað að setgildru og tekin upp straummæl- ingalögn djúpt norðaustur af landinu fyiir samstarfsaðila stofnunarinnar við Háskólann í Hamborg. Tiltölulega há gildi Sjávarhiti í hlýsjónum suður og vestur af landinu var 6-8°C og seltan 35,0-35,2, sem eru tiltölulega há gildi, eins og undanfarin fjögur ár. Ahrif selturíka hlýsjávarins skiluðu sér einnig í góðum mæli inn á norðurmið, allt austur undir Langanes (hiti 3,0- 4,5°, selta 34,8-34,9). Þetta er annað vorið í röð þar sem seltulítils sjávar norðan úr hafi gætir ekki í yfirborðs- lögum fyiir Norðurlandi. I Austm-- Islandsstraumi (kalda tungan), utan landgrunnsins norðaustur af landinu, voru hiti og selta fremur há; jafnvel hærri en mælst hefur lengi. Á grunn- inu fyrir Austfjörðum var sjávarhiti einnig fremur hár (yfir 2°) og djúpt úti, á „Rauða torginu", gætti selturíks hlýsjávar að sunnan (5-8°). Skil milli kalda og heita sjávarins fyrir Suðaust- urlandi voru norðaustur af Stokksnesi og Lónsbugt, og ferskvatnsrennslið vai’ með minnsta móti með Suður- landi, þar sem selturíkur hlýsjór að sunnan þrengdi sér upp að landi. Næringarefni ogþörungar í Faxaflóa var þróun gróðurs stutt komin. Undan Vestm’landi var gróð- ursnautt og vetrarforði næringarefna óskertur, eins og oft um þetta leyti. Fyrir Norður- og Austurlandi og und- an austanverðu Suðurlandi var yfir- leitt mikill gróður, nema á nokkrum stöðvum á grunnslóð. Fyrir vestan- verðu Suðurlandi var vorhámarkið yf- irstaðið og gróður í rénum. Þar sem gróður hafði tekið við sér var styrkur kísils í yfirborðslögunum lágur og ljóst að kísilþörungar höfðu verið áberandi í svifinu. Einnig er líklegt að aðrir hópar þörunga fylgi í kjölfar kís- ilþörunganna, því víðast hvar var enn talsverður forði köfnunarefnis. Áta meiri en í meðallagi I heildina var átumagn við landið í vorleiðangri meira en í meðallagi. Út af Vesturlandi var átumagn nálægt meðallagi, en talsvert yfir meðallagi norðan- og austanlands. Átan reynd- ist mest í kalda sjónum djúpt norð- austur og austur af landinu, þar sem stórar og hægvaxta kaldsjávarteg- undir voru algengastai’. Fyrir Suður- landi og á-Selvogsbanka var átumagn einnig yfir meðallagi. Samanburður við vorið 1999 sýnir að á vesturmiðum var átumagn minna en þá, en meira á norður-, austur- og suðurmiðum. Ástþór Gíslason sjávarlíffræðingur og leiðangursstjóri, segir að breyti- leiki í sjávarhita fyrir sunnan og vest- an land sé mun minni en fyrir norðan. „Fyrir norðan er talsvert innstreymi hlýsjávar líkt og í fyrra og mikil áta en þessir þættir benda til að ástandið fyrir fiskungviðið norðanlands sé til- tölulega gott, því þegar mikill hlýsjór er fyrir norðan er frumframleiðsla að öðru jöfnu meiri og meiri áta. Hins vegar eru flóknari tengsl milli hlý- sjávar og lífríkisins fyrir sunnan.“ Níu vísindamenn frá Hafrann- sóknastofnuninni og þrír frá banda- rískum stofnunum voru í leiðangrin- um. Skipstjóri var Ingi Lárusson. Morgunblaðið/Björn Blöndal C-5-vél frá bandaríska flughemum, sem er næststærsta flugvél í heimi, eftir lendinguna á Keflavíkurflugvelli í gær. Sjö konum synjað um landgöngu Fimm hugðust dansa á næturkiúbbum án leyfís SJÖ konum frá Eistlandi og Lett- landi var á miðvikudagskvöld synj- að um að koma inn í landið. Grun- ur vaknaði um að þær væru hingað komnar til að dansa á nætur- klúbbum án tilskilinna leyfa. Fimm kvennanna staðfestu við rannsókn lögreglu að þær hefðu komið hingað í þeim tilgangi, en tvær þeirra sögðust vera ferða- menn. í fréttatilkynningu frá sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á lög um atvinnuréttindi útlendinga frá því þeim var breytt í vor þannig að þeir sem kæmu fram á næturklúbbum þyrftu at- vinnuleyfi. Síðan er bætt við að „fast [muni] verða gengið eftir því hjá embættinu að lögum þessum verði framfylgt". Konurnar voru að koma frá Kaupmannahöfn og segir í frétta- tilkynningunni að þær tvær konur, sem kváðust vera ferðamenn, hafi ekki haft nægilegt fé sér til fram- færslu eins og tilskilið sé í lögum um eftirlit með útlendingum og því einnig verið synjað um landgöngu. Konurnar fimm flugu til baka til Kaupmannahafnar klukkan tvö í fyrrinótt. Ferðdhandbækur txpiorina tsrael Hvort sem þú ætlar að ferðast í eigin persónu eða í huganum þá eru ferðahandbækur ótæmandi fróðleiks- náma. Ótal kort, áhugaverðar og öruggar ferðaleiðir, upp- lýsingar um gistingu og veitingastaði, yfirlit um sögu og menningu - hvað viltu vita? Mikið úrval af ferðahand- bókum t.d. frá Lonely Planet, Turen gár til_og Fodor's. Turen gár tít Japan Erlendar bækur daglega w I vmimdsson 1110 * Hafrtáffirðl 555 0045 Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Golli Ding Guangen, ráðherra upplýsingamála í Kína, heilsar Haraldi Sveins- syni, stjórnarformanni Árvakurs, við komuna í Morgunblaðshúsið í gær, þar sem hann kynnti sér starfsemi blaðsins. Ding Guangen, ráðherra upp- lýsingamála í Kína, heimsótti Þjóðmenningarhúsið í gær, þar sem Salóme Þorkelsdóttir tók á móti honum. Kínverskur ráðherra í heimsókn DING Guangen, ráðherra upp- lýsingamála í Kína, heimsótti Morgunblaðið f gærmorgun og kynnti sér starfsemi blaðsins en hann er staddur hér í þriggja daga opinberri heimsókn. Síðar um daginn heimsótti hann meðal annars Alþingi og hitti full- trúa menntamálanefndar og í gærkvöldi hlýddi hann á hátíðar- tónleika Listahátíðar í Laugar- dalshöll. í dag mun forseti Islands taka á móti ráðherranum á Bessa- stöðum og að þeim fundi loknum mun hann eiga fund með Geir H. Haarde, starfandi forsætisráð- herra, og munu þeir ræða tvíhliða samskipti íslands og Kína, fjöl- miðlalöggjöf, fjarskiptatækni o.fl. Opinberri heimsókn ráðherrans lýkur í kvöld en áætlað er að hann ásamt föruneyti haldi af landi brott á sunnudagsmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.