Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 85
FÓLK í FRÉTTUM
Hljómsveilarmeðlimir Kanada eru eldfjörugir á sviði.
Tjaldid á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík
Tjaldað til ríf-
andi ræflarokks
Það eru eflaust margir spenntir yfir því að heyra í Stjörnukisa á ný.
Morgunblaðið/Ásdís
Rokksveitin Trompet mun vafalaust spila efni af nýju plötunni.
KRAKKARNIR vilja vissulega
rokka, en steinamir rúllandi voru
fyrri til að benda á að þetta væri svo
sem bara rokk og ról, en það virkaði
samt fínt. í tjaldi Tónlistarhátíðarinn-
ar í Reykjavík verða m.a. sveitir sem
án efa taka undir þessi fleygu orð
söngvarans munnstóra. Sveitir sem
ætla að rokka feitt af lífs og sálar
kröftum, hvort sem um ræðir raf-
magnað gleðirokk Kanadamanna,
dramatískt fönkrokk Stjömukisa eða
ræflarokk Fræbbbla. Lítið hefur bor-
ið á Stjömukisa undanfarið og verður
því spennandi að sjá hvað þeir verða
með í pokahominu. Það er jafnframt
fengur í Fræbbblunum, aldursforset-
um tjaldsins. Þeir hafa komið saman
af og til undanfarið en nýverið fjölgaði
í þessari fomfrægu sveit þegar þijár
söngkonur slógust í hópinn. Eitt er þó
víst, að Fræbbblar eiga vafalaust eftir
að vekja upp gamla pönkhundinn í
okkur öllum. Aðrir sem ætla að rokka
í tjaldinu em Trompet, sem era
nýbúnir að gefa út sína fyrstu plötu,
og Kalk, áður Klamedía X, sem hafa
verið í hljóðveri undanfanð líkt og
Vítissódi, Traktor, Suð og Útópía.
Fálkar opna hátíðina
Það verða Fálkar sem munu eiga
allra fyrstu tónana sem óma á hátíð-
inni. Kalli, trommari sveitarinnar,
kann enga sérstaka skýringu á því að
þeir urðu þessa mikla heiðurs aðnjót-
andi. „Nema kannski þá að við eram
svo rosalega skemmtilegir og góðir,“
bætir hann við af mikilli hógværð.
Þessi hressilega sveit á rætur sínar að
rekja til bítlabæjarins á Suðurnesj-
um. A morgun er einmitt formlegur
útgáfudagui- fyrstu breiðskífu sveit-
arinnar, „Ástarkv'eðja frá Keflavík“,
og er hún að sjálfsögðu gefin út af
Rúna Júl. og útgáfufyrirtæki hans,
Geimsteini. Það er því ærin ástæða
fyrir Fálka að vera í stuði á hátíðinni á
morgun og ætla þeir vitanlega að gefa
smjörþef af plötunni nýju. Kalli lýsir
tónlist sveitarinnar sem fönkuðu
rokki: „Það er heilmikið „grúv“ í tón-
listinni okkar. Fólk á síðan kannski
eftir að kannast við sum stefin í lögum
okkar sem góðfúslega era fengin að
láni frá misþekktum dægurlögum.“
Kalli segist vel sáttur við að vera
fyrstur á sviðið því þá sé hann búinn
að ljúka sér af og geti einbeitt sér að
því að njóta hátíðarinnar: „Það er fullt
af liði sem ég hlakka til að sjá, sér-
staklega þó lan Brown. Ég kann
mjög vel við það sem hann er að gera
þessa dagana.“
Japönsk tónlist fyrir Þjóðverja
Rassi prump var nauðugur skipað-
ur málsvari Kanadamanna. „Maður
verður bara að sætta sig við sinn dilk
eins og rollurnar,“ sagði hann þegar
honum var tjáð í hvaða dilk blaðið hef-'
ur skipað sveitina. „Þórhallur hjá
Thule-útgáfunni kom með ansi
smellna skilgi-einingu á tónlist okkar
þegar við reyndum að fá hann til að
gefa okkur út, en eftir að hafa fengið
að heyra það sem við eram að gera
sagði hann strax: „Já, já, strákar mín-
ir, þetta er svona svipað og Japanir
era að gera fyrir Þýskalandsmarkað.“
Við höfum síðan haldið þessari glöggu
greiningu á lofti.“ Rassi segir Kanada
hafa eytt óhemju löngum tíma í upp-
tökur á nýrri breiðskífu sem gefín
verður út af Thule (Þórhallur kann
greinilega vel við það sem Japanir era
að gera fyrir Þýskalandsmarkað) í
næsta mánuði. Rassi segir það því
ekki óhugsandi að þessi skífa verði
maa’kaðssett í Þýskalandi. .jVnnars er
þetta bara okkar tónlist, stuðtónlist
sem sækir áhrifin til forvitnilegrar
tónlistar af öllum toga.“ Rassi segir
að tónleikar sveitarinnar einkennist
af mikilli spilagleði og það muni koma
berlega í Ijós í tjaldinu góða. „Við
verðum í banastuði og ætlum að spila
efni af nýju plötunni en hún er náttúr-
lega martröð tónlistarmannsins,“
bætir hann við og kímir. Rassi hlakk-
ar mikið til hátíðarinnar og segist vart
geta beðið eftir því að berja Asian
Dub Foundation augum því þeir hafi
lengi verið í uppáhaldi hjá sér: „Síðan
verður spennandi að sjá gamla hunda
á borð við Þursana og Ray Davies."
Tískulitir!
Yfir 1 7 milljónir afgreiðslustaða um allan heim