Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 85 FÓLK í FRÉTTUM Hljómsveilarmeðlimir Kanada eru eldfjörugir á sviði. Tjaldid á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík Tjaldað til ríf- andi ræflarokks Það eru eflaust margir spenntir yfir því að heyra í Stjörnukisa á ný. Morgunblaðið/Ásdís Rokksveitin Trompet mun vafalaust spila efni af nýju plötunni. KRAKKARNIR vilja vissulega rokka, en steinamir rúllandi voru fyrri til að benda á að þetta væri svo sem bara rokk og ról, en það virkaði samt fínt. í tjaldi Tónlistarhátíðarinn- ar í Reykjavík verða m.a. sveitir sem án efa taka undir þessi fleygu orð söngvarans munnstóra. Sveitir sem ætla að rokka feitt af lífs og sálar kröftum, hvort sem um ræðir raf- magnað gleðirokk Kanadamanna, dramatískt fönkrokk Stjömukisa eða ræflarokk Fræbbbla. Lítið hefur bor- ið á Stjömukisa undanfarið og verður því spennandi að sjá hvað þeir verða með í pokahominu. Það er jafnframt fengur í Fræbbblunum, aldursforset- um tjaldsins. Þeir hafa komið saman af og til undanfarið en nýverið fjölgaði í þessari fomfrægu sveit þegar þijár söngkonur slógust í hópinn. Eitt er þó víst, að Fræbbblar eiga vafalaust eftir að vekja upp gamla pönkhundinn í okkur öllum. Aðrir sem ætla að rokka í tjaldinu em Trompet, sem era nýbúnir að gefa út sína fyrstu plötu, og Kalk, áður Klamedía X, sem hafa verið í hljóðveri undanfanð líkt og Vítissódi, Traktor, Suð og Útópía. Fálkar opna hátíðina Það verða Fálkar sem munu eiga allra fyrstu tónana sem óma á hátíð- inni. Kalli, trommari sveitarinnar, kann enga sérstaka skýringu á því að þeir urðu þessa mikla heiðurs aðnjót- andi. „Nema kannski þá að við eram svo rosalega skemmtilegir og góðir,“ bætir hann við af mikilli hógværð. Þessi hressilega sveit á rætur sínar að rekja til bítlabæjarins á Suðurnesj- um. A morgun er einmitt formlegur útgáfudagui- fyrstu breiðskífu sveit- arinnar, „Ástarkv'eðja frá Keflavík“, og er hún að sjálfsögðu gefin út af Rúna Júl. og útgáfufyrirtæki hans, Geimsteini. Það er því ærin ástæða fyrir Fálka að vera í stuði á hátíðinni á morgun og ætla þeir vitanlega að gefa smjörþef af plötunni nýju. Kalli lýsir tónlist sveitarinnar sem fönkuðu rokki: „Það er heilmikið „grúv“ í tón- listinni okkar. Fólk á síðan kannski eftir að kannast við sum stefin í lögum okkar sem góðfúslega era fengin að láni frá misþekktum dægurlögum.“ Kalli segist vel sáttur við að vera fyrstur á sviðið því þá sé hann búinn að ljúka sér af og geti einbeitt sér að því að njóta hátíðarinnar: „Það er fullt af liði sem ég hlakka til að sjá, sér- staklega þó lan Brown. Ég kann mjög vel við það sem hann er að gera þessa dagana.“ Japönsk tónlist fyrir Þjóðverja Rassi prump var nauðugur skipað- ur málsvari Kanadamanna. „Maður verður bara að sætta sig við sinn dilk eins og rollurnar,“ sagði hann þegar honum var tjáð í hvaða dilk blaðið hef-' ur skipað sveitina. „Þórhallur hjá Thule-útgáfunni kom með ansi smellna skilgi-einingu á tónlist okkar þegar við reyndum að fá hann til að gefa okkur út, en eftir að hafa fengið að heyra það sem við eram að gera sagði hann strax: „Já, já, strákar mín- ir, þetta er svona svipað og Japanir era að gera fyrir Þýskalandsmarkað.“ Við höfum síðan haldið þessari glöggu greiningu á lofti.“ Rassi segir Kanada hafa eytt óhemju löngum tíma í upp- tökur á nýrri breiðskífu sem gefín verður út af Thule (Þórhallur kann greinilega vel við það sem Japanir era að gera fyrir Þýskalandsmarkað) í næsta mánuði. Rassi segir það því ekki óhugsandi að þessi skífa verði maa’kaðssett í Þýskalandi. .jVnnars er þetta bara okkar tónlist, stuðtónlist sem sækir áhrifin til forvitnilegrar tónlistar af öllum toga.“ Rassi segir að tónleikar sveitarinnar einkennist af mikilli spilagleði og það muni koma berlega í Ijós í tjaldinu góða. „Við verðum í banastuði og ætlum að spila efni af nýju plötunni en hún er náttúr- lega martröð tónlistarmannsins,“ bætir hann við og kímir. Rassi hlakk- ar mikið til hátíðarinnar og segist vart geta beðið eftir því að berja Asian Dub Foundation augum því þeir hafi lengi verið í uppáhaldi hjá sér: „Síðan verður spennandi að sjá gamla hunda á borð við Þursana og Ray Davies." Tískulitir! Yfir 1 7 milljónir afgreiðslustaða um allan heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.