Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 62
-<%2 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Lífeyrissparnaðiir - tækifæri sem enginn má missa af! ÆVINNI má skipta í þrjú æviskeið, upp- vaxtarárin, starfsævina bg eftirlaunaárin. A uppvaxtarárunum sjá foreldrar eða aðrir aðstandendur um framfærsluna en eftir að fullorðinsárin taka við er hver sinnar gæfu smiður. Eftirlaunaárin eru sérstök að því leyti að fjárhagsleg afkoma ræðst að mestu leyti af því hversu mikið maður leggur fyrir á starfsæv- inni. Það er því mikil- vægt fyrir hvern og einn að leggja fyrir á starfsævinni til að byggja upp sjóð eða réttindi til að tryggja tekjur á ^ftirlaunaárunum. Sérstaklega er áríðandi að nýta góð sparnaðartæki- færi og skattalegar ívilnanir sem bjóðast hverju sinni. Samningar um lífeyrissparnað eru dæmi um hag- kvæman spamaðarkost sem enginn ætti að missa af. í þessari grein er orðið lífeyris- spamaður notað sem heiti fyrir sparnað sem byggist á því að ein- staklingar gera samning við séreign- arsjóð eða fjármálafyrirtæki um að launagreiðandi skuli mánaðarlega draga tiltekna fjárhæð frá launum ðg greiða sem viðbótariðgjöld í sér- eignarsjóð. Lífeyrisspamaður er laus til úttektar frá 60 ára aldri og er greiddur út á sjö áram eða á þeim tíma sem rétthafa vantar upp á 67 ára aldur. Rétthafar geta einnig tekið inn- eignina út á lengri tíma að eigin vali. Lífeyris- sparnaður erfist við fráfall rétthafa. Mótframlag launa- greiðanda og aukn- ar heimildir til líf- eyrissparnaðar í ársbyijun 1999 fengu launþegar heim- ild til að greiða viðbóta- riðgjöld til lífeyris- spamaðar sem námu 2% af heildarlaunum. Þeir sem nýttu sér þessa heimild fengu til viðbótar 0,2% mótframlag frá launagreiðanda sem í raun var lækkun á trygginga- gjaldi sem launagreiðendur greiddu sem mótframlag í séreignarsjóð. Þannig var heildarspamaðurinn 2,2% af launum hjá flestum. I mörgum kjarasamningunum í vor var samið um að launagreiðend- ur skyldu gegn iðgjaldi launþega greiða mótframlag sem nemur allt að 2% af launum. Mótframlagið er yfirleitt lægra en 2% til að bytja með en mun síðan hækka í áföngum uns það verður 2%. Til þess að launþegar fái mótframlagið verða þeir að gera samning um lífeyrissparnað og greiða viðbótariðgjöld í séreignar- sjóð. í raun má því segja að hluti af launahækkunum sé greiddur með þessu móti og þeir sem ekki gera samning um lífeyrissparnað missi þar með af umsömdum kjarabótum. Til að örva spamað og slá á þenslu í þjóðfélaginu hafa stjórnvöld jafn- framt hækkað heimildir launþega til að greiða viðbótariðgjöld úr 2% í 4% Gunnar Baldvinsson Aðsendar greinar á Netinu mbUs _ALU7y\f= GiT7~H\//K£7 NÝTT Lífeyrismál Iðgjöldin eru greidd óskattlögð í séreignar- sjóð, segir Gunnar Baldvinsson, en út- borganir eru hins vegar skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur. af launum. Jafnframt hefur afsláttur af tryggingagjaldi verið hækkaður úr 0,2% í 0,4% af launum og bætist það við mótframlag launagreiðanda. Taflan fyrir neðan sýnir samsetn- ingu lífeyrisspamaðar fyrir og eftir þessar breytingar. Lífeyrissparnaður (% af launum) Iðgjald Var Er Launþegi 2,0 4,0 Launagreiðandi 0,2 2,4 Samtals 2,2 6,4 Til viðbótar við þessar breytingar hafa stjórnvöld breytt lögum um tekju- og eignarskatt og staðfest að mótframlag launagreiðanda er alltaf frádráttarbær kostnaður hjá fyrir- tækjum og sjálfstæðum launagreið- endum. Ef fyrirtæki vilja umbuna starfsmönnum sínum með enn hærra mótframlagi getur það verið álitlegur kostur fyrir báða aðila (launþega og launagreiðanda). Góður kostur Lífeyrissparnaður er sérstaklega góður sparnaðarkostur vegna mót- framlags launagreiðanda sem bætist við árlega ávöxtun. Ef einstaklingur leggur fyrir 4% af launum og fær til viðbótar 2,4% sem mótframlag BETRA KYNLÍF MEÐ ASTROGLIDE FÆST í APÓTEKUM FÁIÐ PRUFU í APÓTEKINU ymus.vefurinn.is astroglide.com í hverju felst ávinningur lífeyrissparnaðar? Myndin sýnir sundurliðun á eign umfram hefðbundinn sparnað eftir 20 ára sparnaðartíma Afsláttur af 13% tryggingagjaldi 12%_ Kostir lífeyrissparnaðar eru að mótframlag launa- greiðanda og afsláttur af tiyggingagjaldi bætast við iðgjald rétthafa. Einnig að ekki þarf að greiða eignarskatt af inneign né fjármagnstekjuskatt af vöxtum Eignarskattur Fjármagns- tekjuskattur Mótframlag launagreiðanda Samanburður á lífeyrissparnaði og hefðbundnum sparnaði m.v. 4.000 kr. mánaðarlegan sparnað og 7,5% raunávöxtun Sparnaðar- tími Eign eftir skatta Mismunur Hefðbundinn sparnaður Lífeyris- sparnaður * 5 ár 170.087 284.249 114.162 10 ár 395.657 692.325 296.668 20 ár 1.099.616 2.119.228 1.019.613 30 ár 2.371.523 5.060.122 2.688.599 40 ár 4.689.693 11.121.395 6.431.702 * Reiknað er með 2.400 kr. mótframlagi launagreiðanda launagreiðanda eignast hann til við- bótar 375 krónur fyrir hverjar 625 krónur sem hann sparar þannig að heildarsparnaðurinn verður 1.000 kr. Um lífeyrisspamað gilda hag- stæðar skattareglur sem gera hann einnig að mjög fýsilegum kosti. Skattalegt hagræði felst í því að hvorki er greiddur eignarskattur af inneign né fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum. Iðgjöldin era greidd óskattlögð í séreignarsjóð en útborg- anir eru hins vegar skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur. I raun er tekjuskattinum frestað þar til inn- eignin er tekin út en í sumum tilvik- um lækkar tekjuskattur einnig. Það gerist ef einstaklingur á ónýttan persónuafslátt þegar inneignin er tekin út eða ef jaðarskattar era lægri við útborgun en þegar skattinum var frestað. Launþegar sem greiða há- tekjuskatt geta t.d. lækkað tekju- skatta með lífeyrisspamaði þar sem jaðarskattar þeirra lækka í starf- slok. A löngnm tíma getur munað milljónum Til að meta kosti lífeyrissparnaðar er gagnlegt að bera hann saman við hefðbundinn spamað. Taflan fyrir neðan sýnir slíkan samanburð ef að- ili leggur fyrir 4.000 kr. á mánuði eða 4% af 100.000 kr. mánaðarlaunum. í dæminu er reiknuð út eign eftir skatta eftir 5 til 40 ár miðað við 7,5% árlega ávöxtun. Dæmið sýnir að lífeyrissparnaður er afar góður kostur og á löngum tíma munar veralegum fjárhæðum í samanburði við annan sparnað. Sem dæmi má nefna að eftir 20 ár munar einni milljón króna sem skýrist af mótframlagi frá launagreiðanda og skattalegum ívilnunum (lækkun á tryggingagjaldi og spöran á fjár- magnstekjuskatti og eignarskatti). Ef spamaðartíminn er helmingi lengri eða 40 ár munar miklu meira eða 6,4 milljónum króna. Lesendur geta reiknað eigin dæmi með því að setja launin sín í hlutfall við 100.000 þúsund krónur. Þannig getur aðili sem hefur 150.000 kr. í laun marg- faldað tölumar með 1,5 (150.000/ 100.000). sjá meðfylgjandi graf og töflu. Góður kostur en bundinn sparnaður Lífeyrisspamaður er spamaðar- tækifæri sem auðvelt er að mæla með. Það er þó er rétt að minna á að spamaðurinn er bundinn til 60 ára aldurs og því þarf hver og einn að gera það upp við sig hvort hann get- ur bundið spariféð svo lengi. Það er til dæmis ráðlegt fyrir alla að eiga óbundinn varasjóð til að mæta fjár- hagslegum áföllum og hafi menn ekki komið sér upp slíkum sjóði er e.t.v. skynsamlegt að gera það fyrst. Flestir ættu þó að reyna að spara 2% af launum til þess að tryggja sér mótframlag launagreiðanda. Þeir sem treysta sér til að spara 4% af launum ættu einnig að gera það því ávinningurinn er umtalsverður. Höfundur er forstöðumaður AL VÍB. Gjöf náttúrunnar til þín ^ Betri líðan! > PHYTO SOYA JURTA ÖSTROGHN AZINC Menopause Sérstök blanda bætiefna: • Þorskalýsi • Kvöldvorrósarolía • Soja lecitin • Kalk • Betakarotín • E-vítamín • Zink Arkopharma Jurtaúrræði 711 grenningar AHaWa • Safvts Jurt* 6str&gaff Dæmi um gæði Fæst í apótekum Reynisvatn - útivistarperia Reykjavíkur er í ósnortnu umhverfi aðeins 2 km. frá Grafarvogsvegamótum. I vatninu er gnxgð Bleikju, laxa og regnbogasilunga, veiði við allra hxfi frá landi eða af báti. Reynisvatn er opið frá kl. 9-23:30 yfir sumartímann. Veiðileyfi lcostar 2.950 kr. og fylgir 5 fiska •mr eignakvóti. Öll fjölskyldan getur nýtt sama veiðileyfið. Ævintýranámskeið að Reynisvatni í allt sumar fyrir börn frá 7 ára aldri. Vikunámskeið hefjast 19. júní og standa alla virka daga frá kl. 9-17. Verö I 1.700 kr. á viku. Haegt er að panta I -11 vikur, 19 júní I. september Takmarkaður fjöldi, pantið sem fyrst í síma 861 6406 Kristín námskeiðsstjóri og 854 3789. Rútuferðir (innifáldar í verði) frá BSÍ. Viðkomustaðir á Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.