Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 6^
UMRÆÐAN
Samtök í vanda?
ÞAÐ ER langur veg-
ur frá því að ég sé sátt-
ur við neytendasam-
tökin eins og þau reka
starfsemi sína. Við
verðum helst vör við
þau í hasarstíl þegar
eitthvað kemur fyrir og
þá eru stóru orðin og
áherslurnar eins og allt
sé að farast. Ýmis slys í
matvælaframleiðslu
eiga ekki að koma fyrir
og á því þurfa viðkom-
andi aðilar að bera fulla
ábyrgð og úr þarf að
bæta. Skal ekki dregið
úr því.
Ekki sama hver varan er
Sýki í kjúklingum hefur komið
mikið við sögu en fátt heyrist um
jTnsar aðrar vönir þótt þær valdi
margföldu tjóni borið saman við
kjúklingana. Þar má nefna áfengi,
tóbak, sykurvörur ofl.
Ótrúverðugheit
Þetta gerir neytendasamtökin
ótrúverðug og er það slæmt. Sann-
leikurinn er sá að þau þurfa að vera
sterk og virk og að fólk finni virki-
lega til verndar og öryggis vegna
starfsemi þeirra. Afengisneyslan er
ógnvekjandi, ekki síst meðal ungs
fólks og einnig tóbaksneyslan og
mjög oft eru þessi eiturefni sam-
verkandi. Nákvæmar skýrslur eru
ekki fyrir hendi en ætla má að ótíma-
bær dauðsföll vegna neyslu þessara
tveggja vörutegunda geti verið um
fimm hundruð manns á ári og að auk
þess eigi tugir þúsunda manna við
veikindi og örorku að stríða.
Veikindi af völdum sykurvara ým-
is konar eru mjög vaxandi og alvar-
leg. Smitaðir kjúkling-
ar eru því aðeins
toppurinn af ísjakanum
í þessum efnum.
Upplýsingar
Upplýsinga þarf að
afla um allt tjón af
neysluvörum svo að
það liggi fyrir hvað það
kostar og viðkomandi
verði látnir borga. Það
verða innlendir aðilar
að gera, þeir verða að
bera fulla ábyrgð gagn-
vart neytandanum á
því að sú vara sem þeir
bjóða til sölu valdi ekki
skaða.
Þeir eiga ekki að sleppa með það
að vísa á erlenda framleiðendur.
Buddan og heilsan
Buddan er þægilegri mælikvarði
til að mæla kostnað en heilsan. Þess
vegna lenda neytendasamtökin oft í
því að nota hana sem mælikvarða og
geta þá komist í ógöngur. Gæðin
þurfa að vera í fyrirrúmi. Það getur
verið neytendavernd í því að hækka
vörur í verði, t.d. eins og tóbak,
áfengi og sykurvörur til að draga úr
notkun þeirra. Þessar vörur eru ekki
lífsnauðsynlegar og því er hag-
kvæmt fyrir neytandann að minnka
neyslu þeirra og til þess hjálpar hátt
verðlag. Hann uppsker þá í staðinn
betri heilsu. Hins vegar krefst verð-
stjómun, sem oft er sanngjömust,
þess að sjálfvirk vísitöluáhrif í þjóð-
félaginu séu með öllu afnumin.
Islenskur staðall
Við eigum að hafa kjark til þess að
setja upp íslenskan staðal hvað
snertir gæði matvöru. Við viljum
Neytendasamtökin
✓
Eg er viss um að þjóðin
mundi styðja betur við
bak Neytendasamtak-
anna, segir Páll V.
Daníelsson, ef þau yrðu
virk og kraftmikil.
hafa hreint land. Ekki er nóg að það
sé aðeins landið sjálft heldur komi
það fram í hreinu vatni og hreinum
og hollum mat ofl. Við þurfum að
staðla íslenska matvælaframleiðslu
og sá staðall þarf að vera hærri hvað
snertir notkun ýmissa auka- og eit-
urefna en gerist í mengaðri löndum
og flytja ekki inn matvæli nema þau
standist okkar staðal. Krafan um
minnkandi mengun í sambandi við
matvælaframleiðslu er vaxandi og
þar eigum við að vera í forystu. Það
mundi gera okkar vörur eftirsóttar
og það mundi auka áhuga fólks á því
að koma til landsins.
Öflug neytenda-
samtök til forystu
Eg vildi sjá neytendasamtökin
taka forystu í þessum málum. Ég er
viss um að þjóðin mundi styðja betur
við bak þeirra ef þau yrðu virk og
kraftmikil. Náist árangur þá mundi
fátt efla betur atvinnulífið víðsvegar
um landið, heilbrigðiskostnaður
mundi lækka og kaupmáttur al-
mennings aukast.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Páll V.
Daníelsson
*
&■.
z-
3
'440iDA«
• " »» <-J£'»i. «-16
Við erum við hliðlna á McDonald s
UTIVgTAR
MARkaÐUR
Við Faxafen
í Reykjavík
(i bláu húsunua)
a f **
f\ A iiiv*
Qmu
Lagersala fl m *****
á vönduðum útivistarvörum r
frá heimsþekktum framleiðendum.
Takmarkað magn af hverri vöru. gsð& I ®
ÚTIVISTAR - MARKAÐUR ^ y V
við Faxafen £ Reykjavik
KULDA
SAMFESTINGUR
f.fullorðna
"4o°
BAK
POKAR
SVEFN-
POKI -7 c
GÖNGU
SOKKAR
GONGU
BUXUR
ULPA
VATNSHELD
V**
BARNA
KULDA
GALLI
3