Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 53 veiuiir minninguna um þig, megi al- góður Guð mæta þér á nýjum vegi. Elsku Bjarki, Hákon og Freyja, innilegar samúðarkveðjur og Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram á lífsveginum við ótímabært fráfall pabba ykkar. Ólafur H. Einarsson, Sólrún Maggý Jónsddttir og böm, Bergþór Einarsson, Margrét Guðmundsdóttir og börn. „Eigum við?“ sagðirðu í hádegis- hléinu undh- lok annarinnar. Og við snöruðum okkur út á sandölunum og fórum hringina okkar tvo. Þetta varð síðasti göngutúrinn okkai- saman á þessu tilverustigi og kannski var það ekki tilviljun að afa- börnin okkar bar á góma. Að í aug- um þeirra væri ef til vill að fmna svarið. Lausnina á tilvistarvandan- um sem við höfðum svo oft rætt. Já, við skröfuðum sum sé oft sam- an um huliðsheima, þá staði sem mannlegt vit nær ekki til. Frá óra- víddum alheimsins ofan í bikar dýra- grassins, þar sem við getum aðeins skynjað en ekki skilið, undrast en ekki skilgreint. Forvitnin leiddi okkur félagana saman, forvitnin um ástina, lífíð og dauðann og við stofnuðum Fantasíu- félagið utan um þetta áhugamál. Áttum okkur borð á kennarastof- unni þar sem fundir voru haldnir í frímínútum. Þar var glatt á hjalla og allt látið flakka utan bannsvæðanna tveggja, sem voru kjaramál og kennslufræði. Nú verður skarð fyrir skildi við borðið á hausti komandi. En kvíddu engu, félagi. Þín verður minnst fyrir hógværðina og glettnina og eitur- snjallar athugasemdir um eilífðar- málin. Oftar en ekki varst það þú sem opnaðir okkur félögum þínum leið út úr ógöngunum, sem við höfð- um komið okkur í með karpi út af smámunum, og sýndir okkur veröld- ina í nýju ljósi sem við gátum baðað okkur í um stund. Upp rennur nýr dagur og allt er breytt. Þú kvaddir í skjmdingu, kæri vinur, enda ekkert að vanbúnaði, sáttur við guð og menn og sjálfan þig. Gæti maður óskað sér einhvers annars betra að leiðarlokum? Vinur sæll, ég vil þakka þér sam- fylgdina, vináttu þína og öll skemmtilegheitin. Börnum og barnabörnum Ái’na votta ég mína dýpstu samúð. Eysteinn Björnsson. Hverfulleiki lífsins minnir á sig þegar við eigum síst von á. Öllu er afmörkuð stund og staður sam- kvæmt lögmálum sem mannlegum vísindum er fyrirmunað að skilja. Efth- stöndum við ringluð á braut- inni og spyrjum vanmáttug, hvers vegna .einmitt þessi einstaklingur? Nærgöngular spurningar leita á hugann um hinstu rök tilverunnar. Franski tilveruheimspekingurinn Gabriel Marcel telur að dauðinn geti vissulega verið vísindalegt rann- sóknarefni, en þegar um náinn vin eða ættingja er að ræða verður hann leyndardómur sem hver og einn verður að meta eins og hann er mað- ur til. Gabriel taldi að þeir sem litu á tilveruna sem vandamál leituðust við að eiga, en þeir sem litu á hana sem leyndardóm leituðust við að vera. Þá leið taldi Gabriel leiða til lífshamingju. Þannig var Árni. Fyrir honum var tilveran spennandi leyndardómur. Vonandi verður langt þangað til firring samfélagsins verður komin á það stig að fólk fari að líta á dauðann köldum augum lík- skurðarmannanna. Árni Einarsson sálfræðingur var sérlega vandaður og yfirlætislaus maður. Hann hafði starfað lengi við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og kennt bæði tölvunarfræði og sál- fræði. Hann kaus þó að einbeita sér eingöngu að sálfræðinni hin síðustu ár. Fas hans var yfirvegað og allt sem hann lagði til málanna vandlega ígrundað. Allt gaspur og neikvæði í garð náungans var honum fjarri. Hann hefði verið öllum öðrum ólík- legri að vilja koma höggi á sam- starfsmenn sjálfum sér til fram- dráttar. Árni tranaði sér aldrei fram í samræðum en hafði samt alltaf eitthvað merkilegt til málanna að leggja. Ótal skemmtilegra sam- ræðna er að minnast á kennarastof- unni öll þessi ár. Aðgát skal höfð í nærveru sálar hefðu getað verið ein- kunnarorð hans. Eg fór snemma að dragast að þessum góða samstarfsmanni sem auk þess var nágranni minn í Þing- holtunum. Hjálpsemi Árna var held- ur ekki skorin við nögl þegar ég hóf tölvuvæðinguna fyrh' um átta árum. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann gerði sér hingað til að fara með mér í búðir til að velja sem besþtæki. Að geta slegið á þráðinn til Árna eða brugðið sér heim til hans þegar eitt- hvað bjátaði á var ómetanlegt. Þekking hans á þessu sviði var með ólíkindum og báru hinir miklu tölvu- doðrantar hans þess gleggst vitni. Árni var ungur í anda og óhrædd- ur við að feta nýjar brautir. Eitt sinn sagði hann upp stöðu sinni og keypti bújörð á Vestfjörðum með búskap í huga! Mörg ár vann hann að smíði einbýlishúss, þegar timi gafst frá kennslunni, enda verkhag- ur mjög. Hann kaus samt að búa í gamla húsinu við Þingholtsstræti, þar sem hann ólst upp, að móður sinni látinni. Árni átti fjölmörg áhugamál, t.d. ljósmyndun og að safna myndavélum frá ýmsum tím- um. Hann elskaði landið og ferðaðist mikið innanlands. Oft var farið upp á hálendið með stuttum fyrirvara og minnist ég sérstaklega skemmti- legrar ferðar inn á Veiðivatnasvæðið síðastliðið haust. Þar undi hann sér við heiðarvötnin fagurblá, enda hafði hann gaman af að renna fyrir fisk. Hann hafði og í hyggju að smíða sjálfur skútu og sigla um heimsins höf. Ég hitti Árna á Laugaveginum daginn áður en ég hélt utan nú í vor og ræddum við um að fara í hálend- isferð í sumar. Þá vai’ hann kátur og reifur og allt svo bjart framundan. Þegar ég kem heim aftur eru ekki nema rúmir tveir dagar eftir til út- farar hans! Fallvaltleiki tilverunnar er oss stöðug áminning um að vanda vinum kveðjurnar. Förin verður því aldrei farin en minningin um góðan dreng lifir. Ásgeir Sigurðsson. Mér brá þegar síminn hringdi og mér var tilkynnt að Ámi Einarsson kennari hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 3. júní sl. Ámi Einarsson hóf kennslu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti haustið 1980, og voru kennslugrein- ar hans sálar- og uppeldisfræði og tölvufræði. Hann hafði allt til að bera til að vera góður kennari, sem hann og var. Nemendum Árna þótti vænt um hann og báru virðingu fyrir honum. Ama voru falin ýmis trúnað- arstörf fyrir skólann, og var hann m.a. deildarstjóri félagsgreinadeild- ar skólans. Við vorum nýbúnir að skipuleggja kennslu haustannar í hans deild og nú var aðeins að bíða haustsins, en þá kom kallið. Þar sannast máltækið að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þegar Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti var fal- ið að stofna nýja námsbraut, upp- lýsinga- og tæknibraut, var Árni strax valinn til að kenna nýtt nám- sefni þar, og til að taka þátt í þróun- arstarfi þessarar nýju brautar. Árni var meðalmaður á hæð, með dökkt liðað hár, hægur í hreyfmg- um, fastur fyrir og hélt alltaf ró sinni. Árni var mikill unnandi ís- lenskrar náttúru og held ég að hon- um hafi liðið best í faðmi hennar, og þá sérstaklega á björtum vornóttum þegar allt var að vakna til lífsins eft- ir dvala vetrarins. Það er alltaf sorglegt þegar menn falla frá í blóma lífsins og lítt skilj- anlegt okkur sem eftir stöndum, en minningin um Árna mun lifa í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Það er ósk mín að sá sem öllu ræður taki vel á móti Árna Einars- syni og veiti ættingjum hans og vin- um stuðning á þessari sorgarstund. Starfsfólk og kennarar Fjölbrauta- skólans í Breiðholti votta aðstand- endum samúð sína. Megi minningin um góðan dreng lifa. Stefán Benediktsson, aðstoðarskólameistari. ASLA UG JÓNSDÓTTIR + Áslaug Jónsdótt- ir var fædd í Svínadal í Keldu- hverfi 26. fcbrúar 1927. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 23. maí síðast- liðinn. Foreldrar Ás- laugar voru Jón Pálsson bóndi, f. 29.ágúst 1900, d. 2.mars 1966 og kona hans Kristín Sig- valdadóttir, f. 25.okt. 1906, d. l.des. 1996. Áslaug ólst upp í Svínadal og í Þór- unnarseli í sömu sveit. Hún var elst fimm systkina. Þau eru: Sig- valdi, f. l.júlí 1928, Páll Þór, f. l.des 1930, Eysteinn, f. 3.mars 1935 og Jóhann, f. 6.febr. 1948. 29.ágúst 1946 giftist Áslaug Aðalsteini Gíslasyni kennara, f.lö.júní 1913, frá Krossgerði á Berufjarðarströnd. Börn þeirra eru: 1) Kristín, lektor, f. 8.maí 1946, gift Hallgrími Indriðasyni, skógræktarfræðingi, f. lö.ágúst 1947. 2) Tryggvi Þór, framkvæmda- stjóri og lýðháskóla- kennari, f. 27. júní 1950, kvæntur Svan- hvíti Gróu Ingólfs- dóttur, sjúkraliða, f. 27.maí 1949. 3) Vil- borg, kennari og sjúkraliði, f. 9.okt. 1954, gift Áskeli Þórissyni, blaða- manni, f. 19. mars 1953. Áslaug og Að- alsteinn slitu sam- vistir. 1962 hóf Ás- laug sambúð með Gísla Guðmundssyni, sjómanni, f. 27.sept. 1929, frá Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Dóttir þeirra er Ás- rún Björk, hótelstarfsmaður, f. 22. nóv. 1963. Áslaug og Gísli bjuggu saman í tíu ár. Barnabörn Aslaugar eru tólf og langömmu- barn er eitt. Utför Áslaugar fór fram í Foss- vogskapellu 31. maí í kyrrþey að ósk hinnar látnu. lestur og handavinnu og eins hafði hún dálæti á góðri tónlist, dans og söng. Allt fram til síðasta dags steig mamma létt dansspor og rétt eins og táningur dreif hún sig á dansleiki jafnaldra sinna. En líf mömmu var stundum erf- itt. Undanfarin sex ár átti móðir mín við heilsuleysi að stríða. Hjartasjúkdómar hrjáðu hana, en það er huggun að veikindastríði hennar er nú lokið. Hún hefur fundið friðinn og nú líður henni vel. Sefur móðir særð og þreytt, sakast skyldi ekki um neitt. Gráta ei má, en muna heldur, mannlegum hvað þrautum veldur. Víst er allra eðli að gráta, en eðlilegra að huggast láta og reyna að bæta um sár, er svíða, svipuð og hún varð að líða. (Ingibjörg Ben.) Elsku mamma mín. Ég mun geyma góða minningu um þig í hjarta mínu. Að lokum vil ég kveðja þig með þessum sálmi og þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn. og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Móðir mín Áslaug Jónsdóttir var 73 ára gömul þegar hún kvaddi þennan heim eftir stutta sjúkra- húslegu en heilsuleysi í nokkur ár. Hún er farin í það ferðalag sem bíður okkar allra og verður ekki umflúið. Eitt af grundvallaratrið- um kristinnar trúar er vissan um líf eftir dauðann. Sú vissa er hugg- un gegn harmi fyrir okkur, sem eftir stöndum. Það er erfitt að kveðja foreldra sína hinstu kveðju. Þetta er ekki síst staðreynd þegar foreldrið er enn á besta aldri, lífsglatt og án- ægt og átti að hafa tækifæri til að njóta efri áranna. Móðir mín kunni ekki við orðaskrum eða smjaður, hún var umfram allt samviskusöm kona sem vildi sjá barnabörnin vaxa og dafna. Mig langar að minnast móður minnar frá æskuárum mínum. Hún var húsmóðir á myndarlegu og gestkvæmu heimili í Reykjavík. Á sunnudögum vaknaði maður seint að morgni við útvarpsmessu og ilm frá lambalæri með öllu eins og mömmu var einni lagið. Þessar góðu minningar vil ég geyma í hjarta mínu. Eftir að foreldrar mínir skildu, þegar ég var aðeins fjögurra ára gömul, var móðir mín alltaf útivinnandi og vann oftast við afgreiðslustörf. Eftir skilnaðinn ólst Ki’istín upp hjá pabba, en við hin yngri hjá mömmu. Gott sam- band er þó milli allra systkina og við feður okkar. Á sumrin vorum við mikið í sveit hjá afa og ömmu í Kelduhverfi. Þó að mamma ynni oft langan vinnudag settist hún iðulega að vinnudegi loknum við prjóna- eða saumaskap. Þá prjón- aði hún hverja lopapeysuna af ann- arri og seldi til að drýgja lágu launin. Hún var líkt og aldamóta- kynslóðin sístarfandi, vildi sjá mik; il afköst eftir hvern unninn dag. í æsku minni var það alltaf tilhlökk- un að fá nýjan kjól fyrir jólin, sem mamma töfraði fram á svipstundu. Handavinna vafðist aldrei fyrir mömmu, allt lék í hennar höndum. Hún var líka smekkleg og hafði listrænt handbragð. Eg veit að mörg barnabarna hennar hafa erft þessa eðlisgáfu. Barnabörn mömmu eru nú þret- tán og hafði hún mikil og góð sam- skipti við þau öll. Síðustu árin bjó hún nálægt mér og Ásrúnu í Kópa- vogi. Barnabörnunum þótti mjög vænt um ömmu sína og þau áttu hjá henni athvarf. Nú er engin amma lengur sem huggar og þerr- ar tárin eða gefur eitthvað gott í magann. Barnabörnin sakna ömmu mikið og eiga um sárt að binda. En segja má að móðir mín hafi verið lánsöm í lífinu. Hún var mjög stolt af börnum og barnabörnum og naut þess að hafa þau í kringum sig. Eðlilega var rólegra hjá mömmu síðustu árin. Á meðan heilsan leyfði hafði hún mikið yndi af ferðalögum til útlanda með vinkon- um sínum og ferðaðist hún víða um lönd. Hér heima undi hún við bóka- Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er guðs að vilja, og gott er allt sem guði er frá. (V. Briem.) Þín Vilborg. Elsku elsku litla amma mín. Ég vissi ekki að þú værir að fara, ég vil að þú sért á íslandi þegar ég- kem þangað. Það verður svo tómt að vita ekki af þér. En núna ertu á öðrum stað þar sem þú örugglega hefur það gott, en ég sakna þín samt. Ég hefði viljað vera hjá þér og halda í höndina þína og segja þér hvað mér þykir vænt um þig, en í staðinn var ég hjá þér í hugan- um. Ása Rut sagði að henni fyndist að Guð ætti að leyfa þeim að lifa sem hann væri búinn að gefa líf. Elsku amma, þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera og fannst þú ekki gera nóg en það gerðir þú og það var alltaf gott að koma til þín. Þegar augu mín opnast sé ég ævi þína renna þeim hjá. Stundum finnst mér ég heyra hlátur og hjarta mitt fyllist af ljúfsárri þrá. Ég minnist þín. Ég minnist þín. Takk elsku Ásrún, mér hefur alltaf fundist svo gott að vita af þér hjá ömmu, ég hugsa mikið og hlýtt til þín. Unnur og Ása Rut. EINAR ÞOR EINARSSON + Einar Þór Ein- arsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1972. Hann lést í Grindavík 27. janúar síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Grindavíkurkirkju 5. febrúar. Dagurinn í dag er dagurinn þinn. 28 ár frá því að þú leist dags- ins ljós. í raun skamm- ur tími en er ég hugsa til baka þá afrekaðir þú enn meira á skemmri tíma. Þessir farvegir lífsins láta oft ekki að stjórn en taka á sig sífellt nýjar myndir. Elsku frændi, þú fórst okkur frá en tilgangi þínum var náð. Minning þín mun brátt öðlast líf, þ.e. ávöxtur ást- arinnar. Þetta nýja líf sem myndar nýjan farveg og tengir okkur traust- ari böndum að ungri stúlku og yndis- legri fjölskyldu sem hefur verið okkur samstiga í lífsins spor- um. Elsku frændi, margs er að minnast en hugs- anir mínai’ fá jafnóðum vængi og þeysast áfram á svo miklum ógnarhraða að ég fæ þær ekki festar á blað en þessar minningar skilja eftir sig skarð sem fyllist jafnóðum af enn fleiri minningum. Ég stend í þakkarskuld við þig fýrir þann tíma sem þú gafst mér, þetta eru ómetan- legar stundir og í dag sé ég hversu örlátur þú hefur verið í minn garð en það var eðli þitt, höfðingi af lífsins náð. Elsku frændi, þegar ég á í raun að óska þér til hamingju með daginn þá þakka ég þér fyrir að hafa verið til og kveð þig með þessum orðum: Églítíandaliðnatíð erleyntíhjartageymi. sú ljúfa minning létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyjólfsdóttir.) Elsku amma og afi, takk fyrir að hafa gefið okkur líf og megi guð blessa Önnu Stínu og litla ljósgeisl- ann sem mun brátt færa okkur birtu og yl í sorginni. Með kveðju Telma Björk Bárðardóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Senda má greinar til blaðsins F bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg til- mæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undiu greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.