Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 83 / . FÓLK í FRÉTTUM Emilíana Torrini er meðal flytjenda á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík Tannlæknir og tón- listarhátíð Emilíana Torrini býr nú og starfar í Englandi. Hún er á leiðinni heim til þess að fara til tannlæknis og fyrst hún á annað borð er að koma þá ætlar hún einnig að spila á Tón- listarhátíðinni í Reykjavík. Skarphéðinn Guðmundsson sló á þráðinn til hennar og stappaði í hana stálinu. ÞAÐ ER orðið nokkuð síðan Emilíana Torr- ini flutti sitt hafurtask til Englands í leit að frekari frama á tónlistarsviðinu. Þrátt fynr ungan aldur hefur hún fyrir talsvert löngu skipað sér sess sem ein allra vinsælasta söngkona okkar og allt útlit er fyrir að um- heimurinn sé einnig að falla fyrir þessari hæfileikaríku og feimnu stelpu úr Kópavog- inum sem rekur ættir sínar og eftirnafn suð- ur til indælu Ítalíu. Á síðasta ári gaf hún út sína fyrstu al- þjóðlegu breiðskífu, „Love In The Time Of Science", og allar götur síðan hefur hún ver- ið að kynna þann fína grip með tónleikum og útgáfu smáskífa og myndbanda. Ekki alls fyrir löngu bárust síðan af henni þær fréttir að hinn heimsfrægi íslandsvinur Sting hefði valið Emilíönu til þess að hita upp fyrir sig á nokkrum tónleikum í Royal Álbert Hall, einum virtasta og nafntogaðasta tónleikasal heims, sem vitanlega er mikill heiður. Nú er Emilíana á leið heim til íslands til að vera með á fyrstu alþjóðlegu tónlistar- hátíðinni sem haldin hefur verið í Reykjavík og af því tilefni þótti blaðamanni tilvalið að heyra í henni hljóðið. Hamingjusöm en með heimþrá Hvernig hefurðu það þarna úti? „Bara æði,“ segir hún himinlifandi og hress. Nú, hvað er svona rosalega gaman? „Bara, hamingjusöm kona.“ Þá yfir því að vera á leið heim til Islands? „Já, líka.“ Þú ert búin að vera nokkuð lengi úti. Er gamla góða íslenskan nokkuð farin að ryðga? „Nei, nei, ég er alltaf að tala íslensku,“ svarar hún skýrt og skilmerkilega. „Margir af íslensku vinunum mínum búa hérna úti og síðan er umboðsmaðurinn minn íslenskur.“ Nú, það er gott að heyra. Hvenær komstu síðast heim? „Um jólin,“ svarar hún og ekki laust við að greina megi depurð í röddinni. „Ég er komin með alveg rosalega heimþrá og er að fryllast." Hvað ætlarðu að stoppa lengi? „Ég fer aftur heim 16. júní...“ segir hún en hikar síðan, „...nei, hvað er að mér. Ég meina ÚT en ekki HEIM.“ Hvað á að gera? Það hryllir í henni þegar hún svarar: „Ég ætla að fara til tannlæknis." Gaman, gaman. Geturðu ekki farið til tannlæknis í Englandi? „Jú, svo sem,“ segir hún hugsi. „Málið er bara það að ég er búin að vera hjá þessum tannlækni síðan ég var 5 ára. Á þeim tíma hefur hann aldrei deyft mig vegna þess að honum tókst að gabba mig þegar ég var 6 ára til þess að halda að bómullin sem troðið er upp í mann væri deyfingin. Það er ekki nema um ár síðan ég komst að hinu rétta og að tannsi hefði verið að narra mig. Hann kann því á mig,“ segir hún ákveðin. „Ég treysti engum nema honum,“ bætir hún við og hlær: „Bara algjör prímadonna!" Hræddust við fslendinga Hvað ætlarðu að leika á hátíðinni? „Plötuna mína,“ svarar hún. „Ég er búin að breyta svo mörgum lögum og bæta að ég er spennt að sjá viðbrögðin. Annars er ég ferlega stressuð yfir því að spila heima.“ Nú, ertu eitthvað smeykari við íslenska tónleikagesti? „Já, ég er alltaf hræddust við þá,“ viður- kennir Emilíana fúslega. „Ég geri svo miklu meiri kröfur til mín þegar ég spila fyrir fólkið heima. Eiginlega of miklar.“ Tekurðu með þér hljómsveitina sem hefur fylgt þér á tónleikaferðinni? „Já.“ Eruð þið ekki orðin vel smurð? „Jú,“ segir hún spennt, „það er búið að vera alveg óhugnanlega skemmtilegt að spila með þeim. Algjört ævintýri." Hefurðu verið að spila á einhverjum tón- listarhátíðum? „Nei, en sú vertíð gengur í garð núna,“ segii- Emilíana. „Ég verð á slatta af hátíðum í sumar. Á eftir hátiðinni heima verð ég m.a. á V2000 hátíðinni í Englandi og djasshátíð- inni í Montreaux." Það sleppur ekki hvaða poppari sem er inn á þá virtu djasshátíð. Veistu til þess að djassarar séu hrifnir af tónlistinni þinni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það,“ svar- ar hún eiginlega hálfafsakandi. „Ég fylgist voðalega lítið með mínum málum þannig.“ Hvað hlakkar þú mest til að gera í sumar? „Engin spurning,“ svarar hún óhikað. „Ég hlakka mest til að spila á sama sviði og Lou Reed í Vín. Hann er hetjan mín.“ Þú hitaðir upp fyrir Sting í Royal Albert Hall. Hvernig var það? „Það var æðislegt," segir hún en bætir strax við: „Ég er bara svo mikill auli og þekki lítið sem ekkert til Sting nema kannski „ím An Alien“ (“Englishman In New York“). Aðalheiðurinn fyrir mig var því að fá að spila í þessu glæsilega húsi.“ Var ekki magnað að spiia í svona fínu húsi, fyrir alla þessa uppáklæddu gesti? „Það var algjört æði,“ svarar hún upp- numin. „Ég hugsaði líka á eftir: „Jæja Emil- íana, nú geturðu hætt.““ Kókómjólk og pabbakossar Hverja ertu spenntust að sjá á hátíðinni í Laugardalnum? „Það eru sko Asian Dub Foundation. Síð- an ætla ég að fylgjast með plötusnúðunum á svæðinu.“ Hvernig líst þér á þá sem spila á sama sviði ogþú? „Ferlega vel. Eg hugsa að ég feli mig bara úti í horni og láti lítið fara fyrir mér.“ Nú á lágstemmd tónlist þín eflaust eftir að stinga eitthvað í stúf innan um alla danskeyrsluna. Ertu nokkuð smeyk við það? „Nei, nei. Tónlistin mín er reyndar nokk- uð róleg. Kannski dreifí ég bara svefnpokum í anddyrinu .... uuhuuuhuu ... nú fer ég að grenja, ég kvíði svo fyrir.“ Svona, svona. „Mér hefur reyndar alls staðar verið tekið mjög vel hingað til og ég er hamingjusöm lítil gúrka.“ Ertu eitthvað byrjuð að semja nýtt efni? „Nei, því miður. Bara búin að spila og spila. Én ég ætla að kaupa mér græjur sem gera mér kleift að semja þótt ég sé á þess- um þvælingi." Hún bætir því við að það komi svo sem ekki mikið að sök þvi næsta plata muni hvort eð er ekki fá að koma út fyrr en eftir allavega tvö ár. Ein ástæðan4 fyrir því sé að sú síðasta komi ekki út vest- anhafs fyrr en á næsta ári. „Það er víst eðli- legt í þessum bransa að fylgja plötu eftir í heil tvö ár.“ Finnst þér það ekki frekar dapurt? „Nei, ekki ef maður passar sig á að staðna ekki heldur breyta efninu og þróa stöðugt." Svona að lokum. Hvað verður þaðfyrsta sem þú gerir þegar þú kemur heim? „Kyssa pabba og óska honum til hamingju með afmælið og fá mér síðan kókómjólk.“ Verið hress, ekk- ert stress, bless SOS SPURT & SVARAÐ Heiöar Örn Kristjánsson Heiðar Örn Kristjánsson er söngv- ari og gítarleikari Botnleðju. Þeir félagar hafa verið afar iðnir við lagasmíöar síðustu mánuði og ætla að gefa forsmekk aö vænt- anlegri breiðskífu f Laugardalshöil- inni á Tónlistarhátíð Reykjavíkur. Hvernlg hefur þú það í dag? Mjög fínt, þakka þér fyrir, en þú? Hvað ertu með í vösunum í augnablikinu? í vösum mínum eru lyklar að bíln- um mfnum, heimili og æfingahús- næði, þrjár gítarneglur, fjörutíu og ein króna, visa nóta frá keiluhöll- inni upp á 1390 kr., en ég er ein- mitt fastagesur þar! Hæskor 201. Ef þú værir ekki tónlistarmaður hvað vildir þú þá helst vera? Listamaður! Hvernig eru skilaboðin á símsvar- anum/talhólfinu þínu? Nota ekki svoleiöis þjónustu. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ætli það hafi ekki verió Sumar- Morgunblaðið/Jðn Svavarsson gleðin, ég man ekkert hvað ég var gamall en ég man allavega eftir mér. Miklir áhrifavaldar f músfk- sköpun minni. Eru þeir ekki með „kommbakk" núna? Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Gítarnum sem hún amma gaf mér, engin spuming. Hver er þinn helsti veikleiki? Á það til að tala með aftur- endanum. Hefur þú tárast í bíó? Ég græt á öllum myndum með Robin Williams, hann er búinn að leika í svo „frábærum myndum" upp á síðkastið. Finndu flmm orð sem lýsa pers- ónuleika þínum vel? Verió hress, ekkert stress, bless. Hvaða lag kveikir biossann? Öll lögin með Buttercup, sama hvað það er.... Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Ég hef pissað í flösku, logið til um innihaldið og gefið sopa, er alltaf að þvf. Hver er furðulegasti matur sem þu hefur bragðað? Fór á matsölustaö með þjóðlegum réttum frá Eritreu, þ.e.a.s. ein- hvers staðar frá Afríku, algjör við- bjóður, bíð þess aldrei bætur, enn- þá svangur. Hvaða plötu keyptir þú síðast? Nýju plötuna með Elliot Smith, „Figure 8", frábær plata. Hvaða leikari fer mest í taug- arnar á þér? "V Kevin Bacon, Ijótur og leiðinlegur. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa farið í skítuga sokka i morgun (ógeðsleg lykt). Trúir þú á líf eftir dauðann? Líf eftir dauðann? Er þetta ekki það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.