Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 52
£2 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Árni Einarsson fæddist í Reykja- vík 28. desember 1944. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu, Þingholts- stræti 12 íReykjavík, 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Inga Guðrún Árna- dóttir, fædd í Holts- múla í Landsveit 3. september 1923, d. 12. mars 1999, og Einar Sigursteinn Bergþórsson, f. 4.3 1920, d. 2.11. 1988, skipa- og húsasmiður í Reykjavík. Foreldrar Ingu voru hjónin Ingi- ríður Oddsdóttir, f. 13.5. 1887, d. 24.2.1937, og Árni Jónsson, bóndi í Holtsmúla í Landsveit, f. 17.6. 1896, d. 1995. Þau eignuðust átta börn. Foreldrar Einars voru Ólafía Guðrún Einarsdóttir, f. 5.12. 1887, d. 17.9. 1947, og Bergþór Vigfús- son, húsasmiður, f. 28.2. 1883, d. 17.5. 1985. Inga og Einar bjuggu aila sína búskapartíð í Þingholts- stræti 12 í Reykjavík. Þau eignuð- ust fimm drengi og var Ámi þeirra elstur. Bræður Árna eru: 1) Berg- þór, húsasmiður og þjónustufull- í uppvexti mínum man ég eftir föður mínum sem rólyndum og skapgóðum manni sem gaf okkur góðan tíma í uppeldinu til að kenna okkur flest sem við vita vildum. Við vorum kannski ekki veraldlega íák en við vorum mjög andlega rík að eiga slíkan föður. Hann var góður leiðbeinandi og næmur kennari sem ■kenndi manni að skilja sjálfan sig og umhverfið. Hann var fróðleiksfús og var alltaf til í að læra nýja hluti til að breikka skilning sinn og þroska. Hann hafði einstakan hæfileika til að skilja aðalatriðin frá aukaatriðum og gat oft sagt mjög flókna hluti á einfaldan hátt, sem gerði hann ef- laust góðan kennara. Hann sagði að besta leiðin til að læra væri að kenna öðrum það sem þú værir að læra, því að maður skilur ekki það sem maður hefur lært fyrr en maður getur sagt öðrum frá því. Og ég fékk oft marga fyrirlestra um það sem hann var að læra. Ég leit mikið upp til föður míns á yngri árum fyrir allt það sem hann vissi . Eitt sinn stóð ég þó í honum þegar hann var búinn að gorta sig af því að hann vissi allt því hann væri í háskóla. Þá var ég að leita að hamri sem ég þurfti nauð- synlega að nota og spurði hann þá að því hvort að hann vissi ekki hvar hamarinn væri en hann gat ekki svarað því. Þá komst ég að því að hann vissi nú kannski ekki alveg allt. Faðir minn var mjög nýjungagjarn og framarlega í því að leita sér nýrr- öa^ðskom . v/ T-ossvogskiAjwgatA . \ Stmi: 554 0500 >/ trúi, f. 27.3. 1946, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur, sjúkraliða, f. 13.9. 1944. Þau eiga þijú börn. Bergþór á eina dóttur af fyrra hjóna- bandi. Bergþór og Margrét eiga _ eitt bamabarn. 2) Ólafur Hafsteinn Einarsson, húsasmíðameistari, f. 10.11. 1948, kvæntur Sólrúnu Maggýju Jónsdóttur, húsmóð- ur, f. 12.6. 1952. Þau eiga þijú börn. 3) Sig- ursteinn Sævar, kerfisfræðingur, f. 20.6.1953, kvæntur Önnu Björgu Thorsteinson, leikskólakennara, f. 11.3.1954. Þau eiga fjögur böm og þijú bamabörn. 4) Þórir Már, raf- magnsverkfræðingur, f. 10.2. 1964. Kona hans er Sigríður Rögn- valdsdóttir, bókmenntafræðingur, f. 4.5.1964. Þau eigatvo drengi. Árni var kvæntur Auði Elimars- dóttur, húsmóður, f. 28.6. 1947. Þeirra böm eru: 1) Bjarki, húsa- smiður, f. 25.10.1966, kona hans er Berglind Ósk Sigurðardóttir, f. 3.11. 1962, snyrtifræðingur, sonur hennar og fóstursonur Bjarka er ar þekkingar og hafði mikið dálæti á alls konar græjum og tækjum. Ég og Erlingur stjúpsonur minn kölluð- um hann stundum tækniafa. Var hann mjög forvitinn um tölvur nokk- uð áður en tölvur voru komnar inn á heimili. Vorum við að læra á tölvu án þess þó að hafa tölvu og við lásum um skipanir og hvað þær gerðu í tölvunni en sáum bara í bókum hvað þær gerðu. Þannig lærðum við eitt forritunarmál án þess að koma ná- lægt tölvu. Það var ekki fyrr en að það kom tölva í skólann hans að við gátum prófað okkar þekkingu í stórri tölvu sem tók langan tíma og margar aðgerðir að bara kveikja á. Og lengi vel skoðuðum við bara tölv- ur í blöðum sem þá var ekki á færi einstaklinga að kaupa og man ég eft- ir fyrstu tölvunni sem við pöntuðum upp úr tölvublaði og fluttum inn sjálfir, sem var Sinclair SF tölva, ein af fyrstu heimilistölvum sem ég man eftir. Faðir minn var fjölhæfur mað- ur bæði á handverk og hugsmíð. Sem dæmi um það vildi hann gera allt sjálfur frá því að laga bílinn sinn og byggja húsið sitt. Hann var í senn smiður, múrari, bifvélavirki og rafvirki og notaði tækifærið og las sér alltaf til um það sem hann var að gera til þess að fræðast meira og átti margar bækur um hvemig átti að gera hlutina. Hann var þannig gerður að vilja prófa sem flest, svo sem ljósmyndun, tölvuvinnslu, vídeómyndatöku og margt fleira en það er nú önnur og lengri saga. Hann var mikil náttúruunnandi, gerðist bóndi á Hnúki í Dalasýslu í stuttan tíma, stundaði ferðalög og veiðar og fór í langar fjallaferðir einsamall eins og Fjalla-Eyvindur forðum daga. Einu sumri man ég eftir, þar sem hann hafði verið á ferðalagi í heilan mánuð og sofið í tjaldi, að hann talaði um hvað það Erlingur Þorsteinsson, f. 6.5.1986. Hákon, verslunarmaður, f. 26.5. 1968. Börn Hákonar og Maríu Dungal, rekstrarfræðings, f. 23.8. 1972, eru fsak Öm, f. 26.6.1994, og Gabríela Auður, f. 22.4. 1998. Freyja, hótelstarfsmaður, f. 13.9. 1969. Bam Freyju og Sigurðar Úlf- ars Sigurðssonar, pípulagninga- manns, f. 22.2.1962, er Henný Ulf- arsdóttir, f. 18.8. 1988. Árni og Auður skildu. Ámi fór ungur í sveit eins og þá tíðkaðist. Tvö sumur var hann hjá afa sínum og nafna í Iloltsmúla í Landsveit. Árni vann með námi bæði til sjós og lands. Hann gekk í bamaskóla í Miðbæjarskólanum. Næst lá leiðin í Gagnfræðaskólann í Vonarstræti, þar sem hann lauk Iandsprófi. Ámi stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík. Ámi lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands árið 1971 og tók stúd- entspróf þar sama haust. Leiðin Iá næst í Háskóla íslands þar sem Ár- ni lauk BA-prófi í sálarfræði. Ámi kenndi um 20 ára skeið við Fjöl- brautaskólann I Breiðholti, þar sem hann kenndi sálarfræði auk þess sem hann sinnti tölvukennslu. Árni fékk ársleyfi frá kennslu og stundaði mastemám í sálarfræði við Stirlingháskóla f Skotlandi árið 1996. Útför Árna Einarssonar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. væri heitt að sofa innandyra eftir þessa ferð. Man ég eftir einum veiði- túr á Snæfellsnesi sem við fórum saman í. Hann átti að vera stuttur en endaði með því að við fórum gangandi í kringum vatnið sem tók alla nóttina en veiddum þó bara einn fisk. Svo mikið var veiðieðlið að menn gleymdu sér alveg og unnu sér ekki matar né svefns, en það er nú önnur og lengri veiðisaga. Segja má að faðir minn hafi gert mikið um ævi sína en það var ennþá meira sem hann vildi gera og er það kannski það sem hann hefur kennt manni - að gera það sem maður vill og láta drauma sína rætast. Því draumarnir eru krafturinn í lífi okk- ar sem svo mikilvægt er að virkja. Faðir minn var menntaður í félags- fræði frá Háskóla íslands og síðar sálfræði í Sterling í Skotlandi, þar sem ég heimsótti hann, og áttum við góðar stundir saman. Hann hafði lesið sér til um sögu Skota sem hann gat frætt mig um, en það var sama hvert við fórum, hann hafði lesið sér til um flesta staði sem við fórum saman á. Hann hafði mikinn áhuga á skólamálum og hafði marg- ar hugmyndir um þau. Hann las mikið um fræði sem sneru að sjálfs- þroska og sjálfsþekkingu. Hann hugsaði mikið og las mikið um fram- tíðarspár og man ég eftir að hann var oft að spá í framtíðina og reynd- ust hans spár oft sannar. Hann skildi vel mikilvægi þekkingar í nú- tíma- og framtíðarþjóðfélagi og oft var hann á undan sinni samtíð. Hann var eins og miklir hugsuðir sérvitur og hafði oft sniðugar lausn- fr á vandamálum sem menn leysa oft á hefðbundinn hátt en er þó ekki alltaf besta lausnin. Og oft var það þannig að við gátum verið heilu kvöldin að ræða um framtíðina og alla möguleikana sem hún gat gefið okkur og þjóðfélagi okkar. Ég finn það að ég hef ekki bara misst föður minn heldur líka kæran félaga og jafningja. Það voru svo margar góðar hugmyndir sem hann hafði fram að færa að það hefði verð gott að geta komið þeim öllum á framfæri í bók eða hugmyndabanka. Svona menn eru sjaldgæfir sem eru hugsuðir og heimspekingar en líka fjölhæfir handverksmenn með víðsýna þekkingu og kunnáttu. Ef það er eitthvað sem lifir eftir menn eru það hugmyndir þein-a og hug- sjónir og veit ég að það er það sem lifir í mér eftir hans daga. Þótt menn deyi líkamlega þá lifa menn í huga okkar og hafa þannig haft áhrif á okkur og lifa í okkur áfram. Ég er þakklátur guði fyrir að hafa átt slík- an föður þó svo að ég vildi gjarnan hafa geta notið hans lengur, en guð gefur og guð þiggur og kannski er það það sem gerir lífið svo verð- mætt. Þinn sonur, Bjarki Árnason. Mér er það bæði ljúft og skylt að rita nokkur kveðjuorð um tengda- föður minn, Ama Einarsson. Þessi allt of fáu ár sem leiðir okkar lágu saman verða mér alltaf kær. Það sem mér er efst í huga þessa dag- ana, fyrir utan þá sorg sem nístir hugann; er þakklæti. Þakklæti til elsku Árna míns fyrir hversu vel hann tók mér og syni mínum inn í fjölskyldu sína. Hann sýndi okkur strax svo mikinn velvilja og syni mínum svo mikinn áhuga að það snart mig strax og hef ég oft hugsað til þess hvað við vorum heppin. Arni var mjög duglegur að kíkja í heim- sókn og þegar þefr feðgar, Bjarki maðurinn minn og Árni, sátu saman frammi í eldhúsi tímunum saman og spjölluðu yfir kaffibolla, fann ég þessa einstöku nærveru sem ein- kennir einlægan og djúpan vinskap. Þessar stundir eru nú orðnar svo ótrúlega dýrmætar, því þegar ást- vinir okkar falla frá ýtir það alltaf við okkur að meta hverja stund sem við eigum saman í þessu lífi. í þessu tilliti skilur Árni mikið eftfr sig, því hann var í svo góðu sambandi við bömin sín og barnabörn. Með miklum söknuði og sorg í huga yfír þessu ótímabæru andláti Árna míns kveð ég hann og þakka honum óendanlega vel fyrir okkar góðu stundir saman. Öllum ástvin- um hans votta ég mína dýpstu sam- úð. Þar til við sjáumst á ný, Árni minn. Guð geymi þig. Linda. Þú fórst frá okkur allt of snöggt. Með litlum fyrirvara brást líkaminn og þú varst skyndilega farinn. Þú varst mjög sérstakur maður, bæði hljóðlátur og rólegur og afskaplega fróður og vel lesinn. Sá eiginleiki sem ég dáði þó mest hjá þér var hversu mikill vinur og félagi þú varst börnunum þínum, Freyju, Bjarka og Konna. Óll leit- uðu þau mikið til þín og þegar eitt- hvað mikið stóð til var alltaf leitað til þín til að fá ráð og stuðning. Alltaf varstu tilbúinn að hitta þau, ræða við þau og gefa þeim ráð, og þú sýndir þeim og þeirra lífi mikinn áhuga. Þessi tengsl þín við fjölskylduna komu líka berlega í Ijós í gegnum barnabörnin þín. Það var ósjaldan að þú bankaðir upp á hjá okkur með myndavélina meðferðis og þá var er- indið það eitt að hitta Isak og Gabrí- elu litlu og taka af þeim myndir og dást að þeim. Gabríela er of lítil til að skilja hvað hefur gerst núna þegar þú ert farinn frá okkur, en ísak veit það og trúir því að nú hafi enn einn engill bæst við á himnum til þess að passa hann og gæta. Elsku Árni, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og bið þig að gæta fjölskyldunnar þinnar af sama áhuga nú, þegar þau eiga um sárt að binda, og þú gerðir í lifanda lífi. Þín tengdadóttfr María. Elsku afi. Ég sakna þín og ég vildi að þú værir ennþá hjá mér. Þú varst alltaf skemmtilegur við mig og góð- ur. Ég ætla að senda þér bænina sem ég fer stundum með á kvöldin: Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Vonandi líður þér vel hjá Guði, elsku afí. Þinn ísak. Við leiðarlok vegna skyndilegs fráfalls bróður okkar, mágs og frænda langar okkur að stikla á stóru um æviferil hans. Árni var elstur fimm bræðra og ólumst við upp í Þingholtsstræti 12, en við þrír elstu vorum fæddir þar; en Ami varð bráðkvaddur þar. Þingholts- strætið og miðbærinn var það um- UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. I Sverrír I Einarssoti I útfararstjóri, !fi Jp sími 896 8242 Svcrrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 9 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is ÁRNI EINARSSON hverfi sem mótaði okkur ásamt sveitaveru sem tíðkaðist á þeim ár- um. Miðbæjarskólinn var iðandi af lifi og lagði grunninn að löngum náms- ferli Árna. Þar sem móðir okkar var fædd og uppalin í Landsveitinni fannst henni að við yrðum að kynn- ast sveitalífi. Árni var því snemma sendur til nafna síns og afa í Holts- múla. Með barnaskóla vann hann t.d. sem sendill og tók þátt í skáta- starfi þar sem hann var verðlaunað- ur ásamt Bergþóri bróður sínum. Hann fór einnig í sveit að Bíldshóli á Skógarströnd eitt sumar. Leiðin lá síðan í Vatnsdalinn að Másstöðum við Flóðið ásamt Ólafi bróður sínum, sem var torfbær án allra nútíma- þæginda. Árni fór að loknum öðrum bekk eins og það var kallað í þá daga og tók landspróf við Gagnfræðaskólann í Vonarstræti. Leið hans lá síðan í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann hætti námi í 5. bekk. Árni vann á sumrin í byggingarvinnu sem unglingur t.d. hjá Árna Jónssyni múrarameistara við handlang o.fl. Þetta leiddi til áhuga hans á að læra múrverk sem hann byrjaði á en hætti við eftir stutta tíma, en samt lék múrverkið í höndum hans alla tíð. Við skóg- rækt í Hvammi í Skorradal eitt sum- ar hjá móðurbróður sínum ásamt Bergþóri. Vann við byggingu Búr- fellsvirkjunar og var vetrarmaður í Grímstungu í Vatnsdal. Arni var einnig eina vetrarvertíð í Grundar- firði á Grundfirðingi II og síðar kokkur á loðnuvertíð um borð í Guð- mundi RE. Árni nam síðan við Kennaraskóla íslands og lauk kennaraprófi vorið 1971, en lauk að hausti stúdentsprófi við KÍ. Leiðin lá síðan í Háskóla Is- lands þar sem hann lauk BA-prófi í sálarfræði, kennslu- og uppeldis- fræðum 1975. Árni kenndi við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og síðan í Nesjaskóla við Homafjörð. Ekki er allt upp talið nema að nefna að eftir sldlnað hans keypti hann jörðina Hnúk á Fellsströnd í Dalasýslu og stundaði þar um tíma búskap. Sennilega hefur fræðimað- urinn orðið bóndanum yfirsterkari því síðustu 20 árin hefur Ámi kennt við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þar kenndi hann aðallega sálfræði og var tölvukennari nánast við upp- haf tölvubyltingar. Árni var mjög áhugasamur um tölvur og upplýs- ingabyltinguna og hefur lagt sitt á vogarskálarnar hvað varðar upp- byggingu náms á tölvubraut við FB og nú síðast við að marka skólanum ný markmið á því sviði. Árni fór loks til mastersnáms við Háskólann í Stirling í Skotlandi árið 1996 -’97. Það er mikill missir fyrir okkur öll af skyndilegu fráfalli hans. Ótaldar eru allar stundimar sem við bræður og fjölskyldur okkar áttum saman, veiðiferðir og önnur ævintýri. Fyrir nokkmm ámm fónim við inn í Veiði- vötn á Landmannaafrétti, en þar hafði afi okkar, eftir að hann brá búi að Holtsmúla í Landsveit, verið veiðivörður. Líkast var að brakaði í genunum okkar bræðra er við kom- um þangað fyrst, svo heillaðir voram við og eram af þeim stað. Reyndar er ráðgerð veiðiferð okkar bræðra nú í lok júnímánaðar þar sem Áma bróður verður sárt saknað. Ótaldar era vökunætur á Þingvöllum, við Úlfljótsvatn og í Gufudal svo eitt- hvað sé nefnt og líkt var að við vær- um drakknfr af landinu eins Ólafur orðaði það eitt sinn við Árna. Hjálp- semi Árna var mikil og var hann ætíð tilbúinn að rétta hjálparhönd, hvort heldur það voru bílaviðgerðir, smíði, múrverk eða annað og má orða það þannig að nánast allt léki í höndum hans. Eitt einkenni hans var brennandi áhugi á öllum lær- dómi og var hvert tækifæri notað til að bæta þekkinguna. Þessum eigin- leika miðlaði hann til okkar og smit- aði áhuga, en honum fannst best að læra hlutina með því að kenna öðr- um. Eins og sést af lífshlaupi Árna sem hér er lítillega tæpt á fór hann sínar leiðir óhræddur og það mótaði hann sem einstakling, föður, bróður, afa og lífskennara og á sinn hátt lífs- kúnstner. Þakklæti og hlýhugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.