Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 35 Gunnar Guðbjörnsson og Cecilia Bartoli á frumsýningu í Staatsoper í Berlín í kvöld Aríurnar eru perlur Gunnar Guðbjörnsson syngur með Ceciliu Bartoli undir stjórn Daniels Barenboim í Staatsoper í Berlín í kvöld. Pétur Blöndal ---------------------7---- talaði við hann um frumsýninguna, Islands- heimsóknir og önnur verkefni. Cecilia Bartoli í hlutverki Donnu Elviru í Don Giovanni í Berlín. ÓPERA Mozarts, Don Giovanni, verður frurasýnd í Staatsoper í Berlín í kvöld, einu af stóru óperu- húsunum í Þýskalandi. Tenórsöngv- arinn Gunnai- Guðbjörnsson verður í einu af aðalhlutverkunum ásamt söngkonunni Ceciliu Bartoli og stjórnandi verður Daniel Baren- boim. Er þetta ein af stærstu uppákomunum í óperunni á þessu ári og var orðið uppselt fyrir nokkr- um mánuðum. „Frumsýningin leggst bara vel í mig,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið. „Þessu fylgir alltaf dálítill spenningur og ég er með smáfiðrildi, en verð að segja að það er gaman að fá að syngja í frumsýn- ingu á Don Giovanni aftur. Það verð- ur í fyrsta skipti síðan ég debúteraði í Islensku óperunni árið 1988. Svo er gaman að kljást við þessa tónlist, Don Ottavio er eitt fallegasta tenór- hlutverk sem Mozart skiifaði og báðar aríurnar eru perlur." Fagurfræðilegt áhugaefni Don Giovanni er sett upp af Thomas Langhoff, sem stýrir einu af virtari leikhúsum Berlínar. List- rænn stjórnandi hússins, Daniel Barenboim, verður hljómsveitar- stjóri. Hann hefur unnið að því að setja upp allar Mozart-óperurnar, sem skrifaðar eru við texta Lorenzos Da Ponte. Brúðkaup Fígarós var sett upp í fyrra, Don Giovanni í ár og Cosi Fan Tutti verður frumflutt á næsta ári. Þá er hann að vinna að því að setja upp allar Wagner-óperurn- ar, og verða þær settar upp í einni lotu árið 2002. Gunnar mun einmitt syngja í frumsýningu á Hollendingn- um fljúgandi næsta vetur. Auk þess söng hann hlutverk Walters von der Vogelweide í Tannháuser í fyrra og unga sjómannsins í Tristan fyrir tveim mánuðum. „Þá söng ég í upp- hafi óperunnar en flutningur hennar tekur sex klukkustundir. Hún var í beinni útsendingu í útvarpinu. Þess vegna fór ég heim, varði meginhluta kvöldsins í faðmi fjölskyldunnar og þegar ég heyrði að þriðji þáttur var að hefjast fór ég aftur upp í óperu til að taka þátt í framklappinu." Cecilia Bartoli er ein af fremstu BÆKUR L jðð ORÐ OG MÁL Eftir Björn Sigurbjörnsson, Vaka- Helgafell. 2000 - 105 bls. ORÐ verða Birni Sigurbjömssyni að hugðarefni í nýrri ljóðabók hans, Orð og mál. Ekki síst fyrir þá sök hversu tungumál skiptir þann máli sem nemur land á nýjum stað. En sjálfur hefur hann búið um áratuga- skeið í Danmörku. Svo langar fjar- vistir frá heimalandinu gera það að verkum að Björn er tvílendur maður, íslendingur og Dani, en þó hvorugt. Kenna má nostalgíu og heimþrá í bókinni og raunar fjallar skáldið töluvert um þá firringu og togstreitu um tungumál og heimaland sem slík söngkonum í heiminum, er með viða- mikla plötusamninga og um þessar mundir má sjá hana skarta demants- skreyttu Rolex-úri í tímaritaauglýs- ingum. „Það gat komið sér vel á æf- ingum, þegar mann var farið að lengja eftir að komast heim, að fá að skoða úrið hjá Ceciliu,“ segir Gunn- ar og brosir. „Því er ekki vel tekið að maður líti á klukkuna í tíma og ótíma á æfíngum, en þegar fagurskreytta úrið hennar er annars vegar mætir það skilningi; það er fagurfræðilegt áhugaefni. Þannig að þegar manni leiddist fékk maður alltaf að skoða úrið hjá henni og hún hafði bara gaman af því. Svona er maður er alltaf að reyna að vera fyndinn á þessum æfingum; það er eina leiðin til að komast lifandi í gegnum þær.“ íslandsferðir Barenboims Gunnar segir að Bartoli sé „ósköp laus við stjörnustæla“ og passi vel inn í hópinn. „Maður hefm' það aldrei á tilfínningunni að hún sé stórstjarna, sem hún auðvitað er. Hún hefur verið talsvert mikið á æf- ingum, sem heyrir til tíðinda þegar stórsöngvari er annars vegar, oft mæta þeir bara í þrjá daga, syngja á frumsýningunni og fara. Hún tekur verkefnið mjög alvarlega, hlustar á það sem leikstjórinn hefur að segja og vinnur úr því.“ Auk þess að vera listrænn stjóm- andi Staatsoper er Daniel Baren- boim stjórnandi Chicago Symphony Orchestra og heimskunnur einleik- ari á píanó. „Ég vinn mikið með hon- um,“ segir Gunnar. „Það er orðið meira að samstarfi og daglegu lífi. Ég hef sungið mikið við óperuna hans, fyrst í tvö ár sem gestur og nú í vetur sem fastráðinn söngvari, en við höfum einnig átt samstarf utan Staatsoper, með Berliner Phil- harmoniker og Chicago Symphony Orchestra. Það má segja samvinnan hafi farið stigvaxandi síðan hann heyrði fyrst í mér fyrir um þremur árum. Hann er skemmtilegur og hefur gaman af því að segja sögur, m.a. af íslandsferð- um sínum, en hann hefur komið þangað tvisvar sinnum, einu sinni um sumar og einu sinni um vetur. staða kallar fram í brjósti manns. Þetta hlýtur raunar að vera áleitið yrkisefni þeim sem dvelj- ast langdvölum að heiman pg þeir eru ófáir ís- lendingarnir og raunar útlend- ingarnir sem við slíkt atlæti búa nú á tímum. Ég hygg að fyrr á öldum hafi sú tilfinning, sem útlegð af því tæi kallar fram, verið nefnd örlendi. Það er því framandleiki framar öðru sem einkennir ljóðheiminn, framandleiki þess sem kannski á hvergi heima. Af því að heima er allt- af handan álsins. I Danmörku er litið heim með miklar væntingar og þang- Hann segir að í fyrra skiptið hafi verið dimmt allan tímann og í síðara skiptið hafi verið bjart allan tímann. Fyrst hafi hann ekki getað vaknað á morgnana og svo ekki getað sofið.“ íslendingar í aðal- karlhlutverkum Fleiri sýningar eru framundan hjá Gunnari. „Ég er kominn með svo margar sýningar á næsta ári að ég er búinn með kvótann,“ segir hann. „Ég syng á frumsýningu í vetrar- byrjun í Brottnáminu úr kvennabúr- inu eftir Mozart og verður Bjarni Thor Kristinsson, bassasöngvari við Þjóðaróperuna í Vín, einnig í því að kominn eftir hangikjöt og flat- köku, tært loft og fréttir lítur ljóð- mælandi einnig heim og þá til Danmerkur. Lausnin á þessari gátu leynist innra með mér en það þýðir ekkert að berja að dyrum þar ég er ekki heima. Vitaskuld er slík staða ekki sár- saukalaus. I einu kyæði fjallar Bjöm um fornar grafir fslendinga við Sí- valaturn í Kaupmannahöfn sem fæstir vita af heima og hann sam- samar sig þeim. En ljóðmælandinn er þarna staddur með ungum syni sínum og ávarpar hann: Aldreiskaltuvita hvar ég hef verið geymdur og grafinn. Þín vegna vil ég risa upp frá dauðum minningum og fylgja þér út í sólskinið. Svo þú þurfir ekki að syrgja þurfirekkiaðsakna verki. Það verða því íslendingar í tveimur aðalkarihlutverkunum. Þá verð ég í minni fyrstu Verdi-óperu næsta vetur í hlutverki Fentons í Falstaff, þá fæ ég að standa á sviðinu með annarri ítalskri stjórstjörnu, bassasöngvaranum Ruggiero Raim- ondi.“ Eftir frumsýninguna í kvöld verð- ur önnur sýning á Don Giovanni í Berlín og svo verður farið með óper- una til Madrid. „Það verður mikið að gera þar,“ segir Gunnar. „Ég syng einnig litla aríu utan sviðs í upphafi óperunnar Tristan og Isolde. Kost- urinn við það hlutverk er óneitan- lega að ég þarf ekki einu sinni að láta ogþurfirekkiaðeiga nemaeittland. Aðskilnaður vitundar og verundar verður Birni einnig að yrkisefni og smæð manns í tíma og rúmi. Það er sterkur trúarlegur strengur í Ijóðun- um og ekki verður annað séð en hljómur hans sé tær og hreinn. Þó höfða hin trúarlegu kvæði ekki eins til þess sem hér skrifar og önnur kvæði Björns. Líkt og trúin opni gjá milli Ijóðs og lesanda. Kannski vegna þess að Björn velur sjónarhorn sálu- sorgarans, sjónarhorn embættisins, prestverkanna og túlkar trú sína í gegnum þau. Það er engu líkara en hlutverkið komi á milli manns og ljóðs. Ljóðheimur Bjöms Sigurbjörns- sonar er viðfelldinn og hlýr. Ljóð hans eru opin og einlæg og þótt trúarkveðskapur hans höfði minna til mín en hin persónulegu Ijóð um örlendið og ýmislegt annað er ávallt vel að verki staðið. Skafti Þ. Halldórsson mála mig. En ég syng í fimm sýn- ingum á því og fjórum á Don Giov- anni á tuttugu dögum. Staatsoper er að fara þangað í gestaleikferð og verður í aðalóperuhúsinu á Spáni, Teatro Real.“ Eftir það kemur Gunnar til ís- lands og syngur á Kristnitökuhátíð- inni á Þingvöllum. Þá flýgur hann strax út aftur, syngur í Töfraflaut- inni og byrjar á æfingum á Brott- náminu. „Svo em uppi áform um að syngja í verkinu Nótt eftir Jón Leifs með Kammersveit Reykjavíkur í Múnchen, fallegum dúett með baríton og strengjasveit. Það verður einnig flutt á Islandsdeginum á heimssýningunni Expo 2000 í ágúst.“ fsland, Frakkland og Svíþjóð Ekki er allt upptalið, því í haust mun Gunnar syngja Vetrarferðina eftir Schubert í fyrsta skipti. „Það verður á tónleikum á Islandi og verður Jónas Ingimundarson við slaghörpuna," segir Gunnar, sem mun einnig flytja Sköpunina eftir Haydn á tónleikum í Svíþjóð og syngja á fimm tónleikum í París. „Þá verður Vetrarferðin flutt í hljómsveitarútsetningu nútímatón- skáldsins Hans Zenders," segir hann. „Hann er búinn að breyta þessu vinsæla píanóverki Schuberts á um- deildan hátt; ég hef hlustað á verkið og held það verði skemmtilegt við- ureignar. Það er víðfeðmt og hefur upp á margt að bjóða, allt frá dramatík upp í mestu lýrík, þannig að hljómsveitin á að geta unnið vel úr þessu. Ég er spenntur yfir verk- efninu, þótt flutningur á borð við þetta sé auðvitað alltaf mikil eld- raun.“ Örlendi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.