Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000
ÞOR HF
Ármúla 11- Btml SB8-1BOO
Þar sem garðáhöldin fást
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGAEKKI.
• PASSAIGÖMLU RENNUJÁRNIN.
• STANDAST (SLENSKT VEÐURFAR.
• AUDVELDAR (UPPSETNINGU.
.ÖDfROGGÓÐURKOSTUR.
i Fást í flestum byggingavöru-
verslunum landsins.
r ALFABORG
Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755
UMRÆÐAN
Enn skerðir R-listinn
þjónustu SVR
Bíltæki
Pú færð ekkert betra
Ármúla 38,108 Reykjivík, Sími: 588-5010
Þ JÓNUSTU SKE RÐING og
fargjaldahækkanir hafa einkennt
stefnu R-listans í almenningssam-
göngum Reykjavíkur.
A sex ára valdatíma nú-
verandi borgarstjóra
hefur þjónusta Strætis-
vagna Reykjavíkur ver-
ið skert ár frá ári og
fargjöld hækkað langt
umfram verðlag. Fögur
fyrirheit R-listans um
bætta þjónustu og
fjölgun farþega hafa
ekki ræst og á sama
tíma og borgarbúum
fjölgar, fækkar farþeg-
um SVR. Eftir stendur
glansmynd R-listans af
þjónustu SVR, sem ósp-
art er haldið að borgar-
búum í fjölmiðlum og
innantóm slagorð um að
gera eigi strætó að raunhæfum val-
kosti við einkabílinn.
Á síðasta ári fækkaði farþegum
SVR um 5% og rekstrarmarkmið
fyrirtækisins hafa ekki náðst þrátt
fyrir 25% hækkun al-
mennra fargjalda á
síðasta ári. Stöðuga
fækkun farþega SVR
undanfarin ár má ekki
síst rekja til misráð-
inna breytinga R-list-
ans á leiðakerfi SVR
en flestar hafa þær
haft þjónustuskerð-
ingu i för með sér.
Nú heggur R-listinn
enn í sama knérunn en
um mánaðamótin tóku
gildi breytingar á
leiðakerfi SVR, sem
hafa enn frekari þjón-
ustuskerðingu í för
með sér fyrir farþega.
Eins og áður voru
breytingarnar keyrðar í gegn af
borgarfulltrúum R-listans, sem telja
kjósendum trú um að þeir séu nú-
tímalegir, beiti nýjum lausnum og
vilji efla almenningssamgöngur svo
vitnað sé beint í þá sjálfa. Skulu nú
taldar upp nokkrar breytingar sem
gerðar voru á leiðakerfinu um mán-
aðamótin og getur þá hver dæmt fyr-
ir sig hvort með þeim sé verið að
gera þær að raunhæfum valkosti við
einkabílinn eins og borgarstjóri
heldur gjarnan fram.
Þjónustuskerðing R-listans.
Klukkutímatíðni
um kvöld og helgar
Um áratugaskeið hefur sú regla
gilt hjá SVR að vagnar aki á 30 min-
útna tíðni á kvöldin og um helgar en
R-listinn telur greinilega að slík
þjónusta sé of rífleg. Nú hefur ferð-
Kjartan
Magnússon
Samgöngur
Síendurteknir
frasar borgarstjóra um
almenningssamgöngur,
segir Kjartan
Magnússon, verða
æ grátbroslegri eftir
því sem þjónustu
SVR hrakar.
um á leið 7 verið fækkað um helming
á kvöldin og um helgar og gengur
vagninn því á klukkustundarfresti í
stað hálftíma áður. Þjónusta SVR í
Hlíðahverfi var skert verulega í
fyrra þegar leið 7 var tekin af Eski-
hlíð en nú er gengið lengra með því
að setja vagninn á klukkutímatíðni.
Komið hefur í ljós að R-listinn hefur
svipaða þjónustuskerðingu á fleiri
leiðum til skoðunar.
Skert þjónusta
Leið 14 ekur nú ekki lengur um
Snorrabraut og kemur það m.a. nið-
ur á þeim sem ætla frá Hlemmi að
Landspítalanum. Farþegum SVR er
hins vegar bent á að nota þjónustu
annars fyrirtækis eða leið 140 hjá Al-
menningsvögnum bs. til að komast
þessa leið. Það er heldur snautlegt
og lýsir metnaði R-listans í almenn-
ingssamgöngum að treyst skuli á að
fyrirtæki í eigu nágrannasveitarfé-
laganna bæti farþegum SVR um-
rædda þjónustuskerðingu.
Þá hefur leið 9, Hlemmur-Hálsar,
verið stytt verulega. Leiðin ekur nú
einungis frá Ártúni um Hálsahverfi
hluta úr degi eða milli kl. 7-9 og 16-
19. Hún fer því ekki frá Hlemmi og
ekur ekki lengur um Laugarnes-
hverfi og Kleppsholt eins og áður.
Leið 14 gegnir mikilvægu hlut-
verki við íbúa Grafarvogs og nýjustu
hverfi borgarinnar; Rimahverfi,
Engjahverfi, Víkm-hverfi og Staða-
hverfi. Með breytingunni tekur vagn
14 nú á sig krók á leið sinni að
Hlemmtorgi með tilheyrandi óþæg-
indum fyrir farþega. Þá kemur vagn-
inn ekki lengur við á Grensásstöð og
það dregur m.a. úr tengslum þessar-
ar skiptistöðvar við Kringluna og
Hlemm.
Leið 115 hefur árum saman gegnt
hlutverki hraðleiðar milh Lækjar-
torgs og Grafarvogshverfa. Með
breytingunni er leiðin slegin af sem
hraðleið því nú er vagninn látinn
stansa á öllum biðstöðvum og að auki
látinn aka aukakrók um Vesturbæ.
Grafarvogsbúar hafa því ekki lengur
hraðleið.
Með breytingunum hefur akstri á
leiðum 10, 11 og 112 verið hætt á
laugardögum og þar með er dregið
verulega úr þjónustu við íbúa í Árbæ
og Breiðholti.
Svari því hver fyrir sig hvort of-
antaldar breytingar séu til þess
fallnar að fjölga farþegum SVR og
efla almenningssamgöngur í borg-
inni. Staðreyndin er sú að á valda-
tíma R-listans hefur leiðakerfi SVR
látið verulega á sjá og öll hverfi
borgarinnar hafa orðið fyrir þjón-
ustuskerðingu. Á sama tíma og þessi
þróun á sér stað þreytist borgar-
stjóri hins vegar ekki á að mæra al-
menningssamgöngur og klifa á mik-
ilvægi þess að efla þær. Það eru ekki
ný tíðindi að orð og efndir fari illa
saman hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur en síendurteknir frasar henn-
ar um almenningssamgöngur verða
æ grátbroslegri eftir því sem þjón-
ustu SVR hrakar.
Höfundur er borgarfulltrúi
og situr ístjórn SVR.