Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þjónustusamningur um endurhæfíngu gerður á Landspftala - háskólasjúkrahúsi
Rekstrarlegt
sjálfstæði
verður meira
en áður
ÞJÓNUSTUSAMNINGUR um
endurhæfíngu á Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi var undirritaður í
gær milli framkvæmdastjórnar
spítalans og rekstrarstjórnar end-
urhæfingarþjónustunnar, en með
samningnum eru stigin ný skref í
átt að breyttri fjármögnun endur-
hæfingarstarfsemi sjúkrahússins.
Á blaðamannafundi þar sem þjón-
ustusamningurinn var undirritaður
í gær kom fram að með samningn-
um sé settur rammi utan um núver-
andi rekstur og jafnframt gert ráð
fyrir aukinni starfsemi. Rekstrar-
legt sjálfstæði verði meira en áður
hafi verið, en stjómunarleg sam-
skipti við framkvæmdastjórn verði
þó óbreytt og með sama hætti og
hjá öðrum sviðum sjúkrahússins.
Með samningnum er lagður
grunnur að sameiningu endurhæf-
ingarþjónustu hins nýja sameinaða
sjúkrahúss, en hann tekur til 200
starfsmanna í 140 stöðugildum og
nær til endurhæfingarstarfsemi á
mörgum starfsstöðvum sjúkra-
hússins, svo sem á Grensásdeild, við
Hringbraut, í Fossvogi, Landakoti
og í Kópavogi.
Samningurinn tekur til ársins
2000 og 2001 og hljóðar rekstrar-
áætlun vegna ársins í ár upp á 490
milljónir kr. Ný greiðsluviðmiðun
er tekin upp vegna reksturs legu-
deilda og verður 70% upphæðarinn-
ar föst greiðsla en 30% afkasta-
tengd. Gert er ráð fyrir að á
samningstímanum verði unnið að
frekari þróun slíks greiðslukerfis og
að þjónusta sjúkraþjálfara og iðju-
þjálfa sem fram fari á öðrum sviðum
verði seld og um það gerðir samn-
ingar við viðkomandi svið. Megin-
áherslan verði á þjónustu við bráða-
deildir spítalans, en einnig verði
lögð áhersla á bætta þjónustu með
aukinni starfsemi dagdeilda og
göngudeilda, auk þess sem lögð
verði áhersla á kennslu og rann-
sóknir í endurhæfingu, en mann-
auður endurhæfingarþjónustunnar
sé mikilvægasta auðlind hennar.
Magnús Pétursson, forstjóri
Morgunblaðið/Golli
Frá fundinum þar sem samningurinn var undirritaður. Talið frá vinstri: Jóhannes Gunnarsson, lækninga-
forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, Magnús Pétursson, forstjóri sjúkrahússins, Guðlaug Rakcl Guðjóns-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs, Guðrún Siguijónsdóttir, framkvæmdastjóri sjúkra-
þjálfunar við Hringbraut, Kalla Malmquist, forstöðusjúkraþjálfari í Fossvogi og Stefán Yngvason, yfirlæknir
endurhæfingarsviðs.
Landspítala - háskólasjúkrahúss,
sagði að með gerð þessa samnings
yrðu tiltekin tímamót í starfsemi
sjúkrahússins. Samningurinn hafi
verið um ár í vinnslu. Hann hafi
bundið vonir við að gerð hans gæti
gengið hraðar, en breytingar af
þessu tagi taki sinn tíma. Endur-
hæfing sé vaxandi verkefni og það
sé aukinn skilningur á því að það
skipti miklu máli fyrir spítalann að
geta fækkað legudögum og fyrir
þjóðfélagið að fólk komist sem fyrst
til starfa sinna aftur eftir veikindi
og slys. Með samningnum taki end-
urhæfingarþjónustan meiri ábyrgð
á rekstri á sínu sviði, auk þess sem
öll endurhæfingarstafsemi sjúkra-
hússins sé sameinuð.
Magnús nefndi einnig að um
miðja vikuna hefðu Landspítalinn -
háskólasjúkrahús, Reykjalundur og
Heilsustofnunin í Hveragerði gert
með sér samkomulag um samstarfs-
ráð um endurhæfingu, en markmið-
ið með samkomulaginu væri að efla
og samhæfa endurhæfingarstarf-
semi þessara stofnana.
Málþing um endurhæfingu
í gær var einnig haldið málþing
um endurhæfíngu á vegum Land-
spítala - háskólasjúkrahúss, þar
sem meðal annars var kynnt skýrsla
þverfaglegs hóps um stefnumótun í
endurhæfingu á íslandi. Þar er lögð
mikil áhersla á að stjórnvöld hafi
heildarsýn yfir málaflokkinn og
verkaskipting verði vel skilgreind.
Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, um öryggi í Hvalfjarðargöngum
Banna á flutning á bens-
íni og gasi um göngin
GÍSLI Gíslason bæjarstjóri á Akra-
nesi og stjórnarformaður Spalar
sem á og rekur Hvalfjarðargöng,
telur að banna eigi flutning á bens-
íni og gasi um göngin, en olíuflutn-
ingar um göngin hafi aukist mjög
frá opnun þeirra.„Ég held að öllum
sé það nokkuð ljóst að ef eitthvað
myndi bregða útaf með bensínfarm
eða gasfarm myndi það ekki skipta
miklu máli hvaða brunavarnir væru
fyrir hendi. Þær myndu beinlínis
ekki ráða við slíka uppákomu,“ seg-
ir Gísli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
setur reglurnar
Gísli segir litla hættu stafa af al-
mennri umferð og öryggiskerfi
ganganna ráði vel við hana. Öðru
máli gegni um flutninga á eldfimum
efnum. Því telur Gísli brýnt að tak-
marka þá umferð enn frekar. Þrjár
leiðir komi helst til greina. Hægt sé
að takmarka flutningana við þann
tíma þegar umferð er minnst um
göngin, flutningarnir gætu farið
fram á nóttunni, en sjálfur er Gísli á
þeirri skoðun að banna eigi alfarið
flutning á gasi og bensíni um göng-
in. Þetta sé hinsvegar ekki útrætt
innan stjórnar Spalar og það sé lög-
reglustjórinn í Reykjavík sem setji
reglur um umferð í göngunum.
Ekki meiri hætta en
af öðrum flutningi
Knútur Hauksson, framkvæmda-
stjóri Olíudreifingar hf., segir að
fyrirtækið uppfylli allar öryggis-
kröfur og olíuflutningarnir séu ekki
hættulegri en flutningar á öðrum
vörum s.s. málningu og gaskútum
sem fari um göngin í venjulegum
flutningabílum. Ef banna eigi flutn-
ing á bensíni og gasi um Hvalfjarð-
Breytingar á umferð um
Hvalfjörðinn með tilkomu
jarðgangnanna
þús.bílar
1200
Heildar-
umferð
W 1997 □ 1999
argöng þá hljóti líka að þurfa að
fylgjast með nærri öllum öðrum
flutningi í gegnum göngin. Hann
minnir á að eldsvoðinn í jarðgöng-
unum undir Mont Blanc-fjall í
Frakklandi í fyrra, þar sem 42
týndu lífi, hafi byrjað í flutningabfl
sem flutti hveiti og smjörlíki. Flutn-
ingabílar Olíudreifingar séu nýlegir
bílar og því minni hætta á eldsvoða í
þeim heldur en í mörgum þeirra
flutningabíla sem fari Hvalfjarðar-
göng.
Meiri slysahætta
á þjóðvegunum
Knútur segir að aldrei hafi orðið
alvarlegt slys í olíuflutningum og ef
flutningar verði bannaðir um Hval-
fjarðargöng verði það ekki endilega
til þess að draga úr slysahætttu.
„Hættan er í beinu hlutfalli við
vegalengdina sem ekin er og það er
jafnvel meiri möguleiki á slysi á
þjóðveginum en í Hvalfjarðargöng-
um,“ segir hann.
Knútur segir að ef olíuflutningar
verði bannaðir um Hvalfjarðargöng
þá verði olíuflutningabílarnir að aka
fyrir Hvalfjörð. Flutningar á næt-
urnar komi ekki til greina þar sem
móttakendur geta ekki tekið á móti
farminum að næturlagi. „Við mun-
um heldur ekki sigla með þetta upp
á Akranes eins og bæjarstjórn
Akraness er örugglega að vonast
eftir,“ segir Knútur.
Már Sigurðsson, deildarstjóri
dreifingardeildar Skeljungs, tekur í
sama streng og segir að olíuflutn-
ingar séu ekki hættulegustu flutn-
ingarnir sem fari um Hvalfjarðar-
göng. Mikið sé flutt af hættulegum
efnum með öðrum flutningabflum
sem jafnvel séu ekki með merki
sem gefa til kynna hvers kyns efni
þeir flytja.
Flutningar um göngin
þegar takmarkaðir
í gildi eru reglur frá 1998 sem
takmarka flutning á hættulegum
efnum um Hvalfjarðargöng á helstu
álagstímum. Samkvæmt þeim má
ekki flytja hættulegan farm um
göngin frá föstudagsmorgni til mið-
nættis á sunnudögum en bannið
nær yfir lengri tíma um páska,
hvítasunnu og verslunarmanna-
helgi. Gísli segir að engar alþjóðleg-
ar reglur séu í gildi um öryggismál í
jarðgöngum. Við hönnun Hvalfjarð-
arganga hafi verið tekið mið af
norskum reglum en Gísli segir að
Spölur hafi gengið enn lengra í ör-
yggismálum en norsku reglurnar
krefjist. Nú sé unnið að því að
kaupa eftirlitsmyndavélakerfi í
göngin sem bæta muni öryggi
ganganna enn frekar.
Telur ekki ástæðu til að banna
flutning um göngin
Sturla Böðvarsson, samgöngu-
málaráðherra, sagði á Alþingi í vet-
ur að ekki væri ástæða til þess að
banna flutninga á eldfimum efnum
um Hvalfjarðargöng. Dæmi væru
til erlendis um að slíkir flutningar
væru bannaðir, en það væri í göng-
um þar sem umferð er 5-10 sinnum
meiri en um Hvalfjarðargöng. Erf-
itt gæti orðið að koma í veg fyrir
flutning á eldfimum efnum um
göngin, bensín og gas væru ekki
einu hættulegu efnin sem flutt
væru um göngin og ef framfylgja
ætti reglunum þyrfti að hafa eftirlit
með öllum flutningabílum sem um
þau færu. Þetta kom fram í svari
ráðherrans við fyrirspurn Guðjóns
Guðmundssonar alþingismanns.
Glannalegir flutningar
Guðjón taldi flutninga á eldfim-
um efnum um Hvalfjarðargöng var-
hugaverða. Sérstaklega væru þó
glannalegir flutningar á þeim 180
tonnum af própangasi sem árlega
eru flutt frá Straumsvík til Grund-
artanga. Guðjón líkti flutningi eld-
fimra efna um göngin við rússneska
rúllettu og taldi ástæðu til að banna
alfarið flutninga á bensíni og gasi
um göngin. Vegurinn fyrir fjörðinn
væri greiðfær og því engin ástæða
til að taka óþarfa áhættu, eitt óhapp
gæti valdið óbætanlegum skaða. Ef
ekki yrði lokað fyrir þessa flutninga
þá ætti a.m.k. að banna aðra umferð
um göngin meðan á þeim stæði.
Skýrsla væntanleg
Sturla sagðist bíða eftir skýrslu
frá OECD sem væntanleg er fyrir
árslok, en stofnun hefur á undan-
förnum árum unnið að viðamiklu
verkefni um flutning hættulegra
efna í jarðgöngum. Ef ástæða þætti
til mætti vel hugsa sér að settar
yrðu strangari reglur hér á landi.
Búast má við
umferðartöfum
Enginn sér-
stakur við-
búnaðurá
tjaldstæð-
unum
BÚAST má við nokkm-ri umferð
ferðamanna til og fi-á borginni um
hvítasunnuhelgina og vill Karl Stein-
ar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn
beina því til ferðalanga að þeir sýni
þolinmæði og tillitssemi á álagstím-
um. Sunnanlands verða tjaldstæðin á
Laugarvatni og í þjóðgarðinum á
Þingvöllum opin og sama má segja
um tjaldstæðin á Akureyri en enginn
sérstakur viðbúnaður verður á þess-
um stöðum vegna helgarinnar.
Tjaldstæðin voru opnuð í síðustu
viku og sagði Kristín Hólmgeirsdóttir
í Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni að
þá hefðu milli 30 og 40 manns gist þar
í tjöldum en flestir þó í tjaldvögnum.
„Það er mikið búið að hringja og
spyrjast fyrir vegna helgarinnar en
það er ekkert að marka það,“ sagði
hún. „Við tökum frá tjaldstæði íyrir
hópa en ekkert hefur enn verið pant-
að fyrir þessa helgi. Ég er samt að
vonast eftir að þetta verði svona eins
og verslunarmannahelgi eða eins og
fyrsta helgin í júlí er vanalega hér hjá
okkur. Við erum tilbúin að taka á móti
fólki innan skynsamlegra marka.“
Sigurborg Rögnvaldsdóttir land-
vörður á Þingvöllum sagði að búið
væri að opna tjaldstæðin en enginn
sérstakur viðbúnaður yrði þar um
helgina. „Tjaldstæðin eru sæmilega
gróin en við erum ekki með neina
dagskrá ennþá, við erum svo ný kom-
in til starfa og gönguferðimar því
ekki byrjaðar hjá okkur,“ sagði hún.
„Við erum að setja allt í gang og allir
eru: velkomnir.“
Á tjaldstæðinu á Akureyri hafa
engin tjaldstæði enn verið tekin frá
fyrir helgina enda er spáin ekki góð.