Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 84
84 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM Britney Spears á toppnum! TÁNINGSUNDRIÐ Britney Spears situr sem fastast í þakíbúó listans og reynir hvað hún getur til þess aö sann- færa áheyrendur sína með nýj- asta smelli sfnum um að hún sé ekki eins saklaus og alla grunar. Hún hefur nú bæst í hóp Bjarkar Guómunds- dóttur, Pj Han/ey og ungl- ingasveitarinnar Kósý því á nýju plötunni flytur hún tökulagið „(Cant get no) Satisfaction" eftir strákabandið Roll- ing Stones. Eftir svona glimrandi móttökur spyr fólk sig eflaust að því hvað þurfi til þess að stúlkunni veröl ánægð? Járnfrúin ryðgar aldrei! ÞAÐ eru gömlu málmhörðu rokkararnir í Iron Maídeh sem eru búnirað taka yfir sjöundu hæð list- ans með nýjustu plötu „Brave New World” eftir bók Aldous Huxley. Þaó sem rokkurum þykir hvað eftir sóknarverðast vió þessa plötu er eflaust endurkoma svitabanda söngvarans í striga- skónum, Bruce Dickinsson. Hann yfirgaf hljómsveitina um stund til þess að vinna aö sínu eigin efni en hefur nú á ný tekið saman við járnfrúna á ný og skrækir af gleði. Nr.; var ;vikur; ' | Diskur ; Flytjandi ; Útgefandi i Nr. • 1.; 1. ; 3 i i OopslDidltAgoin i Britney Speors iEtíl : 1. 2. i 3. 1 12 i i Hoorey For Boobies 1 Bloodhound Gong lUniversal : 2. 3. i 8. i 8 i i Play JMoby ! Mute : 3. 4. i 9.; 20; ; Bestof ! Cesaria Evora ; BMG • 4. 5.; 6. j 2 > ; Mission Impossible 2 ! Ýmsir ■ Hollyw. Rec.J 5. 6. ! 4. 1 3 ! ! Ero2 ! Era ! Universol ; 6. •7.; i 1 ■ N! Brave New World ! Iron Moiden ! EMI i 7. 8. i 5. i 2 i i Marshall Mathers LP ; Eminem ; Universal i 8. 9. i 11. i 4 i i Trilenium iSash ÍEdel i 9. 10.il0.il2; i Pottþétt 19 lYmsir i Pottþétt i 10. 11.; ; i ; ; Bellman ! Bubbi ; Skífan 111.. 12.; 7. 1 6 1 ; Skull & Bones ! Cypress Hill ! Sony ! 12. 13.: 2. ; 3 ; : Binaurol ! Pearl Jom ! Sony ;13. 14.; ; 1 ; ; Ultimate Collection ! Barry White ! Universal ! 14. 15. i 14.; 42.; * Significant Other iUmp Bizkit • Universal ;15. 16.! 16.! 2 i i Greotest Hits i Whitney Houston ;BMG í 16. 17. i i 1 ; i Fold Your Honds Child... ; Belle & Sebasfion : Playground : 17.* 18. i 15.; 53 i Ö; Ágætis byrjun : Sigurrós : Smekkleyso! 18. 19.112.; 2 ; ; Vögguvísur fyrir skuggaprins ! 200.000 naglbítnr j Sproti ; 19. 20.; 13.; 34; : Distance To Here : Live : Universal : 20. 21.; 22. • 2 : ; Fomily VoluesTour 1999 ! Ýmsír ! Universal ■ 21. 22.! 20.! 4 ! ! Cofe Atlontico ! Cesario Evoro ! BMG ! 22. 23.; 31. i 21 ; i Slipknot ; Slipknot ! Roadrunner; 23. 24. i 36. i 2 i H ’; Hagnesto Hill ÍKent ;BMG i 24. 25. i 27. i 33 i i Relood ;Tom Jones ÍV2 i 25. 26. i i 1 i ; Unleash The Dragon Sisqo 1 Universol 126. 27..’17.1 28 1 ; Supernatural iSontana iBMG i 27. 28. i 26. i 29 i ÍS&M ! Metallica ! Universal ! 28. 29.; 23.; 16 ; ; The Writing's On The Woll i Destiny's Child ■Sony ■ 29. 30.! 38.! 4 ! ! No Strinqs Attached !N Sync ! EMI ! 30. Á Tóniistoffljm eru plötur yngri en tveggjo óro og eru í verðflokknum „hillt wrö". Tónlistirm er onninn of PricewaterhouseCoopers fyrir Sombnnd hljómpiötufromleiöondo og Mwgunbitóiö i somvinnu við eftirtaldtirverelonir: Bókvol Akureyri, Bónus, Hagkoup, Jopís Broutorholti, Japis Kringtunni.Japís Lougarvegi, Músik og Myndir Austursiraii, Músik og Myndit Mjódd.Somtónlist Kringkmni, Skifon Kringlunni, Skílon Lougarvegi 26. Staðin að verki! HLJÓMSVEITIN feimna Belle & Sebastian kemur sér vei fyrir á 17. hæð iistans með nýjustu plötu sína „Fold your hands child, you walk like a peasant". Þau komust í hann krappan um daginn nokkrum mínútum eftir að þau stigu af sviöi „Top of the pops" sjónvarpsþáttarins á BBC. Eftir spilamenn- skuna fengu meólimir þá glæfralegu hug- mynd að heimsækja sviðsmynd sápuóperun- ar „East Enders", sem er víst f sama húsnæði og sviösmynd tónlistarþáttarins. Þau voru svo stöðvuð af öryggisveröi sem hélt að hljómsveitar- meðlimir væru óboönir gestir og hringdi á lögregluna. / ■t Gamli Nói, Bubbi og Bellmann! itmm Guórniintíi unni og syngja . um gamla Nóa. Bubbi spilaði lög Bellmanns fyrir Listahátíð Reykjavík- ur á tónleikum sem voru haldnir í tslensku óp- erunni fyrir fuilu húsi þakklátra gesta. Bubbi er nú ekki þekkturfyrir að vera afkastaiítill og ætl- ar í sumar að fara í tónleikaferð með Utan- garðsmönnum auk þess sem von er á safnplöt- unni „Sögur 1990 -2000“ í haust. Það er krafturíkóngnum. Islensk tónlistarhátíð Á morgun hefst í Laugardalnum mikil tón- listarhátíð. Árni Matthíasson spáir í hvaða sveitir og tónlistarmenn troða upp og hverju menn mega ekki missa af. VONANDI hefur það ekki farið fram hjá neinum að framundan er mikil tónlistarhátíð i Laugardalnum um helgina, Tónlistarhátíð Reykjavíkur sem svo er nefnd, og þar koma fram ríflega 60 hljómsveitir, íslenskar sem erlendar. Sveitirnar koma hver úr sinni áttinni tónlistarlega, allt frá óhlutbundinni danstónlist í groddalegt klámpopp og allt þar á milli. Laugardagur - Innlent Laugardalshöll Af íslenskum hljómsveitum er rétt að vekja athygli á Sálinni sem kemur fram með óraf- magnað prógramm sitt í þriðja og síð- asta sinn. Todmobile lætur einnig til sín heyra og Þursaflokkurinn, sem verður að teljast meiri háttar tíðindi, enda hefur hann ekki leikið opinber- lega í tæpa tvo áratugi. Skautahöll Bang Gang hefur h'tið gert af því að leika fyrir landsmenn undanfarið. Bang Gang hefur vakið at- hygli manna víðar en hér á landi og skífa með sveitinni er væntanleg í Frakklandi á næstunni, þannig að Barði og félagar spreyta sig á frönsku ^milli númera. Quarashi-félagar hafa líka staðið í ströngu í útlandinu, komnir heim frá Ameríku með útgáfusamning í vasan- um og leyfa tónleikagestum vonandi að heyra eitthvað af því sem þar var fengist við. Emilíana Torrini kemur heim eftir langt úthald og gaman að heyra hvem- j% hljómsveit hennar hljómar eftir mikla spilamennsku en eins og menn muna hélt hún fyrstu eiginlegu tón- leikana með hljómsveitinni hér á landi fyrir margt löngu. Lokaorð í Skautahöllinni á svo end- urhannaður Gus Gus flokkur sem mun flytja tónlist fyrir augu og eyru af nýj- um disk sveitarinnar, en þar eru á ferð gömul T-World lög sem hljóma fersk enn í dag. Laugardagur - erlent Laugardalshöll Erlendir tónlistar- menn á tónlistarhátíðinni í Reykjavík eru ekki síður úr ýmsum áttum en þeir innlendu og á laugardagskvöld leika þeir Ray Davies og Youssou N’Dour. Davies er meðal brautryðjenda í bresku rokki fyrri tíma og N’Dour að sama skapi framámaður í senegalskri tónlistarsögu. Tónleikar beggja eru Selma fellur vafalaust í góðan farveg í Skautahöllinni á sunnudag. verulega eftirtektarverðir á ólíkum forsendum. Davies er að gera upp feril sinn á vissan hátt og hefur farið um heiminn að leika órafmagnað eða hálfrafimagnað ýmis lög frá sólóferli sínum og hljóm- sveitarinnar Kinks, en eins og menn muna samdi hann lungann af lögum þeirrar prýðissveitar á sínum tíma. N’Dour er aftur á móti enn að skapa eitthvað nýtt og hefur verið óhræddur við að gera tilraunir. Síðasta skífa hans var skemmtileg blanda af nýjum hug- myndum og gamalli hefð og víst að tónleikar hansverða eftirminnilegir. Skautahöll í skautahöllinni eru líka erlendir tónlistarmenn á ferð þar á meðal þrjú atriði sem enginn ætti að missa af, hasshausarnir í Herbalizer, franski framúrstefnumaðurinn Laur- ent Garnier og besta tónleikasveit Breta nú um stundir, Asian Dub Foundation. Heimsókn þeirrar sveitar er með því helsta sem ber fyrir augu á hátíðinni og ástæða til að hvetja menn að sjá hana. Sunnudagur - innlent Laugardalshöll Á sunnudag er svo vert að taka eftir Botnleðjungum sem náð hafa að spila sig saman með nýj- an mann innanborðs og nýtt pró- gramm sem hljómar æ betur eftir því sem menn heyra það oftar. Ensími kemur einnig fram og Mausverjar sem staðið hafa í ströngu undanfarið, meðal annars með tón- leikahaldi vestur í Kalifomíu. Bella- trix leikur einnig á sunnudagskvöldið eftir að útlendingarnir hafa sýnt hvað þeir geta en á eftir Bellatrix leikur svo helsta stuðsveit sumarsins, 200.000 Naglbítar. Skautaliöll Ekki verður fjörið minna í Skautahöllinni þó stemmn- ingin þar verði allfrábrugðin því sem gerist í Laugardalshöllinni ef að lík- um lætur. íslensku sveitimar era léttari á bámnni þar: Sóldögg, Skítamórall, Land og synir og Selma. Hugsanlega verður eitthvað spunnið í framlag Lands og sona sem komu á óvart með mjög metnaðarfullri plötu á síðasta ári og svo er Selma líkast til búin að fínstilla prógramm sem flutt verður ytra í tilefni af væntanlegii skífu hennar. Sunnudagur - erlent Laugardalshöll íslensku sveitim- ar era öflugar á sunnudaginn í Höll- inni og þær erlendu svo sem líka þó ekki séu þær allar jafnspennandi. Ef- laust verður mikið fjör í kringum Chumbawamba, enda sveitin annáluð fyrir skipulagða óreiðu og hamagang á sviði, þótt pólitíkin eigi eflaust eftir að fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Mikill fengur er að því að fá sænsku sveitina Kent hingað til lands og enn meiri fengur að fá furðufugl- inn Ian Brown sem sent hefur frá sér fyrirtaks skífur undanfarið. Margir muna aftur á móti eftir heldm- klénni frammistöðu Blood- hound Gang á tónleikum í Höllinni á sínum tíma; vonandi hafa þeir lært að spila. Skautahöll Dagskráin í skautahöll- inni verður eilítið ósamstæð; mylj- andi techno með þeim mæta manni Luke Slater og síðan sykurpopp með Andre Tanneberger sem kallar sig ATB og Sash! Lokaorð á Darren Em- erson sem hefur komið hingað til lands tvívegis með Underworld en er nú einn á ferð sem plötusnúður. Tjaldið - laugardag & sunnudag Ekki má svo gleyma því að íslenskt tónlistartjald verður í gangi báða dagana og þar gefst kostur á að heyra margt af því helsta sem minni spá- menn og nýrri era að fást við. Ástæða er til að vekja athygli á Fálkum, Kan- ada, Vítisóta og Suði sem verða í tjaldinu á laugardag og Klinki, Soror- icide, sem snýr aftur eftir margra ára hlé, Stjömukisa, XXX Rottweiler- hundum, Minus, Ruxpin, Early Groo- vers, Súrefni og Biogen á sunnudag en alls leika 36 sveith- í tjaldinu, 16 á laugardag og 20 á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.