Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 50
-50 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðrún Guð-
mundsdóttir
fæddist í Gerðum í
Garði 15. nóvember
1909. Hún andaðist á
Landspítalanum 31.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Þórðarson, f. 16.7.
1872, d. 19.4. 1938,
útvegsbóndi Gerða-
bátanna, frá Neðra-
Hálsi í Kjós, og k.h.
Ingibjörg Jónsdóttir,
f. 8.11. 1883, d.
30.12. 1956, húsmóð-
ir frá Káranesi í Kjós. Hálfsystir
Guðrúnar, samfeðra: Lilja, f. 5.9.
1900, d. 28.11. 1926, var gift Sig-
urði Gísla Sigurðssyni sjómanni.
Alsystkini Guðrúnar: Þórður, f.
26.3. 1905, d. 13.9. 1983, útgerðar-
maður, var kvæntur Ingibjörgu
Guðjónsdóttur húsmóður; Finn-
bogi, f. 20.8.1906, d. 4.10.1974, út-
gerðarmaður, var kvæntur Mariu
Pétursdóttur, hjúkrunarfræðingi
og skólastjóra; Ingólfur, f. 14.8.
1908, d. 30.3. 1928; Jón, f. 24.1.
1911, d. 14.9.1981, út-
gerðarmaður, var
kvæntur Sigríði
Björnsdóttur, skrif-
stofumanni; Guð-
mundur, f. 21.4. 1912,
d. 21.1. 1931; Ingi-
björg, f. 16.7. 1913, d.
13.4. 1928; Kristín, f.
13.9. 1915, d. 7.6.
1991, fiskmats- og
rannsóknarmaður,
var gift Ingimundi
Gestssyni, skrifstofu-
manni og bflstjóra;
Þórdís, f. 25.5.1918, d.
9.5. 1919; Svava, f.
20.11. 1919, d. 27.4. 1920; Haukur,
f. 20.4. 1921, d. 16.11. 1991, skip-
stjóri og skrifstofumaður, var
kvæntur Halldóru Gunnarsdóttur,
húsmóður; Guðbjörg, f. 1.11.1922,
d. 9.9. 1938; Ásdís, f. 11.3. 1924, d.
15.9. 1931; Hjördís, f. 10.9. 1925,
fyrrv. skrifstofumaður.
Guðrún giftist 4.11. 1945 Eiríki
Sverri Brynjólfssyni, f. 7.9. 1903,
d. 21.10.1962, presti að títskálum,
í Winnipeg í Manitoba í Kanada og
í Vancouver í British Columbia í
Kanada. Foreldrar hans voru Brynj-
ólfur Gíslason, bóndi í Skildinga-
nesi, og Guðný Jónsdóttir húsfreyja.
Börn Guðrúnar og Eiríks eru: 1)
Brynjólfur, f. 22.10.1946, skrifstofu-
stjóri í Courtenay í British Columbia
í Kanada, kvæntur Beverley Eriks-
son, tryggingafræðingi; börn
þeirra: Janeen, Richard og Bryan;
barnabarn þeirra: James Glenn; 2)
Guðmundur, f. 26.10. 1947, dómari
við Alþjóðlega hafréttardómstólinn
í Hamborg, kvæntur Þóreyju Vig-
dísi Ólafsdóttur, félagsráðgjafa og
sálfræðingi; börn þeirra: Guðrún
Dögg, Ólafur Björn, Elín Vigdís og
Helga; 3) Guðný, f. 29.1. 1950, gift
Atla Arasyni, framkvæmdastjóra;
börn þeirra: Katrín og Arnþór Ari;
barn Guðnýjar og séra Önundar
Bjömssonar: Eiríkur Sverrir.
Guðrún ólst upp í Gerðum í Garði.
Hún nam við unglingaskóla í Garði
og við húsmæðraskóla í Danmörku.
_ Guðrún var skrifstofumaður hjá
títgerðarfélagi Keflavíkur. Á ámn-
um 1945 til 1947 og 1948 til 1952 var
hún prestsfrú að títskálum, á árun-
um 1947 til 1948 í Winnipeg og í
Vancouver 1952 til 1963. Hún flutt-
ist heim 1963 og átti síðan heima í
Reykjavík og var lengi starfsmaður
Sláturfélags Suðurlands.
títför Guðrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
GUÐRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR
Kæra tengdamamma, mig langar í
örfáum línum að segja frá því helsta
sem bærist í brjósti mínu nú þegar
þú ert komin upp til himna. Þá er það
fyrst að þakka þér fyrir þann tíma
sem ég hef átt í návist þinni í þau 24
ár sem ég þekkti þig. Á þessum tíma
hef ég lært margt af þér og þá sér-
stakiega hvemig ávallt skuli bera
umhyggju fyrir fólki.
Það var ávallt þannig hjá þér að
þeir sem voru í návist þinni á hverj-
'um tíma voru þeir sem skiptu mestu
máh, þú lagðir þig fram við að þeim
hði sem best. Hversu oft varð maður
ekki vitni að því að þú stæðir upp fyr-
ir þér mun yngra fólki til dæmis í
kaffíboðum. Einnig hafðir þú mjög
ákveðnar skoðanir á málefnum hð-
andi stundar í þjóðfélaginu og lýstir
gjarnan ákveðið skoðunum þínum á
því hvemig þjóðlífið gæti verið enn
betra en það er í dag.
Kaffiboðin sem þú hélst vom flest-
um minnisstæð því þar var veitt af
mikilh fágun og virðuleika. Ég held
að fáir hafi þurft að baka eins marg-
ar pönnukökur og þú fyrir hverja
veislu því þeir sem brögðuðu á þeim
gátu hreinlega ekki hætt.
í veraldlegu lífi þínu hefur þú látið
svo margt gott af þér leiða. Ef ég
gæti áorkað sjálfur svona helmingn-
um af því á mínu æviskeiði þá yrði ég
mjög ánægður.
Nú ertu komin aftur til eigin-
manns þín, séra Eiríks Sverris
Brynjólfssonar, sem þú unnir svo
heitt. Ég veit að á þeim stað sem þú
ert núna hður þér vel en ég mun
sakna þín.
Atli Arason.
Elsku amma. Þá ertu farin og skil-
ur mig, sem og aðra sem þig þekktu,
eftir með margar góðar minningar.
Á mínum yngri árum eyddi ég
miklum tíma hjá og með ömmu. Ég
gleymi aldrei ferðum okkar niður í
bæ og til baka. Aðalfjörið var nátt-
úrulega að fara í strætó og ég tala
ekki um að ýta á takkann. Við hófum
skipulagningu á aðgerðinni a.m.k.
fimm stoppistöðvum fyrir okkar
stopp. Spennan jókst þegar á leið,
amma fylgdist með veginum meðan
ég beið með fingurinn á takkanum.
Þegar amma gaf merki var þrýst
af öllu afli á takkann og þegar vagn-
inn stansaði nokkrum augnablikum
síðar gengum við út sigri hrósandi
-eftir vel heppnað verk.
Amma var meistari í eldhúsinu
eins og þeir vita sem heimsóttu hana
í Safamýrina. Þaðan náði hún að
galdra fram alls kyns góðgæti og í
persónulegu uppáhaldi hjá mér voru
pönnukökumar, kúlugrauturinn,
ommelettan og spari-rjómakakan.
I Safamýrina vorur famar sér-
yerðir til þess að hitta ömmu og biðja
hana að galdra fram ákveðið uppá-
hald. Alltaf lét hún eftir mér og vin-
um mínum, sem oft voru með í för,
enda naut hún þess að stjana í kring-
um böm sín, barnaböm og aðra góða
gesti. Þessu stóra gestgjafahlutverki
gegndi hún allt sitt líf.
Það var ekki einungis góðgætið úr
eldhúsinu sem ég hlakkaði til þegar
amma var sótt heim. Hún var alltaf
svo hress og glöð þegar ég kom í
heimsókn til hennar. Við gátum rætt
saman lengi um allt milli himins og
jarðar. Þar barst oft í tal sjónvarps-
dagskráin, alþingismenn og tudda-
skapur í íþróttum svo eitthvað sé
nefnt. Bæði höfðum við skoðanir á
flestum umræddum hlutum þótt þær
væm ekki alltaf þær sömu. Þá vom
hlutimir rökræddir og yfirleitt náði
annað okkar að sannfæra hitt að lok-
um.
Ég gæti endalaust haldið áfram að
rifja upp minningar sem hrúgast upp
í kollinum á mér þegar ég minnist
þín elsku amma. Það er mjög sárt að
þurfa að sjá á eftir þér en ég veit að
þú ert komin á góðan stað þar sem
þú ert sátt og þér líður vel.
Ég vil þakka þér fyrir allar þær
ógleymanlegu stundir sem við áttum
saman.
Bless amma mín.
Eiríkur S. Önundarson.
Elsku amma mín. Fyrir mér ert
þú yndislegasta og fallegasta kona
sem ég þekki. Ég er glöð yfir því að
hafa fengið að sjá og tala við þig áður
en þú háttaðir í svefn Guðs. Ég er
einnig glöð yfir að hafa farið með þér
suður í Garð síðustu helgina. Ég átti
alveg yndislega góðan tíma með þér
þar.
Mín æðsta ósk er að Guð varðveiti
þig og að englamir tveir, bróðir þinn
og afi, hafi komið að sækja þig og
farið með þig til himnaríkis. Ég veit
að nú fylgist þú með mér sem einn
bestu engla Guðs; þess vegna ætla
ég að vera eins góð við alla aðra og ég
get; alveg eins og þú varst.
Ég vildi að allir þekktu ömmu
mína eins vel og ég því hún náði alltaf
því besta úr mér þegar ég var með
henni, og ég VEIT að ef allur heim-
urinn væri eins og hún væri hann
miklu, miklu betri, ef ekki fullkom-
inn, staður. Ekki fara hjá þér, amma!
Áðeins Guð veit hversu mikið ég
sakna þín, amma, svo ég sendi þér öll
faðmlög og kossa í heiminum og kveð
að sinni.
Amma, nafnið þitt segir allt sem
þarf, þú ert tákn Guðs og fæddist í
þennan heim sem sendiboði hans til
að sýna fólki ást. Elsku amma, þú
hefur unnið verk þitt fullkomlega.
Ég sendi þér ástarkveðju frá fjöl-
skyldunni.
Ég elska þig og mun alltaf elska
þig-
Þín
Lína.
Tvisvar skaut hún yfir mig skjóls-
húsi þegar mikið lá við og taldi það
ekki eftir sér. Þegar ég yfirgaf föður-
húsin tæplega fjórtán ára gömul tók
hún mig inn á heimili sitt, ól önn fyrir
mér í tvo vetur og gekk úr rúmi fyrir
mér þann fyrri. Það var gott að vera
hjá henni og gott að vera í nálægð
hennar,
Guðrún föðursystir mín var hlý
kona og hafði gott viðmót. Uppeldi
mínu sinnti hún ekki með umvönd-
unum eða afskiptasemi heldur hóf-
legri, með liggur við að segja dulinni,
handleiðslu og leiðsögn. Eg fór að
sönnu heim til mín, suður í Garð, um
helgar, en frá sunnudagskvöldi til
laugardagsmorguns í tvo vetur var
ég í hlýrri og öruggri umsjón Guð-
rúnar. Fyrir það er mér bæði ljúft og
skylt að þakka nú að leiðarlokum. I
annað sinn þótti þeim sjálfsagt,
henni og Guðnýju dóttur hennar, að
lána mér íbúðina í Safamýri ótak-
markaðan tíma þegar ég var í hús-
næðishraki í flutningum á síðasta
ári. Það var stærri greiði en ég held
þær hafí órað fyrir og verður aldrei
fullþakkaður. Þá eru ótalin öll þau
skipti sem við vorum aufúsugestir á
heimili Guðrúnar fyrr og síðar og
þáðum góðgjörðir, sem ávallt voru
fram bornar af rausnarskap og þess-
ari einstöku hlýju.
Guðrún Guðmundsdóttir var ein
fjórtán systkina frá Gerðum í Garði.
Hjördís er nú ein á lífi af þessum
stóra systkinahópi. Sjö létust ung,
flest úr berklum og það mun hafa átt
stóran þátt í því að kossar og faðm-
lög tíðkuðust ekki í fjölskyldunni. Ég
minnist þess varla að þau hafi heils-
ast með handabandi, hvað þá meiru
og ég man ekki eftir miklum blíðu-
hótum í orðum né athöfnum. Gerða-
systkinin voru hins vegar svo sam-
stilltur hópur að eftir var tekið og
þótt lítt væri um það rætt vissi ég að
þau lögðu hvert öðru það lið sem þau
máttu þegar þörf krafði. Ég tel mig
þekkja dæmi um að þau væru nánast
tilbúin að vaða eld og brennistein
hvert fyrir annað ef svo bar undir.
Síðustu mánuðina kvartaði Guð-
rún undan því að skammtímaminnið
væri ótraust. Ég varð sjaldan vör við
að það væri nokkurn hlut verra en
hjá mér en langtímaminnið hennar
var hins vegar óbrigðult og hún sagði
mér ýmislegt frá fyrri árum. Ætti ég
að lýsa Guðrúnu með einu orði
myndi ég velja æðruleysi. Reyndar
fmnst mér það hafa einkennt Gerða-
systkinin og, af lýsingum að dæma,
móður þeirra einnig. Það var ekki
verið að mikla fyrir sér það sem gera
þurfti, verkefni leyst og væri einhver
í fjölskyldunni í vanda var það vandi
allra, til þess eins að leysa hann.
Guðrúnu þótti lífið hafa verið sér
gott, hún rifjaði upp góðar stundir og
þakkaði það sem vel hafði verið við
hana gert. Hún fór þó ekki varhluta
af erfiðleikum. Það má nærri geta að
heimilishald á bemskuheimili henn-
ar, markað af veikindum og andlát-
um barna og unglinga, hefur verið
erfitt. Sá tími hefur lítið verið rædd-
ur og við, sem enn vorum ófædd þá,
vitum ekki mikið. Ég freistaði þess
að spyrja bæði föður minn, sem var
elstur Gerðasystkinanna, og síðar
Guðrúnu um þennan tíma en hann
var liðinn og ekki ástæða til að rifja
upp liðnar erfiðleikastundir, betra að
rifja upp þær góðu. Það hlýtur að
hafa verið erfitt fyrir Guðrúnu að
flytja með þrjú lítil börn til ókunnugs
lands í framandi umhverfi þegar
séra Eiríkur Brynjólfsson maður
hennar varð prestur í Kanada. Ekki
gerði hún mikið úr þeim erfiðleikum
þegar ég spurði en hafði þeim mun
meira að segja um góðar móttökur
og gott fólk í Kanada. Frammistaða
prestshjónanna endurspeglaðist í
þökkum safnaðarins og reyndar fékk
Guðrún ýmiss konar viðurkenningar
um ævina, í þakklætisskyni og úr
ýmsum áttum, allt verðskuldað og
rúmlega það. Eiríkur var á besta
aldri þegar hann lést í Kanada og ég
kynntist honum aldrei en veit að
hann var mikill mannkostamaður.
Guðrún talaði ávallt af mikilli virð-
ingu og hlýju um mann sinn. Hún
stóð uppi ein með þrjú börn á ungl-
ingsaldri á erlendri grund. Hún
ræddi ekki erfiðleika þess tíma en
sagði mér hvernig hún ákvað að láta
skólaárið líða áður en hún flutti heim
með börnin. Þar þurftu þau aðstoð
við að aðlaga sig framandi aðstæð-
um. Það hefur vafalaust líka verið
erfitt fyrir Guðrúnu að sætta sig við
það síðar að elsti sonurinn, Brynjólf-
ur, kaus að búa í Kanada til frambúð-
ar. Aldrei heyrði ég þó orð af hennar
munni í þá veru að hún hefði óskað
annars. Hún átti einstöku bamaláni
að fagna og ég er afar stolt af
frændseminni við systkinin, Guð-
nýju, Guðmund og Brynjólf Eiríks-
böm og Guðrúnar. Þótt synirnir hafi
dvalið erlendis, Brjmjólfur alla tíð og
Guðmundur langdvölum vinnu sinn-
ar vegna, hefur samband þeirra við
móður sína verið náið. Guðný hefur
sýnt móður sinni mikla ræktarsemi
og vakað yfir velferð hennar alla tíð
eins og Guðrún yfir velferð dóttur
sinnar og barna sinna allra. Fljót-
lega eftir komuna til íslands bjó
Guðrún sér hlýlegt heimili í íbúð að
Safamýri 56, eignaðist góða vini í
röðum sambýlisfólks í stigagangin-
um og bar alltaf öllum jafngóða sögu.
Safamýrin var afskaplega gott
hverfi, þar bjó gott fólk og öll þjón-
usta til fyrirmyndar. Þannig lýsti
hún umhverfi sínu. Hún starfaði hjá
Sláturfélagi Suðurlands til loka
starfsævinnar og ávann sér þar virð-
ingu og þakklæti samstarfsfólks
síns. Hún sá ævinlega Ijósu hliðarnar
og sætti sig við það sem ekki varð
breytt með bros á vör. Hún var þó
ekki skoðanalaus, síður en svo. Hún
var mjög hreinskiptin kona og hall-
mælti aldrei nokkrum manni það ég
vissi. Ef henni þótti mikið við liggja
hafði hún samband við ráðamenn
borgarinnar eða þjóðarinnar og kom
skoðunum sínum á framfæri. Þeir
gátu treyst því að þar fengu þeir
hollráð, sett fram af einlægni og
heiðarleika. Þetta gerðist hins vegar
ekki oft því hún var hógvær kona.
Hún var létt í lund og hláturmild og
það var gott að heimsækja hana á
Dalbrautina, þar sem hún bjó síð-
ustu mánuðina, tala saman og hlæja
saman. Það er skarð fyrir skildi en
við vitum að hún var tilbúin til brott-
farar. Hún átti einlæga og sanna trú
og efaðist ekki um það sem við tæki
eftir jarðvistina. Síðastliðinn vetur
var að sumu leyti erfiður, veikindi
hrjáðu af og til en hún reis jafnharð-
an upp aftur. Að minnsta kosti tví-
vegis í vetur hélt hún að nú væri
komið að vistaskiptum og sagði mér
frá því að það hefðu orðið sér nokkur
vonbrigði að þurfa að fresta þeim í
þau skiptin. Eg sagði henni að við
værum ekki tilbúin að sleppa henni
frá okkur, en slíkt er auðvitað eigin-
girni. Ég sagði henni líka að hún ætti
ólokið verkefnum og það má segja að
hún hafi fengið tækifæri til að ljúka
þeim. Brynjólfur sonur hennar og
Beverly kona hans voru nýlega í
heimsókn á Islandi og eyddu þá
miklum og góðum tíma með Guð-
rúnu, auk þess sem tækifæri gafst til
að hitta nær alla fjölskylduna. Við
gleymum ekki þeirri kvöldstund. Ör-
fáum dögum áður en hún lést sat hún
stúdentsveislu Katrínar dótturdótt-
ur sinnar. Á sunnudaginn fór hún í
heimsókn á bernskuslóðirnar í Garð-
inum með Guðmundi syni sínum. Á
miðvikudagskvöldið yfirgaf hún okk-
ur. Við syrgjum og söknum en það
væri eigingirni að samgleðjast henni
ekki líka. Að leiðarlokum þakka ég
kærlega fyrir mig og mína og óska
Guðrúnu föðursystur minni góðrar
heimferðar. Ég og fjölskylda mín
sendum bömum Guðrúnar og fjöl-
skyldum þeirra og Hjördísi systur
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Inga Rósa Þórðardóttir.
Nú hefur frænka mín Guðrún
Guðmundsdóttir frá Gerðum kvatt
þetta líf og eftir sitja ljúfar minning-
ar. Mér er það minnisstætt frá
bernsku og síðar þegar foreldrar
mínir Auður og Björn, en móðir mín
og Guðrún voru systkinadætur,
ræddu um Gerðafólkið. Það var í um-
sögn þeirra alveg sérstakt fólk sakir
dugnaðar, myndarskapar og vand-
aðs lífemis. Ur þessu umhverfi kom
Gunna Guðmunds. Foreldrar hennar
vora þau Ingibjörg Jónsdóttir, sem
var annáluð fyrir myndarskap, og
Guðmundur Þórðarson, sem var til
margra ára driffjöður í atvinnulífi
Garðsins, en hann gegndi einnig
trúnaðarstörfum sem oddviti Gerða-
hrepps um árabil.
Áf kynnum við Gunnu frænku
mína sannfærðist ég æ betur, því
lengri sem samvera okkar varð, sem
þó var með of löngum hléum, hvílik-
um mannkostum hún var gædd. Ég
hafði þó heyrt margar sögur foreldra
minna af þeim hjónum sr. Eiríki
Brynjólfssyni og Guðrúnu, en milli
þeirra var mikill vinskapur og sam-
gangur mikill milli Útskála og
Gerða.
Yfir starfi sr. Eiríks sem sóknar-
prests hvíldi blær mikils kenni-
manns og manns sem sinnti sóknar-
börnum sínum í leik og starfi af
ótrúlegum dugnaði og fórnfysi. Sr.
Eiríkur sat einnig í hreppsnefnd
Gerðahrepps árum saman með föður
mínum. Margt hér í Garðinum bar
handbragð sr. Eiríks Brynjólfsson-
ar. Guðrún, húsfreyjan á Útskálum,
sat staðinn af reisn og myndarskap
svo eftir var tekið og um rætt. At-
hygli vakti hve baragóð Guðrún var
og hefur sá eiginleiki hentað vel í
starfi prestfrúarinnar. Hún var fé-
lagi í kvenfélaginu Gefn og vann því
vel.
Að fá að njóta samvista við slíka
konu sem Guðrún var gefur mikið.
Við hittumst helst í tilefni einhverra
atburða í fjölskyldunni. Guðrún var
þá ætíð sama Garðmanneskjan. Hún
spurði gjarnan um þessa eða hina
fjölskylduna í byggðarlaginu. Áhugi
hennar á lífi og starfi fólksins hér var
óþrjótandi. Ætíð var jákvæði og um-
hyggja fyrir gömlum vinum efst í
huga hennar. Það var henni eðlis-
lægt.
Hún var einhver jákvæðasta og
einlægasta kona sem ég hefi kynnst.
Trygglynd í garð vina og vanda-
manna svo af bar. Fróðleiksfús var
hún á jákvæðan hátt. Greind og orð-
vör með afbrigðum. Guðrún var fylg-
in sér og hafði fastmótaðar skoðanir
á umhverfi og pólitík.
Áður hefur verið minnst á ræktar-
semi Guðrúnar til byggðarlagsins.
Það lýsti sér ekki síður í umhyggju
hennar og systra hennar sem komu
reglulega til þess að vitja látinna ást-
vina í Útskálakirkjugarði. Var þá
gjarnan dmkkinn kaffisopi hjá
frændfólkinu.
Ekki verður við þessi orð skilið án
þess að minnast á einstaka tryggð
Guðrúnar og bama hennar við Ut-
skálakirkju. Umhyggja þeirra hefur
veirð eftirtektarverð og lýsir sér
einnig í fjölda gjafa sem þau hafa
fært kirkjunni á liðnum áratugum.
Frændfólkið í Garðinum þakkar
Guðrúnu gefandi kynni. Ég vil fyrir
hönd margra Garðmanna þakka
fórnfúst framlag hennar í þágu fólks
og málefna í byggðarlaginu. Fjöl-
skyldu hennar sendum við innilegar
samúðarkveðjur í þeirri vissu að góð-
ar minningar milda sáran söknuð.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Guðmundsdóttur.
Finnbogi Bjömsson.