Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 7 7« FRÉTTIR Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar ályktar um dóm Hæstaréttar Stórt stökk í jafnlaunabar- áttu kynjanna JAFNRÉTTISNBFND Reykja- víkurborgar hefur sent frá sér eft- irfarandi ályktun: „Jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar fagnar nýuppkveðnum dómi Hæstaréttar í máli því sem kærunefnd jafnréttismála höfðaði fyrir hönd Ragnheiðar Vigfúsdótt- ur, jafnréttis- og fræðslufulltrúa, gegn Akureyrarbæ. Dómurinn sætir miklum tíðindum. Með hon- um hefur túlkun Hæstaréttar á ákvæði jafnréttislaga um að at- vinnurekendum beri að greiða konum og körlum jafn há laun fyr- ir jafnverðmæt og sambærileg störf tekið stór skref framávið hvað þýðingarmikil atriði laganna snertir þar sem dómafordæmi áð- ur hefur skort. Dómurinn staðfestir í fyrsta skipti að réttur til launajafnréttis kynja á við jafnvel þótt störf sem borin eru saman séu ólík. Ennfremur gefur dómurinn í fyrsta skipti fordæmi um hvernig meta megi hvort ólík störf geti verið jafn verðmæt og sambærileg, en í málinu var aðferðafræði starfsmats viðurkennd í þessum tilgangi. Þá staðfesti Hæstiréttur að öfug sönnunarbyrði geti átt við fyrir dómstólum í málum sem þessum, þ.e. að atvinnurekanda beri að sýna fram á að launamunur milli kvenna og karla í jafnverðmætum störfum stafi af öðrum hlutlægum ástæðum en kynferði. Dómurinn tók ekki gilda þá skýringu Akureyrarbæjar að svo- kallaðar markaðsaðstæður hefðu ráðið launamuninum. Af umfjöllun Hæstaréttar má draga þá ályktun að slíkar skýringar geti ekki talist gildar nema sýnt sé fram á áhrif og vægi markaðsaðstæðna með hlutlægum hætti. Jafnframt festi Hæstiréttur enn frekar í sessi þá meginreglu sem áður hefur verið staðfest fyrir dómi að mismunandi kjarasamn- ingar geti ekki einir og sér rétt- lætt launamun kynja og að ákvæði jafnréttislaga setji því samninga- frelsi á vinnumarkaði skorður. Með þessum dómi _ hefur jafn- launabarátta kynja á íslandi tekið stórt stökk fram á við. Dómurinn hefur víðtækt fordæmisgildi og kallar á nýjar aðferðir í samn- ingagerð um laun á vinnumarkaði. Hann er atvinnurekendum sem vilja hlýta lögum þessa lands mik- ilvæg leiðbeining um hvernig þeir geta axlað ábyrgð sína á að launa- misrétti gagnvart konum verði upprætt." Dagskrá á Arbæjarsafni alla hvítasunnunelgina Á ÁRBÆJARSAFNI verður mikið um að vera alla hvítasunnuhelg- ina. Á laugardaginn verður lifandi tónlist í húsinu Lækjargötu 4. Þar verður boðið upp á tónleika sem bera yfirskriftina Amor og asn- inn. Álfheiður Hanna Friðriks- dóttir mezzosópran syngur ástar- ljóð af ýmsu tagi og Oddný Sturludóttir spilar undir á píanó. Á efnisskránni eru meðal annars lög og ljóð eftir Sigfús Hall- dórsson, Jón Ásgeirsson, Bellini og Jerome Kern. Tónleikarnir hefjast klukkan 14. Á hvítasunnudag kemur Slökkvilið Reykjavíkur í heim- sókn. Rykið verður dustað af gömlum slökkvibflum og verða þeir til sýnis á safnsvæðinu. Einn- ig koma slökkvimenn á nýjum körfubfl og gefst gestum tækifæri til að prófa körfuna, skoða tæki og tól og ræða við slökkviliðs- menn. Dagskrá Slökkviliðsins hefst klukkan 14. Á mánudag, annan í hvíta- sunnu, verður sérstök barna- og fjölskyldudagskrá. Þar verður farið í leiki, leikfangasýning skoð- uð og leiktæki safnsins prófuð. Alla helgina verður boðið upp á Ijúffengar veitingar í Dillonshúsi. A hvítasunnudag og annan í hvítasunnu verður boðið upp á glæsilegt kaffíhlaðborð. Þá verður handverksfólk í húsunum, einnig verður teymt undir börnum og húsfreyjan í Árbæ bakar lummur. Fjallræðu- ferðir að Stefán Jónsson, Jón Þór Stefánsson og Helgi Stefánsson frá JHS ehf. Afhenti nýjan M AN-dr áttarbíl NÝLEGA afhenti Kraftur ehf. fyr- irtækinu JHS í Þorlákshöfn nýjan MAN-dráttarbfl. Bfllinn er af hinni nýju TG-A línu, sem kynnt var op- inberlega í mars s.l. Bfllinn er 6 hjóla með 460 hestafla vél og er mikið lagt í allan aukabúnað. Sem dæmi um búnað má nefna að í bflnum er „háþekju ökumanns- hús með 2100 mm lofthæð, rafdrif- in sóllúga, tveir svefnbekkir, ABS- bremsukerfi, Viðhalds- og eftirlitstölva, Kælibox fyrir kalda drykki og margt fleira. Þá er bfll- inn útbúinn nýrri gerð kúplingar sem er þannig að ekki þarf að stíga á kúplingspedala þegar skipt er um gír, heldur er þrýst á hnapp á gírstönginni og sama er gert þegar skipt er á milli háa og lága kassans. hefjast FJALLRÆÐUFERÐIR sumarsins hefjast laugardaginn 10. júní kl. 13.30 í Stóra-Núpsprestakalli. Þess- ar gönguferðir eru liður prestakalls- ins í tilefni af 1000 ára kristni í land- inu og eru því með trúarlegu ívafi. Gengið var 6 sinnum sumarið 1999 og stefnt er að sex göngum nú í sum- ar. Fjallræða frelsarans er lesin í köflum milli þess sem gengið er. Fyi'sta ferðin var farin sunnudag- inn 20. júní 1999 og fram undan eru sex göngur. Nú verður gengið á Hlíðarkistu í Gnúpverjahreppi með fjallræðu í farteskinu. Ferðin hefst í Steinsholti í Gnúpverjahreppi en þar var forðum kirkjustaður Gnúpverja. Væntanlega verður komið niður hjá Hlíð og séð verður um akstur til baka í bíla þá er lagt var í Steinsholti. Hlíðarkista er aílíðandi hlíð, ekki erfið viðureignar, sést víða til hennar og frábært útsýni er af sjálfri kist- unni. Fjallræðan í farteskinu hefur heimasíðu en hún er www.kirkjan.is/ stori-nupur/fjallraedan. Botnrannsdknir vegna sæstrengs til Færeyja hefjast í suraar Lagning nýs sæstrengs til að STJÓRN Landssimans samþykkti í morgun tillögu forstjóra fyrirtækis- ins um að hefja undirbúning að gerð viðskiptaáætlunar um lagningu og rekstur nýs sæstrengs, sem tengi ísland við Evrópu. Sem lið í þessu samþykkti stjórnin heimild til nauð- synlegra fjárfestinga vegna botn- rannsókna á þeirri leið sem til greina kemur fyrir streng á milli íslands og Færeyja. Síminn og færeyska síma- félagið Fproya Tele munu í sam- einingu bjóða út botnrannsóknirnar og er gert ráð fyrir því að þær geti hafizt eigi síðar en í ágúst. tryggja flutningsgetu og öryggi fjarskipta milli Islands og annarra landa hefur verið til skoðunar hjá Símanum allt frá árinu 1996, er ljóst þótti að vöxtur internetfjarskipta og annars gagnaflutnings milli landa yrði slíkur að eign Símans í sæ- strengnum CANTAT3 myndi ekki duga til langframa. Eftir viðræður við fjölda aðila í ýmsum löndum, m.a. alþjóðafyrirtæki sem leggja sæstrengi yfir Atlantshafið, hefur orðið ofan á að kanna þann kost til hlítar að leggja streng frá Seyðis- firði til Færeyja og áfram til Skot- lands, þar sem bjóðast ýmsar teng- ingar til meginlands Evrópu. Gert er ráð fyrir að niðurstöður botnrannsókna verði lagðar fyrir stjórn Símans i lok september. Verði þær jákvæðar, er mögulegt að hefja framkvæmdir við strenglagn- inguna til Færeyja að ári. Gert er ráð fyrir að nota nýja Ijósleiðara- tækni, sem gerir að verkum að flutn- ingsgeta strengsins verði margfalt meiri en alls CANTAT3, en sem stendur á Síminn um 7% í CANT- AT3. Beint fíug til Baci0 í naráur IMoregi hr. 25. júní - 3. júlí BB.BOO.- með skattum Nakkur sœtí laus / sklptfferð skógreektar- & NDRRÆNA FERÐASKRIFSTD FAN SMYHIL LINE - ICELAND REYKJAVIK Norræna ferðaskrifstofan - Smyril Line - island Laugavegur 3 • 101 Reykjavík Sfmi 562 6362 • smyril-iceland@isholf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.