Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 56
■56 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Bjöm Þorláksson fæddist í Reykja- vík 5. maí 1928. Hann lést á heimili sínu, Kaplaskjólsveg'i 93, 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans vora Þorlákur Björnsson fulltrúi hjá H. Bene- diktsson hf. í Reykja- vík, f. 6. júlí 1893, d. 27. janúar 1948, og Valgerður Einars- dóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 31. jan- úar 1895, d. 1. nóv- ember 1978. Bróðir Björns er Einar Þorláksson list- málari, f. 19. júní 1933, maki Guð- rún Þórðardóttir. Eftirlifandi kona Björns er Ellen Sigurðardóttir Waage versl- unarstjóri, f. 7. maí 1930. Foreldr- ar hennar voru Sigurður Kristinn Sigurðsson Waage, forstjóri Sani- tas hf. í Reykjavík, f. 25. des. 1902, d. 31. okt. 1976, og Kristín Helga Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1906, d. 28. aprfl 1938. Börn Björas og Ellenar eru: 1) Þorlák- ; > ur, f. 17. júlí 1955, fulltrúi í Reykjavík, maki Eraa G. Agnars- dóttir röntgentæknir. Börn þeirra eru Björn, Guðrún og Agnar. 2) Kristín Helga, f. 31. maí 1957, kvænt Lofti Ólafssyni endurskoð- anda f Reykjavík. Börn þeirra eru: EUen Birna og Ólafur Björn. 3) Sigurður Kristinn, f. 25. nóv. 1962, hagfræðingur í Reykjavík, maki Margrét Kristinsdóttir, hag- fræðingur. Böra þeirra eru Andri Þegar sumarið ætlar loks að fara að láta á sér kræla og menn hugsa sem svo að bráðum komi betri tíð þá dimmir skyndilega, Björn Þorláks- son er allur, og eftir sitjum við hníp- in. Alltaf kemur dauðinn manni í opna skjöldu, „Dauðinn er eitt af því fáa sem maður trúir ekki, kanski það eina,“ segir í Höll sumarlands- ins, það er töluvert til í því. Að Birni stóðu sterkir stofnar, hann bar þess merki og hann var einn af fulltrúum þessara vel menntuðu sjentilmanna sem eru sjaldséðir hrafnar í dag. Hann var vel greindur, einstaklega víðlesinn og vel að sér í ýmsum fræðum og mikill málamaður. Ég átti því láni að fagna að kynn- -.ast Birni er við tengdumst fjöl- skylduböndum fyrir fáeinum árum og tók hann mér strax með þeim Ijúflingshætti sem honum var eigin- legur. Hann var rólegur og dagfars- prúður maður en lá ekki á skoðun- um sínum ef honum bauð svo við að horfa og fór þá gjarnan mikinn. Hann var töluvert pólitískur, var gallharður sjálfstæðismaður og var stoltur af því. Þau skipti sem ég heyrði hann hvessa sig eitthvað að ráði og láta gamminn geisa var þeg- ar honum þótti vinstri menn vera farnir að færa sig helsti mikið upp á skaftið. Bjöm var húmoristi og tók hvorki sjálfan sig né lífið of hátíðlega, ég ^held svei mér þá að honum hafi þótt það hálfgerður brandari þegar tengdadóttir hans viðraði rauðleitar stjórnmálaskoðanir sínar í bláman- um á Kapló, en alltaf sýndi hann virðingu og kurteisi og fyrir það er honum þakkað. Björn var sannur Vesturbæingur og hélt opinberlega með KR. Hafði einhvem tíma í æsku og óvitaskap tengst öðru íþróttafélagi, hélt því ekkert á loft og var nauðugur sá kostur að halda með þeim röndóttu, enda ekki stætt á öðru þar sem hann bjó í hverfinu og börnin í KR. 4 Björn var ekki margorður um til- finningar sínar, hann var þeirrar gerðar, en hann var engu að síður hlýr og einlægur og mikill fjöl- skyldumaður. Það var augljóst hvað hann elskaði og virti Ellen konu sína, honum fannst hann eiga feg- urstu rósina. Þau voru ákaflega .glæsileg, samhent og gestrisin hjón *og sannarlega ekki í kot vísað þegar gesti bar að garði. Kristinn, Björn Ró- bert og Kristín Lilja. Stjúpsonur Björns (sonur Ellenar og fyrri ni.h. Ólafs Jó- hannssonar flug- stjóra, f. 20 sept. 1928, d. 31. jan. 1951). 4) Ólafur Jó- hann Ólafsson for- stöðumaður, f. 13. aprfl 1951, maki Sig- ríður Egilsdóttir deihlarstjóri, börn (frá fyrra hjóna- bandi með Guðlaugu Lýðsdóttur fulltrúa í Reylgavík): a) Ása Birna, maki Eiríkur Blumenstein flugvirki. Börn þeirra eru Jóhann og Sigríð- ur Elísa. b) Magnea, maki Jón Gunnar Erlingsson. Björn útskrifaðist sem lögfræð- ingur frá Háskóla íslands árið 1954. Hann starfaði hjá H. Bene- diktssyni hf. í Reykjavík frá júní 1954 til ársloka 1956. Hann var sveitarsljóri í Seltjarnarnes- hreppi frá 1. jan. 1957 til 31. des. 1959, framkvæmdastjóri hjá Sani- tas hf. í Reykjavík frá 1. jan. 1960 til 31. júlí 1979. Fulltrúi hjá Rauða krossi fslands frá 1. aprfl 1980 til 1. nóv. 1983. Björn var sérfræð- ingur í landbúnaðarráðuneytinu frá 1. jan. 1985. Hann sat í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda um árabil og í stjórn Nóa-Siríusar hf. Útför Björas Þorlákssonar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Björn ferðaðist víða og þekkti landið sitt vel, naut þess að ferðast og var óþreytandi að keyra um landið þvert og endilangt. A yngri árum voru þau Ellen oftar en ekki með tjald, prímus og fullt af börnum í farteskinu. Á síðari árum hafa sumarhúsin leyst tjaldið af hólmi og ávallt voru vinir og vandamenn aufúsugestir. Hann hafði einnig mikla ánægju af ferðalögum til ann- an-a landa og er ég ekki frá því að Mið-Evrópa hafi heillað hann hvað mest, enda þekkti hann sögu hennar eins og sína eigin og talaði tungu innfæddra nánast hvar sem hann kom. Það var gaman að setjast niður með Bimi og spjalla og var þá sama hvert umræðuefnið var, hann kunni oftar en ekki skil á því. Hann hafði nýlega fengið tölvu heim og ætlaði sér að „tæknivæðast" og taka til við þýðingar og önnur skrif þegar hann hætti að vinna og hlakkaði til þess. Örlögin urðu önnur. Ég sakna þess að hitta Björn ekki aftur í lifanda lífi og missir Ellenar er mikill en eftir situr mynd af góð- um manni. Ég votta henni, börnum þeirra, Einari bróður hans og öðr- um ættingjum samúð mína, megi allar góðar vættir vaka yfir þeim. Sigríður Egilsdóttir. I Biblíunni er ritað: „Öllu er af- mörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma, að deyja hef- ir sinn tíma, að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma.“ Nú kveð ég Björn tengdaföður minn og á fallega minningu um vel- vild og vináttu hans sem aldrei bar skugga á. Við biðjum að þér ijóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hðnd. í nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.W.) Erna. Okkur langar með örfáum orðum að minnast ástkærs mágs og svila, Björas Þorlákssonar, sem lést hinn 1. júní sl. Það er eins og hluti af manni sé slitinn burt þegar einhver svo nákominn kveður þennan heim. Kynni okkar af Birni stóðu í nær hálfa öld. Skömmu eftir að hann kynntist Ellen systur minni hóf hann störf í Sanitas og rak það fyr- irtæki ásamt mér og föður mínum, á árunum 1959-1979 og betri og ljúf- ari samstarfsaðila gat enginn maður kosið sér. Björn var góður fjöl- skyldumaður, einstaklega glæsileg- ur á velli, heilsteyptur, traustur og eitthvert mesta prúðmenni sem við höfum kynnst. Björn var áhugamaður um knatt- spyrnu og voru oft á tíðum fjörugar umræður á heimilum okkar. Björn var nefnilega Frammari og ég og Ellen Víkingar og synir Björns KR- ingar. Eins og gefur að skilja voru menn ekki alltaf sammála. Nú, þegar leiðir skiljast að sinni, kveðjum við Björn með miklum söknuði en geymum jafnframt ljúfar miningar um góðan dreng í hjarta okkar. Viljum við þakka Birni allt það sem hann gaf okkur og dætrum okkar gegnum árin. Elsku Ellen, Ólafur, Þorlákur, Kirístín, Sigurður og fjölskyldur ykkar, megi góður Guð styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. • (V. Briem) Guðrún og Sigurður S. Waage. Bjössi frændi minn lézt að morgni uppstigningardags. Hann var annar tveggja stórfrænda minna, sem bjuggu í sama húsi á Hávallagöt- unni, þegar ég ólst þar upp. Hann var jafnan fyrirmyndin og mér er minnisstætt, þegar hann varð stúd- ent og síðan lögfræðingur og svo þegar hann kvæntist - brúðkaups- veizlan var einhver sú glæsilegasta, sem ég hafði verið boðinn í. Ég var þá rétt 14 ára og fannst afskaplega mikið til um öll hátíðahöldin. Og nú er hann allur, kvaddur burt í blóma lífsins. Ég hafði raunar frétt af honum kátum og glöðum degin- um áður, svo að það var mikið reið- arslag, þegar Þorlákur sonur hans hringdi rétt fyirir hádegið á upp- stigningardag og sagði mér andlát Bjössa. Björn Þorláksson var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur og ræðinn, í hvert skipti sem ég hitti hann. Hann hafði góða kímnigáfu og sá jafnan allt það sem spaugilegt var í tilverunni. Hann var í raun einn þeirra, sem gott var að eiga að vini og vera í návist við. Ég og fjöl- skylda mín munum sárt sakna hans. Við sendum Ellen, konu hans, og börnum hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Björns Þorláks- sonar. Magnús Finnsson og fjölskylda. Birni Þorlákssyni kynntist ég fyrst í Miðbæjarbarnaskólanum fyr- ir meira en 60 árum. Þau kynni urðu að náinni og góðri vináttu, sem hald- ist hefur alla tíð og aldrei fallið á skuggi. Við vorum bekkjarbræður í barnaskóla og í Menntaskólanum í Reykjavík þaðan sem við útskrifuð- umst 1948. Björn var félagslyndur ungur maður og valdist snemma til for- ustu. Hann var umsjónarmaður síns bekkjar í menntaskóla. Við sátum saman í sex manna bekkjarráði, sem enn starfar. Nú er stórt skarð fyrir skildi. Við, sem eftir sitjum, þökkum Birni langt og gott sam- starf. Við bekkjarsystkini Björns kveðjum með söknuði. Kynni okkar Björns náðu fljót- lega út fyrir skólann. Fyrir tilstuðl- an Björns kynntist ég heilbrigðum hópi unglinga á og í nágrenni Há- vallagötu þar sem Björn bjó. Á Landakotstúninu var farið í leiki og íþróttir stundaðar og komið saman í heimahúsum. Þarna var drengjafélagið Röskir drengir stofnað 6. mars 1940. í lög- um félagsins segir að tilgangur þess sé að vinna að samstarfi og íþróttum drengja. Björn var mikill hvatamað- ur að þessu félagsstarfi og var bæði formaður og ritari félagsins. Um Röska drengi mætti skrifa langt mál. Fundir voru reglulegir og fundargerðir skráðar. Þær bera vott um festu í fundarsköpum, sem að vísu fór stundum úr böndum, þegar mönnum var heitt í hamsi. Tillögur voru margar fluttar og ýtarlega ræddar. Á fundi félagsins 13. sept- ember 1942 lagði Björn fram eftir- greinda tillögu: „Ég geri það að tillögu minni, að stjórninni verði heimilað að gefa út bráðabirgðalög án samþykkis allra félagsmanna og utan fundar. Bráðabirgðalög eru nauðsynleg og eiga menn að sætta sig við þau.“ Þetta voru viðsjálverðir tímar og ríkisstjórn landsins greip iðulega til bráðabirgðalaga. Birni þótti sjálf- sagt að stjórn Röskra drengja hefði sama rétt. Eftir miklar umræður var tillagan samþykkt. Félagið Röskii- drengir lifir enn. Fundir eru að vísu ekki eins tíðir og fyrrum og íþróttir og leikir liðin tíð en minningin um góða vini og fé- lagsskap, sem ég hygg að hafi haft mikil áhrif á okkur alla, lifir. í mars síðastliðnum héldum við hátíðlega upp á 60 ára afmæli félagsins. Þar var Björn í fullu fjöri. Skjótt skipast veður í lofti. Við vorum flestir 15 félagar í Röskum drengjum. Þrír eru fallnir frá. Ágúst Sigurðsson lést ungur af slysförum, Jósef Bjömsson lést á besta aldri og nú hefur Björn kvatt. Sem síðasti formaður Röskra drengja flyt ég fyrir hönd þeirra fé- laga, sem eftir lifa, Birni okkar hinstu kveðju með sérstöku þakk- læti fyrir góðar samverustundir. Eftir stúdentspróf skildust leiðir. Björn varð lögfræðingur og gerðist meðal annars athafnamaður í iðnaði og viðskiptum. Þá sögu munu aðrir rekja. Það veit ég, að hvar sem Björn starfaði, reyndist hann sami góði drengurinn. Við Edda vottum eiginkonu Björns, Ellen Sigurðardóttur, og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson. Mér er eiginlega ómögulegt að skrifa venjulega, hefðbundna minn- ingargrein um Björn Þorláksson -. Til þess vorum við of nánir, höfðum þekkst of lengi og verið of góðir vin- ir. Að minnast hans er eins og að upplifa bemsku sína og ævi. Samt er ekki annað hægt. Endurminningar hrúgast upp frá barnaskólaárunum, menntaskóla- og fullorðinsárum. Varla er nokkur leið að vita nákvæmlega hvenær kynni okkar hófust og skiptir enda ekki máli, því þræðirnir sem spunn- ir voru í bernsku héldu meðan báðir lifðu. Vitanlega verður fyrii'ferðarmest í endurminningunni að minnast gleði og áhyggjuleysis æsku- og uppvaxtarára. Það var mikið um að vera á þeim tíma og enn meiri um- brot í vændum. Eins og logn á und- an stormi. Vesturbærinn var að byggjast upp sunnan Túngötu og vestan Garðastrætis. Við Hólavalla- götu og Hávallagötu risu tvíbýlishús og parhús í stómm stíl. Ibúarnir voru fólk á besta aldri - þótt okkur fyndist það gamalt - með mörg börn. Vestan Hofsvallagötu, á Há- vallagötu 39, byggðu Valgerður og Þorlákur Björnsson, foreldrar Bjössa og Einars, sem var yngri bróðirinn. Við hliðina bjó Finnur Einarsson, bróðir Valgerðar. Á ská á móti bjó Ásgeir, síðar forseti, og Árni Kristjánsson píanóleikari og býr þar enn. Vestar bjuggu Har- aldur Johannessen bankagjaldkeri og Anna kona hans, föðursystir mín, með þrjú börn. Eitt þeirra er Matt- hías, skáld. Þorlákur, faðir Bjössa, var ættað- ur frá Seyðisfirði, sonur Björns hins sterka, Þorlákssonar, prests á Dvergasteini. Hann vann hjá H. Ben. og Co„ sem þá hafði skrifstof- ur við Austurvöll. Þorlákur var hlýr maður, en þögull og alvörugefinn. Finnur, móðurbróðir Bjössa, var annars eðlis. Hann hafði ekki upp- götvað kynslóðabilið og hafði létta lund. Hann hafði ánægju af að tala við okkur krakkana og síðar ungl- inga. Ég minnist á það, því að Bjössa svipaði að sumu leyti til þessa móðurbróður síns. BJORN ÞORLÁKSSON Athafnasvæði okkar Bjössa og unglinganna þarna í nágrenninu var Landakotstúnið, sem þá var talsvert stærra en nú. Það og kirkjan vora nokkurs konar miðpunktur hverfis- ins. Yfir kirkjunni réð Meulenberg biskup, vænn maður, sem var vinur okkar allra. Yfir Landakotstúni réð hinsvegar Ferdinand munkur og rak úr túninu, ef fótboltaiðkanir voru að breyta því í svað, en gætti þess vel að ná engum. Landakots- klukkurnar vora hinn opinberi tímavörður. Ferdinand hringdi þeim kl. 18 og þá var kominn tími til að fara að koma sér í matinn, enda boðuðu þær endalok vinnudags, búðum var lokað og kvöldið hófst í Reykjavík. Þetta vora í fyrstu áhyggjulitlir tímar og byrjun menntaskólaáranna breytti litlu um það. Heimsstyrjöld- in og hernámið breyttu þessu öllu. Við voram allt í einu komnir í návígi við alvöra lífsins. Þýski sendiherr- ann bjó við Landakotstúnið og her- menn vora á hverju horni. „Hernað- arskrifstofa Björns og Guðjóns" var heima hjá Bjössa og brotnir vora til mergjar pésar og bæklingar um flugvélar og beitiskip. Öllu þessu tímabili og þessu svæði gerði Matt- hías Johannessen skil í ljóðabálki sínum, Morgni í maí. Hann bjó á Hávallagötu 49 og var einn af þessu gengi. Hann var hins vegar tveimur áram yngri, þannig að hann var varla tekinn alvarlega þá. Við fylgdumst að í Menntaskólan- um. Bjössi var gerður að umsjónai-- manni, enginn gat verið á móti því. Hann var mikill námsmaður og átti sérstaklega auðvelt með tungumál og sögu. Raungreinarnar vora ann- að mál, þannig að hann fór í mála- deild og við báðir. Unglingsárin liðu og alvara lífsins tók við. Við stóðum saman fyrir framan Alþingishúsið og létum henda í okkur grjóti hinn 30. mars 1949. Hvorki þá né síðar var nokkur vafi í hugum okkar, að þá átti að gera byltingu á íslandi. Við töluðum um það síðast íyrir tveimur mánuð- um. Dauðinn birtist skyndilega, þegar Þorlákur faðir hans varð bráð- kvaddur rúmlega fimmtugur. Hann var að tala í síma við konu sína. Dauðinn barði sem sé ekki að dyr- um, hann ruddist inn í heim okkar ungmennanna. Valgerður, móðir Bjössa, var nú ein með syni sína tvo. Hún var engin venjuleg kona. Nokkur heimili á svæðinu höfðu alltaf verið opnari okkur unglingun- um en önnur. Heimili Bjössa var eitt þeirra og það breyttist ekki. Við átt- um þar athvarf og síðar á ævinni fékk ég tækifæri til að kynnast Val- gerði á nýjan leik og minnast henn- ar á svipaðan hátt og Bjössa nú. Svo skildi leiðir í háskóla og við ólík störf, en aldrei þannig að við vissum ekki hvor af öðram og vin- áttan hélst óbreytt. Afmælisdaga var minnst, oft hringt og hlegið að því, sem fýrirfólki þótti hátíðlegt eða alvarlegt. Við sátum saman við jarðarfarir bekkjarbræðra og furðuðum okkur á hvað þetta fólk, sem var að fylgja, var gamalt. Hvernig gat það verið svona miklu eldra en við? Én Bjössi gekk ekki heill til skógar. Hann vissi það og ég vissi það. Hann eyddi ekki ævidögum sínum í að fárast út af því. Það væri rangt að segja, að hann ansaði því ekki, því að það orðalag gæti bent til ábyrgðarleysis. En engan sem sá hann eða hitti hefði getað rennt grun í að heilsan væri tæp. Bjössi var mjög vinsæll maður og vinmargur, enda hafði hann ótrú- lega gott lundarfar og jafnaðargeð. I einkalífi var hann hamingjumaður og mikill fjölskyldufaðir. Ég hef orðið að sleppa mörgu, sem ég var búinn að setja á blað af endurminningum mínum um Bjössa og ég hef ekki minnst á alla vinina, sem áttu þátt í að skapa þann heim, sem var okkar. En í þann hóp, sem var í mið- og vesturbænum á þeim áram, sem um getur, hefur nú verið höggvið stórt skarð. Og það er mik- ils að sakna. Við Auður söknum vinar í stað og sendum Ellen og öðram ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Guðjón Lár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.