Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ I DAG FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 81 BRIDS ilmsjón Guðmundur Páll Arnarson ÞAD er eðlilegt að fara í fjóra spaða á spil NS, en þegar til kemur virðist von- laust að fá tíunda slaginn: Suður gefur; allir á hættu. Norður * G85 ¥ 1064 ♦ Á432 + G84 Vestur Austur + 106 +D ¥KD ¥Á9832 ♦ D1065 ♦ KG87 +KD762 +1093 Suður ♦ÁK97432 ¥G75 ♦ 9 *Á5 Vestur Norður Austur Suður - - - lspaði Pass 2spaðar Pass 4spaðar Pass Pass Pass Vestur kemur út með hjartakóng, fær kall, og spil- ar drottningunni í öðrum slag. Augljóslega á vörnin heimtingu á þremur hjarta- slögum og einum á lauf. Ör- uggasta vörnin er sú að aust- ur yfirtaki hjartadrottningu vesturs í öðrum slag og gefi makker sínum stungu. Þá getur ekkert farið úrskeiðis. En í reynd fékk vestur að eiga slaginn á hjartadrottn- ingu. Ekki má hann spila laufkóngi næst, en það virð- ist skaðlaust að trompa út. Hvemig myndi lesandinn mæta þeirri byrjun í sæti suðurs? Eina vonin er tvöfóld þvingun, en þá þarf hvort tveggja - hagstæða legu og svolitla hjálp frá vörninni. Sterkasti leikurinn er að spila litlu laufi strax. Vestur tekur á drottninguna og gæti hæglega freisast til að trompa aftur út. Og þá er spilið í húsi. Sagnhafi rúllar niður öllum trompunum og nær upp þessari endastöðu: Norður A - V - ♦ Á4 + G Vestur Austur +- +- ¥— ¥Á ♦ D10 ♦ K6 +K Suður +2 vG ♦ 9 +- +- Hér er búið að taka laufás- inn. Þegar suður spilar nú síðasta trompínu, neyðist vestur til að henda tígultíu. Þá fer laufgosi úr borði og austur þvingast síðan með hjartaás og tvo tígla. Það er lengi von og ekki síst á varnarmistökum. Vestur þarf að sjá langt til að hindra þessa þróun, en það getur hann gert með því að spila tígli þegar hann er inni á laufdrottningu. Þá rofnar sambandið við blindan og engin þvingun myndast. morgunblaðið birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrír- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síman- úmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfs- íma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Q A ÁRA afmæli. í dag, O V/föstudaginn 9. júm' verður áttræður Gunnlaug- ur Magnússon, Fellaskjóli, dvalarheimili aldraðra í Grundarfirði. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í Fellaskjóli í dag kl. 14.30. P A ÁRA afmæli. Nk. O V/ þriðjudag, 13. júní, verður fimmtugur Smári Friðjónsson, húsasmíða- meistari, Starmóa 1, Njarð- vík. Af því tilefni munu Smári og eiginkona hans, Jenný L. Lárusdóttir, taka á móti vinum og ættingjum mánudaginn 12. júní frá kl. 19 í Safnðarheimilinu í Innri-Njarðvík. fyA ÁRA afmæli. í dag, I U föstudaginn 9. júní, er sjötugur Jón Bryngeirsson, Heiðvangi 30, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Hrafn- hildur Helgadóttir. Þau eru heima í dag. Með morgun- kaffinu Ég er konan þín, hál- vitinn þinn. Sagði ég þér ekki að muna eftir gleraugunum. SKAK Umsjón llelgi Áss Grétarsson MEÐFYLGJANDI staða kom upp á ofurmótinu í Sarajevo sem lauk fyrir nokkru á milli stórmeistar- anna Alexei Shirov, svart, (2751) og Et- ienne Baerot (2594). 24...Hxc2!+ 25. Kxc2 Dxf5+ 26. Kc3 Eini reiturinn sem kóngur- inn getur farið á þar sem annars staðar hefðu örlög hvíts verið innsig- luð með mun skjótari hætti: 26.Kcl Rb3 mát og 26. Kd2 Rb3+ og hvíta drottningin fellur. 26...Re6! 27. De3 Rxf4 28.RÍ3 a5 29.Hal axb4+ 30.Kxb4 Hd8 31.Hhfl Dc2 32.Dc3 c5+ og hvítur gafst upp enda er fátt um fína drætti. í kvöld, 9.júm, kl. 20, hefst Meistaramót Hafnafjarðar og lýkur keppninni 10.6. og 11.6. Mótið er hluti af Bikar- keppninni. Svartur á leik. LJÓÖABROT HUGSAÐ HEIM Þegar sól roðar brún, gróa grænbylgjuð tún leikin ármorguns andvarakælu. Hreyfast hjarðir um ból, opnar Hulda sinn hól öllum vingjarnleg, engum til fælu. Eg er hugsaður heim, hlaupinn ómælisgeim örar tímanum, ei gat hans beðið: Þvi ég vitja þess varð, hvað sé vaknað í garð, út í móunum hvernig sé kveðið. Stephan G. Stephansson. STJÖRIVUSPA eftir Frances Drake TVIBURAR Afmælisbam dagsins: Þú ert fordómalaus og sanngjarn og leitast við að sjá þaðjákvæða ímönnum ogmálefnum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Sjálfsgagnrýni er af hinu góða en á sér þó sín takmörk. Þú veist hvar þú getur best nýtt hæfileika þína svo leggðu kapp við að rækta þá. NdUt (20. apríl - 20. maí) Til þín eru gerðar miklar kröfur úr öllum áttum og nú er svo komið að þú verður að vega þær og meta því að öðr- um kosti er þín eigin velferð í húfi. Tvíburar t ^ (21.maí-20.júní) Aa Þótt þú sért ftillur af krafti og viljir drífa í hlutunum geturðu ekki ætlast til þess að aðrir séu sama sinnis. Sýndu því skilnmg en haltu þig við þínar áætlanir. Krabbi (21.júní-22.júlí) Þeir eru margir sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og þar sem þér svíður misréttið ættir þú að leggja hönd á plóg og berjast fyrir málstað þeirra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Láttu það ekki koma þér í opna skjöldu þótt félagamir fari þess á leit við þig að þú veitir liði ykkar forystu. Þú ert vel að heiðrinum kominn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (SU> Gefðu umhverfi þínu gaum og gleymdu ekld heldur að rækta garðinn þinn að innan sem ut- an. Það gefur lífinu gildi að vera glaður og gleðja aðra um leið. (23. sept. - 22. okt.) ra Fróðleiksfýsnin hefur náð tökum á þér svo láttu einskis ófreistað til að svala henni þótt nú sé sumar og sól. Allir hafa gott af því að vikka út sjóndeildarhring sinn. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það getur verið gaman að koma öðrum á óvart svona stundum ef menn bara fara ekki yfir strikið því þá er bet- ur heima setið en af stað farið. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) (HiO Ekki eru allir á einu máli varðandi breytingar á vinnu- staðnum svo það er nauðsyn- legt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4MP Þú hefur setið tímunum sam- an yfir einhverju sem hefur valdið þér miklum heilabrot- um. Ýttu því til hliðar um stund því sá tími kemur að þú öðlist skilning. Vatnsberi f . (20. jan. -18. febr.) Oft var þörf en nú er nauðsyn á að þú gerir eitthvað fyrir sjálfan þig til að lyfta þér upp andlega sem líkamlega. Láttu það ganga fyrir öðru. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhverjar glæringar eru í loftinu svo þú skalt hafa hægt um þig og segja sem minnst. Sá tími kemur að þú munt geta sagt hug þinn allan. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár at þessu tagi eru ekki byégðar a traustum grunni vísmdalegra staðreynda. FRÉTTIR Sigríður Þérðardóttir, til vinstri, og Dögg Pálsdóttir við afhendingu gjafarinnar. Gjöf til styrktarsjóðs Umhyggju NÝLEGA afhenti Sigríður Þórð- ardóttir Styrktarsjóði Umhyggju peningagjöf að upphæð ein milljón króna. Fyri’verandi formaður Um- hyggju, Dögg Pálsdóttir, veitti gjöfinni viðtöku á heimili Sigríðar að viðstöddum börnum hennar. Gjöf Sigríðar er til minningar um foreldra hennar, hjónin Þórð Ól- afsson, kaupmann og útgerðar- mann og frú Ingibjörgu Björns- dóttur, húsfreyju og systur hennar, Ásgerði Þórðardóttur. Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, þakkar af al- hug höfðinglega gjöf Sigríðar og hlýhug og velvilja sem henni fylg- ir, segir í fréttatilkynningu. Styrktarsjóður Umhyggju var stofnaður fyrir liðlega þremur ár- um. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til foreldra langveikra barna sem lenda í fjárhagserfið- leikum vegna veikinda barna sinna. Sjóðurinn tók formlega til starfa fyrr á þessu ári og hefur nú þegar veitt foreldrum tíu lang- veikra barna styrki. Nánari upp- lýsingar um Styrktarsjóð Um- hyggju eru veittar á skrifstofu félagsins, Mannhæðinni, Lauga- vegi 7, Reykjavík. !j^| í Hveragerði I Bjarni Jónsson, listmálari, 1 hefur opnað sína árlegu sýningu á litlum olíu- og vatnslitamyndum. Sýningin verður opin fram á annan í hvítasunnu. útsölumarkadur í dag og á morgun - opið ki. 12-19 báða dagana. Flott hjól, ný og notuð. Fullorðins- og barnahjól. Mikið úrval af þríhjólum. Verð frá 1000 kr. Sími 697 3602. Vönduð ný sófasett - 1-2-3. Margar tegundir, margir litir. Aðeins eitt verð, 129.000 kr. Sími 696 1415. Köllunarklettsvegi (Vesturgarðar), á bak við Kassagerðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.