Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 69 -
starfaði hann að iðn sinni fyrir fé-
lagið. Hann sat í stjórn félagsins
en hafði engin afskipti af fjármál-
um þess og fullyrðir að hann hefði
ekki haft hugmynd um að fyrir-
tækið skuldaði neina vörsluskatta.
Hann spurðist fyrir um stöðu fjár-
mála hjá félaginu og fékk þau svör
að allt væri í lagi. Pað hafi ekki
verið fyrr en löngu eftir að hann
var hættur afskiptum af fyrirtæk-
inu, löngu var búið að taka félagið
til gjalþrotaskipta og loks rann-
sókn hafin hjá skattyfirvöldum, að
hann hafi verið upplýstur um van-
skilin. Er og ekki að sjá að inn-
heimtumaður ríkissjóðs hafi gert
neinn reka að innheimtu vanskila-
gjaldanna, þrátt fyrir meint ára-
löng vanskil fyrirtækisins.
Skjólstæðingur minn, sem sam-
kvæmt þessu gerði sér enga grein
fyrir því að hann hefði nokkuð af
sér gert og er sómakær fjölskyldu-
maður, var dæmdur í 45 daga skil-
orðsbundið fangelsi, og til að
greiða kr. 3.300.000,- í sekt innan 4
vikna frá dómsuppsögu, en sæta
ella fangelsi í 75 daga!
Skuldafangelsi
Fésektir í málum sem þessum
eru yfirleitt svo háar að aðeins er á
færi efnamanna að greiða þær.
Hinir efnaminni eru settir í fang-
elsi til þess að sitja af sér sektirn-
ar. Yar vilji til þess að taka upp á
ný skuldafangelsi á íslandi? Mér
er það mjög til efs að menn hafi al-
mennt gert sér grein fyrir þessum
harkalegu afleiðingum löggjafar-
innar.
Ríkisbókhald
ekki gegnsætt
Meðal mikilvægustu sönnunar-
gagna í málum af þessu tagi eru
útskriftir úr ríkisbókhaldi um
álögð gjöld og innborganir. Oftar
en ekki eru þetta þau gögn sem
ákæra er byggð á hvað fjárhæðir
varðar og eru málin oft mjög flókin
tölulega. Vanskilatímabil geta ver-
ið löng og mjög miklar hreyfingar
á reikningum. Fyrirtækin, sem um
ræðir, eru oft löngu gjaldþrota
þegar komið er að rannsókn og
ákæru í þeim, og bókhaldsgögn
þeirra því ekki aðgengileg. Petta
þekkja allir vel sem að þessum
málum koma. Af hálfu skjólstæð-
ings míns var því haldið fram í
máli þessu að framlögð gögn úr
bókhaldi ríkisins hafi alls ekki ver-
ið skýr og glögg, m.a. um það
hvernig greiðslum gjaldanda var
ráðstafað, sem gat skipt sköpum
fmrAttalus
piasthúðun
- Allur véla- og lækjabúnaður
- Vönduð vara - góð verð
UMRÆÐAN
fyrir þá. Ríkisbókhaldið uppfylli
því alls ekki m.a. kröfur bókhalds-
laga um gagnsæi og skýrleika.
Sökum þessa var því miður ails
ekki hægt að vera viss um að
skuldin sem ákært var út af hafi í
raun verið rétt.
Hvernig á löggjöf
um þessi efni að vera?
Ég er þeirrar skoðunar að refsi-
lög eiga að vera þannig úr garði
gerð, að þau krefjist ásetnings til
brots eða stórfellds gáleysis til
þess að til refsingar komi. Þessu er
hægt að lýsa svo, að krafa sé gerð
til þess að mönnum sé kunnugt um
það þegar þeir brjóta af sér.
Lögin eiga og að gefa dómurum
svigrúm til þess að meta hvert til-
felli fyrir sig þannig að viðurlög
verði í samræmi við atvik máls og
allar kringumstæður. Pessi lög
uppfylla ekki þessi skilyrði, heldur
skylda þau dómara til að dæma
menn „á línuna" til þess að greiða í
sekt sem lágmark tvöfalda og allt
að tífalda þá upphæð, sem hlutafé-
lag skilar ekki til innheimtumanns
Ríkissjóðs, eða fara ella í skulda-
fangelsi. Að minnsta kosti þarf að
nema á brott úr löggjöfinni lág-
markssektina. Fáir vilja af því vita
að fólk sem veit ekki til þess að
hafa nokkuð af sér gert, þurfi að
sæta fangelsi. Ein helsta krafa
réttarríkis er sú að menn séu ekki
dæmdir saklausir í fangelsi. Ég fæ
ekki annað séð en að í raun sé
þessi mikilvæga grunnregla brotin
hér á landi að því leyti sem að
framan hefur verið rakið.
Höfundur er lögmaður í Reykjavík.
AZINC
Menopause
—^ Sérstök blanda bætiefna:
• Þorskalýsi
• Kvöldvorrósarolía
• Soja lecitin
• Kalk
Fæst í apótekum -Betakarotfn
Arkopharma
■ E-vftamfn
•Zink
Dæmi um gæði
www.m bl.l is
Alltafferskt
H '\Wl : 'éf ■ I 1
• SP ^ J 7« * I tót 1 if/ J
w?-' .
A Wk
iJll
9 % . 1 1 4 v|
ÉffTú -VWm W Sl'''^rs4r & . ka^n>ar rfMBMtlr
/ , Wj M1 j 1 # , JÉí^tÍPÉÉí Éá[