Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 47 .
hafa víðtæk umhverfísáhrif að mati Landsvirkjunar
ði undir vatn
ám breytist
ihnúk fremri og myndað miðlunarlón virkjunarinnar, svonefnt Hálslón. Aðal-
þvert yfir syðsta hluta Dimmugljúfra vestan í Kárahnúk fremri.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar og Ragnheiður Ólafsdóttir,
umhverfisstjóri Landsvirkjunar, lögðu áherslu á það á fréttamannafundi í
gær, að almenningi, samtökum og stofnunum gæfíst kostur á að koma á
framfæri athugasemdum allan þann tíma sem unnið verður að mati á um-
hverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar.
Landsvirkjun kynnir tillögu að
áætlun um mat á umhverfisáhrifum
Kár ahnúkavirkj unar
Ahersla á samráð
og vinnu fyrir
opnum tjöldum
Landsvirkjun kynnti 1 gær tillögu að áætlun
um mat á umhverfisáhrifum Kárahnúka-
virkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar
segjast leggja mikinn metnað í að vinna að
þessu verkefni fyrir opnum tjöldum og í
samráði við stofnanir, hagsmunasamtök, fé-
lög og almenning frá upphafi matsferilsins.
sé að með tilkomu Hálslóns muni
heiðagæsabyggðum verða sökkt.
Enn fremur kemur fram í skýrsl-
unni að grunnvatnsstaða gæti hækkað
umhverfis miðlunarlónin og valdið
myndun linda í nágrenni þeirra og
haft áhrif á gróðurfar.
Áhrif á 2 þúsund km2 vatnasvæði
I skýrslu Landsvirkjunar segir að
Kárahnúkavirkjun og Hraunaveita
muni hafa áhrif á vatnasvæðum Jök-
ulsár á Dal, Jökulsár í Fljótsdal og
Kelduár eða á allt að 2.000 ferkfló-
metra svæði. Áhrifin verði mest efst
og neðst á vatnasviðum ánna, þ.e. á
hálendinu og úti við strönd Héraðs-
flóa.
„Verulega dregur úr vatnsmagni í
Jökulsá á Dal. Neðan stíflu verður hún
bergvatnsá nema þegar lónið er fullt.
Rennsli minnkar í Jökulsá í Fljótsdal
frá Eyjabökkum niður að Valþjófs-
stað, Kelduá og þverám hennar, svo
og í Hölkná, Grjótá, Laugará, Bessa-
staðaá og lítillega í Hrafnkelsá. Hið
lálendisins
að á einhverja aðstöðu eða upp-
byggingu fyrir ferðafólk, t.d. í nám-
unda við aðalstífluna.
• Nokkrar breytingar verða á
verndarsvæðum, einkum á Eyja-
bakkasvæðinu.
• Vegna hærri stíflu við Kára-
hnúka en gert var ráð fyrir í svæðis-
skipulagi Miðhálendisins verður
Hálslón stærra en gert hafði verið
ráð fyrir á kostnað friðlýstra svæða,
m.a. í Kringilsárrana, sem er
friðlýstur.
• Veitur úr Fljótsdal, Hraunum
og Giisárvötnum/Bessastaðaá og
vegagerð tengd þeim hafa áhrif á
flokkinn almenn verndarsvæði þar
sem ekki var gert ráð fyrir þessum
veitum í svæðisskipulagi.
sama á við um ýmsar ár sem falla af
Hraunum. Rennsli í ám mun minnka
mikið og fossar munu dvína eða
hverfa,“ segir í matsáætluninni.
Ár sem vaxa
„Vatnsmagn mun aukast í Jökulsá í
Fljótsdal/Lagarfljóti. Jafnframt kann
svifaur að aukast í fljótinu. Utan Eg-
ilsstaða er fyrirhugað að dýpka og
víkka farveg Lagarfljóts á nokkrum
stöðum til að auka flutningsgetu ár-
innar án þess að til vatnsborðshækk-
unar þurfi að koma. Athuga þarf hvort
svipaðra aðgerða er einnig þörf á
svæðinu neðan við Lagarfoss og frá
væntanlegu stöðvarhúsi í Norðurdal í
Fljótsdal að Lagarfljóti.
Lagt verður mat á áhrif á landslag,
ferðamennsku, rof, aurburð, fersk-
vatn, gróður, dýralíf o.fl. vegna ofan-
greindra breytinga og lagðar verða til
mótvægisaðgerðir.
Aðgengi dýra að ákveðnum svæðum
(hreindýr, kindur o.fl) breytist vegna
breytingar á vatnsmagni í ám og verða
Kárahnúkavirkjun
með veitu úr
Jökulsá í Fljótsdal
Vatnasvið 241 Okm2
Meðalrennsli 143 m3/s
Hálslón
Flatarmál 57 km2
Yfirfallshæð 625 m y.s.
Miðlun 2095 Gl
Lægsta vatnsborð 550 m y.s.
Vesturstífla
Mesta hæð 32 m
Lengd 1045 m
Rúmmál 1440103m3
Austurstífla
Mesta hæð 54 m
Lengd 875 m
Rúmmál 3030 1 03 m3
Kárahnúkastífla
Mesta hæð 185 m
Lengd 753 m
Rúmmál 8480103m3
Vatnsvegir
Aðrennslisgöng 40 km
Þvermál 7,2 m
Göng frá Eyjabökkum 8 km
Þvermál 6,8 m
Fallgöng 400 m
Þvermál 5-6 m
Heildarfallhæð 592 m
Raunafl virkjunar 680 MW
Orkugeta 5000 GWh/ár
1
athuguð öll hugsanleg áhrif á ferðir
dýranna og sjúkdóma sem dýrin
kunna að bera með sér.
Einnig verður lagt mat á hitastig
vatns og lofts vegna veitu Jökulsár á
Dal yfir til Jökulsár í Fljótsdal," segir
í skýrslunni.
Strandrof við Héraðs-
flóa gæti aukist
Talið er Ijóst að með virkjun Kára-
hnúka muni framburður í Jökulsá á
Dal verða afar lítill neðan stíflu. Talið
er líklegt að helstu áhrifin verði m.a.
þau að strandrof við Héraðsflóa gæti
aukist og að eitthvað af grónu landi
hverfi.
Meta á hve mikið rof gæti orðið
vegna þessa. Einnig er talið hugsan-
legt að minni aurburður geti haft áhrif
á lífríki sjávar í Héraðsflóa og verða
áhrif þess einnig metin.
Vegagerð og endur-
bætur á vegum
Lagt verður mat á áhrif mannvirkja
á umhverfið bæði á framkvæmdastigi
og á rekstrarstigi fyrirhugaðrar virkj-
unar.
Ráðgerðar eru verulegar endur-
bætur á vegum í innanverðum Fljóts-
dal til að auka burðarþol þeirra fyrir
væntanlegum þungaflutningum og á
virkjunarsvæðinu þarf að leggja vegi
inn að öllum stíflustæðum á fram-
kvæmdatíma. Verður þeim jafnframt
eitthvað haldið við þegar kemur að
viðhaldi á mannvirkjunum síðar meir,
að því er segir í matsáætluninni.
Fyrirhugað er að leggja um 20 kfló-
metra langan veg frá Laugafelli um
Tungu að Kárahnúkum. Ekki er ljóst
á þessu stigi hvar þessi vegur mun
liggja nákvæmlega en hluti þessa
svæðis, frá Kárahnúkum að Tungu, er
sæmilega vel þekktur frá vistgerðar-
rannsóknum Náttúrufræðistofnunar,
að því er fram kemur í matsáætlun-
inni.
Jákvæð áhrif
á ferðamennsku
„Virkjunarframkvæmdirnar koma
væntanlega til með að hafa jákvæð
áhrif á ferðamennsku því umferð
ferðamanna um virkjunarsvæðið mun
líklega aukast talsvert með bættu að-
gengi og vegna umræðu um svæðið í
fjölmiðlum. Þetta gæti aftur haft nei-
kvæð áhrif á náttúrulegt umhverfi.
Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar á
landslag mun einnig hafa áhrif á „úti-
vistargildi" svæðisins. Einhver hluti
ferðamanna kemur til með að líta á
virkjunina með útlit og mikilfengleika
mannvirkja í huga á meðan sjónarmið
annarra lúta að neikvæðum breyting-
um á náttúru svæðisins. í matsskýrsl-
unni verður fjallað um þessar jákvæðu
og neikvæðu hliðar ferðamennsku og
allar hugsanlegar leiðir til að vernda
náttúruna fyrir óæskilegum áhrifum,“
segir í matsáætlun Landsvirkjunar.
Aðrir virkjunarkostir
líka skoðaðir
Tekið er sérstaklega fram í tillögu-
gerð Landsvirkjunar að auk þeirrar
tilhögunar virkjunar við Kárahnúka
sem stefnt er að verði aðrir kostir til
orkuöflunar vegna fyiirhugaðs álvers
í Reyðarfirði einnig skoðaðir. Þessir
kostir felist í að Jökulsá á Dal og Jök-
ulsá í Fljótsdal verði virkjaðar hvor í
sínu lagi.
Hugsanlega verði skoðuð svokölluð
tilhögun 2, sem felst í gerð Kára-
hnúkavirkjunar án veitu frá Jökulsá í
Fljótsdal og Fljótsdalsvirkjun með
Eyjabakkamiðlun og Hraunaveitu og
tilhögun 3, þar sem Jökulsá á Dal
verði virkjuð í eigin farvegi í fjórum
þrepum og samhliða verði Jökulsá í
Fljótsdal virkjuð. Fram kom í máli
Sigurðar Arnalds, verkefnisstjóra
Hönnunar hf., á fréttamannafundi
Landsvirkjunar í gær að þessi kostur
væri þó talinn mun dýrari en sú virkj-
analeið sem nú er stefnt að við Kára-
hnúka.
AT á umhverfisáhrifum
Kárahnúkavirkjunar
verður langstærsta verk-
efni við umhverfismat
vegna stórframkvæmda sem ráðist
hefur verið í hér á landi. Þetta kom
fram í máli Friðriks Sophussonar, for-
stjóra Landsvirkjunar, á fréttamanna-
fundi í gær. Þar lagði fyrirtækið fram
og kynnti tillögu að áætlun um mat á
umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkjun-
ar, sem ná mun yfir stórt landsvæði allt
frá Vatnajökli og til sjávar í Hérað-
sflóa.
Athugasemdir hafðar til hliðsjón-
ar frá upphafi matsferilsins
Gert er ráð fyrir umfangsmikilli
vinnu við mat á umhverfis-
áhrifum strax í sumar og
hefur Landsvirkjun ákveð-
ið að kalla strax frá upphafi
eftir athugasemdum við til-
löguna sem hafa á til hlið-
sjónar við gerð endanlegrar matsáætl-
unar til Skipulagsstofnunar í lok þessa
mánaðar.
Mat á umhverfisáhrifum Kára-
hnúkavirkjunar fer fram í samræmi
við nýsett lög frá Alþingi um mat á um-
hverfisáhrifum, sem tóku gildi 6. júní
sl. Forsvarsmenn Landsvirkjunar
sögðu í gær að í ýmsum atriðum hefði
fyrirtækið ákveðið að ganga lengra en
gerðar væru kröíúr um í lögunum, s.s.
við kynningu og samráð, með það að
markmiði að taka á öllum þeim þáttum
sem snerta umhverfið vegna virkjun-
arframkvæmdanna.
Lögðu þeir sérstaka áherslu á að
hafa eins mikið samráð og mögulegt er
við almenning, Skipulagsstofnun og
umsagnaraðila á meðan matsskýrslan
erívinnslu.
Sænskt fyrirtæki veitir
sérfræðiráðgjöf við matið
Landsvirkjun hefur ákveðið að óska
eftir ábendingum og athugasemdum
frá almenningi, áhugamannasamtök-
um og umsagnaraðilum allan þann
tíma sem matið stendur yfir.
Fyrirtækið hefur fengið alþjóðlegan
ráðgjafa að verkinu, sænska fyrirtækið
VBB-VIAK, sem býr að langri reynslu
af mati á umhverfisáhrifum. Er
markmiðið með þeirri ráðgjöf m.a. að
tryggja að matsvinnan standist alþjóð-
legan samjöfnuð og reglur, að því er
fram kom í máli Friðriks.
Ráðgjafarhópur og nokkrir
faghópar myndaðir
Landsvirkjun er framkvæmdaraðili
verkefnisins en Hönnun hf. mun ann-
ast verkefnisstjórn og ritstjórn skýrslu
um matið. Myndaður hefur verið sér-
stakur verkefnis- og ráðgjafahópur
sem fær það verkefni að skilgreina
áhrifasvæði virkjunarinnar og hvaða
áhrifa megi vænta. I honum eru Ragn-
heiður Olafsdóttir, umhverfisstjóri
Landsvirkjunar, Einar Þórarinsson,
hjá Náttúrugripasafninu í Neskaup-
stað, Amþór Garðarsson frá Líffræð-
istofnun HI og Hákon Aðalsteinsson,
Orkustofnun.
Sérstakir faghópar hafa
einnig verið myndaðir en
þeir eiga að annast vinnu
við sjálft matið. Verða þeir
undir stjórn Náttúrufræði-
stofnunar, Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen hf., Landmótunar ehf. og
sænska fyrirtækisins VBB-VIAK.
Matsskýrslunni verði lokið
í mars árið 2001
Stefnt er að því að matsskýrslunni
verði lokið í mars á næsta ári og skv.
tímaáætlunum sem stuðst er við er
gert ráð fyrir úrskurði Skipulagsstofn-
unar í júní 2001. Gerð útboðsgagna
vegna framkvæmdanna geti hafist þá
um sumarið og stefnt er að því að fram-
kvæmdir hefjist sumarið 2002. Gang-
setja á virkjunina ef allar áætlanir
ganga eftir sumarið 2006.
Landsvirkjun mun senda fjölda
stofnana, samtaka og félaga tillögu
sína að matsáætlun og óska eftir um-
sögnum þeirra. Þá hefur verið opnuð
sérstök heimasíða (www.karahnuk-
ar.is), þar sem upplýsingar um gang
verkefnisins verða birtar og tekið við
ábendingum eða athugasemdum.
Kynningarfundur á Egilsstöðum
Einnig hefur verið ákveðið að kynna
tillöguna á almennum borgarafundi i
Valaskjálf á Egilsstöðum fimmtudags-
kvöldið 15. júní, klukkan 20. Þar munu
fulltrúar Landsvirkjunar og Hönnunar
hf. fjalla um hvernig staðið verður að
mati á umhverfisáhrifum og um virkj-
unarframkvæmdimar sjálfar.
Ætla að ganga
lengra en kraf-
ist er í lögum