Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 47 . hafa víðtæk umhverfísáhrif að mati Landsvirkjunar ði undir vatn ám breytist ihnúk fremri og myndað miðlunarlón virkjunarinnar, svonefnt Hálslón. Aðal- þvert yfir syðsta hluta Dimmugljúfra vestan í Kárahnúk fremri. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar og Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, lögðu áherslu á það á fréttamannafundi í gær, að almenningi, samtökum og stofnunum gæfíst kostur á að koma á framfæri athugasemdum allan þann tíma sem unnið verður að mati á um- hverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar. Landsvirkjun kynnir tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum Kár ahnúkavirkj unar Ahersla á samráð og vinnu fyrir opnum tjöldum Landsvirkjun kynnti 1 gær tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum Kárahnúka- virkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar segjast leggja mikinn metnað í að vinna að þessu verkefni fyrir opnum tjöldum og í samráði við stofnanir, hagsmunasamtök, fé- lög og almenning frá upphafi matsferilsins. sé að með tilkomu Hálslóns muni heiðagæsabyggðum verða sökkt. Enn fremur kemur fram í skýrsl- unni að grunnvatnsstaða gæti hækkað umhverfis miðlunarlónin og valdið myndun linda í nágrenni þeirra og haft áhrif á gróðurfar. Áhrif á 2 þúsund km2 vatnasvæði I skýrslu Landsvirkjunar segir að Kárahnúkavirkjun og Hraunaveita muni hafa áhrif á vatnasvæðum Jök- ulsár á Dal, Jökulsár í Fljótsdal og Kelduár eða á allt að 2.000 ferkfló- metra svæði. Áhrifin verði mest efst og neðst á vatnasviðum ánna, þ.e. á hálendinu og úti við strönd Héraðs- flóa. „Verulega dregur úr vatnsmagni í Jökulsá á Dal. Neðan stíflu verður hún bergvatnsá nema þegar lónið er fullt. Rennsli minnkar í Jökulsá í Fljótsdal frá Eyjabökkum niður að Valþjófs- stað, Kelduá og þverám hennar, svo og í Hölkná, Grjótá, Laugará, Bessa- staðaá og lítillega í Hrafnkelsá. Hið lálendisins að á einhverja aðstöðu eða upp- byggingu fyrir ferðafólk, t.d. í nám- unda við aðalstífluna. • Nokkrar breytingar verða á verndarsvæðum, einkum á Eyja- bakkasvæðinu. • Vegna hærri stíflu við Kára- hnúka en gert var ráð fyrir í svæðis- skipulagi Miðhálendisins verður Hálslón stærra en gert hafði verið ráð fyrir á kostnað friðlýstra svæða, m.a. í Kringilsárrana, sem er friðlýstur. • Veitur úr Fljótsdal, Hraunum og Giisárvötnum/Bessastaðaá og vegagerð tengd þeim hafa áhrif á flokkinn almenn verndarsvæði þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum veitum í svæðisskipulagi. sama á við um ýmsar ár sem falla af Hraunum. Rennsli í ám mun minnka mikið og fossar munu dvína eða hverfa,“ segir í matsáætluninni. Ár sem vaxa „Vatnsmagn mun aukast í Jökulsá í Fljótsdal/Lagarfljóti. Jafnframt kann svifaur að aukast í fljótinu. Utan Eg- ilsstaða er fyrirhugað að dýpka og víkka farveg Lagarfljóts á nokkrum stöðum til að auka flutningsgetu ár- innar án þess að til vatnsborðshækk- unar þurfi að koma. Athuga þarf hvort svipaðra aðgerða er einnig þörf á svæðinu neðan við Lagarfoss og frá væntanlegu stöðvarhúsi í Norðurdal í Fljótsdal að Lagarfljóti. Lagt verður mat á áhrif á landslag, ferðamennsku, rof, aurburð, fersk- vatn, gróður, dýralíf o.fl. vegna ofan- greindra breytinga og lagðar verða til mótvægisaðgerðir. Aðgengi dýra að ákveðnum svæðum (hreindýr, kindur o.fl) breytist vegna breytingar á vatnsmagni í ám og verða Kárahnúkavirkjun með veitu úr Jökulsá í Fljótsdal Vatnasvið 241 Okm2 Meðalrennsli 143 m3/s Hálslón Flatarmál 57 km2 Yfirfallshæð 625 m y.s. Miðlun 2095 Gl Lægsta vatnsborð 550 m y.s. Vesturstífla Mesta hæð 32 m Lengd 1045 m Rúmmál 1440103m3 Austurstífla Mesta hæð 54 m Lengd 875 m Rúmmál 3030 1 03 m3 Kárahnúkastífla Mesta hæð 185 m Lengd 753 m Rúmmál 8480103m3 Vatnsvegir Aðrennslisgöng 40 km Þvermál 7,2 m Göng frá Eyjabökkum 8 km Þvermál 6,8 m Fallgöng 400 m Þvermál 5-6 m Heildarfallhæð 592 m Raunafl virkjunar 680 MW Orkugeta 5000 GWh/ár 1 athuguð öll hugsanleg áhrif á ferðir dýranna og sjúkdóma sem dýrin kunna að bera með sér. Einnig verður lagt mat á hitastig vatns og lofts vegna veitu Jökulsár á Dal yfir til Jökulsár í Fljótsdal," segir í skýrslunni. Strandrof við Héraðs- flóa gæti aukist Talið er Ijóst að með virkjun Kára- hnúka muni framburður í Jökulsá á Dal verða afar lítill neðan stíflu. Talið er líklegt að helstu áhrifin verði m.a. þau að strandrof við Héraðsflóa gæti aukist og að eitthvað af grónu landi hverfi. Meta á hve mikið rof gæti orðið vegna þessa. Einnig er talið hugsan- legt að minni aurburður geti haft áhrif á lífríki sjávar í Héraðsflóa og verða áhrif þess einnig metin. Vegagerð og endur- bætur á vegum Lagt verður mat á áhrif mannvirkja á umhverfið bæði á framkvæmdastigi og á rekstrarstigi fyrirhugaðrar virkj- unar. Ráðgerðar eru verulegar endur- bætur á vegum í innanverðum Fljóts- dal til að auka burðarþol þeirra fyrir væntanlegum þungaflutningum og á virkjunarsvæðinu þarf að leggja vegi inn að öllum stíflustæðum á fram- kvæmdatíma. Verður þeim jafnframt eitthvað haldið við þegar kemur að viðhaldi á mannvirkjunum síðar meir, að því er segir í matsáætluninni. Fyrirhugað er að leggja um 20 kfló- metra langan veg frá Laugafelli um Tungu að Kárahnúkum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvar þessi vegur mun liggja nákvæmlega en hluti þessa svæðis, frá Kárahnúkum að Tungu, er sæmilega vel þekktur frá vistgerðar- rannsóknum Náttúrufræðistofnunar, að því er fram kemur í matsáætlun- inni. Jákvæð áhrif á ferðamennsku „Virkjunarframkvæmdirnar koma væntanlega til með að hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku því umferð ferðamanna um virkjunarsvæðið mun líklega aukast talsvert með bættu að- gengi og vegna umræðu um svæðið í fjölmiðlum. Þetta gæti aftur haft nei- kvæð áhrif á náttúrulegt umhverfi. Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar á landslag mun einnig hafa áhrif á „úti- vistargildi" svæðisins. Einhver hluti ferðamanna kemur til með að líta á virkjunina með útlit og mikilfengleika mannvirkja í huga á meðan sjónarmið annarra lúta að neikvæðum breyting- um á náttúru svæðisins. í matsskýrsl- unni verður fjallað um þessar jákvæðu og neikvæðu hliðar ferðamennsku og allar hugsanlegar leiðir til að vernda náttúruna fyrir óæskilegum áhrifum,“ segir í matsáætlun Landsvirkjunar. Aðrir virkjunarkostir líka skoðaðir Tekið er sérstaklega fram í tillögu- gerð Landsvirkjunar að auk þeirrar tilhögunar virkjunar við Kárahnúka sem stefnt er að verði aðrir kostir til orkuöflunar vegna fyiirhugaðs álvers í Reyðarfirði einnig skoðaðir. Þessir kostir felist í að Jökulsá á Dal og Jök- ulsá í Fljótsdal verði virkjaðar hvor í sínu lagi. Hugsanlega verði skoðuð svokölluð tilhögun 2, sem felst í gerð Kára- hnúkavirkjunar án veitu frá Jökulsá í Fljótsdal og Fljótsdalsvirkjun með Eyjabakkamiðlun og Hraunaveitu og tilhögun 3, þar sem Jökulsá á Dal verði virkjuð í eigin farvegi í fjórum þrepum og samhliða verði Jökulsá í Fljótsdal virkjuð. Fram kom í máli Sigurðar Arnalds, verkefnisstjóra Hönnunar hf., á fréttamannafundi Landsvirkjunar í gær að þessi kostur væri þó talinn mun dýrari en sú virkj- analeið sem nú er stefnt að við Kára- hnúka. AT á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkjunar verður langstærsta verk- efni við umhverfismat vegna stórframkvæmda sem ráðist hefur verið í hér á landi. Þetta kom fram í máli Friðriks Sophussonar, for- stjóra Landsvirkjunar, á fréttamanna- fundi í gær. Þar lagði fyrirtækið fram og kynnti tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum Kárahnúkavirkjun- ar, sem ná mun yfir stórt landsvæði allt frá Vatnajökli og til sjávar í Hérað- sflóa. Athugasemdir hafðar til hliðsjón- ar frá upphafi matsferilsins Gert er ráð fyrir umfangsmikilli vinnu við mat á umhverfis- áhrifum strax í sumar og hefur Landsvirkjun ákveð- ið að kalla strax frá upphafi eftir athugasemdum við til- löguna sem hafa á til hlið- sjónar við gerð endanlegrar matsáætl- unar til Skipulagsstofnunar í lok þessa mánaðar. Mat á umhverfisáhrifum Kára- hnúkavirkjunar fer fram í samræmi við nýsett lög frá Alþingi um mat á um- hverfisáhrifum, sem tóku gildi 6. júní sl. Forsvarsmenn Landsvirkjunar sögðu í gær að í ýmsum atriðum hefði fyrirtækið ákveðið að ganga lengra en gerðar væru kröíúr um í lögunum, s.s. við kynningu og samráð, með það að markmiði að taka á öllum þeim þáttum sem snerta umhverfið vegna virkjun- arframkvæmdanna. Lögðu þeir sérstaka áherslu á að hafa eins mikið samráð og mögulegt er við almenning, Skipulagsstofnun og umsagnaraðila á meðan matsskýrslan erívinnslu. Sænskt fyrirtæki veitir sérfræðiráðgjöf við matið Landsvirkjun hefur ákveðið að óska eftir ábendingum og athugasemdum frá almenningi, áhugamannasamtök- um og umsagnaraðilum allan þann tíma sem matið stendur yfir. Fyrirtækið hefur fengið alþjóðlegan ráðgjafa að verkinu, sænska fyrirtækið VBB-VIAK, sem býr að langri reynslu af mati á umhverfisáhrifum. Er markmiðið með þeirri ráðgjöf m.a. að tryggja að matsvinnan standist alþjóð- legan samjöfnuð og reglur, að því er fram kom í máli Friðriks. Ráðgjafarhópur og nokkrir faghópar myndaðir Landsvirkjun er framkvæmdaraðili verkefnisins en Hönnun hf. mun ann- ast verkefnisstjórn og ritstjórn skýrslu um matið. Myndaður hefur verið sér- stakur verkefnis- og ráðgjafahópur sem fær það verkefni að skilgreina áhrifasvæði virkjunarinnar og hvaða áhrifa megi vænta. I honum eru Ragn- heiður Olafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, Einar Þórarinsson, hjá Náttúrugripasafninu í Neskaup- stað, Amþór Garðarsson frá Líffræð- istofnun HI og Hákon Aðalsteinsson, Orkustofnun. Sérstakir faghópar hafa einnig verið myndaðir en þeir eiga að annast vinnu við sjálft matið. Verða þeir undir stjórn Náttúrufræði- stofnunar, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Landmótunar ehf. og sænska fyrirtækisins VBB-VIAK. Matsskýrslunni verði lokið í mars árið 2001 Stefnt er að því að matsskýrslunni verði lokið í mars á næsta ári og skv. tímaáætlunum sem stuðst er við er gert ráð fyrir úrskurði Skipulagsstofn- unar í júní 2001. Gerð útboðsgagna vegna framkvæmdanna geti hafist þá um sumarið og stefnt er að því að fram- kvæmdir hefjist sumarið 2002. Gang- setja á virkjunina ef allar áætlanir ganga eftir sumarið 2006. Landsvirkjun mun senda fjölda stofnana, samtaka og félaga tillögu sína að matsáætlun og óska eftir um- sögnum þeirra. Þá hefur verið opnuð sérstök heimasíða (www.karahnuk- ar.is), þar sem upplýsingar um gang verkefnisins verða birtar og tekið við ábendingum eða athugasemdum. Kynningarfundur á Egilsstöðum Einnig hefur verið ákveðið að kynna tillöguna á almennum borgarafundi i Valaskjálf á Egilsstöðum fimmtudags- kvöldið 15. júní, klukkan 20. Þar munu fulltrúar Landsvirkjunar og Hönnunar hf. fjalla um hvernig staðið verður að mati á umhverfisáhrifum og um virkj- unarframkvæmdimar sjálfar. Ætla að ganga lengra en kraf- ist er í lögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.