Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Spegill fjöl- skyldulífsins Morgunblaðið/Halldór B Runólfss. Stúlka í Reykjavík, frá 1971, eftir Louisu Matthiasdóttur. MYNDLIST II a I' n a r b o r g, Hafnarfirði MÁLVERK-LOUISA MATTHÍASDÓTTIR; LELAND & TEMMA BELL Til 3. júlí. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. FJÖLSKYLDAN Louisa, Leland og Temma upplifði það merkilega ástand að vera móðir, faðir og dóttir í listinni og fjalla hvert um hitt í mynd- um sínum. Hina einstæðu nálægð hvers þeirra í myndum hinna mætti kalla raunverulegt þema sýningar- innar. Þegar þau Louisa og Leland ákváðu að halda sig við fígúratíva tjáningu í stað þess að ganga abstraktlistinni á hönd var eins og sú ákvörðun þjappaði þeim enn frekar saman. Svo virðist sem þessi umskipti í af- stöðu Louisu og Leland til abstrakt- listarinnar hafi orðið um 1950 því í fyrstu landlegu sinni á Islandi árið 1946 var Leland Bell enn ákafur tals- maður abstraktlistarinnar, en nokkr- um árum síðar mun hann hafa verið búinn að snúa við blaðinu. Einn helsti kostur sýningarinnar í Hafnarborg hvað Louisu áhrærir er hve stór hluti af framlagi hennar er frá þeim árum þegar hún var í örri og afgerandi mótun. Það verður að segjast að þó það væri ekki nema fyrir þær sakir þá er sýningin óvenju skarplega valin ogupplýsandi. Hið kostulega kemur nefnilega á daginn að Louisa var mun fljótari til en eiginmaður hennar að átta sig á hinum nýja krafti í bandarísku mál- verki eftirstríðsáranna. Leland Bell hélt mun lengur tryggð við Parísar- skólann ef marka má myndir hans í Hafnarborg. Hann er skyldari Jean Hélion og forvera Hélion, Suzanne Valadon, en nokkrum bandarískum meistara nema ef vera kynni Grace Hartigan, en merkilegt nokk, þá eru þau Leland Bell jafnaldrar. Það er Ljóðalestur í verslun GARY Palen les ljóð í verslun- inni 12 tónar, á homi Baróns- stígs og Grettisgötu, í dag, föstudag, kl. 17. Hann mun flytja eigin verk með hjálp ásláttarhljóðfæra. Gary Palen er fæddur í Kan- ada árið 1941 og er sérfræðing- ur í taugasálfræði. Hann hefur komið fram víða um heiminn, en undanfarin þrjú ár hefur hann dvalið mikið á Islandi við íyrirlestra og tónleikahald. Ný bók • MEÐ brest íboga er Ijóðabók eft- ir Maríu Skagan. Bókin hefur að geyma 53 ljóð, en bókina tileinkar hún fóstursystur sinni, Sigríði K. Lister. María Skagan er fædd á Berg- þórshvoli í Land- eyjum árið 1926. Þetta er hennar fimmta ljóðabók. María Skagan pærfyrrieru Eldfuglinn, 1977, í brennunni, 1983, Draumljóð, 1986 og Ég ligg og hlusta, 1994. Hún hefur gefið út skáldsöguna Að hurðarbaki, 1972, Stóri vinningurinn, 1979 og Kona á hvítum hesti, 1979. Bókin erprentuð íPrentsmiðj- unni Odda. auðvitað hin afgerandi dökka útlína sem umlykur flest form í myndum Leland Bell sem setur svo sterkt mark á málverk hans. Vissulega voru sterkar en mjúkar útlínur einnig einkennandi íyrir myndir Louisu á ofanverðum fimmta áratugnum, en litaval hennar var allt- af mun bjartara en eiginmannsins. Gulir og gulhvítir litir settu sterkan svip á málverk hennar allt þar til hún hvarf frá skýrt afmörkuðum teikni- stíl fimmta áratugarins til mun mal- erískari vinnubragða og lausari pens- ildrátta um miðjan sjöttta áratuginn. Leland Bell hélt sig hins vegar við teiknistílinn og jafna litaáferð. Lit- rænt er hann einnig töluvert ólíkur samlöndum sínum, hvað þá heldur Louisu konu sinni. Satt best að segja mætti ætla að Leland Bell hefði orðið fyrir töluverðum áhrifum af íslensk- um málurum því litaspjald hans er ósjaldan náskylt dempuðum skala Snorra Arinbjarnar. Það má vera að þetta sé ofætlað, því svipað litaspil má vissulega finna í franskri málaralist, allt aftur til Mat- isse, Picasso og Rouault. Það breytir því þó ekki að bláir litir og brúnir eru mun nær þeim demp- aða stíl sem einkenndi íslenska list en ameríska. Louisa - öðru nær - virðist hafa þróast undurhratt burt frá öllu íslensku litaspili sem einkenndi verk hennar á stríðsárunum. Ólíkt eigin- manni sínum varð hún fyrir sterkum áhrifum frá abstrakt-expressjónis- manum á öndverðum sjötta áratugn- um. Bersýnilega var það de Kooning, fremur en Hofmann, sem hreif Lou- isu á þessum árum. Sólbaðsmyndim- ar af Leland og Temmu tala sínu máli. Ahrifa Hofmann - sem var kennari Louisu á seinni hluta stríðs- áranna - fór ekki að gæta að ráði á litaval hennar fyrr en hún sneri sér að íslensku landslagi upp úr miðjum sjöunda áratugnum. Reyndar kemur glöggt fram ferlið frá hinu lausa handbragði til endur- nýjaðrar formfestu síðar meir. Þetta er vissulega hrífandi ferli sem rekja má frá myndinni af „Lee í sólbaði", frá 1955 - en hún er til í fleiri útgáfum - til „Maju á Akureyri", frá 1970, og margrómuðu „Stúlkunnar í Reykja- vík“, frá 1971. Það er greinilegt að á þessu fimmtán ára ferli mótast Lou- isa sem sjálfstæður og kraftmikill listmálari. Hið eina sem maður sakn- ar af þeim hluta sýningarinnar sem lýtur að þróun Louisu eru gipshaus- amir og brjóstmyndirnar, sem meðal annars voru til sýnis í Schoelkopf- galleríinu, árið 1969. Það hefði vissu- lega gefið fylltari mynd af portr- ettgerð hennar að hafa nokkur stykki af þessum ágætu höggverkum, eink- um vegna þess að milli máluðu portr- ettmyndanna á sýningunni og gips- hausanna eru náin tengsl. Þáttur Temmu í salnum á jarðhæð Hafnarborgar er býsna áhugaverður. Hann sýnir að dóttir þeirra Lee og Úllu, eins og hjónin voru gjaman kölluð í góðra vina hópi, fýlgir for- eldrum sínum fast eftir, án þess þó að vera beint mótuð af stíl þeirra. Vissu- lega gætir sveigðra og mjúkra pens- ilfara Louisu, einkum í eldri myndum Temmu, en eftir því sem nær dregur okkar tíma sést að hún fer algjörlega sínar eigin leiðir í listinni. Reyndar er hið ágæta verk hennar „Yfir garðinn og inn til hrútanna", frá 1997, mun nær íslensku litavali - þótt myndin sé eflaust máluð í New York-ríki - en flestar af íslenkum landslagsmynd- um móður hennar. Sjálfsmynd með Úllu, frá 1988, eftir Temmu Bell. Þegar Temmu tekst best upp þræðir hún eitthvert einlægt og full- komlega tilgerðarlaust einstigi milli einfaldrar yfirlitsmyndar og bemskrar heimssýnar. Aðumefnd mynd hennar af bandarísku sveita- landslagi kemst á sinn hátt býsna nærri því að sameina táknmyndastíl Klee og Miró án þess að nokkuð í handbragðinu sé frá þeim fengið. Það er einmitt þegar Temma er hvað lausust undan áhrifum foreldra sirma sem hreinn og beinn málarastíll hennar blómstar hvað best. Prýðileg sýningarskrá fylgir sýn- ingunni í Hafnarborg. Hún hefur að geyma margar fagrar litmyndir, ásamt þremur textum um hvem listamannanna, eftir þá Aðalstein Ingólfsson, Jed Perl og Nicolas Fox Weber, en þeir eru allir listfræðing- ar. Frómt frá sagt þá er texti Aðal- steins sá eini sem hefur eitthvert vægi, enda reynir hann að benda okk- ur á óvænta hlið á listakonunni. Hinir textamir em vægast sagt of léttvæg- ir og engan veginn samboðnir þeim Lee og Temmu. Astæðan er væmnin, sem hefur tilhneigingu til að elta bandaríska skríbenta eins og gamall draugur. En þetta em vissulega smá- munir við hliðina á verkunum, sem í heild gefa góða og gagnlega mynd af þessari ágætu listmálarafjölskyldu. Halldór Björn Runólfsson Andlit með hatt MYNDLIST Listhús Reykjavfk MÁLVERK JÓN BALDVINSSON Opið virka daga 11-18. Laugardaga 11-16. Sunnudaga 14-17. Til 11. júní. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Jón Baldvinsson hefur þá sér- stöðu meðal íslenzkra myndlistarmanna að leita helst að myndefnum með fulltingi fantasíunnar. Drauma, ímyndana og hugaróra, sem eiga sér rætur í hinu yfirskilvitlega, sjálfur er hann guð- spekingur af lífi og sál með ríka tilfinningu fyrir náttúrasköpunum og mannlegu eðli yfirhöfuð. Jón hóf nokkuð seint skipulegt nám í myndlist og mun útskrifaður úr fagurlistaskóla San Francisco borgar, líkt svo mörgum íslendingum, sem leituðu á tímabili nær jafn stíft á þær slóðir og aðrir til Hollands. Nú þekki ég lítið til skólans né and- rúmsins á þeim listaslóðum, einungis af afspurn og lesið mér sitthvað til, en þeim mun betur til Hollands svo og Evrópu allrar. Frelsið í Hollandi var meira en víða annars staðar á áram áður, en nú vilja fáir kannast við þetta tímabil sem fæddi af sér eina íjallið á þeim flötu slóðum, samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu, en veit ekki fullkom- lega hvernig þeir vestan hafs útlista er svo er komið frelsið í San Francisco á svipuðu tíma- skeiði. Hins vegar liggur fyrir að ekki hentaði öll- um þetta frelsi og sumir þurftu meiri leiðsögn og aðhald en þeir fengu, einkum þeir sem voru þrosk- aðri að áram. í litskrúðugu mannhafi stórborg- anna þróast eðlilega fjölþættari viðhorf til lífsins en meðal örþjóðar við ystu höf og sést alltof mörg- um yfir það. Dæmi hafa menn mörg um listamenn sem hafa ílenst í Bandaríkjunum, ekki eða full seint snúið til baka, mjög nærtækt hvað okkar eigin Nínu Sæ- mundsson áhrærir, sem einmitt lifði á líkum slóð- um en nær Hollywood. Þeir sem betur era inni í málum þekkja sögu George Grosz, sem hafði hasl- að sér völl sem einn beinskeyttasti myndlistar- maður Evrópu er hann flúði Þýskaland og settist að í New York, en náði þar aldrei fótfestu. Var þó merkilega trúr næsta umhverfi í sköpunarathöfn- um sínum, líkt og Nína, myndheimur hans þá að sjálfsögðu allt annar en fyrram í Evrópu. Aðrir, sem vora fullkomlega rótfestir evrópskum við- horfum og snéru fljótlega til baka eftir heimstyrj- öldina síðari lögðu hins vegar grannin að því stór- veldi í myndlist sem Bandaríkin era í dag. Vísa til þessa fyrir þá sök að ýmislegt leitaði á hugann við skoðun sýningarinnar, einkum hve byggingu verka Jóns er iðulega ábótavant þrátt fyrir námsferilinn, en slíku má auðveldlega kippa í liðinn með markvissri grannþjálfun. Eins og að kenna stafróf og málfræðireglur, nema menn séu nævistar að eðlisfari og þá ber að varast það. Engu að síður er auðséð að Jón leitast við að ná jafnvægi á myndfletinum, en það er bara ekki hans sterka eðlisbundna hlið, mun frekar hin óþvingaða bernska kennd sem hann á þó ekki allt- Lgósmynd/Bragi Ásgeirsson Jón Baldvinsson, Andlit á hiið. af jafn gott með að nálgast, eins og streitist á móti. En þegar birtingarmynd hennar opinberast er hann í fremstu röð slíla-a á landinu svo sem í sum- um fuglamyndunum, og þar er tilfinning hans fyr- ir litunum á köflum sláandi, kemur einkar vel fram í myndinni, Hugmynd um rauðan fugl (36), Annars sækja andlitsmyndirnar helst á að þessu sinni og þá einkum, Andlit á hlið (34) þar sem listamaðurinn hittir beint í mark. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.