Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.06.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GAGNA- FLUTNINGAR INYRRI skýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu, kom fram, að fyrirtæki á landsbyggðinni hefðu takmarkaða möguleika í fjar- og gagnavinnslu vegna þess að kostnað- ur við gagnaflutninga um ljósleiðarakerfi Landssímans væri svo hár. í skýrslunni kemur fram, að munur á mán- aðargjöldum fyrir notkun leigulínu geti verið rúmar 200 þúsund krónur á milli fyrirtækja í Reykjavík og á Akur- eyri og stofnkostnaður sé rúmlega 150 þúsund krónum hærri á Akureyri. Bjarni Þór Þórólfsson, forstöðumaður nýsköpunar- og markaðssviðs Atvinnuþróunarfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku, að þótt tæknin væri fyrir hendi víða úti um land, væri ljósleiðaraþjónusta Lands- símans svo dýr, að ekki væri forsvaranlegt fyrir fyrirtæki að nýta sér hana. Síðan sagði Bjarni Þór: „... ef þetta er síðan orðin umfangsmikil starfsemi, sem krefst tenginga eins og Frame Relay eða leigulínu, verður verðmunurinn fyrst og fremst mikill. ... Ef flytja á verkefni út á lands- byggðina úr Reykjavík er þetta orðin stór tala, þegar menn fara að reikna út hversu fýsilegur sá flutningur geti verið.“ Þegar Morgunblaðið leitaði til Ólafs Þ. Stephensen, talsmanns Landssímans, eftir skýringum á þessum verð- mun sagði hann, að verðlagning á leigulínum Landssímans til gagnaflutninga yrði að taka mið af raunkostnaði og sá kostnaður, hvort heldur vegna fjárfestinga eða rekstrar stofnlínukerfis, væri háður fjarlægðum. Því væru takmörk sett hvaða heimildir væru til að innheimta sama verð fyrir gagna- flutningsþjónustu á löngum línum og stuttum. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, að ráðuneyti hans leitaði nú leiða til þess að jafna kostnað vegna gagnaflutninga. Ráðherr- ann sagði síðan: „Þarna er auðvitað úr mjög vöndu að ráða að verðleggja þessa þjónustu. Afstaða mín almennt til málsins er að við verðum að finna leið til þess, að fyrirtæki og einstaklingar geti nýtt sér tölvutæknina, margmiðlun- artæknina og náttúrlega sjónvarpssendingar hvar sem er á landinu án þess að það sé óviðráðanlegur kostnaðarmun- ur því samfara.“ Ekki skal dregið í efa, að Landssíminn hafi efnisleg rök fyrir sinni afstöðu. En jafnframt er ljóst af þeim upp- lýsingum, sem fram koma í skýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, að hin nýja net- og tölvutækni mun nýtast landsbyggðinni skammt, ef ekki verður breyting á þeim verðmun, sem er á milli fyrirtækja á suðvesturhorninu og utan þess svæðis vegna gagnaflutninga. Morgunblaðið hefur áður og ítrekað lýst þeirri skoðun, að Netið geti orðið lykill að nýrri byggðastefnu. Það er al- veg ljóst, að vegna þess, að margvíslegur annar kostnaður getur verið mun lægri á landsbyggðinni en á Reykjavík- ursvæðinu, getur verið hagkvæmt fyrir fyrirtæki að flytja ákveðna starfsemi út á land. Ef verðmunur vegna gagna- flutninga er hins vegar svona mikill er jafnljóst, að það hagræði hverfur fyrir fyrirtækin. Það er augljóslega eitt stærsta mál landsbyggðarinnar nú um stundir, að lausn verði fundin á þessum vanda. Sú lausn má hins vegar ekki byggjast á gamaldags styrkja- kerfi heldur verður að leita annarra leiða. Miðað við þær upplýsingar, sem fram hafa komið hjá Landssímanum, sýnist augljóst, að ríkisstjórnin og sam- gönguráðherra dragi saman þær upplýsingar, sem áreið- anlega eru til hjá Landssímanum, sem máli skipta í þessu samhengi og birti þær opinberlega. Á undanförnum árum hafa margvísleg ný sjónarmið komið til sögunnar, sem hafa breytt viðhorfum á ýmsum sviðum. Þegar rætt er um flutningsleiðir vegna gagnaflutninga er þeim oft líkt við samgöngukerfi þjóða og sú samlíking notuð, að um eins konar vegakerfi sé að ræða. Það er mismunandi mikill kostnaður við að leggja vegi um landið og arðsemi þeirra framkvæmda er misjafnlega mikil. Þannig er augljóst, að hún er margfalt meiri á þétt- býlissvæðum en í dreifbýli. Nú erum við að vísu ekki með vegagjöld nema þau gjöld, sem tekin eru t.d. í Hvalfjarð- argöngum. Litið hefur verið á samgöngukerfið sem lykil- þátt í atvinnulífi þjóðarinnar og að þjóðin öll eigi að hafa jafnan aðgang að vegakerfinu, hvar svo sem fólk er búsett. Ef eitthvað er hæft í því að líkja megi flutningakerfi nets og tölvu við vegakerfi má spyrja hvers vegna sömu sjónar- mið eigi ekki við um þetta nýja vegakerfi og hið gamla? Virkjunarframkvæmdir vegna Kárahnúkavirkjunar Stór landsvæ og rennsli í Framkvæmdir vegna Kárahnúkavirkjunar munu hafa víðtæk umhverfisáhrif. Allt að 57 ferkílómetrar lands hverfa undir Hálslón og er hluti þess á náttúruminjaskrá. Vatns- rennsli í Jökulsá í Fljótsdal mun aukast en minnka í Jökulsá á Dal. Ómar Friðriksson kynnti sér matsáætlun Landsvirkjunar. FYRIRHUGUÐ Kárahnúka- virkjun og veita írá Jökulsá í Fljótsdal mun hafa margvís- leg og víðtæk áhrif á um- hverfið allt frá Vatnajökli og til sjávar í Héraðsflóa að því er fram kemur í matsáætlun Landsvirkjunar, sem kynnt var í gær. Þar er lýst á hvaða umhverfis- og framkvæmdaþætti lögð verður áhersla í endanlegri skýrslu fram- kvæmdaraðila um mat á umhverfis- áhrifum Kárahnúkavirkjunar. 650-700 MW virkjun Afl virkjunarinnar verður á bilinu 650-700 MW með 1.900-2.100 G1 miðl- un. Virkjunarsvæðið, að meðtalinni veitu frá Jökulsá í Fljótsdal, nær frá stöðvarsvæðinu neðan við Hólsbjarg í Fljótsdal suður um Fljótsdalsheiði að stíflusvæðum við Fremri Kárahnúk og þaðan að Brúarjökli. Auk þessa eru svonefnd Hraun hluti virkjunarsvæð- isins. Gert er ráð fyrir að bæði Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal verði virkj- aðar með stíflum og jarðgöngum í einni virkjun með stöðvarhúsi neðan- jarðar við mynni Norðurdals í Fljóts- dal. Jökulsá á Brú verður stífluð við Kárahnúk fremri og myndað miðlun- arlón virkjunarinnar, svonefnt Háls- lón. Aðalstífla Hálslóns verður þvert yfir syðsta hluta Dimmugljúfra vestan í Kárahnúk fremri. Kárahnúkastífla verður um 185-190 metra há og 760- 780 metra löng og er nú gert ráð fyrir að Hálslónið verði allt að 57 ferkíló- metrar að stærð og er hluti þess svæð- is á náttúruminjaskrá, að því er fram kemur í matsáætlun Landsvirkjunar. Vatni veitt um löng jarðgöng Tvær svonefndar hjástíflur verða einnig reistar, Austurstífla, sem verð- ur 50-55 metra há og 850-900 metra löng og Sauðárdalsstífla, sem verður 30-35 metrar á hæð og 1.000-1.200 metra löng. Jökulsá í Fljótsdal verður stífluð neðan við Eyjabakkafoss og vatni úr henni veitt um jarðgöng inn í að- rennslisgöng Kárahnúkavirkjunar. Þá verður vatni af Hraunum veitt til Jök- ulsár í Fljótsdal og auk þess á að veita vatni af svæðinu norðan Snæfells inn í gögnin. Samkvæmt áætlunum Landsvirkj- unar er gert ráð fyrir að gerðar verði veitur á eftirfarandi stöðum: Hraunaveita, sem mun ná austur að vatnaskilum milli Sultarranaár og Hamarsár. Um verður að ræða nokkr- ar stíflur og tvö veitugöng, samtals 11 km. löng, þar sem vatni er veitt frá Sultarranaá, Fellsá, Ytri-Sauðá, Grjótá og Kelduá að lóni við Jökulsá í Fljótsdal. í öðru lagi verður gerð svonefnd Jökulsárveita, sem verður gerð með um 1 km. langri og um 40 metra hárri stíflu í farvegi Jökulsár í Fljótsdal. Áætlað er að um 600 þúsund rúm- metra fyllingu þurfi í gerð hennar og verður vatni veitt eftir um 11 km. löngum göngum frá Jökulsá í Fljóts- dal að tengingu við meginaðrennslis- göngin inn Fljótsdalsheiði. Þá er fyrirhuguð gerð veitu norðan Snæfells, en með henni er vatni úr Grjótá og Hölkná veitt til Laugarár með stíflum og skurðum. Frá Laugará er vatninu svo veitt inn í veitugöng Jökulsárveitu milli Þrælaháls og Sauðafells. Loks er gert ráð fyrir svonefndri Bessastaðaárveitu, sem gerð verður með stíflu í Bessastaðaá rétt neðan við Gilsárvötn, og að veita henni um vötn- in og stuttan skurð að inntaki í að- rennslisgöng Kárahnúkavirkjunar. Myndun lóna hefur margvísleg áhrif á gróður og dýralíf I matsáætlun Landsvirkjunar er tekið fram að nokkur landsvæði muni hverfa undir uppistöðulón og breyt- ingar verði á rennsli og eðli vatnsfalla neðan við stíflur. Til að meta helstu áhrif á náttúru og umhverfi ætlar Landsvirkjun að nota svokallaða „vinsun", sem er aðferð sem hefst snemma á matsferlinum. Tilgangurinn er sá að skilgreina helstu umhverfisþætti sem gera má ráð fyrir að almenningur og sérfræð- ingar veiti mikla athygli svo hægt sé að lýsa líklegum áhriftim fyrirhugaðra framkvæmda. „Myndun lóna hefur áhrif á bæði gróður og dýralíf. Áhrif á landslag (sjónræn áhrif) þarf einnig að athuga. Aurburður í ám neðan stíflanna mun breytast þar sem hluti aursins sem áð- ur barst niður árnar til strandarinnar mun falla fyn- til botns, aðallega í lón- unum. Áhrifa framkvæmdarinnar á lónasvæðunum verður lýst í mats- skýrslunni í samræmi við ofangreind umhverfisáhrif. Einnig verða lagðar til mótvægisaðgerðir,“ segir í mats- áætlun Landsvirkjunai’. GERA þarf ýmsar breytingar á svæðisskipulagi Miðhálendis Islands vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnúkavirkjun. Landsvirkj- un telur líklegt að áhrifin á svæðis- skipulagið verði eftirfarandi: • Svæðisskipulag Miðhálendis gerir ráð fyrir Kárahnúkavirkjun og veitu úr Jökulsá í Fljótsdal án þess að tilhögun veitunnar sé útfærð og sýnd á skipulagsuppdrætti. • Hálslón verður nokkru stærra en ráð hafði verið gert fyrir í svæð- isskipulaginu vegna hærri stíflu við Kárahnúka og tilfærslu á stíflustæði Sauðárdalsstíflu. • Veita af Hraunum bætist við þar sem ekki lá fyrir á vinnutíma svæðisskipulags að mögulegt væri Jökulsá á Brú verður stífluð við Kár< stífla Hálslóns verður ] Hálslón verður langstærst uppi- stöðulóna á svæðinu og mun þekja allt að 57 km. landsvæði, eins og fyrr seg- ir. Er hluti þessa svæðis friðlýst og á náttúruminjaskrá. ,Áhrifasvæði lónsins, einkum vegna jarðvegsrofs og áfoks, gæti orðið stærra. Á öðrum lónsstæðum (tengd- um Grjótár-, Hölknár-, Laugarár-, Gilsái-, Jökulsár- og Hraunaveitum) er gróflega áætlað að um 20 km2 lands fari undir vatn. Land sem fer undir Hálslón og um- hverfi þess er mjög fjölbreytt. Landið er að stórum hluta vel gróið og hluti þess er mikilvægt beitar- og burðar- svæði hreindýra. I Lindum og við Sauðárfoss er jarðhitasvæði og þá er heiðagæsavarp meðfram Jökulsá á þessu svæði. Áhrif á aðrar dýrateg- undir, t.d. kindur og refi, verða einnig athuguð," segir í matsáætlun Lands- virkjunar. Þar kemur og fram að meta þurfi þéttleika fugla á völdum svæðum í Hálslónsstæði þar sem fyrirsjáanlegt að tengja hana Kárahnúkavirkjun. • Gangaleið frá Kárahnúkum til Fljótsdals breytist vegna veitu frá Jökulsá í Fljótsdal og Hraunum. • Virkjunarframkvæmdir leiða almennt til styrkingar vegakerfís án þess að hafa bein áhrif á landnotk- un. Jafnan er gert ráð fyrir veg- tengingu yfir stiflustæði. • Vinnuvegir vegna framkvæmda kalla væntanlega á nýja vegteng- ingu yfir nyrsta hluta Vesturöræfa, milli Sauðafells og Kárahnúka. • Sauðárdalsstífla kallar á til- færslu slóða í austurhlíðum Hvann- stóðsfjalla. • Virkjunarframkvæmdir hafa ekki bein áhrif á landnotkun, en bætt aðgengi gæti hugsanlega kall- Vinnuferill fyrir mat á umhverfisáhrifum K 2000 Tillaga 8. júní 2000 A M J J X s o N Tillaqa að matsáætlun i Blaðamannafundur 7. iúní B Kynninq á matsáætlun EH Matsáætlun send Skipulaqsstofnun Umfjöllun Skipulaqsstofnunar (4 vikur) Kynninq Skipulaqsstofnunar Úrvinnsla rannsókna Vinna við matsskýrslu Dröq að matsskýrslu kynnt, óskað eftir athugas. Matsskýrsla send Skipulaqsstofnun Umfjöllun Skipulagsstofnunar (2 vikur) Skipulaqsstofnun auglýsir matsskýrslu (6 vikur) Kynninq á framkvæmd og matsskýrslu Úrskurður Skipulagsstofnunar (4+2 vikurj Svör við athugasemdum (1 vika) Breyta þarf skipulagi ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.