Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 ÞOR HF Ármúla 11- Btml SB8-1BOO Þar sem garðáhöldin fást SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGAEKKI. • PASSAIGÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDAST (SLENSKT VEÐURFAR. • AUDVELDAR (UPPSETNINGU. .ÖDfROGGÓÐURKOSTUR. i Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. r ALFABORG Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755 UMRÆÐAN Enn skerðir R-listinn þjónustu SVR Bíltæki Pú færð ekkert betra Ármúla 38,108 Reykjivík, Sími: 588-5010 Þ JÓNUSTU SKE RÐING og fargjaldahækkanir hafa einkennt stefnu R-listans í almenningssam- göngum Reykjavíkur. A sex ára valdatíma nú- verandi borgarstjóra hefur þjónusta Strætis- vagna Reykjavíkur ver- ið skert ár frá ári og fargjöld hækkað langt umfram verðlag. Fögur fyrirheit R-listans um bætta þjónustu og fjölgun farþega hafa ekki ræst og á sama tíma og borgarbúum fjölgar, fækkar farþeg- um SVR. Eftir stendur glansmynd R-listans af þjónustu SVR, sem ósp- art er haldið að borgar- búum í fjölmiðlum og innantóm slagorð um að gera eigi strætó að raunhæfum val- kosti við einkabílinn. Á síðasta ári fækkaði farþegum SVR um 5% og rekstrarmarkmið fyrirtækisins hafa ekki náðst þrátt fyrir 25% hækkun al- mennra fargjalda á síðasta ári. Stöðuga fækkun farþega SVR undanfarin ár má ekki síst rekja til misráð- inna breytinga R-list- ans á leiðakerfi SVR en flestar hafa þær haft þjónustuskerð- ingu i för með sér. Nú heggur R-listinn enn í sama knérunn en um mánaðamótin tóku gildi breytingar á leiðakerfi SVR, sem hafa enn frekari þjón- ustuskerðingu í för með sér fyrir farþega. Eins og áður voru breytingarnar keyrðar í gegn af borgarfulltrúum R-listans, sem telja kjósendum trú um að þeir séu nú- tímalegir, beiti nýjum lausnum og vilji efla almenningssamgöngur svo vitnað sé beint í þá sjálfa. Skulu nú taldar upp nokkrar breytingar sem gerðar voru á leiðakerfinu um mán- aðamótin og getur þá hver dæmt fyr- ir sig hvort með þeim sé verið að gera þær að raunhæfum valkosti við einkabílinn eins og borgarstjóri heldur gjarnan fram. Þjónustuskerðing R-listans. Klukkutímatíðni um kvöld og helgar Um áratugaskeið hefur sú regla gilt hjá SVR að vagnar aki á 30 min- útna tíðni á kvöldin og um helgar en R-listinn telur greinilega að slík þjónusta sé of rífleg. Nú hefur ferð- Kjartan Magnússon Samgöngur Síendurteknir frasar borgarstjóra um almenningssamgöngur, segir Kjartan Magnússon, verða æ grátbroslegri eftir því sem þjónustu SVR hrakar. um á leið 7 verið fækkað um helming á kvöldin og um helgar og gengur vagninn því á klukkustundarfresti í stað hálftíma áður. Þjónusta SVR í Hlíðahverfi var skert verulega í fyrra þegar leið 7 var tekin af Eski- hlíð en nú er gengið lengra með því að setja vagninn á klukkutímatíðni. Komið hefur í ljós að R-listinn hefur svipaða þjónustuskerðingu á fleiri leiðum til skoðunar. Skert þjónusta Leið 14 ekur nú ekki lengur um Snorrabraut og kemur það m.a. nið- ur á þeim sem ætla frá Hlemmi að Landspítalanum. Farþegum SVR er hins vegar bent á að nota þjónustu annars fyrirtækis eða leið 140 hjá Al- menningsvögnum bs. til að komast þessa leið. Það er heldur snautlegt og lýsir metnaði R-listans í almenn- ingssamgöngum að treyst skuli á að fyrirtæki í eigu nágrannasveitarfé- laganna bæti farþegum SVR um- rædda þjónustuskerðingu. Þá hefur leið 9, Hlemmur-Hálsar, verið stytt verulega. Leiðin ekur nú einungis frá Ártúni um Hálsahverfi hluta úr degi eða milli kl. 7-9 og 16- 19. Hún fer því ekki frá Hlemmi og ekur ekki lengur um Laugarnes- hverfi og Kleppsholt eins og áður. Leið 14 gegnir mikilvægu hlut- verki við íbúa Grafarvogs og nýjustu hverfi borgarinnar; Rimahverfi, Engjahverfi, Víkm-hverfi og Staða- hverfi. Með breytingunni tekur vagn 14 nú á sig krók á leið sinni að Hlemmtorgi með tilheyrandi óþæg- indum fyrir farþega. Þá kemur vagn- inn ekki lengur við á Grensásstöð og það dregur m.a. úr tengslum þessar- ar skiptistöðvar við Kringluna og Hlemm. Leið 115 hefur árum saman gegnt hlutverki hraðleiðar milh Lækjar- torgs og Grafarvogshverfa. Með breytingunni er leiðin slegin af sem hraðleið því nú er vagninn látinn stansa á öllum biðstöðvum og að auki látinn aka aukakrók um Vesturbæ. Grafarvogsbúar hafa því ekki lengur hraðleið. Með breytingunum hefur akstri á leiðum 10, 11 og 112 verið hætt á laugardögum og þar með er dregið verulega úr þjónustu við íbúa í Árbæ og Breiðholti. Svari því hver fyrir sig hvort of- antaldar breytingar séu til þess fallnar að fjölga farþegum SVR og efla almenningssamgöngur í borg- inni. Staðreyndin er sú að á valda- tíma R-listans hefur leiðakerfi SVR látið verulega á sjá og öll hverfi borgarinnar hafa orðið fyrir þjón- ustuskerðingu. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað þreytist borgar- stjóri hins vegar ekki á að mæra al- menningssamgöngur og klifa á mik- ilvægi þess að efla þær. Það eru ekki ný tíðindi að orð og efndir fari illa saman hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur en síendurteknir frasar henn- ar um almenningssamgöngur verða æ grátbroslegri eftir því sem þjón- ustu SVR hrakar. Höfundur er borgarfulltrúi og situr ístjórn SVR.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.