Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árþúsundaverkefni Hafnarfj ar ðarbæj ar Morgunblaðið/Golli Krýsuvík er háhitasvæði og má þar finna fjölmarga litfagra og bullandi hveri. Sumardagskrá í Krýsuvík Morgunblaðið/Gíolli Jón Halldór Jónasson ferðmálafulltrúi og Marín Hrafnsdóttir menning- arfulltrúi bera hitann og þungann af verkefninu. ÞRJÁ sunnudaga í sumar, 11. júní, 16. júlí og 20. ágúst, verður boðið upp á sérstaka dagskrá í Krýsuvík á Reykjanesfólkvangi. Gestir geta sótt messu í hinni örsmáu og sérstæðu Krýsuvíkurkirkju, kynnst náttúru og sögu svæðisins undir leiðsögn sérfróðra, auk þess sem sýning á verkum Sveins Bjömssonar listmál- ara verður opnuð í Sveinshúsi, en þar vann Sveinn að list sinni um árabil. Dagskrá þessi er liður í árþúsunda- verkefni Hafnarfjarðarbæjar sem ber yfirskriftina Krýsuvík - samspil manns og náttúru og er verkefnið unnið í samstarfi við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Fjölbreytt náttúra og merkileg byggðasaga Jón Halldór Jónasson, ferðamála- fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir í samtali við Morgunblaðið að verk- efninu sé ætlað að auka þekkingu og almennan áhuga á Krýsuvíkursvæð- inu, en svæðið sé áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar sé að finna stórbrotna og fjölbreytta náttúru og tiltölulega óspillt umhverfi í nánasta umhverfi byggðar. Auk þess eigi svæðið sér merkilega byggðasögu, en mikið höfuðból var forðum í Krýsuvík auk margra hjáleiga þar til byggðin lagðist í eyði í harðindum á 19. öld. Fornar og nýjar gönguleiðir Skipuleggjendur verkefnisins hafa útbúið kort af gönguleiðum á svæðinu og í framhaldinu verður unnið að því að merkja helstu göngu- leiðir með stikum. Á kortinu er að finna fornar gönguleiðir auk nýrra tengileiða, sem eru auðveldari yfir- ferðar. Fornleifar eru merktar inn á kortið, auk þess sem þar er að finna fróðlegar sögur og ábendingar um áningarstaði fyrir ferðamenn. Næst- komandi sunnudag verður í fyrsta skipti skipulögð dagskrá í Krýsuvík og hefst hún á messu í Krýsuvíkur- kirkju klukkan 11. Dagskráin stend- ur fram til klukkan 17 og verður gestum meðal annars boðið upp á fræðsludagskrá um Krýsuvílnir- berg, fuglalíf þess og bergnytjar auk þess sem leiðsögumenn kynna gönguleiðir í nágrenni bergsins. Ferðafélag íslands mun einnig standa fyrir gönguferð um svæðið í kringum Selöldu. Samtök um betri byggð gera athuga- semd við lengingu flugbrautar Framkvæmd sæti mati á um- hverfísáhrifum STJÓRN Samtaka um betri byggð hefur sent borgar- og skipulags- yfirvöldum bréf, þar sem hún gerir athugasemd við framkvæmdir við byggingu nýrra flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Telur stjórn- in að framkvæmdirnar skuli sæta heildstæðu mati á umhverfisáhrif- um, en með tímabundinni lengingu norðaustur-suðvestur flugbrautar um 240 metra sé vikið verulega frá frummati á umhverfisáhrifum, sem staðfest var af umhverfisráðherra áriðl999. Samtökin hafa leitað til umboðs- manns Alþingis þar sem ítrekuðum athugasemdum þeirra og stjórn- sýslukærum hefur verið vísað frá af yfirvöldum, að því er segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Framkvæmdir breyta ekki forsendum frummats Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, að- stoðarskipulagsstjóri, segir í sam- tali við Morgunblaðið að fram- kvæmdir við lengingu flugbraut- arinnar breyti ekki niðurstöðum eða forsendum frummats á um- hverfisáhrifum, þar sem umfjöllun- arefni matsins hafi á sínum tíma fyrst og fremst snúist um efnis- töku, efnistilfærslu og þungaflutn- inga á efni í flugvöllinn. Ásdís Hlökk segir hins vegar, að sam- kvæmt því sem komi fram í bréfi Samtaka um betri byggð, fari flug- brautin út fyrir það svæði sem henni sé ætlað samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, hefur falið borgar- verkfræðingi að leita skýringa á því hvernig staðið verður að tíma- bundinni lengingu brautarinnar, en ekki hefur verið sótt um formlegt leyfi fyrir framkvæmdinni. Samtök um betri byggð lýsa í bréfi sínu áhyggjum vegna aukinn- ar hættu sem þau segja skapast í nærliggjandi byggð vegna lenging- ar brautarinnar og benda á að norðurendi brautarinnar muni verða í rétt um 160 metra fjarlægð frá leikskólanum Sólbakka við Vatnsmýrarveg, þar sem 36 börn | dvelji að jafnaði. Flugumferð yfir byggð með sama hætti og áður Samtökin spyrja í bréfi sínu hvort Flugmálastjórn hafi gert ná- grönnum flugvallarins grein fyrir aukinni áhættu og óþægindum sem vænta megi af lágflugi yfir byggð. í fréttatilkynningu frá Flugmála- stjórn er bent á að lengingin sé að- eins til bráðabirgða og til þess fall- | in að lengja flugtaksvegalengd í átt til sjávar, eða í suðvestur en hún muni ekki hafa áhrif á aðflug að f brautinni og því verði flug yfir byggðinni með sama hætti og und- anfarna áratugi, þar með talin flug- hæð flugvéla. Flugmálastjórn hef- ur skipulagt kynningarfundi á endurbótum flugvallarins fyrir íbúa í næsta nágrenni hans og í fréttatilkynningunni segir að á fjöl- mennum fundi með íbúum í Skerja- firði í síðustu viku hafi komið fram almenn ánægja fundarmanna vegna sambúðar við flugvöllinn. Verkfræðistofnun Háskóla Islands hefur annast hávaðamælingar fyrir Flugmálastjórn og munu áfanga- skýrslur og niðurstöður þeirra fljótlega verða kynntar. Samtök um betri byggð leggja til í bréfi sínu að innanlandsflug verði flutt til Keflavíkur á meðan á stækkun Reykjavíkurflugvallar L stendur og fram fari vettvangs- rannsóknir í Vatnsmýri vegna | æskilegra breytinga á landnotkun og viðhorfskönnun meðal borgar- búa og flugfarþega vegna breyting- anna. Garöverkfæri og garöáhöld á góðu verði - EINNIG EITT MESTA ÚRVALIÐ AF GASGRILLUM I FISHARS mrr i Char-Broll Gaskútar fylgja ekki Fáðu grill samsett og fría heim- sendingu Mosatætari (fyrir sláttuvélar) aðeins 930- Slönguvagnar frá aðeins 2.987- Fíflajárn kosta aðeins frá 159- Hekk-klippurnar vinsælu, frá 2.332- Járnkarlar frá aðeins 3.089- PÓSTSENDUM SAMDÆGURS HAKAR - SLEGGJUR - SLÖNGUVAGNAR - SLÖNGUHENGI - SLÖNGUTENGI - ORF ÚR ÁLI PLASTFÖTUR - PLÖNTUGAFFLAR - ARFAKLÓRUR - PLÖNTUSKEIÐAR - HANSKAR O.FL. Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.