Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 39 LISTIR Sellósónötur Brahms Erling Blöndal Bengtsson á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands. TOIVLIST Geislaplötur ERLING BLÖNDAL BENGTSSON Johannes Brahms: Sellósónata nr. 1, op. 38, Sellósónata nr. 2, op 99, Sonatensatz - scherzo (útsett fyrir selló og píanó af Valter Despalj). Hljóðfæraleikur: Erling Blöndai Bengtsson (selló) og Nina Kavtar- adze (píanó). Útgáfa: Danacord DACOCD 516. Heildartími: 61:28. Verð: Kr. 999. Dreifing: Japis. í PEIRRI æskudýrkun sem nú tröllríður markaðnum á öllum sviðum, jafnt í auglýsingum um morgunkorn sem plötuumslögum á klassískri tónlist, á maður því að venjast að framhlið geisladiska prýði myndir af fallegum ung- mennum og það jafnvel í eggjandi stellingum. Ef ungmennin falla ekki alveg undir viðtekna staðla hvað varðar útlit (við erum víst ekki öll alfullkomin í útliti, heldur ekki tónsnillingarnir) bjarga menn málunum með fögrum landslags- myndum eða einhverju þess háttar sem líklegt er til þess að selja vör- una. Markaðsmönnum Danacord verður að segja það til hróss að þeir virðast litlar áhyggjur hafa af útliti vörunnar (og flytjendanna) sem á að freista kaupenda. En fyrr má nú vera. Framhlið þessa nýja disks og umslagsins „prýðir“ mál- verk af flytjendunum, Erling Blöndal Bengtssyni sellóleikara og meðleikara hans á píanó, Ninu Kavtaradze, og er myndin svo Ijót að sjaldan hefur annað eins sést. Aftan á bæklingnum er svo álíka smekklaus teikning af Brahms innan í glerkúpli ásamt einhverju sem líkist silfurskjöldum þeim sem áður fyrr voru settir ofan á líkkist- ur við útfarir. t>ví er þetta nefnt hér að inni- haldið er engan veginn í samræmi við umbúðirnar og það væri synd og skömm að það fældi væntan- lega kaupendur frá. Og ekki skemmir afar lágt verð fyrir. Þau Erling Blöndal Bengtsson og Nina Kavtaradze leika Brahmssónöt- urnar af miklu öryggi og talsverðri andagift. Helst finnst mér upp- hafskafla hinnar innhverfu fyrri sónötu (1862-1865) vanta meiri dramatík en það er rækilega unnið upp í fallega spiluðum millikafla og glæsilegum flutningi á lokakaflan- um og er niðurlag hans bókstaf- lega eldglóandi. Seinni sónatan op. 99 (ekki op. 39 eins og stendur í tvígang á umslagi og í bæklingi) er miklu síðara verk, samið árið 1886. Yfirbragð sónötunnar er talsvert bjartara en hinnar fyrri og leikur þeirra Erlings Blöndals og Ninu Kavtaradze er í góðu samræmi við það. I flutningi þeirra hefur upp- hafskaflinn mikla snerpu og hrað- inn er mjög smekklega valinn. Annar kaflinn (Adagio affetuoso) er nokkuð frísklegur og alveg laus við þá viðkvæmni sem stundum heyrist í þessu fallega stykki. í þriðja og fjórða kafla er einnig allt eins og best verður á kosið. Loka- verkið á diskinum er útsetning fyrir selló og píanó á stormasöm- um skersó-kafla svokallaðrar F.A.E.-sónötu sem þeir Robert Schumann, Albert Dietrich og Johannes Brahms sömdu hver sinn kaflann í. Skersóið hans Brahms mun vera sá hluti verksins sem helst heyrist nú á dögum og út- setning þess er áhugaverð viðbót við frekar fábreytt úi-val róman- tískrar tónlistar fyrir selló og píanó. „Hann verður svei mér betri og betri með aldrinum,“ sagði eitt fremsta tónskáld okkar við mig í hléi á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar fyrir skömmu eftir magnaðan flutning Erlings Blön- dals Bengtssonar á verkum eftir Tchaikovsky, Saint Saéns og Bach. Undir það skal tekið heils hugar. Valdemar Pálsson f FERBAFELAGIFJOLSKYLDUNNAR 7 SÆTA HYUNDAI STAREX 4x4 VERÐ KR. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 2500 cc DIESEL BEINSKIPTUR 4x4 Hyundai Starex býður upp á fleiri notkunarmöguleika en nokkur annar bíll. Pú getur boðið allri fjölskyldunni í ferðalag, komið farangrinum fyrir og það fer vel um alla. Hyundai Starex státar af einstaklega vel hönnuðu innanrými; snúanlegum miðsætum og aftursætum sem má fjarlægja en þannig má aðlaga Starex að hverri ferð fyrir sig. HYunoni meina aföllu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.