Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 16.09.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ERLENT Íorgunblaðið/kristín destsaottir Jóna Eðvalds SF landaði 100 tonnum af síld á Höfn í Hornafírði í gær og síldin var þegar flökuð í salt. Fyrsta sfld haustsins til Hafnar í Hornafirði FYRSTU íslensku sumargotssíld- inni í ár var landað á Höfn í Horna- firði eins og í fyrra, en Jóna Eð- valds SF kom til Hafnar í gær með um 100 tonn af ágætri síld. Skinney-Þinganes hf. gerir skip- ið út og segir Aðalsteinn Ingólfs- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, að um reynslutúr hafi verið að ræða. Aflinn fékkst í Berufjarðar- álnum í fyrrinótt en á leiðinni í land urðu skipverjar varir við síld í Lónsdýpinu og átti að skoða það nánar í gærkvöldi. „Það var lítið að sjá í Berufjarð- arálnum og sfldin var erfið viður- eignar," segir Jón Sigmar Jó- hannsson, stýrimaður, en skip- verjar köstuðu tvisvar í álnum og fengu nánast allt í seinna kastinu. „Við fengum eitt tækifæri, sem stóð yfir í fimm mínútur, en þetta lagast." Góð sfld en full af átu Þetta var fyrsti túr skipsins síð- an í júlí og segir Jón Sigmar að mikillar tilhlökkunar hafi gætt. „Það er alltaf spenningur að byrja á sfld og þetta er góð síld en full af átu.“ Vegna átunnar var ekki hægt að heilfrysta síldina en hún fór strax í vinnslu og var flökuð í salt hjá Skinney-Þinganesi. Skinney-Þinganes ræður yfir tæpum 18% heildarkvóta í íslensku sumargotssíldinni á þessu fisk- veiðiári en leyfilegur heildarafli á vertíðinni er 110 þúsund tonn. Gera má ráð fyrir að fleiri skip hefji veiðarnar fljótlega, en nokkur íslensk skip eru að síldveiðum inn- an norsku lögsögunnar, samkvæmt sérstöku samkomulagi við Norð- menn um gagnkvæmar veiðiheim- ildir. Skipin landa afla sínum í Nor- egi og fá þar hátt verð fyrir hann. „Það verður nóg af ágreiningsefnum “ ÁRSFUNDUR Fiskveiðinefndar Norðvestur Atlantshafsins, NAFO, verður haldinn í Boston í næstu viku. Meðal málefna fundarins er veiðistjórnun á Flæmska hattinum, en þar stunda íslenzk fiskiskip tölu- verðar rækjuveiðar. Gert er ráð fyrir því að ágreiningur verði um hvort stjórna skuli veiðunum með kvóta eða veiðidögum, en einnig greinir menn á um nauðsyn þess að hafa eftirlitsmann um borð í hverju skipi. Hætta á ofveiði Islendingar hafa undanfarin ár úthlutað sér kvóta í samræmi við ráðleggingar um heildarafla gagn- stætt öðrum þjóðum, enda ver veið- unum að öðru leyti stjórnar með út- hlutun veiðidaga fyrir hvert land, sem þarna stundar veiðar. Islend- ingar hafa talið það bæði hagkvæm- ara og skynamlegra að stýra veið- unum með kvóta á hverja þjóð. Það sé bæði ódyrara að sækja með þeim hætti og ennfremur telja þeir að mun meiri hætta sé á ofveiði með dagaskipaninni. Sá fjöldi daga sem hverri þjóð er úthlutaður. miðast við meðalsókn skipa þaðan og afla- brögð. Dagafjöldinn tekur ekki mið að því að flest skipanna eru nú bæði stærri og öflugri en áður og draga flest tvö troll í einu í stað eins áður. Veiðigetan hefur því aukizt veru- lega. Nú er leyfilegur heildarafli um 30.000 tonn, en ljóst þykir að mun meira veiðist. Þórður Ásgeirsson, fiskistofu- Arsfundur NAFO verður haldinn í næstu viku stjóri, fer fyrir íslenzku sendinefnd- inni á fundinum. Hann segir að það sem snúi fyrst og fremst að okkur, sé rækjuveiðin á Flæmska hattin- um og eftirlitið með veiðunum. „Þetta eru einu veiðarnar sem við stundum á þessu svæði, fyrir utan smávegis veiði á grálúðu á þessu ári og 400 kíló af karfa,“ segir Þórður. Tillaga um kvóta í fyrra „Við vorum með formlega tillögu um það á fundinum í fyrra að veið- arnar skyldu kvótasettar. Það leiddi til þess að ákveðið var að halda sérstakan fund um það mál- efni í marz síðastliðnum. Það varð engin niðurstaða af þeim fundi, enda var það aðeins á dagskrá hans að fjalla um þetta, en ekki taka neina ákvörðun. Þar kom þó í ljós að mikill meirihluti aðildarþjóðanna er hlynntur því að fara yfir í kvóta- setningu. Það er hins vegar hver höndin uppi á móti annarri, þegar kemur að því hvernig eigi að skipta aflaheimildunum á milli ríkjanna. Þar er hvergi sjáanleg leið, sem sátt gæti náðst um. Ég reikna ekki með því að við verðum með ákveðna tillögu um kvótasetningu á þessum fundi núna, en að umræðan muni engu að síður snúast um kvótasetningu. Það er tilfinning mín að áframhaldi sóknarstýring með dögum verði of- an á, en hugsanlega verði haldinn nýr fundur um það mál og að sá fundur hefði umboð til ákvörðunar um kvótasetningu eða ekki og hvernig skiptingin eigi að vera.“ Þórður segir það alveg ljóst að á þessu ári verði veitt umfram ráð- leggingar vísindamanna, en þeir leggi til 30.000 tonna heildarafla. Ráðgjöf fyrir næsta ár muni hins vegar ekki liggja fyrir fyrr en eftir fund vísindanefndar NAFO, sem haldinn verði i nóvember. Sam- kvæmt ákvörðun sinni um að stjórna eigin veiðum með kvóta, út- hlutuðu stjórnvöld skipum undir ís- lenzkum fána 10.100 tonna kvóta á þessu ári. Dýrt og óþarft eftirlit Samkvæmt ákvörðun fiskveiði- nefndarinnar skal vera einn eftir- litsmaður um borð í hverju skipi, sem veiðarnar stunda. „Okkur þyk- ir þetta bæði of dýrt og fyrst og fremst óþarft eftirlit. En Kanada- menn eru mjög ákveðnir í að svona skuli eftirlitinu háttað og Ijóst er að mikið verður deilt um það á fundin- um. Það er ákvæði í samþykkt nefndarinnar sem innleiddi þetta mikla eftirlit, að það skuli endur- skoðað á þessum fundi. Hins vegar er ágreiningur um það, náist ekki samkomulag, hvort eftirlitið skuli þá falla niður eða ekki. Það verður nóg af ágreiningsefnum á fundin- um,“ segir Þórður Ásgeirsson. Gengisfall evrunnar stöðvað? Stýrivöxtum ekki breytt Frankfurt, Lundúnum. AP, AFP. STJÓRN Seðalbanka Evrópu (ECB) ákvað í fyrradag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,5% og lét þar með ekki undan þrýstingi um að hækka þá í því skyni að hamla gegn verðbólgu vegna geng- isfalls evrunnar og síhækkandi eldsneytisverðs. „Þessi þróun veldur vissulega áhyggjum þar sem hún þrýstir verðþróun á neyzluvörum upp á við á evru-svæðinu,“ sagði Wim Duis- enberg, aðalbankastjóri bankans, á blaðamannafundi eftir fund banka- stjórnarinnar í Frankfurt. En hann tók fram, að verðbólga í mynt- bandalagslöndunum ellefu væru með því lægsta sem gerist í heim- inum. Duisenberg sagðist sjálfur jafnvel ekki skilja gengishrun evr- unnar upp á síðkastið, með tilliti til hinna „sterku efnahagsforsendna" sem nú væru ríkjandi í Evrópu- sambandinu. Skömmu fyrir bankastjórnar- fundinn tilkynnti bankinn að hann myndi selja dollara og vaxtahagnað í jenum af gjaldeyrisforða sínum og breyta í evrur, samtals að and- virði um 2,5 milljarða evra, 180 milljarða króna. Bankinn neitaði að salan væri vísvitandi inngrip í við- skipti á alþjóðlegum gjaldeyris- mörkuðum. Skilaði þetta lítils hátt- ar hækkun evrugengisins, sem þó var í gær enn undir 0,87 dollurum. Á gjaldeyrismörkuðum var grannt fylgzt með aðgerðum evrópska seðlabankans frá þvi sögusagnir komust á kreik í byrjun vikunnar um að peningamálayfir- völd í aðildarríkjum myntbandalag- sins hefðu fengið Bandaríkjamenn í lið með sér í aðgerðum til að styrkja gengi sameiginlegu Evr- ópumyntarinnar. Frakkar, sem gegna formennsku í Evrópusam- bandinu þetta misserið, vísuðu því hins vegar á bug að þeir hefðu kall- að eftir aðstoð Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherra á 55. allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra við flutning ávarps sína á allsheijarþingi SÞ í gær. Island hyggst styrkja þátttöku í friðargæzlu I RÆÐU sem Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra flutti í gær á alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York vakti hann athygli á fram- lagi íslands til friðargæzlu á Balk- anskaga og sagði íslenzk stjómvöld ráðgera að styrkja þátttöku Islands í friðargæzlu enn frekar. Halldór hefur undanfarna daga setið 55. allsherjarþing SÞ í höfuð- stöðvum samtakanna í New York. Þar hefur hann átt tvíhliða viðræður við utanríkisráðherra Indlands, Mak- edóníu, Kiúatíu og Ungverjalands. Auk þess hitti hann að máli utanríkis- ráðherra eða formenn sendinefnda sex ríkja til að tala fyrir norræna framboðinu til setu í öryggisráði SÞ, en að þessu sinni er Noregur í fram- boði fyrir hönd Norðurlandanna. í ræðunni í gær, sem var innlegg utanríkisráðherra í almenna umræðu allsherjarþingsins, fjallaði hann auk friðargæzlu um afvopnunarmál, mannréttindi, fátækt og þróunarmál, alþjóðavæðingu, sjálfbæra þróun og nýtingu auðlinda hafsins. Vakti Halldór athygli á því, að þótt ísland væri herlaust land hefði það lagt virkan skerf til friðargæzlu á Balkanskaga, með því að senda á vettvang hjúkrunarfólk, lögreglu- menn og sérfræðinga á sviði lög- fræði, fjölmiðla og réttindamála kvenna. Fagnaði Halldór nýlegri skýrslu SÞ um friðargæzlu og hvatti til þess að niðurstöðum hennar yrði hrint í framkvæmd hið fyrsta. Lagði Halldór áherzlu á mikilvægi alþjóðlega sakadómstólsins fyrir hið alþjóðlega réttarkerfi 21. aldar. ís- land hefur fullgilt stofnsáttmála dóm- stólsins og hvatti ráðherrann önnur ríki til að gera slíkt hið sama. Banda- ríkin eru meðal ríkja sem ekki hafa viljað koma nálægt stofnun dómstóls- ins. Árangur að nást í baráttunni gegn mengun hafsins Halldór fagnaði því að á undan- förnum árum hefði athygli alls- herjarþingsins í auknum mæli beinzt að málefnum hafsins og áréttaði mik- ilvægi Hafréttarsáttmála SÞ í þess- ari umræðu. Hann sagði að liðsmönn- um í baráttunni gegn mengun sjávai- yxi sífellt ásmegin og vænti frekari aðgerða, sérstaklega gegn mengun frá landstöðvum. „Tökum oss þá sem framkvæma til fyrirmyndar, ekki þá bölsýnu,“ lýsti utanríkisráðherra yfir í lokaorðum ræðu sinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.