Morgunblaðið - 16.09.2000, Side 59
1
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBBR 2000 5'.
MINNINGAR
TRA USTI
MARINÓSSON
+ Trausti Marinós-
son fæddist í
Vestmannaeyjum 18.
ágúst 1939. Hann
lést á Landspítalan-
um 12. júlí síðastlið-
inn og fór útför hans
fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Kær vinur og félagi
er fallinn frá, já það er
ótrúlegt að Trausti Mar
sé dáinn, bara sextugur,
og svo einkennilegt að
dánarorsökin hafi verið
krabbamein. Hann sem
i var búinn að ganga í gegnum allt ferl-
| ið með eiginkonu sinni, Sjöfn Ólafs-
;j dóttur, sem greindist með krabba-
1 mein og lést hún 24. júlí 1990 en
kannski var þetta undirbúningur fyr-
ir flutning Trausta á annan stað, hver
veit?
Hinn 3. maí 1990 var haldinn
stofnfundur Krabbavamar en það er
félag okkar í Vestmannaeyjum sem
er deild innan Krabbameinsfélags ís-
lands.
Einn af því góða fólki sem að stofn-
un félagsins stóð var Trausti Mar sem
j kosinn var meðstjórnandi og að sjálf-
sögðu mætti Sjöfn með honum. Það
var Trausta mikið hjartans mál að
koma gistingu krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra í sæmilegt
horf svo ekki verði meira sagt. Eftir
reynslu hans, Sjafnar og sonanna þar
sem þau þurftu að vera aðskilin og
níðast á ættingjum og vinum með
gistingu, sem gefur auga leið að ekki
5 er hægt að lifa eðlilegu fjölskyldulífi
þegar á þessu erfiðu meðferð stóð.
Var Trausti ákveðinn í að úr þessu
þyrfti að bæta og helst strax í gær
eins og honum einum var lagið. Voru
þau ófá símtölin og ferðirnar til
Reykjavíkur sem hann
lagði á sig til að fá þessu
máli framgengt en hann
var einn af aðalhvata-
mönnum þess að keypt-
ar voru tvær íbúðir á
Lokastíg og var það
bara byrjunin. Þær
voru síðan seldar og
keyptar íbúðir á Rauð-
arárstíg. Er nokkur
furða þó okkur finnist
einkennilegt að Trausti
látist úr krabbameini og
hafi þurft að nýta sér
allt það sem hann barð-
ist fyrir í rúman áratug?
í dag eru þrjú hundruð manns í fé-
laginu okkar. Eyjamenn eru duglegu-
að styrkja og efla félagið sitt og höf-
um við sem erum í stjórn reynt að
gera eins vel við þá sem berjast við
krabbameinið eins og kostur er.
Trausti vai’ þar oftar en ekki fremstur
í flokki enda ekki öllum gefið að hafa
samband að fyrra bragði við þá sem
veiktust og áttu erfitt, það má eigin-
lega segja að hann hafi þefað þá uppi.
Það er því mikill missir fyrir okkur
í stjórn Ki-abbavamar að missa vin
okkar og stjómarmanninn Trausta
Mai’ en hann hafði líka þá sérstöðu að
vera eini karlmaðurinn í stjóminni.
Okkur era sérlega minnisstæð tvö
síðastliðin haust er við voram saman-
komin á heimili Trausta við undirbún-
ing merkjasölu félagsins, þá bar hann
fram bláber og rjóma, þvílíkt lostæti
að komast í, enda berin frá henni
Gunnu á Dalvík, vinkonu Trausta, og
ekki spretta bláber í Eyjum.
Við viljum þakka samstarfsfólki
Trausta í Isfélagi Vestmannaeyja fyr-
ir peningagjöf til minningar um
Trausta sem og árgangi ’39.
Við kveðjum elsku Trausta, okkar
vin og félaga, við þökkum honum vel
unnin störf í þágu félagsins okkar og
alla hans vináttú.
Við sendum ástvinum Trausta inni-
legar samúðarkveðjur.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sljóm Krabbavamar,
Vestmannaeyjum.
Eitt sinn skal hver deyja. Sá ör-
lagadómm’ er óumflýjanlegur, eins og
dagur fylgir nótt og sumar vetri. Dag-
ar líða. Ar og aldir renna í tímans
djúp. Hver stund ævi okkar fellur eft-
ir aðra, eins og sandkom í stundaglas-
inu. Og fyiT en varir er mælirinn full-
ur, ævin liðin og dauðans lúður gellur.
Við spyi’jum gjaman: Hvað er fram-
undan, handan við gröf og dauða? Við
fáum ekkert svar. En við vonum og
trúum, að líf okkar stefni á æðri vegu.
Eitthvað þessu líkt kemur upp í
hugann er við úr árgangi 39 frá Vest-
mannaeyjum minnumst góðs vinar og
félaga, Trausta Marinóssonar.
Hann var sá er hélt árgangnum
saman og hafði jafnan forustu um að
árgangsmót yrðu haldin með reglu-
legu millibili. Trausti var jafnan hlýr
og einlægur. Aldrei heyrðist hann
kvarta, hvorki í veikindum sínum né
öðra.
Við biðjum góðan guð að blessa
minningu hans og biðjum jafnframt
að hann styrki böm og aðra ástvini
Trausta í sorg þeirra.
Svo viðkvæmt er lífíð sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum,
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú er þú genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Árgangur 39
úr Vestmannaeyjum.
+ Sigrún Jónsdótt-
ir fæddist á
Hafrafelli 3. nóvem-
ber 1934. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 24. ágúst
siðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Egilsstaðakirkju
1. september. Jarð-
sett var í heima-
grafreit á Hafrafelli.
Ég vil minnast fóstru
minnar og vinkonu,
Sigrúnar Jónsdóttur,
nokkrum orðum. A
Hafrafelli hjá henni og Brynjólfi átti
ég heimili sex yndisleg sumur og vin-
áttu alla tíð síðan.
Ég fann strax, aðeins níu ára göm-
ul, hvað þarna var gott að vera. A
þessum tíma var Sigrún ung kona
með tvö lítil börn. En það virtist ekk-
ert mál að bæta einu við, jafnvel
tveimur. Það var notalegt að leggjast
út af á kvöldin heima í gamla bæ. í
herberginu hjá Laugu gömlu og Ein-
ar „afi“ hinum megin við timburþilið
að lesa upphátt úr bók eða að kveða
rímur. Á neðri hæðinni bjuggu for-
eldrar Sigrúnar og voru traust und-
Formáli minn-
ingargreiim
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálfum.
irstaða fyrir bæði
heimilin.
Á þessu heimili lærði
ég að meta hversdags-
lega hluti eins og vinnu
og hollan mat. Einnig
bóklestur, vísur og
kvæði og mannfólkið í
öllum sínum marg-
breytileik. Ég man eft-
ir einu hausti er við
Sigrún voram að taka
upp kartöflur, þurrka
þær og flokka. Þetta
var oft kalsamt verk og
ekki skemmtilegt að
mínu mati. En Sigrún
kunni ráð við því. Hún sagði mér
framhaldssögu við vinnuna. Og það
var Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi.
Þetta varð til þess að ég beið spennt
eftir því að komast í garðinn á
morgnana. Þannig gekk Sigrún að
hverju verki, með gleði og jákvæðu
hugarfari. Sjálfsagt var stundum
fyrirgangur á okkur unga fólkinu á
bænum. En aldrei heyrðum við
skammaryrði. Ég man að stundum
sagði Sigrún við mig: „Vertu stillt,
gæska mín.“ Verra var það nú ekki.
Ég er ein úr 9 systkina hópi og
fékk að vera sex sumur á Hafrafelli.
Vífill var einnig sex sumur. Rannveig
eitt sumar. Isak (látinn) eitt sumar
og tvö yngi vora þar part úr sumri.
Og svo fékk elsta dóttir mín, Júlía
Sigrún, að vera á bænum eitt sumar.
Við vorum öll lánsöm. Frá Hafrafelli
á ég dýran sjóð minninga og hollt
veganesti í rúm 40 ár. Nýjasta minn-
ingin er útför Sigrúnar sem fór fram
1. september sl. Það er sú fallegasta
kveðjuathöfn sem ég hef séð. Nátt-
úran öll og fallega sveitin kvöddu
heiðurskonu blíðum sólskinskossi.
Kærai’ þakkir fyrir okkur systkin-
in, dóttur mína og frá móður minni,
Sigurbjörgu Sigurjónsdóttur, sem
vissi af bömunum sínum á góðum
stað.
Brynjólfi, Margréti, Jóni Rúnari,
Bergsteini, Guðlaugu Erlu og fjöl-
skyldum sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guð fylgi ykkur.
Kolfinna Þorfínnsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, sonar, bróður, tengda-
sonar og mágs,
SIGMUNDAR JÓHANNESSONAR
húsasmíðameistara,
Lækjarbergi 23,
Hafnarfirði.
Rannveig Grétarsdóttir,
Björg Sigmundsdóttir,
Sara Sigmundsdóttir,
Jóhannes Steinþórsson,
Grétar Sveinsson,
Kolbrún Jóhannesdóttir,
Guðrún Sigmundsdóttir,
Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Axel Gíslason,
Dagný Jóna Jóhannesdóttir, Theodoros Kagiannalfus,
Þórunn Grétarsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson,
Sveinn Ómar Grétarsson, Linda Reimarsdóttir.
SIGRÚN
JÓNSDÓTTIR
+
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR EYJÓLFSSON,
Suður-Hvoli,
Mýrdal,
verður jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju í dag,
laugardaginn 16. september, kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurbjörg Guðnadóttir.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA ESTER ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hrafnistu,
áður Skúlagötu 58,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 12. september á Land-
spítalanum, verður jarðsungin frá Grensás-
kirkju miðvikudaginn 20. september kl. 13.30.
Guðrún Árnadóttir, Guðjón Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
frá Vestmannaeyjum,
Klausturhvammi 20,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 13. september.
Útförin auglýst síðar.
Elías Arason,
Ester Anna Aradóttir,
Emil Arason, Guðrún Georgsdóttir,
Hörður Arason, Sigurlaug Gröndal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir og kærar kveðjur til allra þeirra
fjölmörgu sem sent hafa okkur samúðar-
kveðjur, blóm eða sýndu hlýhug með komu
sinni við andlát og útför hjartkærs eiginmanns
og fjölskylduföður,
JÓHANNS E. BJÖRNSSONAR,
Útgarði 6,
Egilsstöðum.
Karen J. Snædal,
Bima Jóhannsdóttir, Ragnar Sigvaldason,
Sigrún Jóhannsdóttir, Björgvin Geirsson,
Snædís Jóhannsdóttir, Guttormur Metúsalemsson
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR JÚLÍUSAR JÓNSSONAR,
áður Framnesvegi 8,
Reykjavík.
Jón H. Guðmundsson, Hrafnhildur Matthíasdóttir,
Svanhildur Guðmundsdóttir, Pálmi Stefánsson,
Karl K. Guðmundsson, Alla Ó. Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HALLDÓRS INGIBERGS ÓLAFSSONAR,
Steinahlíð 2,
Hafnarfirði.
Helga Elín Bjarnadóttir,
Kristín Sigríður Haildórsdóttir, Stefán Gunnar Svavarsson,
Gunnar Geir Halldórsson, Kristín Inga Sigvaldadóttir,
Helga Katrín, Svavar Skúli, Elva Björg og Óskar Ingi.