Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Haustleiðangur Jöklarann- sóknafélagsins á Vatnajökli Mjög hættu- legar sprungur á Grímsfjalli ÍSHETTAN á Grímsfjalli er mjög sprungin og hættuleg yfir- ferðar. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur, sem var þar á ferð um helgina í haustleiðangri Jöklarannsóknafélagsins, segir mjög vara- samt að vera á ferð á fjall- inu. Jarð- hitavirkni í Grímsvötn- um hafi ver- ið að aukast frá því að þar gaus fyrir tveim- ur árum. „I gosinu í Grímsvötn- um 1998 skaust berggangur undir alla suðurbrún Grímsvatna- öskjunnar og hefur kvikan síðan verið að hita upp svæðið. Ummerki um jarðhitann eru greinileg. í suðurbrún Gríms- vatna er mikið um sprungur og ís- hella. Svæðið er allt stórvarasamt fyrir ókunnuga," sagði Bryndís. Bryndís hefur sjálf fengið að kynnast því hvað Grímsfjall getur verið hættulegt, en hún ók fram af fjallinu í maí 1998 og féll 150- 200 metra ásamt jarðvísinda- manninum William Menke. Við fallið þrfhandleggsbrotnaði hún og hlaut hnémeiðsl. Bryndís sagðist hafa ákveðið að láta þetta óhapp ekki á sig fá, en hún viðurkenndi að hún hefði beyg af sprungunum. Þær væru mjög stórar og víkkuðu neðan frá. í raun væri réttara að taia um ís- hella frekar en sprungur. Aukin jarðhitavirkni „Ishettan á fjallinu er öll að skríða fram. Það hafa á síðustu tveimur árum myndast nýir sig- katlar undir Eystri-Svíahnjúk, en þar gætir aukins jarðhita. Sumir þeirra eru opnir niður úr og það stíga gufumekkir upp úr þeim. Þessir katlar gera það að verkum að hefðbundin leið upp á Eystri- Svíahnjúka að austanverðu er ófær.“ Bryndís sagði að aukin jarð- hitavirkni í Grímsvötnum gerði það að verkum að fjallsbrún Grímsfjalls væri að miklum hluta alveg íslaus, sem væri mjög óvenjulegt. „Jökullinn hefur brætt þriggja kílómetra víða geil eftir fjallinu. Upp úr þessafi geil standa núna hnjúkar sem ekki sáust áður. Þegar gaus árið 1998 sáum við á jarð- skjálftamæl- um að það tróðst kvika undir alla suðurbrún Grímsvatna. Hún náði hins vegar aðeins yfir- borði við Eystri-Svía- hnjúk þar sem gaus. Kvikan er hins vegar á litlu dýpi mun víðar. Þetta er í raun svipað fyrirbæri og við sáum við Kröflu á sínum tíma þar sem svæðið hitnaði mik- ið við kvikuinnskot." Lítið vatn er núna í Grímsvötn- um þar sem hlaupið hefur úr þeim með u.þ.b. níu mánaða millibili. Bryndís sagði að í stóra hlaupinu, sem kom í kjölfar gossins í Gjálp, hefði íshaftið við Grímsfjali veikst svo mikið að vatnsborðið i Gríms- vötnum næði ekki mikilli hæð. Jarðhitavirknin hefði einnig áhrif á þetta. Þess væri því ekki að vænta að á næstunni kæmu stór jökulhlaup niður á Skeiðarársand. Mjög vel er fylgst með vatnshæð Grímsvatna, en Raunvísinda- stofnun er með þrýstingsskynj- ara í borholu í Grímsvötnum sem mælir vatnshæðina. Unnið var að margvíslegum vísindaverkefnum í leiðangrinum. Skoðuð var bráðnun á jöklinum í sumar, en niðurstaða þeirra rann- sókna liggur ekki fyrir. Þá voru aðstæður við Gjálp skoðaðar. Einnig voru verksummerki eftir Skaftárhlaup skoðuð við Skaft- árkatla. Bryndís sagði að erfitt hefði verið að komast að kötlun- um, en að sögn þeirra sem skoð- uðu aðstæður þar væru katlarnir hrikalegir, sérstaklega eystri ket- illinn. Morgunblaðið/Þorkell Frá gosinu viö GrímsQall árið 1998. Vinnuslys við Vatnsfellsvirkjun VINNUSLYS varð um miðjan dag í gær í Vatnsfellsvirkjun þegar starfs- maður, sem var að vinna við steypu- styrktarstál, datt aftur fyrir sig. Hann hélt störfum sínum áfram eftir óhappið en fljótlega fór hann að finna fyrir bakmeiðslum, svo vinnufé- lögum hans þótti ástæða til að koma honum undir læknishendur á Selfossi og sótti sjúkrabifreið manninn. Margir tóku þátt í að hamfletta iundann. Morgunbiaðið/Sigurgeir Lundakarlar í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. VERTIÐ lundavciðimanna er að ljúka, en um helgina voru síðustu lundarnir hamflettir og pakkaðir. Lundatfmanun lauk formlega 15. ágúst. Úthaldið var tæplega í með- allagi þótt einhver munur sé á milli veiðifélaga. Hinn 30. september verður síðan stiginn dans á hinu ár- lega Lundaballi. Elliðaeyingar sjá um árshátíð bjargveiðimanna að þessu sinni og er reiknað með yfír 200 manns á hátíðina. Landlæknir skoðar bréf sem þrír bæklunarlæknar sendu sjúklingum Telur bréfíð á mörk- um hins siðferðilega EMBÆTTI landlæknis er nú með til skoðunar bréf sem þrír sjálfstætt starfandi bæklunarlæknar hafa sent sjúklingum sem eru á biðlista eftir krossbandaaðgerðum. Afrit af bréf- inu barst landlækni í gær, en í því benda læknarnir, Ágúst Kárason, Brynjólfur Jónsson og Stefán Carlsson, sjúklingunum á að spyrj- ast fyrir um hversu mikla reynslu læknar á Landspítalanum hafa af því að gera slíkar aðgerðir. Þre- menningarnir hafa séð um að gera krossbandaaðgerðir til þessa en nánast engar aðgerðir hafa verið gerðar í heilt ár vegna ágreinings um verð. Landspítalinn ætlar hins vegar að fara að gera krossbanda- aðgerðir á næstunni. Mál þetta á sér nokkurn aðdrag- anda. Bæklunarlæknarnir þríi- störfuðu áður á Borgarspítalanum og gerðu krossbandaaðgerðir með aðstoð liðspeglunartækis. Þeir hættu fyrir nokkru störfum á spít- alanum og stofnuðu eigin lækna- stofu. Ekki náðist hins vegar sam- komulag milli læknanna og Tryggingastofnunar um verð fyrir krossbandaaðgerðir. Nánast engar aðgerðir gerðar í heilt ár Að sögn Matthíasar Halldórsson- ar aðstoðarlandlæknis hafa nánast engar krossbandaaðgerðir verið gerðar í heilt ár. „Það hafa margir verið þónokkuð illa haldnir af krossbandasliti, t.d. íþróttamenn. Sumir hafa jafnvel þurft að ganga með spelkur. Þetta hefur náttúrlega ekki verið boðlegt ástand. Þegar slitnaði upp úr viðræðum við læknana fór heilbrigðisráðu- neytið þess á leit við Landspítalann að hann tæki að sér þessar aðgerðir. Það þarf sérstök tæki til þess og þeirra hefur nú verið aflað. Lækn- ingaforstjóri spítalans fór þess á leit við Halldór Jónsson, yfirlækni á bæklunardeild Landspítalans við Hringbraut, að hann sæi um að þetta yrði gert. Halldór fékk til þess tvo af sérfræðingum á deildinni. A.m.k. annar þeirra hefur gert svona aðgerðir á Akranesi. Við treystum alveg dómgreind Halldórs Jónssonar um að þeir séu fullfærir um að gera þessar aðgerðir. Þetta bréf sem læknarnir þrír sendu til sjúklinga er mjög á mörk- unum. Maður veltir fyrir sér hvort bréfið feli í sér umhyggju fyrir sjúklingum eða hvort eitthvað ann- að komi til. Siðferðilega er það alveg á mörkunum að biðja sjúklinga að grennslast fyrir um hvort læknarnir séu hæfir til að gera svona aðgerðir og lýsa jafnframt hversu margar að- gerðir þeir hafi gert. Manni sýnist að það megi kannski draga þá álykt- un að þeir séu að grafa undan trausti sjúkiinganna á hinum lækn- unum. Ennfremur er það spurning hvort þetta standist gagnvart lög- um, en samkvæmt læknalögum er bannað að auglýsa sérstaklega eigið ágæti,“ sagði Matthías. Ekki náðist í bæklunarlæknana þrjá í gær sem sendu sjúklingunum bréfið. i - Ifeimili ÍÞRÚnÍR KR-ingar meistarar annað árið í röð/B2 Heimsmetin falia á Ólympíu leikunum í Sydney/B18 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.