Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Búist við endanlegum skýringum á salmonellusýkingu á miðvikudag Óumbeðinn auglýsingapóstur Afþökkun- armiðar til athugunar ÍSLANDSPÓSTUR er nú með til at- hugunar erindi Landverndar þess efnis að viðskiptavinum íyrirtækis- ins verði gefinn kostur á að afneita auglýsingapósti, sem dreift er til landsmanna, oft kallaður „ruslpóst- ur“, með því að fylla út þar til gerða miða á pósthúsum landsins. Einar Þorsteinsson, forstjóri Islandspósts, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri ein leið af mörgum sem væri verið að skoða, meðal annars með tilliti til reynslu póstfyrirtækja í nágrannalöndunum. „Við erum ekki einir á dreifingar- markaðnum. Stóra spurningin er, hvað ertu að afþakka? Við höfum upplifað að kvartað er undan því ef þessi póstur skilar sér ekki,“ sagði Einai- og tók sem dæmi bæklinga vegna kristnihátíðar í sumar og menningarnætur Reykjavíkurborg- ar. Margir hefðu viljað þann póst en annan ekki. Þetta væri mismunandi eftir einstaklingum og heimilum. Einar sagði Islandspóst treysta sér illa að vera í því hlutverki rit- skoðunar að ákvarða hvað væri „ruslpó.stur“ og hvað ekki. Einar sagði að Islandspóstur hefði ekki svarað erindi Landvemdar formlega en rætt þessi mál við for- ráðamenn samtakanna af skilningi. Aðspurður um hvaða leið Landvernd vilji fara sagði Einar að þar væri um merkimiða að ræða sem á stæði að viðkomandi afþakkaði auglýsinga- póst. Mikið hvassviðri á Kjalarnesi og Hvalfírði í gær og fyrradag Morgunblaðið/Júlíus Rútan sem fauk út af Vesturlandsvegi í gærmorgun við Esjuberg. bílnum þegar hún fauk á hliðina út af Vesturlandsvegi við Esjuberg. Þó nokkrar skemmdir urðu á bílnum. Upp úr hádegi í gær fauk kyrr- stætt hjólhýsi við íbúðarhús í Graf- arvogi og aðstoðaði lögregla við að koma því í skjól. Einnig þuku þak- plötur á Laugaveginum og foktjón varð í vesturbænum. Engin meiðsli urðu á mönnum þegar hjólhýsi tókst á loft um hádegisbilið á sunnudag í vindhviðu í Kollafirði. Hjólhýsið valt á hliðina og bíllinn sem dró það valt einnig. I hjólhýsinu var tækjabúnaður kvikmyndagerðarmanna sem hér eru staddir til að gera kvikmyndina Monster. Talsverðar skemmdir urðu á hjólhýsinu og bílnum. Vindurinn í 50 metra á sekúndu í verstu hviðunum Einstaka vindhviður geta orðið verulega aflmiklar í Kollafírðinum. Þannig sýndi vindmælir 41 metra á sekúndu í fyrrakvöld í Kollafirðinum en hviðan mældist 45 metrar á sek- úndu í gærmorgun þegar rútan fauk. I verstu hviðum fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að hér hafi fyrsta alvöru haustlægðin verið á ferðinni, með sterkri hæð yfir vestanverðu Græn- landshafi. Stormviðvörun var gefin út í gær fyrir Suðausturland, Aust- firði og Miðhálendið en á þessum slóðum lægði töluvert í gærkvöldi. Fjölmörg óhöpp til- kynnt lögreglu EINN maður slasaðist lítillega þeg- ar lítil rúta fauk út af Vesturlands- vegi um níuleytið í gærmorgun. Mikið hvassviðri var á Kjalarnesi og í Hvalfirði á sunnudag og í gær, og raunar víðar á Suðvesturlandi, og voru fjölmörg óhöpp af þeim sökum tilkynnt lögreglu. Fimm óhöpp vegna foks á 200-300 metra kafla á Vesturlandsveginum voru þannig tilkynnt lögreglu frá kl. 20 á sunnudagskvöld fram til mánu- dagsmorguns. Um var að ræða bíla með hestvagna og hjólhýsi, en að sögn lögreglu var stormviðvörun í gangi og þá ráðlegt að fresta för slíkra farartækja. Einnig urðu fleiri tilvik sem ekki voru tilkynnt lög- reglu. Þriggja tonna bíll út í móa Auk rútunnar fauk annar bíll, Ford Econoline sem vegur hátt í þijú tonn, á hvolf út í móa en hann hafði verið skilinn eftir í vegkanti við Mosfellsbæ. Lögreglan í Reykjavík varaði fólk við hvassviðri á Kjalar- nesi og Hvalfirði, sérstaklega í Kollafirði og þegar komið er upp úr Kollafirði. Hættan var mest fyrir stóra bíla sem taka á sig mikinn vind. Ökumaður rútunnar var einn í SAMKVÆMT rannsóknum Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur og Hollustuverndar ríkisins og faralds- fræðilegum rannsóknum sótt- varnarlæknis, liggur fyrir sterkur rökstuddur grunur um að Dole- jöklasalat, sem flutt var til landsins 24. ágúst síðastliðinn, hafi orsakað sýkingu fjölda einstaklinga af salm- oneliu. Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur hefur innkallað allt salatið úr sendingunni. Um 70 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu hafa greinst með salmonellu undanfarna daga en talið er að tíu- til tuttugufalt fleiri hafi smitast. Haraldur Briem sóttvarnarlækn- ir segist búast við því að tíu til fimmtán til viðbótar greinist með salmonellu í dag og að líklega eigi enn fleiri eftir að greinast með smit þegar líður á vikuna, því nokkuð langt geti liðið frá því að sýking verður þangað til einkenni hennar koma fram. „Meðgöngutími sjúkdómsins get- Um 70 manns hafa veikst - grunur beinist að jöklasalati ur verið allt frá einum upp í tíu daga. Þannig að ég reikna með því að við munum sjá tilfelli langt fram í þessa viku,“ segir Haraldur. Hann segist eiga von á því að far- aldurinn hafi náð hámarki og að nýjum tilfellum fækki jafnt og þétt, en því stærri sem faraldrar sem þessi séu, því lengur séu þeir að hverfa algjörlega. Haraldur segir þrennt einkum Hér birtast 40 myndverk eftir 34 Listamenn sem túlka margvíslegar ásjónur borgarinnar í hundrað ár. Myndunum fylgir fróðleg umsögn á íslensku, ensku og þýsku. Kynningarverð 4.990 kr. -- .■mggmm Mát og menntng malogmennmgjs N Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Slðumúla 7 • Slmi 510 2500 valda því að svo sterkur grunur beinist að Dole-jöklasalatinu. í fyrsta lagi hafi verið talið víst að þetta væri erlend baktería. I öðru íagi hafi verið hægt að ganga út frá því að þetta væri matur sem þyrfti hvorki að steikja né sjóða. í þriðja lagi hafi nánast allir sem veiktust borðað salat. I sumum tilfellum hefði fólk vitað að um þetta tiltekna salat hefði verið að ræða og í öðrum tilfellum hefði verið hægt að bera saman fólk sem veiktist og fólk sem ekki veiktist, þar sem þeir sem veiktust höfðu borðað salat. Salmonella hefur ekki fundist í grænmeti hér á landi Rögnvaldur Ingólfsson, sviðs- stjóri matvælasviðs hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur, segir að niður- stöður faraldsfræðilegra rann- sókna, þ.e.a.s. upplýsingar um hvað og hvar fólk sem sýktist borðaði, bendi sterklega til þess að umrætt jöklasalat hafi valdið sýkingunni. Sá grunur fáist hins vegar ekki stað- festur fyrr en niðurstöður rann- sókna á sýnum úr salatinu komi í ljós, en það verði líklega á miðviku- dag. Hann segir að í rannsókn þess- ari hafi grunur eingöngu beinst að innfluttum matvælum, vegna þess að þetta afbrigði af salmonellu hafi ekki fundist hér á landi áður. Rögnvaldur segir að ekki sé vitað til þess að sýking sem þessi hafi fundist í grænmeti hér á landi, en þess séu hins vegar dæmi erlendis. „Ef sýkingu er að finna í græn- meti er hugsanlegt að hún hafi kom- ið sem mengun á akrinum og þá hugsanlega með menguðum húsdýraáburði eða vatni. Salatið er síðan skolað áður en því er pakkað og það hefur getað verið skolað með menguðu vatni,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að erfiðara sé að finna uppruna matarsýkinga sem verða af völdum grænmetis en þeirra sem verða af völdum annarra matvæla. Þetta stafi meðal annars af því að sé grænmeti sýkt veikist oft á tíðum tiltölulega fáir sem neyta þess, því sé það skolað mjög vel minnki líkur á sýkingu töluvert. Rögnvaldur segir brýnt að allt grænmeti sem eigi að borða hrátt, sé skolað vel með köldu vatni fyrir neyslu. „Það er ekki örugg trygging, en fækkar bakteríum og minnkar þar af leiðandi mjög líkur á sýkingu. Einnig þarf að athuga að hrátt, skorið grænmeti er alltaf kælivara, en bakteríur geta fjölgað sér í skornu grænmeti ef hitasitigið er of hátt. Annað sem þarf að athuga er að óhreinindi frá hráu grænmeti berist ekki yfir í aðrar matvörur og þá sérstaklega ekki í soðnar vörur. Því er mikilvægt að aðskilja ólíkar matartegundir og að þvo bretti vel á milli þess sem grænmeti og annar matur er skorinn.“ Rögnvaldur segir að hafi orsök sýkingarinnar verið að finna í um- ræddu jöklasalati, sé lítil hætta á því að bakteríur hafi komist í annað grænmeti í grænmetisborðum mat- vörubúða, þar sem hver salathaus sé innpakkaður í plast. Hins vegar mælist hann til þess að þeir sem hafi verið með salat þetta í kæliskáp sínum, þrífi grænmetisskúffur vel og mælir hann með því að þær séu látnar fara í gegnum uppþvottavél. Almar Örn _ Hilmarsson fram- kvæmdastjóri Ágætis hf., sem flutti inn áðurnefnda sendingu af Dole- jöklasalati, segir mikilvægt að haft sé í huga að ekki sé búið að stað- festa að sýkinguna megi rekja til jöklasalatsins og segist hann sjálfur hafa nokkrar efasemdir um að sú sé raunin. „Fólk hefur greinst með veikina sem ekki hafði borðað á veitinga- stöðum eða verslað í verslunum sem höfðu verslað við okkur,“ segir Alm- ar. „Jafnframt eru velflest tilfellin bundin við Reykjavíkursvæðið, en við dreifum þessu káli líka á Aust- firði og Suðurnes. En við bíðum eft- ir niðurstöðum og vonum náttúrlega að hið rétta komi í ljós í málinu.“ Ekkert í vörumeðhöndlun hér hefði getað valdið sýkingunni Komi í ljós að umrætt jöklasalat hafi verið sýkt, segist Almar hafa fengið staðfestingu frá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur á því að ekkert í vörumeðhöndlun Ágætis hafi get- að valdið sýkingunni. „Hverju kálhöfði er pakkað inn í plast og allt er þetta í lokuðum köss- um,“ segir Almar. „Það eina sem við gerum er að taka við kössunum og senda þá á áfangastað. Ef salmon- ellan er í vörunni hefur hún því ver- ið í henni frá upphafi." Hann segir að Ágæti hafi þegar lagt fram athugasemdir og fyrir- spurnir til Dole í Bandaríkjunum. „Við erum byrjaðir á því að kanna málið frá okkar hendi og við munum grípa til þeirra ráðstafana sem við teljum þörf á þegar niðurstaðan liggur fyrir," segir Almar. Hann segir að annað sem veki efasemdir um að orsökina sé að finna í jöklasalatinu, sé sú stað- reynd að Dole framleiði um 250.000 kassa af salatinu á viku, en aðeins um 80 til 100 kassar hafi komið til landsins í umræddri sendingu. Hafi salatið verið sýkt, vakni því sú spurning hvers vegna ekki hafi komið upp slíkur faraldur annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.