Morgunblaðið - 19.09.2000, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Seljureynir
féll um koll
í rokinu
Eini seljureynirinn sem vex
í Reykj avíkurborg-
STÓRT tré sem stóð við Bræðra-
borgarstíg í Reykjavík féll á hlið-
ina í hvassviðri í fyrrakvöld og
lenti á bíl sem stóð fyrir utan húsið
og skemmdist nokkuð. Um er að
ræða svokallaðan seljureyni og er
Jóhanni Pálssyni, garðyrkjustjóra
Reykjavíkur, ekki kunnugt um að
fleiri tré af þessari tegund vaxi í
Reykjavík. Gerð verður tilraun til
að bjarga trénu með því að rétta
það við.
8-9 metra
hátt tré
í fyrstu var talið að tréð sem féll
væri villieplatré, en að sögn Jó-
hanns er tréð sem um ræðir selju-
reynir. Jóhann skoðaði tréð í gær
en hafði ekki áður vitað af tilvist
þess. Garðyrkjustjóri segir með
ólíkindum að tréð skuli hafa getað
náð þvílíkri hæð, um 8-9 metrum,
þar sem það óx í garði við íbúðar-
hús við Vesturgötu. Hann segir
staðsetninguna, nálægðina við sjó-
inn, ekki þá ákjósanlegustu fyrir
ræktun trjáa. Jóhann segir þessa
uppgötvun ennfremur vekja vonir
um að hægt sé að hefja ræktun
seljureynis í borginni. Jóhann seg-
ist giska á að tréð sé frá fyrri hluta
aldarinnar þar sem það sé mjög
stórt og myndarlegt. Hann segist
ekki mjög undrandi á því að tréð
hafi fallið á hliðina í rokinu þar
sem grafið hafi verið frá rótum
þess auk þess sem greinar hafi
verið klipptar af öðru tré í garðin-
um sem veitti því skjól. Jóhann
segir að mjög erfitt verði að gróð-
ursetja tréð á ný en þó ekki með
öllu ómögulegt þar sem eitthvað
virðist hafa haldist heilt af rótum
þess. Seljureynir ber litla græna
kúlulaga ávexti og það gæti verið
að fólk hafi haldið að ávextirnir
væru lítil óþroskuð epli.
Eplatré vex við
Langholtsveg
Þó svo að eplatré séu afar sjald-
gæf í görðum Reykjavíkur em þau
þó til. Ibúar húss við Langholtsveg
hafa uppskorið ávöxt erfiðis síns og
segja eplin af eplatré í garði sínum
vera afar ljúffeng. Tréð var gróð-
ursett í garði í Kópavogi fyrir 26
árum en flutt í garðinn við Lang-
holtsveg fyrir níu árum. Guðbjart-
ur Sturluson hefur verið með epla-
tré í garðinum hjá sér í níu ár en
hann tók tréð á sínum tíma í fóstur
frá systur sinni en hún gróðursetti
hálfs metra háa eplatrésplöntu í
garðinum sínum við Kársnesbraut
í Kópavogi. Hún keypti trjáplönt-
una hjá Garðyrkjufélagi íslands
árið 1974. Tréð hefur einu sinni
borið ávöxt, sumarið 1998, en þá
uxu á því þrjú græn epli sem voru
á stærð við golfkúlur. Guðbjartur
segir eplin hafa verið afbragðsgóð
á bragðið. Hann segir tréð dálítið
viðkvæmt því nýjustu vaxtarsprot-
arnir eigi það til að kala á veturna.
Þá segist hann einnig þurfa að láta
úða það fyrir lús á vorin. Hann
segir að passi hann þetta blómstri
eplatréð vel á sumrin. Ef tréð
blómstrar snemma bregður Guð-
bjartur sér í býflugulíki og penslar
blómin á trénu til að það frjóvgist.
Með þessu vonast hann til þess að
tréð beri ávöxt, enda gerðist það
sumarið 1998. Eplatré eru mjög
sjaldgæf í Reykjavík en nokkrar
Víkingaskipið Islendingur siglir inn í höfnina í Providence á Rhode Island undir fánahyllingu.
S
Islend-
ingur á
áætlun
LÍKT og ferðaáætlun sagði til um
sigldi víkingaskipið Islendingur
inn í höfnina í Providence á
Rhode Island síðastliðinn föstu-
dag, eftir sólarhringsferð frá
Boston, sem tókst vel. Áhöfn
skipsins eyddi helginni á Rhode
Island og á miðvikudag verður
ferðinni haldið áfram. Næsti
áfangastaður er Mystic Seaport í
Connecticut, þar sem áætlað er
að leggja að bryggju á fimmtu-
dag. Þaðan verður farið nk.
mánudag sem leið Iiggur til New
Haven í sama ríki.
Sem kunnugt er lýkur siglingu
Islendings, sem hófst í Reykjavík
17. júní siðastliðinn, í New York
og samkvæmt ferðaáætlun er það
mánudaginn 23. október nk.
Morgunblaðið/Golli
Eplatréð við Langholtsveginn.
Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri skoðaði seljureyninn í gær.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Tréð féll á þennan bfl og skemmdist hann nokkuð. Búið er að rétta tréð
við en kanna á hvort hægt sé að bjarga því.
villieplategundir eru til í Grasa-
garði Reykjavíkur og á gömlum
útivistarsvæðum, að sögn Jóhanns
Pálssonar. Hann segir að gerðar
hafi verið tilraunir með ræktun
kynbættra eplatrjátegunda í upp-
hafi aldarinnar en það sé borin von
að hyggjast rækta epli utandyra
hér á landi. Jóhann segir að á
fyrstu árum aldarinnar hafi verið
gerðar tilraunir með ræktun epla á
Akureyri og einstaka sinnum hafi
þær tekist. Brátt hafí verið horfið
frá því, því að ekki sé hægt að gera
sér vonir um að trén beri ávöxt
nema það komi nokkur góð ár í
röð. Jóhann segir að vel sé mögu-
legt að rækta eplatré í gróðurhús-
um en þó verði að hafa í huga að til
þess að hægt sé að rækta epli verði
að notast við tvö mismunandi yrki
eplatrjáa, eða tegundir, til þess að
trén frjóvgi hvort annað.
Andlát
SIGURÐUR
ÁRNASON
SIGURÐUR Ái-na-
son, fyrrverandi
bóndi á Vestur-Sáms-
stöðum í Fljótshlíð,
er látinn hundrað ára
að aldri.
Sigurður fæddist
14. júlí árið 1900 á
Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð. Foreldrar hans
voru Ámí Árnason
og Þórunn Jónsdótt-
ir.
Sigurður naut
skammrar skóla-
göngu. Hann og Jón
bróðir hans tóku við
búi foreldra sinna árið 1932. Þeir Eftirlifandi eiginkona Sigurðar
skiptu síðar jörðinni og byggði Sig- er Hildur Árnason. Þau eignuðust
urður upp bú sitt á Vestri-Sáms- sjö börn.
stöðum, en þar bjó
hann til ársins 1989.
Sigurður vann að
miklum jarðabótum á
jörð sinni og byggði
þar upp myndarbú.
Hann var kunnur
hestamaður og átti gott
hestakyn. Hann hafði
mikið yndi af söng og
söng m.a. fyrir gesti
sína á 100 ára afmæl-
inu í sumar.
Síðustu árin dvaldi
Sigurður á hjúkrunar-
heimilinu Holtsbúð í
Garðabæ.
Aðalfundur Samfylkingarinnar á Austurlandi
fjallaði um svæðið norðan Vatnajökuls
Vill að hugmyndir um
þjóðgarð verði skoðaðar
AÐALFUNDUR Samfylkingar-
innar á Austurlandi, sem haldinn
var á laugardag, telur nauðsynlegt
að leitað verði leiða til að tryggja
sem mesta samstöðu um uppbygg-
ingu atvinnulífs á Austurlandi. Því
skorar hann á stjórnvöld að láta
kanna samhliða umhverfismati á
framkvæmdum við Kárahnjúka-
virkjun hugmyndir sem fram hafa
komið um þjóðgarð norðan Vatna-
jökuls.
Einar Már Sigurðsson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar á Austur-
landi, segir í samtali við Morgun-
blaðið að með ályktun fundarins sé
Samfylkingin á Austurlandi að
nálgast virkjunarmálin á svæðinu
með öðrum hætti en hingað til þar
sem hún hafi áður verið harður
stuðningsmaður virkjunar í Fljóts-
dal. Segir hann að með ályktuninni
sé Samfylkingin á Austurlandi að
bjóða fram sáttahönd í ágreiningi
virkjunarsinna og þeirra sem vilja
þjóðgarð norðan Vatnajökuls.
„Með ályktuninni leggjum við
áherslu á að það verði leitað allra
leiða til að ná sem víðtækastri sátt
um uppbyggingu atvinnulífsins á
Austurlandi. Þess vegna bendum
við á þá leið að það verði samhliða
umhverfismatsferlinu horft til
þeirra hugmynda eða tillagna sem
komið hafa fram um þjóðgarð
norðan Vatnajökuls.“
Með því að fara þessa leið, segir
Einar Már, má koma í veg fyrir að
deilt verði um virkjun við Kára-
hnjúka á þeim forsendum að ekki
hafi verið kannaðir ávinningar af
þjóðgarði norðan Vatnajökuls.
Náttúruverndarsamtök íslands
eru meðal þeirra aðila sem hafa
viljað meta kosti þess að stofnaður
verði þjóðgarður norðan Vatnajök-
uls og telja m.a. að með því megi
varðveita ósnörtin öræfi landsins.