Morgunblaðið - 19.09.2000, Page 19

Morgunblaðið - 19.09.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 19 AKUREYRI Lionsklúbbur Akur- eyrar og Vitaðsgjafí Fjármagna kaup og þjálfun á fíkniefna- leitarhundi TVEIR Lionsklúbbar, Lions- klúbbur Akureyi'ar og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi í Eyjafjarðarsveit og á Sval- barðsströnd hafa tekið að sér að fjármagna kaup og þjálfun á fíkniefnaleitarhundi fyrir lögregluna á Akureyri. Verkefni sem tengjast bar- áttunni gegn fíkniefnavágest- inum hafa stöðugt orðið fyrir- ferðarmeiri hjá Lions- hreyfingunni og því leituðu forsvarsmenn klúbbanna tveggja til lögreglunnar og óskuðu eftir mati á því í hvaða formi stuðningur við störf lögreglunnar í fíkniefna- málum kæmi sér best. Niður- staðan var sú að fíkni- efnaleitarhundur á Akureyri yrði mikill áfangi í baráttunni gegn fíkniefnum. Einn af starfsmönnum lög- reglunnar á Akureyri hefur tekið að sér umsjón með hundinum endurgjaldslaust en fjárveiting á fjárlögum vegna stöðu eftirlitsmanns með fíkniefnaleitarhundi við embætti lögreglunnar á Ak- ureyri hefur ekki enn verið samþykkt. Lionsklúbbarnir tveir munu fjármagna kaup á hvolpi og allan fastan kostnað við þjálfun hans, m.a. þrjú námskeið og próf hjá hunda- þjálfara lögreglunnar í Reykjavík, búr til flutnings í bílum og ýmislegt fleira. Þjálfunin í heild er undir eft- irliti þjálfara hjá lögreglunni í Reykjavík og hundurinn þarf að standast lokapróf að henni lokinni áður en hann verður viðurkenndur sem fíkniefna- leitarhundur. Gert er ráð fyr- ir að stuðningur Lionsklúbb- anna tveggja nemi um 600 þúsund krónum. Hagyrðingahátíð Til að fjármagna verkefnið munu Lionsklúbbarnir efna til hagyrðingahátíðar í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Þetta er þriðja árið í röð sem klúbbarnir efna til slíkrar hátíðar til stuðn- ings góðum málefnum. Að þessu sinni munu landsþekkt- ir hagyrðingar kitla hlátur- taugar gesta auk þess sem söngvararnir Óskar Péturs- son og Sigrún Hjálmtýsdóttir leggjast á eitt með Lions- mönnum í kröftugri við- spyrnu gegn fíkniefnum. 22 flugvélar Flugleiða lenda á hverjum degi í Keflavík. Við flytjum allskyns vörur til og frá Islandi 22 sinnum á dag. Það tryggir viðskiptavinum og neytendum ferskleika og hraða þjónustu. Sími: 505 0401 Fax: 505 0630 www.icelandair.is ÍCELANDAIR CARGO Davsferð til Kulusuk * alla virka daga’ kaðu í síma 570 3030 *Takmarkað sætaframboð. Gildir til 29. september. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugielag.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.