Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 26
26. ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
ÚRVERINU
S Morgunblaðið/Helgi
Isverksmiðja undir þak
ÍSVERKSMIÐJA sem Breiöi ehf. Vélar og tœki eru komin á stað- heitið ísverksmiðja Breiðafjarðar.
er að koma á fét við Ólafs- inn og allur undirbúningur í full- Áætlað er að hún taki til starfa á
víkurhöfn er nú komin undir þak. um gangi. Verksmiðjan mun fá nýju ári.
Vaxandi áhugi á rafrænum viðskiptum með físk
„Engin bylting í
sölu sjávarafurða“
GUNNAR Svavarsson, forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna,
telur ekki að framundan sé bylting í
sölu sjávarafurða á Netinu en spáir
hægfara þróun á þessu sviði. Gunnar
Öm Kristjánsson, forstjóri SÍF, tek-
ur í svipaðan streng og segir ekkert
koma á óvart í þessari umræðu um
netviðskipti.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í fyrradag hefur hópur stórra fyrir-
tækja í norskum fiskiðnaði sameinast
um stofnun fískmarkaðar á Netinu.
Starfsemin hefst senn og samkvæmt
áætlunum er gert ráð fyrir að við-
skipti verði við íslenska fiskframleið-
endur og útflytjendur, einkum um
sölu á frosnum físki frá íslandi
Hægfara þróun
Gunnar Svavarsson segir að tugir
fyrirtækja í Evrópu séu að gera svip-
aða hluti eða séu að reyna að gera
það. Þau séu komin misjafnlega langt
sem bendi til þess að flest hætti og fá
verði eftir. í öðru lagi sé byrjað að
nota Netið til svona samskipta eins
og í öllu öðru. Pantanir séu sendar á
milli en meira hangi á spýtunni hjá
umræddu fyrirtæki í Noregi. Það
ætli sér að tengja saman kaupendur
og seljendur í gegnum einhvers kon-
ar uppboðskerfi. „Ég held að þetta
komi helst til með að byija í hrávöru,
einsleitri vöru. Enn er tregða hjá
mönnum til að breyta til. Þeir viija
þekkja sinn birgja, vita hvernig vöru
hann býr til, hvort hægt sé að treysta
á hann og gera samninga til aðeins
lengri tíma.“
Að sögn Gunnars þurfa menn að
sjá aðeins fram fyrir sig í þessum
málum. Sjálfsagt muni þetta þróast í
þá átt að Netverslun nái meiri fót-
festu í fiski eins og öðru, þó hann sjái
ekki breytingar í þá átt hjá SH í nán-
ustu framtíð. „Við erum í raun og
veru fyrst og fremst að kaupa inn fisk
til endursölu fyrir starfsemi okkar
erlendis. Ég sé okkur ekki fara að
selja á Netinu því við erum yfirleitt
með fasta viðskiptavini á hinum end-
anum og viljum síðan helst vera með
fasta kaupendur á þessum enda.
Hins vegar getur þetta komið til
greina til uppfyllingar og að hægt
verði að kaupa hrávöru yfir svona
Net eða framboðspott sem yrði til á
einhverri síðu. En ég sé ekki að það
sé bylting framundan í þessu heldur
verði þetta þróun sem gerist hægt.“
Ekkert nýtt
Gunnar Öm Kristjánsson segir að
SÍF hafi skoðað þessi mál í gegnum
netfyrirtækið Seafood Alliance, mörg
fyrirtæki eins og GoFish og Fish-
Market séu á Netinu og staðreyndin
sé sú að ekkert þeirra gangi vegna
þess að viðskiptagrunnurinn sé ekki
fyrir hendi. Öll þessi umræða byggist
á því að verið sé að koma af stað
hræðsluáróðri þess efnis að öll við-
skipti séu að færast yfir á Netið.
„Staðreyndin er sú að það er ekki
raunveruleikinn. í þessu sambandi
tala menn um spamað en spamað í
hverju? í gegnum Seafood Alliance
hefur fólk hjá mér unnið að því í sex
mánuði að skoða alla valkosti í þessu
máli með öllum stærstu fyrirtækjun-
um í fiskiðnaðinum og við erum enn í
þeirri vinnu.Ymsir fletir hafa komið
upp og hugsaniega hafa menn séð
mögulegan spamað í sambandi við
innkaup og fleira en þegar farið er í
gegnum alla þessa hluti eru það
markaðsöflin sem ráða.“
Forsvarsmenn FishMarket hafa
ekki haft samband við SÍF frekar en
SH. „Ég hef séð mörg svona netfyrir-
tæki sem hafa boðið hinar og þessar
lausnir sem eiga að leysa öll heimsins
vandamál en því miður gerist þetta
ekki þannig," segir Gunnar Öm.
„Vandamálið með öll þessi netfyrir-
ÁSTRALAR hafa tapað opinbem
máli gegn Japönum vegna tilrauna-
veiða þeirra síðarnefndu á bláugga.
Alþjóðlegur dómstóll í Washington í
Bandaríkjunum lýsti því yfir að
hann hefði samkvæmt hafréttarlög-
um Sameinuðu þjóðanna ekki lög-
sögu í málinu.
I sameiginlegri yfirlýsingu sem
Daryl Williams, dómsmálaráðherra
Ástralíu, og Warren Tms, sjávar-
og landbúnaðarráðherra Ástralíu,
gáfu út segir að ekki sé hægt að
leysa deiluna samkvæmt þessari
leið. Þeir lýstu yfir vonbrigðum með
það að dómstóllinn skyldi ákvarða
að hann hefði ekki lögsögu í málinu
tæki er að þau hafa engan viðskipta-
gmnn á bak við sig og fyrirtæki eins
og SÍF setur ekki öll sín viðskipti í
gegnum svona netkerfi. Menn nota
vefinn í samskiptum sín á milli úti um
allt en ég hef ekki enn séð þann við-
skiptagmnn sem gengur upp á Net-
inu þannig að þeir sem að viðskiptun-
um kæmu högnuðust á þeim.“
Vegna yfirlýsinga forsvarsmanna
FishMarket um viðsldpti við íslend-
inga segir Gunnar Öm að þetta sé
það sama og heyrst hafi frá GoFish
og fleimm samskonar fyrirtækjum á
Netinu. „Til að drífa áfram vefinn
þarf viðskiptin og það em fyrirtækin
sem halda viðskiptunum gangandi.
Þau afhenda ekki fyrrverandi sjávar-
útvegsráðherra Noregs þessi við-
skipti."
Gunnar Örn segir ennfremur að
þeir sem bjóði umrædd viðskipti á
Netinu hafi hvorki tilfinningu né hug-
mynd um hvað þeir séu að bjóða og
eins og staðan sé nú séu engin ný
sóknartækifæri á Netinu að þessu
leyti. „Hvað er þetta fyrirtæki að
bjóða? Viðskipti á Netinu? Hver býð-
m- ekki viðskipti á Netinu? Það er
ekkert nýtt í þessu en auðvitað fylgj-
umst við með öllum þessum hlutum
og setjum töluverða fjármuni í það til
að sjá hvað er að gerast og hvort
þama séu einhver tækifæri. En það
er ekkert í þessu eins og er.“
en bættu því við að það veikti á eng-
an hátt málstað Ástralíu í þessu
máli.
Ástralar hafa miklar áhyggjur af
afleiðingum tilraunaveiða Japana
fyrir bláuggastofninn og hafa lýst
því yfir að veiðamar brjóti í bága
við alþjóðasamþykktir.
Dómstóllinn staðfesti að ekki væri
hægt að ljúka málinu með dómsátt.
Japanir lýstu því yfir að dómstóllinn
hefði ekki lögsögu í málinu og leysa
þyrfti málið á gmnni þríhliða sam-
komulags sem Japanir, Ástralar og
Nýsjálendingar höfðu gert með sér
um vemdun stofnsins og er því
lausn málsins ekki í sjónmáli.
Astralar tapa tún-
fískmáli gegn Japan
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Nýjar skoðanakannanir í Bretlandi
V erkamanna-
flokkurinn tap-
ar forystunni
London. The Daily Telegraph.
NIÐURSTOÐUR tveggja skoð-
anakannana, sem' birtar voru í
Bretlandi um helgina, benda til
þess að í fyrsta skipti í átta ár
njóti Verkamannaflokkurinn ekki
meira fylgis en íhaldsflokkurinn. í
könnun The Sunday Times eru
flokkarnir jafnir með 37% fylgi, en
samkvæmt könnun The News of
the World er íhaldsflokkurinn með
38% fylgi og Verkamannaflokkur-
inn með 36%.
Breskir fjölmiðlar rekja fylgis-
tap Verkamannaflokksins að
nokkm leyti til ósveigjanlegrar af-
stöðu ríkisstjórnarinnar í eldsneyt-
isdeilunni, sem olli sannkölluðu
öngþveiti í Bretlandi í síðustu
viku, en stjórnin hafnaði alfarið
kröfum mótmælenda um að skatt-
ar á eldsneyti yrðu lækkaðir. Mik-
ill stuðningur virðist vera við
málstað mótmælendanna, en könn-
unin leiddi í ljós að 85% Breta
styðja lækkun á eldsneytissköttum
og 78% segjast hafa stutt mót-
mælaaðgerðirnar.
Þá kemur fram að aðeins 18%
aðspurðra telja að forsætisráð-
herrann Tony Blair sé í góðum
tengslum við almenning í landinu,
en nær þrír af hverjum fjórum
telja forsætisráðherrann hrokafull-
an og fjarlægan.
íhaldsflokknum betur treyst
fyrir efnahagsmálum
Könnun The Sunday Times
bendir einnig til þess að kjósendur
treysti Ihaldsflokknum betur til að
fara með stjórn efnahagsmála, en
það er talið mikið áfall fyrir
Verkamannaflokkinn. í könnuninni
töldu 37% aðspurða líklegra að
lífskjör þeirra myndu batna ef
íhaldsflokkurinn færi með völdin,
en 34% treystu Verkamanna-
flokknum frekar.
íhaldsflokkurinn mældist síðast
með forskot á Verkamannaflokk-
inn í skoðanakönnunum fyrir átta
árum, fyrir „svarta miðvikudag-
inn“ svonefnda í september 1992,
þegar gengi sterlingspundsins
hrundi. The Daily Telegraph hefur
eftir nánum aðstoðarmanni Willi-
ams Hague, leiðtoga íhaldsflokks-
ins, að fylgisaukning flokksins nú
komi ekki á óvart. „Fólk leggur
einfaldlega ekki lengur trúnað á
orð Tonys Blairs. Það hefur um
margra mánaða skeið látið í ljós þá
skoðun að hann sé hrokafullur og í
litlum tengslum við almenning."
Átök milli
Blairs og Browns
Nokkrir þingmenn og ráðherrar
Verkamannaflokksins, sem taldir
eru meðal helstu stuðningsmanna
Blairs innan flokksins, hafa ráðist
harkalega á fjármálaráðherrann
Gordon Brown, bæði fyrir og eftir
að niðurstöður skoðanakannan-
anna voru birtar, og kennt honum
um ófarir flokksins í eldsneytis-
málinu. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa
látið að því liggja að árásirnar hafi
verið gerðar að undirlagi forsætis-
ráðherrans til að firra hann
ábyrgð í málinu og fullyrða að
þetta sé til marks um vaxandi mis-
klíð milli Blairs og Browns.
Margir hafa túlkað yfirlýsingu
Blairs frá þvi á fimmtudag á þá
leið að skattar á eldsneyti kynnu
að verða lækkaðir, en Brown sagði
hins vegar um helgina að það
kæmi ekki til greina. Stuðnings-
menn Blairs innan flokksins hafa
síðustu daga hvatt Brown til að
falla frá áformum um lækkun
tekjuskatts og til að lækka skatta
á eldsneyti í staðinn, en fjármála-
ráðherrann hefur lýst því yfir að
slíkar hugmyndir beri vott um
„skammsýni" og vísar þeim alfarið
á bug.
Gordon nær
ströndum Flórída
NOKKUÐ hafði dregið úr vind-
styrk fellibylsins Gordons er
hann náði ströndum Flúrída á að-
faranótt mánudags, og sést
sjónvarpsfréttamaðurinn Jason
Whiteiy hér berjast við storm og
öldur við strönd Cedar Key í
Flórída skömmu áður en Gordon
náði inn til ríkisins.
Þar sem töluvert hafði dregið
úr vindstyrk fcllibylsins urðu
skemmdir í Flórídaríki ekki jafn
miklar og óttast hafði verið þó
nokkuð væri um flóð í suðvestur-
hluta rxkisins. 200 björgunar-
sveitarmenn voru þar m.a. að
störfum við að aðstoða fólk á
flóðasvæðunum, en ekki hafði
verið tilkynnt um nein meiðsl á
fólki.