Morgunblaðið - 19.09.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 27
Forseti þings Vestur-Evrópusambandsins í íslandsheimsókn
Þingmannasamráð um
varnarmál nauðsynlegt
Mikilvægt er að þingmenn Evrópuríkja
eigi sér áfram samráðsvettvang um varn-
armál og hafí eftirlit með framkvæmd
nýrrar öryggis- og varnarmálastefnu
ESB, eftir að hún hefur yfírtekið hlutverk
VES. Þetta er álit Klaus Búhlers, forseta
VES-þingsins, sem Auðunn Arnórsson
fékk tii að útskýra.
FRÁ ÞVÍ ísland hlaut, sem evrópskt
aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,
árið 1992 aukaaðild að Vestur-
Evrópusambandinu (VES) - sem þá
var skilgreint bæði sem varnarmála-
armur Evrópusambandsins og
Evrópustoð NATO - hefur mikil
hreyfing komizt á skipan öryggis- og
varnarmála í álfunni. Evrópusam-
bandið (ESB) hefur ákveðið að koma
sér upp virkri öryggis- og varnar-
málastefnu, og liður í því er að ESB
yfirtaki að miklu leyti hlutverk VES.
Tvennu er ábótavant í þessu ferli, að
mati þýzka þingmannsins Klaus
Biihlers, forseta þingmannasam-
komu VES, en hann var staddur hér
á landi á dögunum og átti viðræður
við íslenzka þingmenn og ráðherra.
Evrópsku NATO-ríkin, sem ekki
eiga jafnframt aðild að Evrópusam-
bandinu - Island, Noregur, Tyrk-
land og nýliðarnir þrír, Pólland,
Tékkland og Ungverjaland - segir
Biihler standa frammi fyrir sams
konar vanda.
Sameiginlegir hagsmunir
VES-þingsins og Islands
„Nú viljum við ná einu íram; að
þeir möguleikar sem aukaaðildarrík-
in, evrópsku NATO-ríkin utan ESB,
hafa notið innan VES á að taka þátt í
stefnumótun og samstarfi í öryggis-
og varnarmálum Evrópu, verði ekki
lakari eftir að þær breytingar sem
ákveðið hefur verið að ráðast í á
þessu sviði komast til framkvæmda,“
segir hann.
„Við vitum að þetta er mikið
áherzluatriði í utanríkisstefnu ís-
lands, en VES-þingið er þetta líka
mikið hjartans mál, þar fara hags-
munir okkar fyllilega saman,“ segir
þingforsetinn.
Vandamálið segir hann aðallega
felast í því að fá tekið tillit til þessara
hagsmuna í því breytingaferli sem er
í gangi innan ESB. „Við vitum að ís-
land, ásamt Noregi, Tyrklandi og
nýju austur-evrópsku aðildarríkjun-
um þremur, vill áfram geta tekið jafn
veigamikinn þátt í evrópsku vamar-
málasamstarfi og hingað til. Um
þetta eru allir fulltrúar á VES-þing-
inu sammála,“ segir hann. „Lausnina
verður að finna í samningaviðræðum
við ESB-ríkin.“
Tvenns konarvandi
Búhler útskýrir að hér sé um
tvenns konar vandamálasvið að
ræða. „Til þess að hafa eitt á hreinu:
Við styðjum heils hugar uppbygg-
ingu hinnar svokölluðu annarrar
stoðar Evrópusambandsins," en svo
er hin sameiginlega öryggis- og
varnarmálastefna oft nefnd. „Við
stöndum að fullu á bak við sam-
þykktir leiðtogafundanna í Köln og
Helsinki," en í þessum samþykktum
var kveðið á um hvemig hin nýja ör-
yggis- og varnarmálastefna skyldi
uppbyggð.
En Búhler segir að VES-þingið sé
á einu máli um að finna verði lausn á
tveimur atriðum sem ekki er fjallað
um í samþykktunum. „Annað þess-
ara atriða er okkur mikið hjartans
mál sem þingmönnum. ESB hefur
ákveðið að koma sér upp sameigin-
legri öryggis- og varnarmálastefnu,
en hvergi er minnzt á hvernig þing-
legt eftirlit verður haft með fram-
kvæmd þessarar nýju stefnu," segir
hann.
Evrópuþingið (EÞ) sé að sínu áliti
ekki fært um að sinna þessu hlut-
verki, þar sem varnarmál em ekki á
þess valdsviði. Það séu ríkisstjómir
aðildarríkjanna og þjóðþingin sem
hafi allt um þau að segja.
„Þetta er eitt af því sem mesta um-
ræðan stendur um. Okkar afstaða er
þessi: Við styðjum þessar breytingar
- sameiginlega öryggis- og vamar-
málastefnu ESB - sem við álítum
vera framför, en við viljum ekki að
afturför verði hvað varðar hlutverk
þingmanna í þessu sambandi.
I öðm lagi viljum við ekki sjá að
þau lönd, sem fram að þessu hafa
tekið fullan þátt í VES-samstarfinu
en em ekki aðilar að ESB,“ segir
hann.
Á valdsviði kjörinna fulltrúa
þjóðþinga en ekki EÞ
Búhler segir VES-þingið núna
vera að reyna að koma því á hreint
hvað það sjálft vilji í þessu samhengi
og hvemig það kemur þeim vilja sín-
um til skila. Með þessu sé þingið að
bregðast við því að ríkisstjórnir
sumra ESB-ríkjanna hafa hvatt það
til að koma sjálft fram með hug-
myndir um hvert hlutverk þing-
mannasamkoman getur leikið við og
eftir þær breytingar sem til stendur
að gera á VES og öryggismálasam-
starfinu í heild. „Við höfum þess
vegna, á fundi í Lissabon í vor, sam-
þykkt að stofnuð verði ný þing-
mannasamkoma, sem hafi það hlut-
verk að sinna þinglegu eftirliti með
þessu breytingaferli,“ segir hann og
bætir við: „Hvers vegna teljum við
þetta okkar hlutverk?"
Svarið segir hann liggja í því að
andstætt því sem á við um Evrópu-
þingið eru allir fulltrúarnir á VES-
þinginu þingmenn sem kjörnir hafa
verið inn á þjóðþing sinna heima-
landa, en taka jafnframt þátt í starfi
samevrópskrar stofnunar. „Þessir
þingmenn hafa því beint umboð frá
kjósendum allra aðildarríkjanna og
eru þar með færir um að sinna
nefndu ef'tirlitshlutverki," fullyrðir
Búhler.
NATO-ríkjunum utan ESB
fundinn staður
Hvað hitt ofannefnda vandamálið
varðar segir hann, að finna verði
NATO-ríkjunum utan ESB stað í
hinu nýja fyrirkomulagi, og hann
megi ekki vera lakari þeim sem þau
höfðu áður.
Þetta sé nauðsynlegt, þar sem það
verður, samkvæmt hugmyndum
ESB, um þrenns konar aðgerðir að
ræða, ef til þess kemur að álitin verði
þörf á að grípa inn í atburðarás í ein-
hverju ríki utan sambandsins, þ.e. að
stilla til friðar eða sinna friðargæzlu.
Fyrsti valkosturinn sé sá, að ein-
göngu verði notazt við mannskap og
búnað ESB-ríkjanna sjálfra.
Annar er sá, að ESB beri hitann
Morgunblaðið/Ásdís
Þýzki þingmaðurinn Klaus Biihler, forseti þingmannasamkomu VES.
og þungann af aðgerðinni en fái að
notast við herstjórnarkerfi og búnað
Atlantshafsbandalagsins.
Sá þriðji er að aðgerðirnar lúti for-
ystu NATO, en einnig sé notazt við
mannskap og búnað Evrópusam-
bandsins.
„Við landi í stöðu í slands blasir við
- ef það fær í hinu nýja kerfi ekki að
halda sömu áhrifum og áður - að það
verði sem NATO-land skuldbundið
til að taka þátt í aðgerðum af ofan-
greindu tagi, án þess að hafa átt þess
kost að taka þátt í hinu pólitíska und-
irbúningsstigi þeirra. Að minnsta
kosti á þessu viljum við finna lausn,“
segir Búhler.
Skiptar skoðanir séu um það innan
ESB hvernig sú lausn geti litið út, og
ljóst sé að Frakkar, sem nú gegna
formennsku í ráðherraráði ESB, vilji
halda fulltrúum ríkja sem ekki séu
aðilar að ESB sem mest utan við
ákvarðanatöku innan ramma hinnar
sameiginlegu öryggis- og varnar-
málastefnu sambandsins. Búhler
vonast þó til að lausn finnist sem allir
verði sáttir við.
Draumahúðin þín. Sjáðu, finndu, fáðu hana.
m?-
|P
Estée Lauder kynnir
Idealist
Skin Refinisher
Nú færir nýjasta tækni þér húðina sem þig langar
í. Finndu hana. Ótrúlega mjúk og slétt. Sjáðu
hana. Ótrúlega björt og jafnlit. Og þá eru líka öll
smávandamál húðarinnar - svitaholur, fínar línur,
flögnun og roðablettir - úr sögunni með þessari
nýju náttúrulegu aðferð. Skin-Refinishing Comp-
lex. Idealist. Húðumhirða í æðra veldi.
Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla,
Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Setbergi, Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Smáranum, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu Akureyri.
Subaru Impreza Turbo 4wd nýskr 03/99,
km 42 þ. d-blár 5 g.,álfelgur, sóllúga, spol,
ofl. Verð 2.250.000. Ákv lán 1.300 þ.
NÝJA BÍLAHÖLLIN
VwGolf GL1800 árg 92 km 115þsvartur
5d verð 590 ákv lán 390þ.
VANTAR
DISEUEPPAÁSKRÁ
BMW323Í árg 92 km 127 þ. hvítur, 5 g„
17'álfelgur, sóllúga. S+V dekk. Verð 1.580
þ. Ákv lán 800 þ. Gullmoll.
Funahöfða 1,
www.notadirbilar.is
Nissan Terrano 2,41 benzin árg 2000 hvi-
tur 5g km 7þ verð 2.800.000 ath skipti
Subaru Legasy gx 2,5 sedan 4wd nýskr
01/2000, km 2 þ. kóngablár, sjálfsk.l eður
álfelgur og fl. Verð ath skipti.
Honda Crv RVSI nýskr 07/ 98, km 32 þ.
rauður, sjálfsk, álfelgur, krókur, sóllúga,
Verð 1.980.000. Ath. skipti.
BMW 525ix 4wd árg 95, km 90 þ, d-blár,
sjálsk, leður, álfelgur. Verð 1.990.000
Tilboð 1.690.000.
Renault Megan Scienic RT nýskr 05/2000,
km 6 þ„ siífur, sjálfsk. og fl.
Verð 1.790.000. Athskipti.
Mmc Lancer glx stw 4wd árg '98, km 44 þ.
d-grænn. Verð 1.190 þ.
i!BnHHHHBBHBHBflHHHHBBSHHHHHBHIíir
Opel Corsa Swinge 16v nýskr 02/99, km 23
þ. 5 g„ 3 d„ svartur, álfelgur, spol, sóllúga.
Verð 1.250.000. Ákv lán 980 þ.