Morgunblaðið - 19.09.2000, Side 45

Morgunblaðið - 19.09.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN & Viðbrögð við brjóstverk ÞÓTT verkur fyrir brjósti geti verið af ýmsum toga, svo sem frá hjarta, vélinda, stoðkerfi eða lungum, er kransæðastífla sá sjúkdómur sem oftast er mikilvægast að greina snemma eða útiloka. Af þeim sem fá bráða kransæða- stíflu deyr um fjórð- ungur og allt að helm- ingur þeirra innan einnar klukkustundar frá upphafi einkenna. Dauðsföll skömmu eft- ir upphaf kransæða- stíflu eru í meiri hluta tilfella vegna lífshættulegra hjart- sláttartruflana sem oft er mögulegt að meðhöndla með lyfjum eða raf- stuði. Þannig má koma í veg fyrir flest þessara dauðsfalla með sér- hæfðri meðferð. Hún er hins vegar aðeins möguleg eftir að sjúklingur er kominn á sjúkrahús eða í gæslu sérþjálfaðra sjúkraflutningamanna. Á höfuðborgarsvæðinu er sérútbúin sjúkrabifreið með lækni innanborðs sem oftast sinnir útköllum vegna brjóstverkja. Einkenni Dæmigerður brjóstverkur sem fylgir kransæðastíflu eða blóðþurrð í hjartavöðva er fyrir miðju brjósti, gjarnan með leiðni upp í háls, jafn- vel kjálka og út í vinstri handlegg. Hon- um fylgir stundum ógleði, sviti eða jafnvel andnauð. Stundum er einkennum lýst sem seyðingi eða þyngslum í stað brjóstverkja. Sumir hafa þó ein- kenni sem ekki eru dæmigerð, t.d. verk sem leiðir aftur í bak, verk um ofanverðan kvið eða verk sem leið- ir þvert yflr brjóst og jafnvel út í báða hand- leggi. Konur er lík- legri en karlar til að hafa einkenni sem ekki eru dæmigerð. Þeir sem eru rosknir eða með sjúkdóm s.s. sykursýki fá stundum ekki verk heldur andnauð sem upphafseinkenni kransæða- stíflu. Hjartaverkur kemur gjarnan fram við líkamlega áreynslu, and- legt álag, geðshræringu eða jafnvel eftir stóra máltíð. Hjá sumum getur verkur komið í hvíld. Algengast er að blóðþurrð í hjarta eða kransæða- stífla komi fram hjá einstaklingum með ákveðna áhættuþætti sem eru m.a. ættarsaga um hjartasjúkdóma, reykingar, sykursýki, háþrýstingur og hækkaðar blóðfitur. Fyrir kem- ur þó að þeir sem hafa enga af ofan- greindum áhættuþáttum fái krans- æðasjúkdóm. Konum er jafnhætt við kransæðasjúkdómi og körlumen Heilsa Þeir sem fá skyndilegan verk fyrir brjóstið sem er stöðugur í nokkrar mínútur, segir Davíð O. Arnar, gætu verið með hjartaverk. einkennin gera oft fyrr vart við sig hjá körlum, gjarnan milli fimmtugs og sextugs en hjá konum milli sex- tugs og sjötugs. Viðbrögð einstaklings við brjóstverk eru mikilvæg Eftir að brjóstverkur gerir vart við sig líður gjarnan nokkur tími þar til að sjúklingur er kominn und- ir læknishendur. Erlendar rann- sóknir hafa sýnt að yfirleitt líða meira en tvær klukkustundir frá upphafi verkja og þar til að læknir metur sjúklinginn. Þeir sem eru að fá brjóstverk í fyrsta sinn eru lík- legir til að draga það að leita sér að- stoðar. Þessi töf á að markviss með- ferð hefjist skiptist gjarnan í þrennt: 1. Töf af völdum sjúklings, þ.e. sjúklingur gerir sér ekki grein fyrir alvarleika ástandsins eða afneitar Davíð O. Arnar Vistvernd í verki í Reykjavík ÞAÐ er oft spurt hver beri raunverulega ábyrgð á að leysa umhverfisvandamál líðandi stundar og framtíðar? Það er al- vanlegt að vísa á ein- hvern annan en sig sjálfan. Vissulega gegna Sameinuðu þjóð- irnar, Evrópusam- bandið, ríkisstjórnin, atvinnulífið og sveitar- stjómir miklu hlut- verki í því að vinna að úrbótum í umhverfis- málum og í því að marka stefnu fyrir sjálfbæra þróun. En það má ekki gleymast að hvert heim- ili getur lagt mikið af mörkum. Með ýmsum einföldum breytingum á daglegu lífi má gera lífsstíl vistvænni án þess að draga úr lífsgæðum. Og margt smátt gerir eitt stórt. Með víðtækri þátttöku í slíkum aðgerðum má ná miklum fjárhagslegum og um- hverfíslegum ávinningi. Tryggvi Felixson Umhverfismál Með ýmsum einföldum breytingum á daglegu lífi, segja Hrannar Björn Arnarson og Hrannar Bjöm Arnarson Sparnaður og vistvænir lífshættir Tryggvi Felixson má Við höfum víða orðið vör við vilja einstaklinga til að leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið. En skortur á þekkingu og hvata virðist oft koma í veg fyrir að þessi vilji leysi úr læðingi raunverulegar aðgerðir. I því augnamiði að virkja þennan vilja hafa Reykjavíkurborg og Land- vernd tekið höndum saman um að veita heimilum í Reykjavík haldgóða leiðsögn um hvað sé hægt að gera í gera lífsstíl vistvænni án þess að draga úr lífs- gæðum. daglegu lífi til að stuðla að vistvænni lífsháttum og betra umhverfi. Verk- efnið ber yfirskriftina Vistvernd í verki og felst í því að virkja áhuga- fólk um vistvænt heimilishald til þátttöku í námskeiðum sem fjalla um einfaldar og raunhæfar aðgerðir í daglegu lífi sem bæði spara útgjöld og draga úr álagi á umhverfið. Námskeiðið felur í sér þátttöku í hópi þar sem fulltrúar 5 til 8 heimila koma saman til 7 fræðslufunda yfir tiltekið tímabil. Hópurinn ákveður sjálfur hversu langur tími er á milli funda en yfirleitt er reiknað með að verkefnið taki 1-2 mánuði. Umhverfísnámskeið fyrir alla Hóparnir eru kallaðir visthópar. Fundir visthópanna eru notaðir til að fara yfir ýmis atriði í daglegum rekstri fjölskyldunnar og til að skoða hugsanlegar leiðir til úrbóta. Fjallað er sérstaklega um sorp, samgöngur, innkaup, vatn og orku. Hverjum hópi fylgir einn leiðbeinandi og fá þátttakendur eigulega handbók þar sem finna má góð ráð og samantekt yfir árangur starfsins. Vistvemd í verki byggir á alþjóð- legum grunni en sl. ár hefur verið unnið að því að aðlaga námsefnið ís- lenskum aðstæðum. Reynslan af því starfi bendir til þess að vistvernd í verki eigi fullt erindi við íslensk heimili þar sem þátttaka í starfinu er bæði skemmtileg og fræðandi. Fyrst í stað mun starfið í Reykja- vík aðallega beinast að þremur hverfum: Grafarvogi, Kjalarnesi og Breiðholti. Ibúar úr öðrum hverfum geta þó að sjálfsögðu tekið þátt og það er von okkar að þátttakan verði mikil og almenn. Um leið og við hvetjum Reykvíkinga til þátttöku, bendum við á að frekari upplýsingar má nálgast hjá Landvernd og Reykjavikurborg. Vertu með og ger- um góða borg enn betri. Hrannar Bjöm Arrmrson er formaður umhverfís- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Tryggvi Felixson er framkvæmdastjóri Landvemdar. Arnarnes — Mávanes Höfum fengið til sölu glæsilegt einbýlishús, ca 270 fm, með tvöföldum bílskúr, ca 50 fm, og mjög fallegum garði. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 4,0 milij. Verð 32,0 millj. Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdi. Sími 555 1500, bréfsími 565 2644 Netfang: stefanbj@centrum.is. vandanum og bíður með að leita sér læknishjálpar. 2. Töf sem verður vegna flutnings á næsta sjúkrahús. 3. Töf sem verður eftir að sjúkl- ingur er kominn á sjúkrahús áður en markviss greining fer fram og meðferð hefst. Af þessum þáttum er sú töf sem verður á því að sjúklingur leiti sér hjálpar oftast lengst. Stundum er unnt að nálgast greiningu og hefja fyrstu meðferð þegar í sjúkrabíl en viðbrögð eftir að sjúklingurinn er kominn á sjúkrahús skipta einnig verulegu máli. Á brjóstverkjamót- töku Landspítala - háskólasjúkra- húss við Hringbraut höfum við ein- sett okkur að fyrsta mat, þar með talið taka hjartalínurits, fari fram innan 10 mínútna frá komu sjúkl- ings á spítalann. Fyrsta matið er mjög mikilvægt með tilliti til ákvörðunar um með- ferð. Sjúklinga með bráða krans- æðastíflu er i mörgum tilfellum unnt að meðhöndla með sérhæfðri segaleysandi meðferð. Hún er oft mjög gagnleg til að opna stíflaða kransæð. Ávinningur slíkrar með- ferðar er þeim mun meiri því skemmra sem liðið er frá upphafi einkenna. Mestur er ávinningur af segaleysandi meðferð ef hún hefst innan 4 klukkustunda frá upphafi einkenna og eftir 12 klukkustundir skilar slík meðferð litlum árangri. Þeir sem fá skyndilegan verk fyr- ir brjóstið sem er stöðugur í nokkr- ar mínútur gætu verið með hjarta- verk. Hafi þeir áður verið greindir með kransæðasjúkdóm eiga þeir oft nitroglyserin-töflur í fórum sínum. / Ráðlagt er að taka eina töflu í senn undir tungu, allt að 3 töflur á 5 mín- útna fresti til að reyna að slá á verkinn. Þeir sem hafa enn verk eftir 3 töflur af nitroglyserini ættu að leita læknis tafarlaust. Flestir \ hjartasjúklingar taka Magnyl eða | Aspirín daglega. Ef þeir sem fá brjóstverk eru ekki á slíkri meðferð i ættu þeir að tyggja Aspirín-töflu sem allra fyrst eftir að verkur byrj- ar. Aspirín dregur úr samloðun blóðflagna sem eiga stóran þátt í að f stífla kransæð og slík meðferð er | mjög árangursrík við kransæða- ; stíflu. { Allir ættu að þekkja númer | neyðarlínu (112). Þeir sem eru | komnir yfir miðjan aldur og fá ; skyndilegan brjóstverk sem varir j lengur en í fáar mínútur ættu að j hringja á sjúkrabíl og láta flytja sig j á sjúkrahús til athugunar. Slíkt ; gæti bjargað lífi þeirra. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum og stýrir brjóstverkjamóttöku á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut. Britax URVALIÖ et hjá okkur -M ---IJL.K,!',.l-A %.rtl.AA_ G L Æ S I B Æ VtfV'iVK.OOJS BÍLSTÓLAR í i I i í \ \ | I '| 1 t ■i . « i i i i I 4 4 i I í n a I Sturtuklefar, sfurtuhorn , sfurfuhurbir og babkarshlífor meö kromuðurn köntum. 4 og 6 mm öryggisgler. Hagsfæöustu veröin - tUöw fttoW OPSD: Monud, • föstud. kl. 918, lougotd. kl, 10 14 Víb F-elismulo Simí 588 7332 w w w. I tc'i I d sol u v e i slunín.is .JitíAi.jti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.