Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 49
Misskilningur um
ályktanir LI
ÞANN 14. septem-
ber sl. birti Morgun-
blaðið grein eftir Ög-
mund Jónasson alþing-
ismann undir fyrir-
sögninni: BSRB vill
samstarf um framtíð
heilbrigðiskerfisins.
Má af grein þing-
mannsins ætla að aðal-
fundur Læknafélags
íslands (LÍ) hafi sent
frá sér ályktun, sem sé
„um margt loðin“ og sé
„þai- að finna endur-
ómun af kröfum og til-
lögum sem þar komu
fram um einkavæðingu
heilbrigðiskerfisins"
svo notuð séu orð þingmannsins.
Spyr þingmaðurinn, „hvað sé átt við
með því orðalagi í ályktun fundarins
að heilbrigðiskerfið „þarfnist endur-
skoðunar og boðið upp á viðræður
við stjórnvöld um það efni““.
Mér er ljúft að léiðrétta þann mis-
skilning, sem fram kemur í þessum
orðum, en tvennu hefur hér verið
saman blandað.
Aðalfundur (LÍ)
sendi frá sér eftirfar-
andi ályktun, sem áður
hefur birst í Mbl.: „Að-
alfundur Læknafélags
íslands haldinn á Isa-
firði dagana 25.-26.
ágúst telur að skipulag
stjórnunar í heilbrigð-
iskerfinu þarfnist end-
urskoðunar. Fundur-
inn felur stjórn
félagsins að leita eftir
viðræðum við heil-
brigðisyfirvöld um
þetta mál, þannig að
reynsla og fagleg þekk-
ing lækna nýtist til
stjórnunarstarfa."
í annan stað var í tengslum við að-
alfundinn haldið málþing með þræð-
inum: „Læknar á frjálsum markaði".
Var málshefjendum m.a. lagt fyrir
að velta fyrir sér hvort lögmálum
inarkaðarins um samkeppni og út-
boð yrði varpað yfii- á lækna í aukn-
um mæli í framtíðinni. í framhaldi
Læknisþjónusta
Það er á stefnuskrá
lækna, segir Sigurbjörn
Sveinsson, að þeir vinni
fyrir eigin reikning
læknisverk eftir því sem
við verður komið.
þessa mátti heyra og sjá málshefj-
endur viðra skoðanir sínar í fjölmiðl-
um enda viðfangsefnið áhugavert.
Ég get alveg glatt Ögmund með
því að LI ályktaði ekkert um einka-
væðingu heilbrigðisþjónustunnar á
ÞUMALÍNA
Allt fyrir mömmu og bamið
Póstsendum, s.: 551 2136
Sigurbjörn
Sveinsson
aðalfundi sínum á ísafirði og bað
heilbrigðisyfirvöld ekkert sérstak-
lega um viðræður í þeim efnum. Það
er á stefnuskrá lækna að þeir vinni
fyrir eigin reikning læknisverk eftir
því sem við verður komið. Það sé
hagfellt fyrir læknana, sjúklingana
og ríkistrygginguna, sem oft er
kaupandi þjónustunnar að miklu
leyti. Engin stefna hefur verið mótuð
af hálfu lækna um stórfellda einka-
væðingu eða afstaða tekin til alút-
boða á byggingu og yekstri heil-
brigðisstofnana. Útboð á
hjúkrunarheimili og áfoiTn um alút-
boð á heilsugæslustöð eru læknum
óviðkomandi á þessu stigi.
Hitt er þó ljóst að LI sem og önn-
ur stéttarfélög heilbrigðisstarfs-
manna hljóta að koma að þessum
málum fyrr en síðar. Er þá nauðsyn-
legt fyrir lækna að eiga orðastað við
samstarfsfólk sitt m.a. í BSRB ekki
síður en heilbrigðisyfirvöld.
Höfundur er formaður
Læknafélags íslands.
Grunnnám í
Höfuðbeina- og
spjaldhryggsjöfnun
hefst 14. okt. 2000
Leiðbeínandi
Thomas Attlee DO.MRO.RCST
COLLEGE OF CRANIO-SACRAL THERAPY
sími 699 8064/564 1803
www.simnet.is/cranio
Bókhaldskerfi
ZP\ KERFISÞRÓUN HF.
I I FÁKAFENI 11, s. 568 8055
■ÍWÍ http://www.kerfisthroun.is/
Sérhönnuð
vatnsglös
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18
Fyrirtæki nýkomin á söluskrá
1. Þjónustumiðstöð með bílalúgu, bensínafgreiðslu, nýlenduvörum,
leikföngum og sælgæti. Einnig skyndibitaaðstaða. Er nálægt
Reykjavík, hefur stórt íbúðahverfi og mikla sumarbústaðabyggð
allt í kring ásamt stórum fyrirtækjum. Miklar tekjur fyrir duglegt
fólk. Gott verð og lánamöguleikar.
2. Bílaverkstæði til sölu. Lítið eins til tveggja manna verkstæði til
sölu sem hefurverið alhliða verkstæði og með fasta viðskiptavini.
Ódýr húsleiga. Laust strax.
3. Til sölu er veitingarekstur í nágrenni Reykjavíkur. Stórir salir sem
taka 140 manns í sæti. Auk þess er útiport sem er hitað og upplýst
með kyndlum sem tekur 24 í sæti. Öllu þessu fylgir stór íbúð með
mörgum herbergjum í sama húsi.
4. Myndbandaleiga til flutnings hvert á land sem er til stækkunar hjá
einhverjum sem hefur húsnæði og er kannski með sælgætissölu
fyrir. 2500 titlar, hillur og rekkar. Tölva og hugbúnaður. Laust
strax.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIA5ALAN
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
;
Peysusett
margar gerðir
L Peysur
m. Kvartbuxur
/7! >
tiskuverslun
...... v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1681
Opið daglega frá kl. 10-18, laugardag Afrá kl
10-1
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil
nú þegar eða í síðasta lagi innEm 15 daga frá dagsetningu áskomnar þessarar:
Gjöld sem á vom lögð: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 16.
september 2000, og virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2000,
og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir, er fallið hafa í gjalddaga til og með 16.
september 2000, á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli,
áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkjugarðsgjaldi, bifreiðagjaidi,
slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum,
viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi,
virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum,
vinnueftirlitsgjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vömgjaldi af ökutækjum, eftirlits-
gjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á
ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi fisksjúkdóma-
gjaldi og jarðarafgjaldi.
Gjöldum sem á vom lögð 2000 með gjalddaga til og með 15. september 2000 og álögðum
opinbemm gjöldum fyrri ára sem í eindaga em fallin, sem em:
tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
slysatryggingagjald vegna heimibsstarfa, fasteignagjöld, tryggingagjald, iðnaðarmálagjaid,
markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
búnaðargjald, iðgjald til lífeyrissjóðs bænda, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabóta-
auki og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er
1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru
gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vöm-
gjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi
þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiða-
gjöld og þungaskatt eiga von á að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra
án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskoranar þessarar
gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 19. september 2000.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum