Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGL UNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Snjókoma
og hálka á
heiðum
ANJÓKOMA, skafrenningur og
hálka var víða á fjallvegum landsins í
gær, einkum á austanverðu Norður-
landi og Austfjörðum. Samkvæmt
samtölum við lögreglumenn víðs
vegar um land í gærkvöld höfðu eng-
in óhöpp verið tilkynnt og virðist sem
ökumenn hafi verið undir þetta búnir
og ekið vai’lega á sumardekkjunum.
Lögreglan á Húsavík sagði þó að
fáeinir ökumenn hefðu runnið út í
kanta á vegum í Þingeyjarsýslum en
bílar ekki oltið út af. Lögreglan á
Egilsstöðum komst svo að orði um
ástand fjallveEa í arenndinni í gær-
kvöldi að þar ríkti „snjókoma og
brjálað veður“.
_ Veðurstofan spáir slydduéljum við
austurströndina í dag en að öðru
leyti léttskýjuðu sunnan og vestan
til. Þó er búist við frosti víða um land
en það dregur verulega úr vindi.
---------------
Suðurlandsvegur
Rúta á 125
km hraða
^j^ÖGREGLAN á Hvolsvelli stöðvaði
rútubifreið í áætlunarakstri á 125 kíló-
metra hraða á Suðurlandsvegi milli
Hellu og Hvolsvallar um miðjan dag á
sunnudag. Nokkrir farþegar voni um
borð. Skýrsla var tekin af bílstjóran-
um og ökuskífa gerð upptæk áður en
áætlunarakstri var fram haldið.
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli
er þetta í annað sinn sem bílstjóri
áætlunarbifreiðar er stöðvaður á
þessum slóðum vegna hraðakstur en í
fyrra tilvikinu mældist ökuhraðinn
111 kílómetrar. Taka má undir orð
lögreglunnar um að hraðakstur sem
þessi sé vítaverður.
Ættarmót í kartöflugarðinum
Morgunblaðið/Kristj án
ÞAÐ rikti sannkölluð ættarmótsstemmning í kartöflugarðinum í landi
Ystu-Víkur á Svalbarðsströnd sl. laugardag. Þar var samankominn
hópur fólks á ýmsum aldri, systkinin frá Nesi í Fnjóskadal, Bryndís,
Hjördís, Vignir, Haukur, Vilhjálmur, Karl og Gunnar Valtýsbörn,
ásamt mökum og börnum í kartöfluupptekt með gamla góða laginu.
Hafði fólk á orði að þessi árlegi viðburður væri hálfgert ættarmót,
enda voru um 30 manns í garðinum er ljósmyndari Morgunblaðsins var
þarna á ferð.
Árstíðabundin
virkni við Kötlu
SKJALFTAVIRKNI á Kötlu-
svæðinu hefur að sögn Páls Ein-
arssonar, prófessors í jarðeðlis-
fræði við Háskóla Islands, verið í
meira lagi undanfarnar vikur. Páll
segir þó ekkert óvenjulegt við
þessa skjálftavirkni, ávallt beri
nokkuð á henni á sumrin og á
haustin og líklegast sé að þar valdi
vatnsþrýstingur undir Mýrdals-
jökli mestu.
Undanfamar vikur hefur jörð
4 skolfið nokkrum sinnum á dag á
Kötlusvæðinu, einkum undir suð-
vesturhorni Mýrdalsjökuls, undir
því sem kallað er Goðabunga. Hafa
skjálftamir gjaman verið upp á 2,5
á Richter, en þeir stærstu hafa þó
farið upp undir 3 á Richter, að sögn
Páls. Hér sé um árstíðabundna
skjálftavirkni að ræða sem standi
gjaman frá júlí og til áramóta.
Skýringin á þessari virkni er
sennilega tengd vökvaþrýstingi
undir jöklinum, að sögn Páls. Þeg-
ar bráðnun jökulsins verði sem
mest fari bræðsluvatnið niður í
gegnum jökulinn og niður í jarð-
skorpuna en þar vaxi þrýstingur í
berginu. Þetta ferli valdi að vísu
ekki skjálftum, eftir sem áður sé
það eldstöðin sjálf sem geri það, en
það hleypi þó að öllum líkindum
skjálftunum af stað.
Vörugjaldi af bensíni breytt í krónutölu
Ríkið verður af
um 700 milljónum
MEÐ þeirri ákvörðun Alþingis að
breyta vöragjaldi af bensíni í fasta
krónutölu á hvern lítra í stað
prósentutölu af tollverði í lok októ-
ber sl. hefur ríkissjóður orðið af
tekjum upp á um 700 milljónir króna
á níu mánaða tímabili eða frá og með
nóvember sl. til og með júlímánaðar
á þessu ári. Björn Rúnar Guðmunds-
son, hagfræðingur hjá efnahags-
skrifstofu fjármálaráðuneytisins,
segir í samtali við Morgunblaðið að
gera megi ráð fyrir því að ríkissjóður
verði af tekjum upp á samtals um
900 milljónir króna á þessu ári vegna
þeirrar ákvörðunar að hverfa frá
prósentutölu yfir í fasta krónutölu.
Breytingarnar sem hér um ræðir
tóku gildi í byrjun nóvember sl. en
þá varð vörugjald af bensíni 10,5
krónur af hverjum lítra af bensíni í
stað þess að vera 97% af tollverði
bensíns. Vora breytingarnar sam-
þykktar samhljóða á Alþingi en í
máli Geirs H. Haarde fjármálaráð-
herra, sem mælti fyrir breytingun-
um, kom m.a. fram að markmiðið
væri að draga úr áhrifum mikilla
sveiflna á bensínverði á neytendur.
Hér á landi er bensín annars vegar
skattlagt með almennu vörugjaldi
því sem hér hefur verið nefnt en hins
vegar með sérstöku vöragjaldi,
bensíngjaldi, sem rennur til Vega-
gerðarinnar. Síðarnefnda gjaldið
hefur haldist óbreytt síðustu ár en
það er nú 28,60 krónur af hverjum
lítra af blýlausu bensíni og 30,43
krónur af hverjum lítra af öðra bens-
íni.
Að sögn Björns Rúnars vora
tekjur n'kisins af almennu vörugjaldi
á bensíni á síðasta ári tæpir tveir
milljarðar, eða um 1,93 milljarðar, og
tekjur ríkisins af sérstöku vöragjaldi
eða bensíngjaldi um 5,4 milljarðar.
Samanlagðar voru þessar telgur því
um 7,3 milljarðar á síðasta ári.
Tekjur ríkissjóðs af almennu
vörugjaldi fyrstu sjö mánuði þessa
árs vora tæpir tveir milljarðar
króna, eða um 1,97 milljarðar króna,
og tekjur ríkissjóðs af sérstöku vöru-
gjaldi fyrstu sjö mánuði ársins voru
um það bil 3,1 milljarður króna.
Samanlagt eru tekjur ríkissjóðs
vegna þessara gjalda um það bil 5,1
milljarðar króna fyrstu sjö mánuði
ársins. Lítill munur á almennu vöru-
gjaldi allt árið í fyrra og fyrstu sjö
mánuði þessa árs skýrist m.a. af lágu
heimsmarkaðsverði á bensíni fyrstu
mánuði ársins í fyrra.
Vill skoða græna skatta
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segir aðspurð að þegar skattar
hafi upphaflega verið lagðir á bensín
hér á landi hafi ekki verið litið á þá
sem græna skatta, þ.e. þeir hafi
hvorki verið lagðir á bensín í þeim
tilgangi draga úr notkun á bensíni né
í þeim tilgangi að ná í tekjur sem
rynnu til umhverfismála. Bendir hún
í því sambandi á að hluti skatttekna
af bensíni renni nú til samgöngu-
mála.
Siv kveður þó æskilegt að íslend-
ingar fari á næstunni í gegnum þá
umræðu hvort leggja eigi aukna
skatta á vörar sem séu íþyngjandi
fyrir umhverfið. Tekur hún þó fram
að hún sé fylgjandi því að komi til
grænna skatta verði álögur á aðrar
vörar að lækka á móti þannig að
heildarálögur verði hinar sömu og
áður. „Ég hef viljað skoða þetta mál
og tel að við munum skoða það betur
á næstu árum,“ segir umhverfisráð-
herra.