Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 2

Morgunblaðið - 14.12.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útihús á Tröð í Önundarfírði brunnu til kaldra kola í gær Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Slökkviliðinu í ísaQarðarbæ tókst að bjarga fjárhúsinu að mestu og hlöðunni en fjósið er talið ónýtt. Tókst að hleypa út 120 gripum Flateyri. Morgunblaðið. ELDUR kom upp í útihúsum á Tröð í Önundarfirði um fimm- leytið í gær. Asvaldur Magnús- son, bóndi á Tröð, varð eldsins fyrst var þegar rafmagn fór af húsinu. „Pegar ég ætlaði að fara út og setja rafmagnið aftur á fann ég brunalyktina um leið og ég opn- aði útidyrnar og þreif þá með mér slökkvitæki og hljóp af stað,“ sagði Ásvaldur. Hann náði að hleypa fé og nautgripum, alls 120 skepnum, út úr fjárhúsunum en tvær kvígur sem voru í fjósinu urðu eldinum að bráð. „Það varð ekki við neitt ráðið með einu slökkvitæki," sagði Ásvaldur. „Eldurinn breiddist svo fljótt út.“ Vel gekk að ráða niðurlögúm eldsins þegar slökkviliðið frá Flateyri og ísafirði mætti á stað- inn og var slökkvistarfi lokið um klukkustund eftir að útkall barst klukkan 17.02. Vatni var dælt úr Bjarnará sem er um 500 metra neðan við bæinn. Skemmdir urðu mestar á fjós- inu og tengibyggingu milli fjóss- ins og fjárhússins sem er gjör- ónýtt. Eldurinn mun hafa komið upp í tengibyggingunni en ekkert er vitað um eldsupptökin að svo stöddu. Utihúsin á Tröð voru reist upp úr árinu 1950 og endurnýjuð fyrir um 25 árum en mjólkurbúskapur var lagður niður á bænum síðast- liðið haust. Kvígurnar tvær sem voru í fjósinu höfðu verið seldar til annars bónda sem var rétt óbúinn að sækja gripina. Formaður Skólameistarafólagsins segir að ljúka verði haustönninni Áfengissmygl með tveimur gámum árið 1996 Sjö ákærðir fyrir aðild að málinu SJÖ menn hafa verið ákærðir, þar af einn fyn-verandi tollvörður, fyi-ir að- ild að ólöglegum innflutningi og dreifingu á tæplega 18.000 lítrum af sterku áfengi sem smyglað var með tveimur gámum til landsins 1996. Samkvæmt ákæru kom fyrri gám- urinn frá Bandaríkjunum, fullur af vodka. Höfuðpaur málsins og toll- vörðurinn munu hafa farið saman til Bandaríkjanna til að ganga frá kaup- um á áfenginu. Þegar gámurinn kom til landsins var hann afgreiddur á milli tollsvæða. Þar var hann tæmd- ur en rafalar settir í stað áfengisins. Tollvörðurinn er sakaður um að hafa annast flutning gámsins milli tollsvæða og að hafa sett ný innsigli á hurðina. Gámurinn var síðan endur- sendur til Bandan'kjanna. Þá er ákært fyrir smygl á áfengi frá Frakklandi sem höfuðpaur málsins er sagður hafa staðið að. Tollvörð- urinn er sakaður um að hafa heim- ilað flutning gámsins beint á starfs- stöð þar sem um væri að ræða matvæli. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá embætti ríkislögreglustjóra, seg- ir ástæðuna fyrir því hve seint málið kemur fyrir dóm hér á landi vera þá að beðið var um rannsókn í Banda- ríkjunum. Sú rannsókn tók á annað ár. Þegar henni lauk neituðu banda- rísk yfirvöld að leggja málið í hendur lögreglunnar á íslandi. Ástæðan var sú að brotið fjallaði um skattamál og því mátti ekki nota sönnunargögnin í sakamáli hérlendis. Áætlanir útskriftar- ------------ Rannsókn ekki lokið á morðinu á Einari Erni Birgis nema eru í uppnámi SÖLVI Sveinsson, formaður Skólameistarafélags íslands, segir ekki koma annað til greina en að ljúka haustönninni í framhaldsskólum með ein- hverjum hætti. Hann segir að nemendur séu margir hverjir í miklum vanda vegna verkfallsins. Þetta eigi ekki síst við um nemendur sem ætluðu að útskrifast fyrir jól. Sumir þeirra hafi ætlað að hefja háskólanám að loknu stúdentsprófi eða verið búnir að ráða sig í vinnu. Sölvi er skólameistari Fjölbrautaskólans í Ár- múla. Samkvæmt starfsáætlun skólans átti síðasta prófi á haustönn að ljúka í dag. Sölvi sagði að þrátt fyrir að skólastarf á þessari haustönn hefði verið lamað frá því í byrjun nóvember yrði að ljúka henni með einhverjum hætti. „Þeim mun meira sem verkfallið dregst á lang- inn þeim mun meiri erfiðleika skapar það fyrir fleiri. Samt held ég enn í þá skoðun mína, að þegar þessu lýkur verði þessi önn kláruð. Það voru liðnar ellefu vikur af kennslu þegar verkfallið hófst og ég held að menn hljóti að vera sammála um að yfir það verði ekki slegið striki. Það er hins vegar skelfileg tilhugsun ef við förum í jólaleyfi í skól- unum án þess að samningar hafi tekist. Það gerir allt miklu erfiðara. Þess vegna leggjum við á það höfuðáherslu að menn nái saman um helgina. Skólastjórnendur telja það skipta öllu máli að ná fólkinu inn í skólana fyrir jólin.“ Sölvi sagði að skólastjórnendur væru ekki búnir að setja upp neina áætlun varðandi framhald skólastarfs enda vissi enginn hvenær verkfallinu lyki. Menn yrðu hins vegar ekki lengi að setja saman áætlun þegar sæi fyrir endann á þessu. Um 600 nemar ætluðu að útskrifast um jól Sölvi sagði Ijóst að ekki tækist að útskrifa nem- endur fyrir jól eins og áformað hefði verið. Samtals áformuðu um 600 nemendur að útskrifast að lok- inni haustönn. Sölvi sagði að ef þessir nemendur útskrifuðust ekki væri vandséð hvemig skólarnir ættu að getað tekið inn nýja nemendur. Það væri einfaldlega ekki pláss fyrir þá í skólunum. „Nemendur á starfsmenntabrautum voru margir hverjir búnir að ráða sig í vinnu og missa af henni eða það tefst að þeir fái hana. Einnig var talsverður hópur nemenda kominn með skólavist annars staðar eftir jólin," sagði Sölvi. Söhd sagðist hafa sagt nemendum sínum sem ætluðu að hefja nám í Háskóla íslands og Tækni- skólanum að ræða við stjórnendur skólanna um að fá að hefja nám gegn því að koma með stúdents- prófsskírteini síðar. Hann sagðist ekki vita hvaða viðtökur þessi beiðni hefði fengið. Útskriftarnemar voru flestir búnir að skipu- leggja útskriftarferðir nú um áramótin. Sölvi sagðist vita til þess að búið væri að blása þær flest- araf. Félag framhaldsskólanema, Iðnnemasamband íslands og Bandalag íslenskra sérskólanema hafa ákveðið að standa fyrir „friðargöngu" niður Laugaveg á morgun, föstudag, kl. 18. Steinunn Vala Sigfúsdóttir, formaður Félags framhalds- skólanema, sagði að gangan væri hugsuð sem hvatning til samningsaðila um að styrkja böndin og leysa kjaradeiluna fyrir jól svo að framhalds- skólanemar og aðstandendur þeirra gætu átt frið- sælar stundir yfir hátíðirnar. Landsmenn og þá sérstaklega framhaldsskólanemar væru hvattir til þátttöku. ■ Held að/49 Farið fram á áframhald- andi gæslu- varðhald LÖGREGLAN í Kópavogi mun leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness á föstudag um að Atli Helgason verði úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald vegna rann- sóknar á morðinu á Einari Erni Birgis. Atli var úrskurðaður í gæsluvarð- hald til föstudags, 15. desember, eft- ir að hann játaði á sig að hafa ráðið Einari Erni bana í Oskjuhlíð mið- vikudaginn 8. nóvember sl. Að sögn Friðriks Björgvinssonar, yfirlög- regluþjóns í Kópavogi, er rannsókn málsins enn í gangi. Verið er að vinna úr gögnum sem aflað var á fyrstu dögum rannsóknarinnar. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr krufn- ingu og DNA-rannsóknum á blóð- sýnum. Friðrik kvaðst ekki bjart- sýnn á að þessar skýrslur bærust fyrir lok vikunnar. ! I Fylgstu með nýjustu fréttum Sérblað um viðskipti/atvinnuUf www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.