Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 46

Morgunblaðið - 14.12.2000, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 47 PlnripmMnliÍtí STOFNAÐ 1913 I'ltgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚRSKURÐUR RÆÐUR ÚRSLITUM / rskurður Hæstaréttar Banda- ríkjanna, sem birtur var að- faranótt miðvikudagsins, markar endalok þeirrar óvissu, sem ríkt hefur þær fimm vikur sem liðnar eru frá því að forsetakosningar voru haldnar í Bandaríkjunum. Með úr- skurðinum virðist ljóst að George W. Bush verði næsti forseti Bandaríkj- anna og boðað var að A1 Gore myndi ávarpa þjóðina í sjónvarpsávarpi í nótt, þar sem gert var ráð fyrir að hann viðurkenndi ósigur sinn. Sjö af níu dómurum Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að úrskurður Hæstaréttar Flórída um að efna til handtalningar á vafaatkvæðum í öllu ríkinu, stangaðist á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Fimm dómarar af níu töldu jafnframt að ekki væri með við- unandi hætti hægt að efna til endur- talningar áður en ganga yrði frá skip- an kjörmanna. Minnihlutinn taldi hins vegar rétt að halda handtalningu atkvæða áfram en samkvæmt sam- ræmdum reglum. Þar með skiptist Hæstiréttur í tvær fylkingar, sem vafalítið mun leiða til ásakana um að ákvörðun réttarins hafi verið pólitísk fremur en lagaleg. Raunar kemur skýrt fram í sérálitum minnihlutans að dómararnir hafa verulegar áhyggjur af að úrskurðurinn kunni að valda því að hlutleysi dómstólsins verði dregið í efa. Þær áhyggjur eru ekki ástæðulausar. Umræður í Bandaríkjunum benda til þess að framkvæmd lýðræðisins geti verið háð því, hver stjórnmálaafstaða dóm- ara er. Óvissu síðustu vikna má rekja til margra þátta. I fyrsta lagi er auð- vitað ljóst að úrslit kosninganna voru einhver þau naumustu í sögu Banda- ríkjanna. Hins vegar hefur einnig komið í ljós að kosningafyrirkomulag í Bandaríkjunum er að mörgu leyti úrelt og ófullkomið. Þá stöðu er upp kom í Flórída má ekki síst rekja til þess, að engar skýrar reglur virtust vera til um það, hvernig skilgreina ætti gild atkvæði. I bandarískum fjöl- miðlum hafa undanfarið verið týnd til fjölmörg dæmi um að vandamál við framkvæmd kosninga séu síður en svo bundin við Flórída. Þvert á móti virðist pottur brotinn í flestum ríkj- um þó svo að athyglin hafi beinzt að Flórída. Úrskurður Hæstaréttar byggist ekki síst á því að Hæstaréttur Flórída hafi ekki tryggt, þegar ákvörðun var tekin um endurtaln- ingu, að samræmdar reglur giltu við talninguna. Þvert á móti hafi einstaka sýslum verið leyft að meta sambæri- leg atkvæði með mismunandi hætti. Vonandi leiðir þessi uppákoma til endurskoðunar á því hvernig staðið er að kosningum í Bandaríkjunum. Öflugasta lýðræðisríki veraldar, sem hikar ekki við að segja öðrum ríkjum til, getur ekki verið þekkt fyrir að láta kosningar einkennast af jafnmiklum flumbrugangi og raun ber vitni. Það er einkennilegt lýðræði, þar sem ekki má ganga úr skugga um hvernig hvert einasta atkvæði hefur fallið. SKOÐANAFRELSI Á HÁSKÓLASJÚKRAHÚSI Aðalsmerki okkar lýðræðislegu stjórnarhátta eru málfrelsi og skoðanafrelsi. Þessi sjálfsögðu mann- réttindi eru undirstaða stjórnskipu- lags okkar. Sl. föstudag var Steini Jónssyni, lækni og sérfræðingi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, til- kynnt, að fyrirhuguð ráðning hans í stöðu sviðsstjóra kennslu og fræða á spítalanum hefði verið afturkölluð. Forsenda yfirstjórnar sjúkrahússins fyrir þessari afturköllun var sú, að Steinn Jónsson hefði komið fram sem talsmaður hóps, sem beitir sér fyrir stofnun einkarekins sjúkrahúss. í samtali við Morgunblaðið í gær skýrir Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala - háskólasjúkrahúss, þessa ákvörðun með svofelldum orðum: „Ég tel, að það sé það alvarlegt mál, þegar þannig er, að spítalinn geti ekki unað því. Steinn er ekki eingöngu í sinni umfjöllun að ræða um það að sameina læknamiðstöðvar. Hann er fyrst og fremst að gagnrýna spítalann." Menn standa agndofa frammi fyrir svona yfirlýsingu. „Hann er fyrst og fremst að gagnrýna spítalann,“ segir forstjórinn. Er það svo, að starfsfólk Landspítala - háskólasjúkrahúss megi ekki gagnrýna Landspítalann án þess að eiga yfír höfði sér brottrekst- ur? Hvaðan kemur stjórnendum spít- alans heimild til að láta fólk gjalda þess að það gagnrýni spítalann? Ríkir ekki sama málfrelsi á háskólasjúkra- húsinu og annars staðar í þessu þjóð- félagi? Ríkir ekki sama skoðanafrelsi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og annars staðar í þessu þjóðfélagi? Hver hefur gefið stjórnendum þess- arar stofnunar heimild til að svipta starfsfólk hennar þessum sjálfsögðu mannréttindum? Hugmyndir um einkarekinn spítala eru ekkert annað en hugmyndir. Landspítalinn er ekki samkeppnisfyrirtæki. Það liggur meira að segja fyrir yfirlýsing frá sjálfum heilbrigðisráðherra um að leyfi til reksturs einkarekins spítala verði ekki veitt. Hvernig er hægt að svipta mann fyrirhugaðri stöðu vegna þess að hann hefur tekið þátt í um- ræðum um hugmynd, sem heilbrigð- isráðherra hefur lýst yfir að verði ekki framkvæmd? Þar að auki er ljóst, að sá læknir, sem hér um ræðir, hefur fyrst og fremst tekið þátt í umræðum um að sameina læknastofur undir einu þaki. Og það liggur ekki einu sinni fyr- ir, hvort þær hugmyndir verði að veruleika. Þessar umræður eru aug- ljóslega á algeru byrjunarstigi. Fram- koma stjórnenda Landspítala - há- skólasjúkrahúss við Stein Jónsson lækni er forkastanleg. Stjórnarnefnd spítalans og heilbrigðisráðherra geta ekki látið þessa fráleitu ákvörðun standa óhaggaða. Það ríkir enn mál- frelsi og skoðanafrelsi á íslandi. Hæstíréttur í Washington réð úrslitum bandarísku forsetakosninganna þegar hann ógilti úrskurð hæsta- réttar Flórída, sem hafði heimilað handtalningu vafaatkvæða í ríkinu, og kvað upp úr með að útilokað væri að ljúka talningunni með viðhlítandi hætti fyrir tilskilinn tíma. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna ógilti í fyrrinótt úrskurð hæstaréttar Flórída sem heimilaði handtalningu vafaat- kvæða í ríkinu. Sjö dómarar af níu komust að þeirri niðurstöðu að vísa ætti málinu aftur til hæstaréttar Flórída. Þá úrskurð- aði rétturinn með fimm atkvæðum gegn fjórum að ómögulegt væri að ljúka hand- talningu vafaatkvæðanna með tilhlýðileg- um hætti áður en kjörmannasamkundan kemur saman 18. desember til að velja forseta Bandaríkjanna. Ef vafaatkvæðin verða ekki talin á A1 Gore, forsetafram- bjóðandi demókrata, ekki möguleika á sigri og því má öruggt telja að úrskurður hæstaréttar hafi tryggt að repúblikaninn George W. Bush verði 43. forseti Banda- ríkjanna. Hæstiréttur í Washington kvað upp úr- skurð sinn 34 stundum eftir að málflutn- ingi lauk, klukkan 22 að staðartíma á þriðjudagskvöld, aðeins tveimur klukku- stundum áður en frestur ríkjanna til að til- nefna kjörmenn rann út. Nákvæmlega fimm vikur voru þá liðnar frá kjördegi. Úrskurðurinn tvíþættur Úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna er tvíþættur. Annars vegar komust sjö dómarar af níu að þeirri niðurstöðu að úr- skurður hæstaréttar í Flórída, sem heim- ilaði handtalningu um 170 þúsund vafa- atkvæða, væri ekki í samræmi við stjómarskrána, þar sem samræmdar reglur fyrir allar sýslur ríkisins hefðu ekki verið settar um talningu atkvæðanna. Því væri ekki tryggt að öll atkvæði fengju sömu meðferð og kjósendum væri þannig mismunað. Var málinu vísað aftur til hæstaréttar Flórída á þessum forsendum. Hæstiréttur Flórída fyrirskipaði á föstudag í síðustu viku að um 170 þúsund atkvæði skyldu endurtalin í höndum, til að taka tillit til „ásetnings kjósenda“. Meiri- hluti dómaranna í hæstarétti í Washing- ton taldi það ekki standast jafnræðis- ákvæði stjómarskrárinnar. í úrskurði réttarins var bent á að hættan á geðþótta- ákvörðunum og vafaatriðum væri gífur- leg, þar sem misjafnlega stór göt væm á sumum kjörseðlunum og misgreinilegar dældir á öðmm. „Þar sem Ijóst er að talning atkvæða, sem ljúka ætti áður en fresturinn rennur út 12. desember, væri ekki í samræmi við stjómarskrána . . . ógildum við úrskurð hæstaréttar Flórída þess efnis að talningu AP Stuðningsmaður Bush syngur þjóðsöng Bandaríkjanna til að fagna úrskurði hæstaréttar. Hæstiréttur Bandaríkj anna ógildir úrskurð hæstaréttar Flórída um talningu vafaatkvæða Ræður úrslitum kosninganna skuli haldið áfram,“ segir í úrskurði hæstaréttar. Þeir sjö dómarar sem komust að þessari niðurstöðu vora William Rehnquist, for- seti réttarins, Sandra Day O’Connor, Ant- onin Scalia, Anthony M. Kennedy, Clar- ence Thomas, David Souter og Stephen Bryer. John Paul Stevens og Ruth Bader Ginsburg vora andvíg og töldu að fram- kvæma ætti nýja talningu eftir samræmd- um reglum. Frestur ekki framlengdur Hins vegar komust fimm dómarar af níu að þeirri niðurstöðu að ómögulegt væri að ljúka talningu vafaatkvæðanna með til- hlýðilegum hætti áður en frestur ríkjanna til að tilnefna kjörmenn rynni út, en það var á miðnætti á þriðjudag, 12. desember. Meirihlutinn stóð fast á því að tímamörkm skyldu standa, en minnihlutinn vildi fram- lengja frestinn. Þetta þýðir að skipun hinna 25 kjör- manna ríkisins, sem löggjafarþing Flórída staðfesti á þriðjudag, stendur. „Eftir vandlega athugun á þeim vandkvæðum [sem era á handtalningu] er Ijóst að ekki er hægt að framkvæma talninguna, þann- ig að hún brjóti ekki í bága við kröfur um jafna vemd [þegnanna fyrir lögum] og réttláta málsmeðferð, án þess að töluverð vinna liggi að baki.“ Dómaramir sem sam- þykktu þessa niðurstöðu vora William Rehnquist, Sandra Day O’Connor, Anton- in Scalia, Anthony M. Kennedy og Clar- ence Thomas. John Paul Stevens, David Souter, Ruth Bader Ginsburg og Stephen Breyer vora í minnihluta. Skipting dóm- aranna var sú sama og á laugardag, þegar hæstiréttur fyrirskipaði að talning vafa- atkvæðanna skyldi stöðvuð. Áður en hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn var tal- ið að atkvæði tveggja dómara, O’Connor og Kennedy, gætu fallið á hvorn veginn sem er, en þau tilheyrðu bæði meirihlut- anum. Nöfn þeirra koma þó hvergi fyrir í úrskurðinum enda rituðu dómaramir ekki undir hann, né heldur annars staðar í málskjölunum, sem vora gefin út á 65 blaðsíðum. Vald löggjafans undirstrikað Hér fara á eftir nokkur atriði úr úr- skurði hæstaréttar: • „Borgararnir hafa ekki rétt sam- kvæmt stjómarskránni til að kjósa kjör- mennina sem velja forseta Bandaríkjanna nema, og fyrr en, löggjafarþing rfldsins ákveður að kjörfundur um allt ríkið skuli vera aðferðin sem notuð er til að skipa full- trúa þess í kjörmannasamkunduna.“ Með þessum orðum undirstrika dómaramir vald löggjafarþingsins í Flórída í málinu. • „Kosningarétturinn er tryggður á fleiri vegu en bara með réttinum til að greiða atkvæði. [Stjórnarskrárviðaukinn sem kveður á um] jafna vernd þegnanna [fyrir lögum] á einnig við um hvemig kosningaréttinum er framfylgt. Þegar kosningarétturinn hefur einu sinni verið veittur á jafnræðisgrandvelli hefur ríkið ekki heimild til að gefa síðar atkvæði eins meira vægi en annars að eigin geðþótta og með ójöfnum hætti.“ Vísar þetta til þeirr- ar afstöðu meirihlutans að með endurtaln- ingu atkvæða sé kjósendum mismunað. • „Framkvæmd endurtalningar, sem hafin var eftir úrskurð hæstaréttar Flór- ída, fullnægir ekki lágmarkskröfum um óhlutdræga meðferð atkvæða, sem nauð- synlegar era til að tryggja þennan grund- vallarrétt.... Þegar dómur fyrirskipar að- gerð sem nær til alls ríkisins verður að minnsta kosti að vera fyrir hendi einhver trygging fyrir því að lágmarkskröfum um jafna meðferð og réttlæti sé framfylgt.“ Dómararnir gera hér athugasemd við að samræmdar reglur gildi ekki um talningu og meðferð atkvæða í sýslum Flórídaríkis. • „Engir era betur meðvitaðir um hin- ar nauðsynlegu hömlur sem valdi dómstól- anna era settar en dómararnir við þennan rétt og engir bera meiri virðingu fyrir þeirri ætlun stjómarskrárinnar að val for- setans sé í höndum þjóðarinnar, í gegnum löggjafarþingin. Þegar svo ber hins vegar við að fylkingamar fara með málin fyrir dómstólana er það á okkar ábyrgð að leysa þau álitamál, bæði hvað varðar alríkið og stjórnarskrána, sem dómskerfið hefur verið neytt til að taka afstöðu tii.“ Forseti hæstaréttar vildi ganga lengra William Rehnquist, forseti hæstaréttar, skilaði séráliti, sem stutt var af Antonin Scalia og Clarence Thomas, og gengur enn lengra en gert er í úrskurðinum. Þar segir að hæstiréttur Flórída hafi beinlínis brotið í bága við stjórnarskrána og lög Flórídaríkis með því að heimila talningu vafaatkvæðanna. „Eins og [fram hefur komið] skal skýr vilji löggjafarvaldsins ríkja í forsetakosningum. Og það er eng- inn grandvöllur fyrir því að túlka lög Flór- ídaríkis á þann veg að telja skuli kjörseðla, sem ekki era merktir á fullnægjandi hátt,“ segir í álitinu. Rehnquist segir ennfremur að eftir vafamálin í Flórída „sé líklegt að löggjaf- inn muni kanna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninga". Dómarinn Steph- en Breyer, sem var í minnihlutanum, skil- aði séráliti þar sem hann fullyrðir að hæstiréttur alríkisins í Washington hefði ekki átt að taka málið til umfjöllunar þar sem úrskurðarvaldið hefði átt að liggja hjá hæstarétti Flórída. Rehnquist útskýrir hins vegar í séráliti sínu að meirihlutinn hafi á endanum úrskurðað að samkvæmt stjómarskránni hafi löggjafarvaldið loka- orðið, en ekki dómstólamir. „Þessi úr- skurður gefur ekki til kynna vanvirðingu fyrir dómstólum ríkjanna heldur virðingu fyrir því hlutverki sem stjómarskráin hef- ur falið löggjafarþingum ríkjanna.“ Telur úrskurðinn kasta rýrð á hæstarétt Allir dómaramir í minnihlutanum skil- uðu séráliti. Ruth Bader Ginsburg lýsti þeirri skoð- un sinni að úrskurður hæstaréttar Flórída um talningu vafaatkvæðanna hefði verið í fullu samræmi við ætlun löggjafans í- rík- inu. „Sú niðurstaða [meirihlutans í hæsta- rétti Bandaríkjanna] að ómögulegt sé að endurtelja atkvæðin þannig að það sam- ræmist stjómarskránni er tilgáta sem rétturinn vill ekki sannreyna. Slík tilgáta ætti ekki að óreyndu að skera úr um hver verður forseti Bandaríkjanna," segir í áliti Ginsburg. David Souter leggur í áliti sínu til að hæstarétti Flórída verði falið að taka málið upp aftur og jafnframt að setja sam- ræmdar reglur fyrir allar frekari talning- ar. f séráliti John Paul Stevens, sem Gins- burg og Breyer studdu, segir að niður- staða meirihlutans kasti rýrð á hæstarétt Bandaríkjanna. „Þótt við munum ef til vill aldrei vita með vissu hver vann sigur í for- setakosningunum er deginum Ijósara hver mátti lúta í lægra haldi. Það var traust þjóðarinnar á dómaranum sem óhlut- drægum vemdara laga og reglna," segir í álitinu. Stevens, sem hefur lengst allra dómaranna setið í hæstarétti, sagði að tíminn myndi þó smám saman bæta þann skaða sem úrskurðurinn hefði valdið. Washington. AP, AFP. Úrskurðurinn mælist misjafnlega fyrir ÞAÐ var beðið í ofvæni eftir úrskurði hæstaréttar Bandaríkjanna í fyrradag. Þegar hann barst svo loks klukkan tíu á þriðjudags- kvöld, að bandarískum tíma, klukkan þijú aðfaranótt miðviku- dagsins að íslenskum tíma, var ekki laust við að fréttamenn sem beðið höfðu klukkustundum saman fyrir utan hæstarétt hafi orðið fegnir. Úrskurðurinn var þó svo langur og flókinn að ekki reynd- ist hlaupið að því að skýra frá honum um leið. í grein í The New York Times í gær segir að þrátt fyrir að sjón- varpsstöðvamar hafi teflt fram sínu færasta fólki á „erfiðustu fréttavaktinni síðan á kosninganótt" hafi mjög mikið óöryggi ein- kennt fyrstu viðbrögð við úrskurðinum. „Þetta var svo raglings- legt og spennuþrangið að á stundum gátu fréttaskýrendur sem sátu hlið við hlið ekki komið sér saman um einföldustu afleiðingar þessa sögulega úrskurðar." Sjónvarpsstöðvarnar, sem vissu upp á sig skömmina síðan á kosninganótt, virtust einnig vara sig sérstaklega á því að iýsa því yfir hver verði næsti forseti. Fyrstu viðbrögð varkár Fljótlega kom hins vegar í ljós að úrskurðurinn þýddi í raun endalok baráttu varaforsetans A1 Gore, frambjóðanda demó- krata. Fyrstu viðbrögð úr herbúðum frambjóðendanna einkennd- ust þó af mikilli varkámi. Ástæður þessa voru margar. í fyrsta lagi var úrskurðurinn ansi flókinn og lögfræðingar frambjóðend- anna tóku sér góðan tíma í að fara yfir hann. Þó svo að öll sund virtust vera að lokast fyrir Gore þá játaði hann sig ekki sigraðan en stuðningsmenn hans viðurkenndu þó fljótlega að ekki væri lík- legt að hann héldi áfram baráttunni. I herbúðum George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, fóra menn með gát og virtust hafa að leiðarljósi að rasa ekki um ráð fram og virðast ekki of sigri hrósandi. Helsti lögfræðilegi ráðgjafi Bush, utanríkisráðherrann fyrrverandi James A. Baker, las yf- irlýsingu einum og hálfum tíma eftir að úrskurðurinn féll og sagði að Bush og varaforsetaefni hans Dick Cheney væra „mjög ánægð- ir og þakklátir“ að rétturinn hafði fallist á að „endurtalning í Flór- ída bryti í bága við stjómarskrá“. Baker gætti þess vel að lýsa ekki yfir sigri síns manns og bætti við að „ferlið hefði verið langt og strangt fyrir báða aðila“. Ráð- gjafar Bush sögðust vilja gefa Gore ráðrúm til að bregðast við og játa sig sigraðan áður en hann gerði nokkuð. Demókratar sögðu baráttuna á enda Kosningastjóri Gore, William M. Daley, sendi frá sér yfirlýs: ingu þar sem hann fjallaði um hversu flókinn úrskurðurinn var. í henni var ekkert ýjað að því að Gore mynd játa sig sigraðan. Dal- ey sagði að tíma tæki að greina úrskurðinn og að Gore myndi gefa frá sér yfirlýsingu síðar. En stuðningsmenn Gore hvöttu hann margir hveijir til að játa sig sigraðan strax í gær. Einn þeirra var Edward G. Rendell, for- maður Demókrataflokksins. Þessi yfirlýsing Rendell var reyndar harðlega gagnrýnd af Joe Andrew, formanni landsnefndar flokks- ins, sem sagði hana ekki við hæfi. Öldungadeildarþingmaðurinn Robert Torrieelli tók í samá streng og Rendell og sagði augljóst að baráttan væri á enda og George W. Bush yrði næsti forseti. Forsetaframbjóðendurnir sjálfir héldu sig hins vegar til hlés í gær þar til Gore sté á stokk um tvöleytið í nótt að íslenskum tíma. Úrskurður gagnrýndur í fjölmiðlum Þegar fór að skýrast hvað raunveralega stæði í úrskurðinum stóð ekki á viðbrögðum ijölmiðla sem lögfræðinga sem munu ugg- laust eiga eftir að velta málinu fyrir sér fram og aftur, afleiðingum úrskurðarins og raunar ferilsins alls. í leiðara The New York Times segir að úrskurðurinn eigi eftir að draga úr trausti almennings á áreiðanleika og heiðarleika kosninga. Þar segir einnig að þeirra verði minnst sem „kosninga sem réðust í íhaldssömum hæstirétti og féllu íhaldssömum fram- bjóðanda í vil en atkvæði sem hefðu getað skipt sköpum hefðu ver- ið ótalin“. USA Today sagði hæstarétti hafa mistekist hrapallega að binda sannfærandi enda á kosningamar. Lögspekingar sem The New York Times og Washington Post leituðu til bentu strax í gær á ýmsar hliðar málsins. Randall Bez- anson, sérfræðingur í stjórnskipunarrétti við Iowa háskóla, benti t.d. á að úrskurður hæstaréttar væri að hluta til byggður á fyrri úrskurði hæstaréttar Flórída sem hefði síðar verið ógiltur af hæstarétti Bandaríkjanna. Sumir stjómlagaspekingar sögðu einnig að það væri hálfundarlegt að enda þessi flóknu málaferli á úrskurði þar sem dómarar notuðu skamman tíma sem rök gegn endurtalningu, þegar þeir hefðu sjálfir átt þátt í því hversu skammur tími var til stefnu með því að ógilda úrskurð hæsta- réttar Flórída í síðustu viku. Þá hefði t.d. verið lag að benda á þau brot á jafnræðisákvæði stjómarskrárinnar í síðustu viku eins og gert er í úrskurði þriðjudagsins. Þetta atriði í úrskurðinum segir Kathleen Sullivan, deildarfor- seti lagadeildar Stanford háskóla, að opni leið fyrir málaferli í framtíðinni sem kjósendur geti höfðað vegna ólíkra atkvæðaseðla og talningaraðferða. Vopnið um vilja kjósenda virðist nefnilega hafa snúist í höndum Gore. Hefði átt að fara fram á handtalningu í öllu Flórídaríki í grein í The New York Times í gær er bent á að það hafi verið gífurleg mistök af Gore að fara ekki fram á við dómstóla í Flórída frá upphafi að öll atkvæði ríkisins yrðu handtalin. Thomas W. Merrill, lagaprófessor í Northwestem University, segir þar að Gore geti kennt sjálfum sér um ósigurinn því hann hafi farið þá leið að krefjast handtalningar í sýslum sem era viðurkennd vígi demókrata í stað þess að krefjast hennar í öllu ríkinu. Þannig hafi Gore litið út fyrir að vilja niðurstöðu sér í hag, en ekki sanngjama niðurstöðu. Einnig er bent á að það hafi verið mistök hjá liðsmönnum Gore að fara fram á að innanríkisráðherra Flórída frestaði því að lýsa yfir hver væri sigurvegari kosninganna í ríkinu. Þannig hafi þeir í raun tapað tíma sem þeir hefðu getað notað til málshöfðunar vegna úrslitanna. Eftirmál bandarísku kosning- anna 7. nóv.: Kosið í Bandarílq'- unum. 8. nóv.: Bush sigrar Gore með 1.787 atkvæða mun af 6 milljónum atkvæða í Flór- ída. Endurtalið í samræmi við lög Flórídaríkis. Kjör- menn Flórída ráða úrslit- um í forsetakosningunum en þeir eru 25 talsins. 9. nóv.: Demókratar fara fram á handtalningu í fjór- um sýslum í Flórída. 10. nóv.: Að lokinni endurtaln- ingu er forskot Bush 327 atkvæði. 11. nóv.: Repúblikanar höfða mál til að stöðva handtaln- ingu. 13. nóv.: Alríkisdómari hafnar beiðni repúblikana. 16. nóv.: Innanríkisráðherra Flórída, Katherine Harris, hafnar beiðni um að tekið verði tillit til handtalinna atkvæða. 17. nóv.: Dómari í Flórída staðfestir niðurstöðu Harr- is en hæstiréttur Flórída hindrar tilraun hennar til að tilkynna kosningaúrslit án handtalinna atkvæða. 18. nóv.: Forskot Bush eykst í 930 atkvæði eftir að utan- kjörstaðaatkvæði hafa ver- ið talin. 21. nóv.: Hæstiréttur Flórída úrskurðar að handtalin at- kvæði verði talin með í endanlegum niðurstöðum í Flórída sem verði til- kynntar 26. nóvember. 22. nóv.: Dick Cheney, vara- forsetaefni repúblikana, fær hjartaáfali. 24. nóv.: Hæstiréttur Banda- ríkjanna samþykkir að taka fyrir kröfu Bush um að handtalin atkvæði verði ekki talin með. 26. nóv.: Harris lýsir Bush sig- urvegara kosninganna í Flórída og munar 537 at- kvæðum á frambjóð- endum. 27. nóv.: Gore höfðar mál vegna úrslitanna. I. des.: Hæstiréttur Banda- rfkjanna hlýðir á rök- semdafærslur vegna hand- tainingar. 4. des.: Hæstiréttur Banda- ríkjanna ógildir úrskurð hæstaréttar Flórída um að tekið skuli tillit til handtal- inna atkvæða og sendir mál heim í hérað. í Flórída hafnar dómarinn Sanders Sauls málshöfðun Gore vegna kosningaúrslita. Gore áfrýjar. 8. des.: Hæstiréttur Flórída fellst á málstað Gore og fyrirskipar endurtalningu 40 þús. vafaatkvæða. Dóm- arar í Flórída hafha beiðni demókrata um ógildingu 25 þús. utankjörstað- aratkvæða. Flórídaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, kemur saman til að ræða möguleikann á því að tilnefna kjörmenn. 9. des.: Hæstiréttur Banda- ríkjanna fellst á beiðni Bush og stöðvar endurtaln- ingu í Flórída. II. des.: Hæstiréttur Banda- ríkjanna hlýðir á málflutn- ing lögmanna Bush og Gore. Flórídaþing kemur saman. 12. des.: Hæstiréttur Banda- ríkjanna sendir frá sér flókinn úrskurð þar sem frekari endurtalning í Flórída er stöðvuð. Hæsti- réttur Flórída hafnar áfrýjunarbeiðni um ógild- ingu vafaatkvæða. Full- trúaþing Flórída sam- þykkir kjörmannalista hliðhollan Bush.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.