Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 52
>52 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Skúli Eyjúlfsson fæddist í Sand- gerði 14. ágúst 1924. Hann lést í Keflavík 5. desemb- er síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjúnin Eyjúlfur Jú- hannsson, f. 12.2. 1881, d. 15.1. 1933 og Gíslína Sigríður Gísladúttir, f. 19.7. 1891, d. 3.9. 1959. Skúli var næstyngst- ur af sjö systkinum, elstur er Júhann Krislján, f. 12.10. 1914; Ingibjörg Steinunn, f. 23.9. 1916; Ása, f. 13.4. 1918; Ingjaldur Geir, lést ungabarn; Gísli, f. 12.2. 1920; Gyða, f. 17.6. 1923 og Garð- ar, f. 29.9. 1930, d. 6.3. 1994. Skúli flutti til Keflavíkur 1947 og kvæntist Ragnhildi Ragnars- dúttur, f. 21.10. 1927. Foreldrar hennar voru hjúnin Jenný D. Júramsdúttir, f. 13.6. 1901, d. 4.10. 1998 og Ragnar Jún Guðna- son, f. 11.1. 1899, d. 11.12.1979. Börn Skúla og Ragnhildar eru: 1) Ragnar Jún, f. 9.12. 1946, sambýliskona Bryndís Þorsteins- dúttir og eiga þau tvo syni a) Ragnar Jún, b) Styrmi, fyrir átti Bryndís einn son, Þorstein. 2) Selma, f. 3.4. 1951, gift Matthíasi Sigurðssyni og eiga þau fjögur börn a) Ragnhildi, sambýlismaður hennar Leifur Arason og eiga þau einn son, Ara; b) Sigurður Vignir, c) Davíð og yngst er d) Vigdís. 3) Júrunn, f. 19.12. 1953, gift Árna Má Árna- syni og eiga þau tvo syni a) Birki Má, b) Jafet Má, fyrir átti Júrunn með fyrri eiginmanni sínum Sig- urði Haraldssyni, c) Skúla í sam- búð með Hörpu Pálsdúttur, d) Árna Frey í sambúð með Áslaugu Björnsdúttur. 4) Elsa ína, f. 1.6. 1957, gift Guðna Birgissyni og eiga þau þijú börn a) Guðrún í sambúð með Maríus Peersen, b) Björgvin í sambúð með Guð- björgu Sigurjúnsdúttur, c) Viktor. 5) Kristinn, f. 8.6. 1963, kvæntur Drífu Daníelsdúttur og eiga þau þijú börn a) Anna Kristín, b) íris Thelma, c) Arnúr Dan. Skúli vann við ýmis störf bæði til sjús og lands, hann var af- greiðslumaður hjá Olíufélaginu Esso til 15 ára en um mitt ár 1961 stofnaði hann sína fyrstu verslun og aðra í desember 1981 sem þau hjúnin hafa rekið til dagsins í dag.SkúIi var einn af stofnendum hestamannafélagsins Mána og heiðursfélagi. Útför Skúla fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. hvort þar væri ekki einhvern að finna en þar naut hann sín. Okkar eftirminnilegasta ferð er þegar við fórum öll saman á HM í Sviss. Þar naut pabbi hverrar stundar í fal- legu umhverfi og ekki skemmdi ferðina að Sigga gekk mjög vel þó að hann héldi okkur í spennu fram á síðasta dag. Ferðinni lauk vel og var heimferðin skemmtileg. Elsku mamma og pabbi, það var alltaf jafngott að heimsækja ykkur í Lyngholtið og alltaf jafnhöfðing- lega tekið á móti okkur. Það er eitthvað sem við börnin ykkar munum aldrei gleyma. Okkur var alltaf fylgt úr hlaði með hlýjum kveðjum og pabbi nestaði börnin og sagði að þau þyrftu að hafa eitt- hvað með sér á leiðinni heim. Elsku mamma mín, missir þinn er mestur. Pabbi var eiginmaður þinn og besti vinur og félagi. Við hjónin biðjum góðan guð að vaka yfir þér alla tíð og leyfa okkur að fá að njóta þín sem allra lengst. Ykkar, Selma, Matthías og fjölskylda. SKULI EYJÓLFSSON Elsku pabbi minn. Þá er komið að kveðjustundinni. Stundinni sem við viljum ekki þurfa að takast á við en neyðumst til að gera að lok- um. Þannig er lífið. Pabbi ólst upp í Sandgerði í stórum systkinahópi en alls voru þau sjö systkinin. Hann sagði mér oft skemmtilegar sögur úr sinni bernsku og minntist foreldra sinna af miklum hlýhug. Hann sagði mér oft hversu lánsamur hann hefði verið að eiga þau að þrátt fyrir að hann hefði einungis verið sjö ára gamall þegar hann missti föður sinn sem hann saknaði mjög mikið og hefði svo sannarlega viljað geta notið Iengur samvista við. En þrátt - fyrir föðurmissinn missti ijölskyld- an ekki kjarkinn heldur barðist áfram og kom móðir þeirra þeim öllum á legg. Á þessum árum var Sandgerði GARÐH EIMAR IÍLÓMABÚÐ • STEKKJARBAKKA 6 v SÍMI 540 3320 > blanda af sveita- og sjávarþorpi og þar iðaði allt af lífi enda naut pabbi sín ákaflega innan um öll dýrin auk þess að geta fylgst með þegar pabbi hans kom að landi með fullan bát af fiski. Það var því nóg að gera fyrir ungan og frískan drenginn á þessum árum. Hann kvaðst hafa verið pínulítill prakk- ari í sér og gert ýmis prakkara- strikin eins og gengur og gerist með fjöruga drengi en þá hefði móðir hans lagt honum lífsregl- urnar og gert það með þeim hætti að hann fór eftir því sem hún sagði enda þótti honum vænt um móður sína sem skildi hann manna best. Pabbi stofnaði heimili ungur að árum með mömmu í Keflavík sem entist honum til æviloka. Þau voru ákaflega samrýnd og góðir vinir. Þau störfuðu mestallt sitt líf sam- an í versluninni og var ævinlega mjög kært á milli þeirra enda bar pabbi mikla virðingu fyrir konu sinni. Pabbi var ákaflega gestrisin maður og þau bæði enda var æv- inlega mjög gott og notalegt að sækja þau heim. Hann var mjög stoltur af sínu heimili og sinni fjöl- skyldu og lagði metnað sinn í að gera hag hennar sem mestan. Hann var með eindæmum hjálp- samur og vinnusamur og var ávallt boðinn og búinn að leggja fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hann lifði fyrir barnabörnin sín og fylgdist grannt með námi þeirra og afrekum og klippti reglulega út úr blöðunum allt sem um þau birt- ist. Hann var ákaflega barngóður og sakna þau nú afa síns sárt en þau eru nú orðin samtals 17. Þegar ég nú minnist pabba er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt svo góðan pabba sem hann var. Hann ól okkur systkinin upp við mikla hjartahlýju en samt hæfilegan aga. Hann kenndi okkur að standa á eigin fót- um og lagði mikla áherslu á að við gætum bjargað okkur ef eitthvað á bjátaði með því að vera fyrst og fremst vinnusöm. Ég skírði því stolt frumburð minn sem ég eign- aðist 1975 í höfuðið á pabba og veit ég honum var það ákaflega kært. Pabbi var eins og fyrr segir mik- ill fjölskyldumaður og allir sem þekktu pabba vissu hversu ánægð- ur hann var með „Skúlaskeið", Handunnu englarnir hans Lárusar Útistyttur á leiði Pöntunarsími 565 2569 sumarbústað fjölskyldunnar sem pabbi og mamma byggðu á Laug- arvatni. Þar hefur fjölskyldan komið undanfarin 15 ár og átt saman yndislegar samverustundir enda hafði pabbi unun af því að taka á móti gestum. Þegar ég nú lít yfir farinn veg og hugsa til þess, er ég fór að heiman sem ung kona, að þá var þjóðfélagsumræðan með þeim hætti að konur voru að byrja að krefjast þess að meira jafnrétti ríkti jafnt á heimilum sem og vinnumarkaði. Ég man hvað mér fannst þetta skrítið í raun og veru því þegar ég hugsaði til minnar fjölskyldu gat ég ekki betur séð en að pabbi gengi til jafns við mömmu í þau verk sem þurfti að vinna, hvort sem um var að ræða að elda eða þrífa. Jafnrétti var því löngu komið á í minni fjölskyldu áður en rauðsokkurnar urðu til og er ég stolt af því og sýnir í raun hversu samrýnd þau voru. Pabbi var besti vinur mömmu allt frá því þau kynntust og þar til yfir lauk. Þau voru ekki bara hjón heldur sam- starfsfélagar frá morgni til kvölds og því er missir mömmu ákaflega mikill núna á þessum erfiða tíma. Elsku pabbi. Við minnumst þín með virðingu og þökk. Við minn- umst besta pabba og afa sem til er. Við minnumst glaðværðar þinn- ar og hjálpsemi. Við söknum þín. Júrunn og fjölskylda. Ég fékk upphringingu sl. þriðju- dagskvöld, það var mamma að láta mig vita að þú værir allur. Þið sem voruð að koma úr kvöldgöngu ykk- ar. Ætluðuð svo í bíltúr til að sjá jólaljósin í bænum og fara í kvöld- kaffi til Elsu. En þangað náðir þú aldrei því á leiðinni varðst þú skyndilega veikur og kvaddir þetta líf. Mér var mjög brugðið þvi þú hafðir alltaf verið svo heilsuhraust- ur, hafðir aldrei þurft á læknis- hjálp að halda þótt þú værir orð- inn 76 ára. Þegar ég staldra við og hugsa til baka, til uppvaxtarára minna í Lyngholtinu, er margs að minnast. Pabbi var mikill dýravin- ur, átti alla tíð bæði hesta og kind- ur. Náttúran átti einnig stóran þátt í lífi hans og þeir dagar sem pabbi og mamma voru í sumarbú- staðnum á Laugarvatni voru pabba mikilvægir, þar leið honum vel. Pabbi hafði mjög gaman af að fylgjast með börnum okkar og lagði oft á sig ferð til Reykjavíkur eða hvert sem var til að sjá þau keppa í hestaíþróttum og ekki lét hann standa á sér að styðja við bakið á þeim í keppni sem leik og nutu allir vel. Þegar leið hans lá til Reykjavíkur kom hann oft fyrst við í hesthúsinu í Víðidal til að sjá Tengdafaðir minn, Skúli Eyj- ólfsson, lést þriðjudaginn 5. des- ember. í dag er Skúli tengdafaðir minn lagður til hinstu hvílu. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist honum í októ- ber 1982. Þegar ég kom inn á heimili þeirra hjóna, Skúla og Ragnhildar. Var mér tekið opnum örmum af þeim báðum, við sett- umst og spjölluðum, eftir skamma stund fannst mér ég vera hluti af fjölskyldunni svo vel leið mér. Margar góðar stundir áttum við með þér og Röggu, bæði á heimili okkar sumarbústaðnum og erlend- is, þú varst alltaf reiðubúinn að skreppa og sækja hestana með Kidda og bömunum sem nutu góðrar hjálpar frá þér. Dýr voru eftirlæti hjá þér og minnist ég þess þegar þú hringdir í okkur og sagðir okkur að fætt væri folald á afmælisdegi mínum.Varstu búinn að gefa því nafn og skyldi það heita Drífandi í höfuðið á mér. Var ég alsæl hversu snöggur Skúli var að gefa því nafn. Þegar afi Skúli og amma Ragga komu til okkar glaðnaði ávallt yfir börnunum og gat þá yngsti sonur okkar, Arnór Dan, fengið hann afa sinn til að segja honum frá hestunum, kind- unum og síðast en ekki síst söguna af litla putta spilamann, þessi datt í sjóinn og svo framvegis aftur og aftur, báðir jafnánægðir. Svona gátu þeir haldið áfram tímunum saman. Ekki má gleyma ánægju- stundunum þegar við heimsóttum afa og ömmu í Lyngholtið hversu auðvelt var að fá hann afa niður í búð, ávallt komu allir með bros á vör og poka í hendi. Elsku Skúli minn, ekki þurfti mikið til að gleðja þig, þú varst svo þakklátur með alla hluti, hversu smáir sem þeir voru. Þín er sárt saknað hjá okkur öllum en við geymum góða minningu um þig hjá okkur og biðjum góðan guð að styrkja Röggu og fjölskylduna alla á þessari erfiðu stundu. Eg vil gjarnan lítið ljóð, láta af hendi rakna. Eftir kynni afar góð, ég alltaf mun þín sakna. Drífa Daníelsdúttir og börn. Elsku afi minn. Ég veit að þú býrð í hjarta okk- ar allra. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn frá okkur, því þú varst alltaf svo glaður. Mér finnst þetta skrítið, að nú sé enginn afi. Mér finnst líka skrítið að þegar þú varst hjá okkur síðast kyssti ég þig bless, en nú kveð ég þig fyrir fullt og allt. Ég hef átt góðar stundir með þér, mig langar að Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.2008lög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. segja nokkur orð sem ég veit að þú verður glaður yfir. Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín Vigdís Matthíasdúttir. Elskulegi afi, þessi orð eru skrifuð með trega og söknuði. Þeg- ar við sitjum hér saman systkinin og hugsum um þær stundir, sem við vorum svo heppin að eiga með þér, streyma fram minningarnar, sumar fyndnar og skemmtilegar, aðrar áhrifamiklar í lífi okkar. Það var alltaf gaman að koma til ykkar ömmu í Keflavík. Okkur var alltaf látið líða eins og við værum komin á fimm stjörnu hótel. Þið dekruðuð við okkur og það er okkur ljóst að þetta gerðu þið með hjartanu. Við munum sérstaklega eftir því hve mikill dýravinur þú varst. Alltaf með hesta, kindur og ketti. Þetta var skemmtileg blanda og okkur fannst alveg sérstaklega gaman að kindunum þínum. Það var eins og þú værir að hugsa um börnin þín, þvílík var umhyggjusemin. Afi og amma voru mjög dugleg að fylgja okkur systkinum eftir en þau voru fastagestir á öllum þeim hestamót- um sem við sóttum. Þegar upp kom sú staða að fara til útlanda á hestamannamót voru afi og amma fyrst manna til að ákveða sig og slá til. Við munum þegar afi og amma komu með okkur á heims- meistaramót íslenska hestsins í Sviss 1995, þá lentum við í smá ævintýri. Ætlunin var að keyra frá Luxemburg til Zurich í Sviss. Þeg- ar haldið var af stað gekk allt eins og í sögu en þegar ferðin hafði tekið nokkra stund og ferðalang- arnir áttuðu sig á því að nú væri hópurinn á leið til Spánar, voru afi og amma fyrst til að finna bjart- sýnina í þessu. Þau voru hæst- ánægð með þetta ævintýri því þá myndu þau sjá meira af heiminum. Þetta fékk okkur öll til að líða bet- ur og hópurinn skilaði sér á áfangastað. Hestar voru mikið áhugamál hjá afa og voru litir hesta honum mikilvægir. Hans uppáhaldslitur var leirljós, hann taldi lítið til hestsins koma nema að hann væri leirljós. Þetta þótti okkur skemmtileg viska og varð hún til þess að við sjálf tókum sér- staklega vel eftir leirljósum hest- um. Elsku afi, við munum tala við þig í bænum okkar og einnig biðja Guð að varðveita þig í nýju heim- kynnum þínum. Við munum varð- veita minningu þína í hjarta okkar að eilífu. Ragnhildur, Sigurður, Davíð og Vigdís. Okkur, sem nú kveðjum Skúla Eyjólfsson, sem lést hinn 5. des- ember síðastliðinn, finnst sem kall- ið hafi komið allt of fljótt. Maður er einhvern veginn aldrei viðbúinn því óumflýjanlega, að þurfa að kveðja sína nánustu. En þannig er gangur lífsins. Eitt af einkennum Skúla var hans létta lund og kímni. Hann var ætíð fullur af lífsorku og dugnaði, vann alla tíð mikið og var hörku- duglegur. Hann var bæði til sjós og lands hér á árum áður, en árið 1961 stofnuðu þau hjónin Skúli og Ragnhildur af sínum alkunna dugnaði, verslunina Lyngholt í Keflavík. Margir minnast Röggu og Skúla og þeirra hlýja viðmóti frá þeim dögum. Sérstaklega voru börnin í hverfinu þó hænd að Skúla, enda var hann með eindæmum barngóð- ur maður og örlátur. En það fór fyrir þeim hjónum eins og flestum öðrum smákaupmönnum síns tíma, að þurfa að hætta rekstri mat- vöruverslunar, þar sem stóru verslunarkeðjurnar voru að yfir- taka markaðinn með nýjum versl- unarmáta og smáar einingar stóð- ust ekki þá miklu samkeppni. Þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.